Xenon í Aðalljós

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Hfsd037 » 08.jan 2013, 16:17

kjartanbj wrote:Var upp á fjöllum um helgina og einn jeppinn sem var með svona Xenon kit í Aðaljósum og kösturum hann náði að trufla talstöðina hjá mér ef ég var of nálægt honum , þetta á bara ekki heima í jeppum

ég er með svona í Hella kösturum hjá mér, get ekki notað þá ef ég er að nota talstöðina



Þá ert þú bara mjög óheppinn með talstöðina þína, fyrst þú minnist á truflarnir frá Xenon þá hef ég aldrei orðið var við þær á VHF eða FM


Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Stebbi » 08.jan 2013, 16:44

íbbi wrote:þegar benz/bmw fóru að koma með þetta upprunalega voru 4800k perur, svo fóru þeir niður í 4300. 4300 er alveg borderline á að maður taki eftir að um xenon sé að ræða oft á tíðum, en 4300/800 virka vel í snjóinn, 6 og uppúr hinsvegar finnst mér vera farin að missa ljósmagnið út af bláa litnum

bimminn minn er orginal með 4800k en er kominn með 6k og það er mjög blátt, lúkka eins og versti unglingur á ferðini


Það er bæði 4300K og 5200K í boði í alvöru Xenon perum. Það er bara Osram og 1 eða 2 aðrir framleiðendur í heiminum sem framleiða Xenon perur sem bílaframleiðendur nota sem OEM hlut.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá kjartanbj » 08.jan 2013, 16:55

Hfsd037 wrote:
kjartanbj wrote:Var upp á fjöllum um helgina og einn jeppinn sem var með svona Xenon kit í Aðaljósum og kösturum hann náði að trufla talstöðina hjá mér ef ég var of nálægt honum , þetta á bara ekki heima í jeppum

ég er með svona í Hella kösturum hjá mér, get ekki notað þá ef ég er að nota talstöðina



Þá ert þú bara mjög óheppinn með talstöðina þína, fyrst þú minnist á truflarnir frá Xenon þá hef ég aldrei orðið var við þær á VHF eða FM



Veit um fullt af öðrum aðilum sem eru að lenda í þessu, útvarpið truflast , vhf truflast , bara drasl spennar í þessum aftermarket kerfum
æðisleg lýsing frá þessu en glatað að öðru leyti, þarf alltaf að hafa aðra stöðina hjá mér slökkta ef ég er að nota xenon kastarana, hin stöðin er ekki jafn næm fyrir þessu
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Stebbi » 08.jan 2013, 17:03

Er ekki hægt að fá einhvern þéttir eða einangrunarspennir fyrir stöðina sem lagar þetta.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Hfsd037 » 08.jan 2013, 20:13

kjartanbj wrote:
Hfsd037 wrote:
kjartanbj wrote:Var upp á fjöllum um helgina og einn jeppinn sem var með svona Xenon kit í Aðaljósum og kösturum hann náði að trufla talstöðina hjá mér ef ég var of nálægt honum , þetta á bara ekki heima í jeppum

ég er með svona í Hella kösturum hjá mér, get ekki notað þá ef ég er að nota talstöðina



Þá ert þú bara mjög óheppinn með talstöðina þína, fyrst þú minnist á truflarnir frá Xenon þá hef ég aldrei orðið var við þær á VHF eða FM



Veit um fullt af öðrum aðilum sem eru að lenda í þessu, útvarpið truflast , vhf truflast , bara drasl spennar í þessum aftermarket kerfum
æðisleg lýsing frá þessu en glatað að öðru leyti, þarf alltaf að hafa aðra stöðina hjá mér slökkta ef ég er að nota xenon kastarana, hin stöðin er ekki jafn næm fyrir þessu



Það getur vel verið að kerfið hjá mér sé að trufla VHF stöðina hjá mér, en ef hún gerir það þá er það ekki mikið..
En mér gæti varla verið meira sama um útvarpið, það er hvort sem er handónýtt fyrir utan morgunþáttinn með andra frey, harmageddon og breakbeat ;)
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Svenni30 » 08.jan 2013, 21:28

Stebbi wrote:Er ekki hægt að fá einhvern þéttir eða einangrunarspennir fyrir stöðina sem lagar þetta.


Jú gerði það hjá mér.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Stebbi » 08.jan 2013, 22:18

Frágangur á jarðtenginum getur líka spilað inní og aukið á vandamálið. Annars veit maður aldrei með þetta kínadót, ef þetta er ekki merkt Hella eða öðrum þektum framleiðendum þá er gæðaeftirlitið örugglega ekki upp á marga fiska.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
Ingaling
Innlegg: 124
Skráður: 01.feb 2010, 18:45
Fullt nafn: Ingi Björnsson
Bíltegund: Toyota LC90
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Ingaling » 09.jan 2013, 21:23

Jæja þar sem menn hafa nú skiptar skoðanir á réttmæti xenon kerfa og ég búinn að fá að vita hvaða perur jeppamenn eru að nota með þessi frábæru sett, langar mig nú að spyrja hina sem kjósa það að vera án xenon sem er nú líka allt í lagi.

Hvaða perur eru þá bestar án þess að þurfa að fara í xenon breytingu...??

Ég kíkti í Rafstillingu til að skoða þessar extra white perur sem Stebbi Dal vinur minn sagði frá, ég hefði keypt þessar perur ef þær hefðu nú ekki verið uppseldar í H4 og ekki vitað hvort eða hvenar þær koma aftur. Enda á flottu verði, undir 2000 kr stk.
Þannig að þar sem ég er nú að verða búinn að setja persónulegt met í að vera eineygður og þarf að gera bragabót á því fyrir helgi væri gaman ef menn gætu þá fært betri rök fyrir því að vera ekki með xenon önnur en að það sé bara vont að mæta þeim þar sem að peruval ræður því í xenon hvort það sé vont eður ey.

Mbk Ingi Bjöss.
Toyota LC90 VX. 32"
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..!

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá íbbi » 09.jan 2013, 21:36

það er ljóskerið sjálft sem ræður því
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Stebbi » 09.jan 2013, 21:48

íbbi wrote:það er ljóskerið sjálft sem ræður því


Og peran, þetta er samspil af báðum.

Ingaling wrote:Hvaða perur eru þá bestar án þess að þurfa að fara í xenon breytingu...??
.


Ég notaði í tímabili perur sem fást í N1 Bílanaust sem eru 55/100w og fannst bara koma vel út, þá gat ég mætt fólki með venjuleg lág ljós og verið með 100w háan geisla sem tók sig vel út í Pajero framljósi. Eina sem þarf að passa uppá er að ef vel á að vera þarf að skipta um plöggið fyrir peruna vegna hita frá háa geislanum og þá sérstaklega í gömlum bílum sem eru með plögg sem eru búin að grillast í mörg ár.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá -Hjalti- » 09.jan 2013, 21:50

Og amerísk ljósker eru einstaklega slæm ef það er sett í þá Xenon. Verslaðu þér vinsamlegast bara venjulegar halogen h4 peru
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Stebbi » 09.jan 2013, 21:58

Image

Má ekki prufa þetta
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
Ingaling
Innlegg: 124
Skráður: 01.feb 2010, 18:45
Fullt nafn: Ingi Björnsson
Bíltegund: Toyota LC90
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Ingaling » 09.jan 2013, 23:27

Strákar mínir, þetta á að fara í Pajero sem ég á. og mér dettur ekki í hug að setja þetta í gamla xj, þar bjóða ljóskerin alls ekki upp á xenon...
það er eins pajero og þessi...
Image
Toyota LC90 VX. 32"
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..!

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá jeepson » 10.jan 2013, 00:08

Stebbi wrote:Image

Má ekki prufa þetta


Ég var að versla svona ljós í jeppann minn. Pantaði einmitt með dökkum spegli en fékk með venjulegum. Sem er bara alt í lagi. Ég skal pósta minni reynslu hingað þegar að ég verð búinn að prufa þau.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Tjakkur » 10.jan 2013, 00:59

Xenon/HID breyting á halogenljósum er allstaðar ólögleg og breytisett eru aldrei seld af viðurkenndum framleiðenum. Þetta er ótryggur búnaður í vatnasulli og truflandi.

Einfalda leiðin að bættri lýsingu er að leggja svera raflögn frá geymi að ljósum og nota original ljósalagnirnar til að stýra einföldum relíum til að kveikja og slökkva ljósin. Ljósmagnið frá venjulegum perum minnkar í öðru veldi með spennulækkun vegna viðnáms í grönnum leiðslum frá rafgeymi, -í ljósarofa -og fram í perur.
Nota svo bara venjulegar perur frá viðurkenndum framleiðendum.
Þessar fokdýru súper dúper perur sem lýsa betur en venjulegar eru einfaldlega perur með aðeins minna viðnámi sem loga heitar við þá spennu sem almennt næst við framljósin (og lifa yfirleitt stutt).
Blátt gler á aðalljósaperu virkar álíka vel og að aka með blá sólgleraugu í myrkri.
Áður en þið farið að kaupa kapal og relí þá skuluð þið mæla spennuna á milli póla á rafgeymi með kveikt á aðalljósum og mæla svo spennuna yfir peruna þegar kveikt er. Ef sú spenna er lægri en spennan yfir geyminn þá skuluð þið fara að ráðum Daníels.

Allt um þetta hér ásamt teikningum
http://www.danielsternlighting.com/tech ... elays.html

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Stebbi » 10.jan 2013, 18:10

Þetta sem þessi Daniel er að skrifa um á við sárafáa bíla hérna heima, við ökum í miklum meirihluta á nýlegum (0-15ára) japönskum jeppum sem standast allar evrópukröfur og eru margir smíðaðir í evrópu. Ég veit ekki um neinn jeppa sem fellur undir þetta sem er ekki með relay fyrir aðalljósin.
En eitt sem hann segir sem mikið vit er í og það er að uppfæra vírana frá relay í ljósatengi í 2.5mm víra. Það eitt gæti bætt ljósin á mörgum bílum upp í viðunandi ástand. Í flestum tilfellum eru þetta 0.75 eða 0.5 vírar sem er bara djók.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá -Hjalti- » 10.jan 2013, 18:32

Ingaling wrote:Strákar mínir, þetta á að fara í Pajero sem ég á. og mér dettur ekki í hug að setja þetta í gamla xj, þar bjóða ljóskerin alls ekki upp á xenon...
það er eins pajero og þessi...
http://www.geocities.jp/te29117/PAJERO2000a.jpg


Þetta er engu skárra ,, risastór speglaljósker sem munu dreifa geislunum í allar áttir og þú munt ekki fá frið með þetta í skoðun eða úti á þjóðveg.

Image
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá jeepson » 10.jan 2013, 19:28

svopni wrote:Nú er ég búinn að vera að Skoða þetta töluvert. Hella selur m.a svona sett. Þetta er mjög misjafnt af gæðum. Ef eitthvað er að marka myndir og info frá framleiðendum þá eru til kit sem "fella" ljósið niður að götu. Og m.v það sem ég hef verið að Skoða er þetta mjög misjafnt. En H4 perur sem eru með skerm virðast vera allt í lagi, ef þessar myndir sem ég sá eru ekki falsaðar. Annars er ég mjög spenntur að sjá hvernig ljósin hjá jeepson koma út.


Já ég mun láta ykkur vita um leið og ég verð búinn að græja þetta. Vonandi verð ég búinn að græja cherokeeinn fyrir skoðun um helgina.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Stebbi » 10.jan 2013, 19:32

Svo er annað sem þarf að pæla í þessu og það er við það að auka þau lumen sem peran skilar af sér þá þarf að breyta speglinum til þess að fókusa meira af birtuni á réttan stað. Það þarf semsagt að auka skurðinn til að minnka það að ljósið blæði of hátt.

Þetta á jafnt við Halogen og Xenon perur. Ljósin eru hönnuð fyrir 55w halogen peru sem er ca 1050 lumen ekki eins peru sem gefur 1600-2500 lumen sama hvort það sé HID eða halogen.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
Ingaling
Innlegg: 124
Skráður: 01.feb 2010, 18:45
Fullt nafn: Ingi Björnsson
Bíltegund: Toyota LC90
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Ingaling » 10.jan 2013, 19:41

-Hjalti- wrote:
Ingaling wrote:Strákar mínir, þetta á að fara í Pajero sem ég á. og mér dettur ekki í hug að setja þetta í gamla xj, þar bjóða ljóskerin alls ekki upp á xenon...
það er eins pajero og þessi...
http://www.geocities.jp/te29117/PAJERO2000a.jpg


Þetta er engu skárra ,, risastór speglaljósker sem munu dreifa geislunum í allar áttir og þú munt ekki fá frið með þetta í skoðun eða úti á þjóðveg.

Image




Það þýðir ekkert að setja öll Xenon kerfi undir sama hatt og finna svo bara einhverja mynd af svona pajero með einhverju kerfi sem þú getur enganvegin gert grein fyrir. Það er stór munur á kerfum og skiptir miklu hvort kerfin koma frá kína eða tævan, svo og peruval.
Málefnalega umræðu takk fyrir.
Mbk Ingi Bjöss.
Toyota LC90 VX. 32"
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..!


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Aparass » 10.jan 2013, 20:13

Ég setti svona xenon kerfi í jeppann hjá mér og hægri geislinn var fínn en vinstri var bara klessa og fór út um allt. Ég víxlaði perum og gerði allt sem mér datt í hug, fór síðan með hann í ljósastillingu og hékk yfir strákunum þegar þeir skrúfuðu allar skrúfur sem hægt var að skrúfa og aldrei lagaðist vinstri geislin. Mánuði seinna fór önnur peran og stuttu seinna fór hin peran líka. Eftir þetta pantaði ég mér aðrar perur og spáði lítið í það hvaðan þær kæmu eða hvort það væri yfir höfuð einhver gæðamunur á þessu.
Fékk síðan sendar tvær perur sem ég skellti í bílin og það fyrsta sem ég tók eftir var að vinstri geislinn var kominn í lag.
Ég fór strax með hann í ljósastillingu aftur því vinstra ljósið var svo vanstillt eftir seinasta æfintýri enda virtist engu máli skipta hvernig við skrúfuðum ljósið upp eða niður, geislinn var yfirleitt alltaf á svipuðum stað og aldrei skýr á gömlu perunum. Það var ekkert vandamál að stilla ljósin í þetta skipti og geislinn var alveg réttur og allir hamingjusamir.
Komst ég þá að því að það virkilega skiptir máli hvaða perur maður er að nota.


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá elli rmr » 10.jan 2013, 20:35

Mercedis bens actros kom með xenon orginal frá 2004 til 2010 í aðalljósunum sem var bara stór speigill semsagt ekki svona projektor ljós eins og menn hafa verið að fullyrða að sé eina leiðin..... p.s er sjálfur með xenon í bílunum mínum og hjólinu og mæli ég hiklaust með kerfinu frá Toyota selfossi trufla hvorki útvarp né VHF

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Stebbi » 10.jan 2013, 20:49

elli rmr wrote:Mercedis bens actros kom með xenon orginal frá 2004 til 2010 í aðalljósunum sem var bara stór speigill semsagt ekki svona projektor ljós eins og menn hafa verið að fullyrða að sé eina leiðin..... p.s er sjálfur með xenon í bílunum mínum og hjólinu og mæli ég hiklaust með kerfinu frá Toyota selfossi trufla hvorki útvarp né VHF


Ef þeir hafa komið með Xenon perum þá þarf ekki að reyna að halda því fram að það séu bara 'Venjuleg' ljós. MB fá ekki gerðarviðurkenningu á bíl með Xenon kitti frekar en fólk í evrópu fær skoðun á þau. Framljósin eru hönnuð með það í huga að það eigi að nota Xenon peru. Cadillac og Lincoln framleiddu líka bíla með HID ljósum og það voru ekki bara sömu ljósin og í hinum bílunum með Xenon peru heldur hönnuð fyrir peruna.
Málið snýst ekki um hvort ljósið sé Projector ljós eða spegill heldur hvaða pera á að fara í það.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Kiddi » 10.jan 2013, 20:56



elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá elli rmr » 10.jan 2013, 22:35

Gaman að því samt að ef þú kaupir halogenljós í Mb actros af þessari árgerð þá er festinginn fyrir spennin á ljósinu og allt til staðar til að setja xenon í venjulega ljósið og veit ég að það hefuverið gert

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Hr.Cummins » 11.jan 2013, 00:23

elli rmr wrote:Gaman að því samt að ef þú kaupir halogenljós í Mb actros af þessari árgerð þá er festinginn fyrir spennin á ljósinu og allt til staðar til að setja xenon í venjulega ljósið og veit ég að það hefuverið gert


Þætti gaman að sjá H4 intechanged fyrir DS2...

Þetta er bara plug&play segiru...?
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá -Hjalti- » 11.jan 2013, 01:42

dobblepost
Síðast breytt af -Hjalti- þann 11.jan 2013, 01:45, breytt 1 sinni samtals.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá -Hjalti- » 11.jan 2013, 01:44

Ingaling wrote:


Það þýðir ekkert að setja öll Xenon kerfi undir sama hatt og finna svo bara einhverja mynd af svona pajero með einhverju kerfi sem þú getur enganvegin gert grein fyrir. Það er stór munur á kerfum og skiptir miklu hvort kerfin koma frá kína eða tævan, svo og peruval.
Málefnalega umræðu takk fyrir.
Mbk Ingi Bjöss.



Þau eru öll jafn ólögleg í svona ljóskeri. Er þetta ómálefnaleg umræða afþví að þú ert ekki sammála henni ?
Fáðu þér bara xenon ljós í Pajeroinn þinn. Það er svo þitt að meta hvort þetta sé vandræðana virði. Veit að þeir hafa verið að taka fast á þessu í Frumherja undanfarið.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Hfsd037 » 11.jan 2013, 05:28

Ég er ekki frá því að ég mæti oftar bílum með venjulegum perum sem eru illa ljósastilltir heldur en bílum með Xenon kerfum sem lýsa asnalega að manni.
Það kemur samt alveg fyrir að maður fái ofbirtu í augun frá bílum sem eru með projectora líka, en bílar sem eru með Xenon í þokuljósum þykir mér alveg skelfilegt að mæta!

Er niðurstaðan á þessu máli ekki bara þannig að hver og einn verður bara að meta sjálfur hvort þetta henti sínu ljóskeri eða ekki, og vona það að viðkomandi rífi kerfið aftur úr ef það lýsir í allar áttir og valdi öðrum óþægindum í umferðinni?
Svona svipað traust og maður ber til fólks um að keyra ekki drukkið undir stýri?
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

xenon
Innlegg: 110
Skráður: 28.aug 2010, 20:51
Fullt nafn: Snorri Arnarson
Bíltegund: LC 80

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá xenon » 11.jan 2013, 06:48

það er naumast að það eru til margir Xenon sérfræðingar á þessu landi :-) (ég er það ekki frekar en annar)
þetta er ekkert flókið, ef maður vill að þetta fari út um allt og böggi þann sem maður er að mæta þá er kínasett málið en ef menn vilja hugsa um náungan þá er önnur tegund af kína setti málið sú stýrir geislanum á réttan stað eins og venjuleg pera T.d H4 (eitthver var búin að setja inn mynd af henni hér að ofan) það er alveg hækt að vera með Xenon og láta þetta lýsa rétta leið og ekki trufla þá sem koma á móti en þegar jón út í bæ fer að versla á Ebay þá vill það oft enda þannig að hann veit ekkert hvað hann er að kaupa þess vegna hugsa ég að það séu margir í umferð sem lýsa í augun á okkur út á vegi

User avatar

xenon
Innlegg: 110
Skráður: 28.aug 2010, 20:51
Fullt nafn: Snorri Arnarson
Bíltegund: LC 80

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá xenon » 11.jan 2013, 07:00

svona perur eigi þið að vera með ekki þessar sem eru bara alveg berar þær lýsa út um allt

http://images-en.busytrade.com/15214520 ... gh-low.jpg

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Hfsd037 » 11.jan 2013, 07:28

Tjakkur wrote:Xenon/HID breyting á halogenljósum er allstaðar ólögleg og breytisett eru aldrei seld af viðurkenndum framleiðenum. Þetta er ótryggur búnaður í vatnasulli og truflandi.


Ég er ekki sammála þér þarna, ég hef keyrt í púðursnjó tímunum saman og skolað vélarsalinn og allt það, kerfið tekur alltaf við sér eins og skot. það skiptir nátturulega höfuðmáli að ganga almennilega frá þessu!
Ég hef aldrei nokkurntímann orðið var við útleiðsluvandamál í bílum sem koma orginal með Xenon. Ég hef samt heyrt um þetta vandamál, en það var fyrir mörgum árum þegar þessi aftermarket kerfi voru fyrst að koma á markaðinn og seldust eins og heitar lummur út um allt, þá var þetta aðal sportið að láta þetta í hvernig sem er bíla og örugglega oftast í lang flestum tilvikum gert með rassgatinu út á bílaplani fyrir utan kringluna.
Síðan þá hafa kerfin þróast alveg töluvert,ballesterinn er sterkari, leiðslurnar eru þéttari og leiða ekki út, kápa sem stýrir geislanum, plug and play að láta þetta í sem er mjög erfitt að klúðra.


Mér líður betur að vita af Xenon kerfinu ofan í húddinu vegna þess að kerfið þarf ekki nema stýrisstraum frá öðru perutenginu til að funkera en kerfið sjálft tekur strauminn beint frá rafgeymi. perutengin hitna alveg svakalega með venjulegum perum og verða alveg svakalega mikil brunahætta ef maður er ekki nógu duglegur að fylgjast með ástandinu á tengjunum eftir blautar jeppaferðir á lítilli ferð þar sem perurnar fá enga kælingu og hita tengin út frá sér í öllum rakanum sem er ekki góð blanda.
Síðast breytt af Hfsd037 þann 11.jan 2013, 09:52, breytt 1 sinni samtals.
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Gulli J
Innlegg: 168
Skráður: 22.mar 2010, 20:25
Fullt nafn: Guðlaugur Jónasson

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Gulli J » 11.jan 2013, 08:34

Er með 55w xenon 4300k í Grand Cherokee 2005 þurfti að halla ljósinu aðeins niður og það kemur flott út.

Er líka með svona kerfi í Grand Cherokee 1998 kemur flott út, en prófaði svo að skipta um perur í ca 3000k það kom skelfilega út því perann sat öðruvísi og ljósgeislinn í allar áttir.

Þetta er frábær lýsing af þessu og ég myndi ekki taka þetta úr bílnum.

Þetta eru allt sett sem ég tók á ebay og made in china og kosta ca 10Þ kall hingað kominn.
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2

Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.

User avatar

xenon
Innlegg: 110
Skráður: 28.aug 2010, 20:51
Fullt nafn: Snorri Arnarson
Bíltegund: LC 80

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá xenon » 11.jan 2013, 13:41

Ég hef sett svona sett með projector á nokkur fjórhjól og kom það vel út og eigendur mjög ánægðir

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Stebbi » 11.jan 2013, 16:18

svopni wrote:Mér finnst ómálefnalegt að afskrifa heilan flokk af svonalöguðu án þess að kynna sér málin. Eftir að hafa skoðað þetta mikið þá sé ég að það er til stór flóra af svona dóti og það er eins misjafnt eins og það er mikið af því. Og mér finnst hæpið að síður sem eingöngu bera saman vörur og selja sig útá það séu að ljúga.


Það er enginn að segja að þetta sé drasl, þetta bara á ekki við í aðalljósum bíla sem koma ekki með þar tilgerðum ljóskerum. Búnaðurinn getur verið skotheldur og tengingar frá NASA það bara kemur málinu ekkert við. Vandamálið er það að í langflestum tilfellum er þetta stjórnlaust pirrand ljós sem fær ekki skoðun ef að eitthvað er á milli eyrnana á skoðunarmanninum. Svo getur vel verið að einhverjar perur gangi upp í einhverjum ljósum en menn verða þá bara gera tilraunir með það og taka því eins og menn ef að þetta gengur ekki í bílnn þeirra.
Miklu nær er að nota þennan búnaði í kastara og aukaljós þar sem óþægindin skipta engu máli.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá elli rmr » 11.jan 2013, 20:35

H7 reyndar Actros hefur ekki komið með H4 síðan 2003 minnir mig

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Stebbi » 11.jan 2013, 20:55

Það hefur svosem ekkert uppá sig að vera að þrasa um þetta á netinu, það skilar yfirleitt engu. Ég hvet samt menn til þess að ef að þeir eru með bíl og Xenon kit sem virkar vel saman og geta sýnt fram á það með einhverskonar mynd eða einhverju að taka saman hvaða bílar og hvaða kit virka saman. Það er mun gáfulegra því að það virðist engin stoppa menn í þessu nema þá kanski einstaka skoðunarmaður.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
Ingaling
Innlegg: 124
Skráður: 01.feb 2010, 18:45
Fullt nafn: Ingi Björnsson
Bíltegund: Toyota LC90
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Ingaling » 11.jan 2013, 22:17

Jæja, ég hringdi í Aðalskoðun í Hafnarfirði núna í dag. Bara svona til að friða samvisku mína. Þar fékk ég að tala við ónafngreindan skoðunarmann sem ég þekki. Hann sagði við mig að það stæði ekki í neinni reglugerð að þessi Xenon aftermarket búnaður sé ólöglegur. Svo lengi sem hann væri CE merktur. Ef þessi búnaður stenst ljósaskoðunina í aðalskoðunn sér skoðunarmaður ekki tilgang með að gera athugasemd við ljósabúnaðinn þótt hann sé xenon. Hinsvegar ef ljósið er út um allt og lýsir í allar áttir á skoðunarmaður að setja út á það. Það er hinsvegar ólöglegt að vera með þessar 100W perur sem Stebbi sagði frá.
Þannig Hjalti, að fullyrða að eithvað sé "ólöglegt af því bara" og setja öll xenon kit undir sama hatt sem ónýtt drasl án þess að geta sætt við sig það að það séu til fullt af góðum kittum er ómálefnaleg umræða.

Mbk Ingi Bjöss.
Toyota LC90 VX. 32"
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..!

User avatar

halli7
Innlegg: 118
Skráður: 19.aug 2011, 20:42
Fullt nafn: Hallgrímur Norðdahl
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá halli7 » 11.jan 2013, 23:18

Vitið þið eitthvað um það hvernig xenon kerfin sem Audio.is selur hafi reynst?
Silverado 2500HD 6.6 2005 35”
Hilux 90 2.4 TD 38"
Hilux 90 2.4 D 33"
Mercedes Benz C220d 2015


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá elli rmr » 11.jan 2013, 23:23

hef fengið skoðun á mína bíla og hjól með kitt frá Toyota Selfossi og þaug trufla ekki útvarp né VHF


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 22 gestir