Síða 1 af 1
Háu ljósin óvirk á 4Runner
Posted: 05.jan 2013, 18:44
frá -Hjalti-
Er í bölvuðum vandræðum með að standast bifreiðaskoðun því að uppúr þurru þá hætti hái geislin að virka í 4Runner hjá mér , ég prufaði að skipta um allt rofastikkið í stýrinu en engin breiting.
Bláa háa geisla merkið í mælaborðinu kemur en engin ljós.
Öll öryggi eru í lagi.
ætla að fara í þetta á morgun og langar að fá hugmyndir á hverju ég á að byrja á að skoða.
Re: Háu ljósin óvirk á 4Runner
Posted: 05.jan 2013, 19:03
frá jeepson
Ertu búinn að tékka á því að háuljósa geyslin sé í lagi í perunum. Og það er smurning um hvernig plöggin í ljósunum eru.. Skoðaðu líka leiðslurnar frá ljósunum og inní bíl. Vonandi hjálpar þetta eitthvað.
Re: Háu ljósin óvirk á 4Runner
Posted: 05.jan 2013, 19:05
frá -Hjalti-
jeepson wrote:Ertu búinn að tékka á því að háuljósa geyslin sé í lagi í perunum. Og það er smurning um hvernig plöggin í ljósunum eru.. Skoðaðu líka leiðslurnar frá ljósunum og inní bíl. Vonandi hjálpar þetta eitthvað.
nýjar perur og perutengin eru í lagi.
Re: Háu ljósin óvirk á 4Runner
Posted: 05.jan 2013, 19:09
frá jeepson
Ertu búinn að mæla hvort að það komi straumur inná öryggi?
Re: Háu ljósin óvirk á 4Runner
Posted: 05.jan 2013, 19:13
frá -Hjalti-
jeepson wrote:Ertu búinn að mæla hvort að það komi straumur inná öryggi?
Hef ekki séð sér öryggi fyrir háa geislan
Re: Háu ljósin óvirk á 4Runner
Posted: 05.jan 2013, 19:20
frá -Hjalti-
Eitthver sem hefur reynslu af svipaðri bilun á Toyotu ? Þetta er eitthver relay tengt held ég
Re: Háu ljósin óvirk á 4Runner
Posted: 05.jan 2013, 19:21
frá KÁRIMAGG
-Hjalti- wrote:jeepson wrote:Ertu búinn að mæla hvort að það komi straumur inná öryggi?
Hef ekki séð sér öryggi fyrir háa geislan
Það er í öðru öryggjaboxinu man bara ekki hvoru en svo er líka spurning með relay
Re: Háu ljósin óvirk á 4Runner
Posted: 05.jan 2013, 19:33
frá ursus
það er reley í öriggjaboxinu famm í húddi sem stendur dimmer á að mig minnir. vilja stundum brenna ef tað hafa verið settar stærri perur eða þjófastraumur.
Re: Háu ljósin óvirk á 4Runner
Posted: 05.jan 2013, 19:55
frá olafur f johannsson
Dimer reley á það til að brena yfir og ef hann er með íslenskan dagljósa búnað þá á hann það til að brenna líka er oftast setur undir mælaborði við stýrið hvítur stór kubbur
Re: Háu ljósin óvirk á 4Runner
Posted: 05.jan 2013, 20:08
frá -Hjalti-
olafur f johannsson wrote:Dimer reley á það til að brena yfir og ef hann er með íslenskan dagljósa búnað þá á hann það til að brenna líka er oftast setur undir mælaborði við stýrið hvítur stór kubbur
Það er dagljósabúnaður í honum sem ég aftengdi , á það að tengjast háu ljósunum beint ?
Re: Háu ljósin óvirk á 4Runner
Posted: 05.jan 2013, 20:43
frá olafur f johannsson
-Hjalti- wrote:olafur f johannsson wrote:Dimer reley á það til að brena yfir og ef hann er með íslenskan dagljósa búnað þá á hann það til að brenna líka er oftast setur undir mælaborði við stýrið hvítur stór kubbur
Það er dagljósabúnaður í honum sem ég aftengdi , á það að tengjast háu ljósunum beint ?
það gerði það í mínum gamla og eins hjá einu félaga mínum sem á 1992 runner þegar dagljósa búnaðurinn var afteingdur þá fór allt að virka fínnt
Re: Háu ljósin óvirk á 4Runner
Posted: 05.jan 2013, 21:14
frá -Hjalti-
olafur f johannsson wrote:-Hjalti- wrote:olafur f johannsson wrote:Dimer reley á það til að brena yfir og ef hann er með íslenskan dagljósa búnað þá á hann það til að brenna líka er oftast setur undir mælaborði við stýrið hvítur stór kubbur
Það er dagljósabúnaður í honum sem ég aftengdi , á það að tengjast háu ljósunum beint ?
það gerði það í mínum gamla og eins hjá einu félaga mínum sem á 1992 runner þegar dagljósa búnaðurinn var afteingdur þá fór allt að virka fínnt
Ég aftengdi dagljósabúnaðin þegar ég kaupi bílinn ,
Re: Háu ljósin óvirk á 4Runner
Posted: 05.jan 2013, 21:34
frá olafur f johannsson
Það er dagljósabúnaður í honum sem ég aftengdi , á það að tengjast háu ljósunum beint ?[/quote]
það gerði það í mínum gamla og eins hjá einu félaga mínum sem á 1992 runner þegar dagljósa búnaðurinn var afteingdur þá fór allt að virka fínnt[/quote]
Ég aftengdi dagljósabúnaðin þegar ég kaupi bílinn ,[/quote]
þá er að skipta um dimer reley það er þekkt í toyota að það fari,það er staðset í öryggja boxinu vinstra meigin í húddi
Re: Háu ljósin óvirk á 4Runner
Posted: 05.jan 2013, 21:43
frá -Hjalti-
olafur f johannsson wrote:þá er að skipta um dimer reley það er þekkt í toyota að það fari,það er staðset í öryggja boxinu vinstra meigin í húddi
Farþegameginn væntanlega ?
Hvert af þessum ?

Re: Háu ljósin óvirk á 4Runner
Posted: 05.jan 2013, 21:58
frá -Hjalti-
Ég losaði Head og þó duttu aðal ljósin út og merkið í mælaborðinu fyrir háa geislan hvarf. Mældi tengið og fékk 12v á plöggin sem rauðu krossarnir eru á , það kom engin breiting hvort sem háu eða lági geislin var settur á með rofanum innanúr bíl.
myndin er tekin ofan af brettinu og örin snýr framm

Re: Háu ljósin óvirk á 4Runner
Posted: 05.jan 2013, 22:07
frá AgnarBen
Er það ekki bara "HEAD" Hjalti ?
Googlaði aðeins og fann smá umfjöllun um háu/lágu ljósin á 4Runner sem þér gæti fundist áhugaverð, sérstaklega ef relay-ið er ekki bilað. Hér er fjallað um rofann sjálfann í stýrinu .....
http://www.4crawler.com/4x4/CheapTricks/Headlights.shtml#HOrelaysHérna getur þú séð hvernig relay-in líta út.
http://www.theautopartsshop.com/auto+car-usa+parts/toyota+4runner+headlight-relay.html
Re: Háu ljósin óvirk á 4Runner
Posted: 05.jan 2013, 22:16
frá -Hjalti-
svopni wrote:Vinstramegin í bíl er eins um allan heim. Í okkar tilfelli er það bílstjóramegin.
Veit það mjallavel Vopni.. Öryggjaboxin eru hægramegin í hoodinu sem er farþegamegin og hefur alltaf verið. Ólafur hefur ruglast og ég var að leiðrétta það
Re: Háu ljósin óvirk á 4Runner
Posted: 05.jan 2013, 22:19
frá AgnarBen
Re: Háu ljósin óvirk á 4Runner
Posted: 06.jan 2013, 21:16
frá -Hjalti-
Þetta var Combo Switch / Relay sem var hætt að virka , Takk fyrir hjálpina!
Re: Háu ljósin óvirk á 4Runner
Posted: 06.jan 2013, 21:42
frá -Hjalti-
svopni wrote:Hvar er það staðsett? Svona uppá að hafa sem bestar upplýsingar ef aðrir nýta sér þráðinn seinna?
Það er í rofanum í stýrinu. Festist með 4 skrúfum í unitið
