Síða 1 af 1
Olíuskipti Smá pæling
Posted: 04.jan 2013, 21:58
frá Svenni30
Sælir, Ég var með félaga mínum í dag að skipta um olíu á bílnum hjá honum, sem er skoda octavia hann er að nota mobil 1. fór að skoða smurbókina hjá honum og sá að það er skipt á 30 þúsund kílómetra fresti sem mér finnst full mikið þó þetta sé dýr og góð olía.
Það voru 3 ár frá seinasta skiptum. er þessi olía virkilega að endast þetta lengi ? hérna á landinu okkar góða eru miklar hitasveiflur sem hlýtur að hafa áhrif á olíuna. og stuttar vegalengdir sem við keyrum og annað.
Olían var virkilega ljót sem var á bílnum..
Ég sagði honum að kaupa ódýrari olíu og skipa á 7500-10000 kílómetra fresti eða nota þetta mobil 1 og skipta þá einu sinni á ári.
Þetta er 2000 arg að bíl og keyrður 180.000 þús og byrjaður að brenna aðeins olíu.
Er ég að bulla í drengnum eða er þetta í lagi eins og þetta er hjá honum ?
Re: Olíuskipti Smá pæling
Posted: 04.jan 2013, 22:23
frá HaffiTopp
Það var eitt sinn 30000 km á milli olíuskipta, EÐA 2 ár. Hvort sem kemur á undan. Núna, samkvæmt tilmælum frá framleiðanda er búið að minnka þá tíðni niður í 15000 km eða eitt ár, hvort sem kemur á undan. (á þessari sömu dýru olíu. Getur reyndar fengið olíu sem uppfyllir þennann 504-00 staðal á smurstöð beint af dælu og þá ætti hún að vera ódýrari en af innsigluðum brúsa)
Það er alveg eðlilegt að bíllinn brenni eitthvað af olíu, enda má segja að það sé hluti af þessu langtíma ferli. Enda brenna flestir bílar frá VW samsteypunni olíu á einhverju leiti/magni.
Re: Olíuskipti Smá pæling
Posted: 04.jan 2013, 23:19
frá juddi
Oftast má rekja olíubrenslu wv til langstíma milli olíuskipta og oft hættir það með því að smyrja reglulega með venjulegri olíu en stundum dugir það ekki til þar sem hringir ofl er orðið slitið eða fast svo það sparast lítið á þessu svo enda long life olía rándýr auk þess ekkert grin að vera með óþéttan mótor vegna þess að þú smurðir bílin þinn samhvæmt einhverjum tilmælum sem ekki ganga upp miðað við aðsæður hérlendis
Re: Olíuskipti Smá pæling
Posted: 04.jan 2013, 23:49
frá Startarinn
Benzinn minn (E320 4matic árg 2000) lætur vita sjálfur, þegar ég er nýbúinn að skipta um olíu og núlla tölvuna koma upp 15.000 km í næstu skipti, hann metur olíuna svo sjálfur og yfirleitt er það í kringum 24.000km sem hann biður um skipti, það er um eða yfir ár hjá mér.
Ég hef verið á mobil 1 hingað til og passar að kaupa 3x4ltr, það fara um 9 ltr í olíuskiptin og svo 2x rúmlega líter í ábót á milli skipta, mér finnst líter á 10.000km í brennslu á 6 cyl vél ekki mikið
Re: Olíuskipti Smá pæling
Posted: 05.jan 2013, 00:01
frá fannarp
Startarinn wrote:Benzinn minn (E320 4matic árg 2000) lætur vita sjálfur, þegar ég er nýbúinn að skipta um olíu og núlla tölvuna koma upp 15.000 km í næstu skipti, hann metur olíuna svo sjálfur og yfirleitt er það í kringum 24.000km sem hann biður um skipti, það er um eða yfir ár hjá mér.
Ég hef verið á mobil 1 hingað til og passar að kaupa 3x4ltr, það fara um 9 ltr í olíuskiptin og svo 2x rúmlega líter í ábót á milli skipta, mér finnst líter á 10.000km í brennslu á 6 cyl vél ekki mikið
Bíllinn þinn metur ekkert olíuna sjálfur, hann kallar á olíuskifti eftir x marga kilómetra eða x marga daga frá síðustu olíuskiftum
Re: Olíuskipti Smá pæling
Posted: 05.jan 2013, 00:09
frá HaffiTopp
juddi wrote:Oftast má rekja olíubrenslu wv til langstíma milli olíuskipta og oft hættir það með því að smyrja reglulega með venjulegri olíu
Mikið til í þessu og hef ég séð það gerast, en finnst skondið að notast við orðavalið "venjulega olíu" þar sem á þessa bíla fer alveg venjuleg olía. Hún er ekkert óvenjulegari þótt hún sé með lágann seigjustuðul og dáldið dýrari. Ég hef séð MMC díseljeppa smurða með nákvæmlega sömu olíu (reyndar ekki Mobil-1) og sett hefur verið á þessa langtíma VW-Skoda-Audi bíla og þeir brenna ekki fingurbjörg. Kannski það segi meira um bílana og vélarnar en olíuna.
juddi wrote:svo það sparast lítið á þessu svo enda long life olía rándýr
Olía sem kostar X mikið og er kannski 25% dýrari og dugir þér 50% lengur en "hefðbundin olía" plús vinnan sem fer í að skipta um hana (bara einu sinni á ári alla jafna, nota bene) er ekkert dýrari en ódýrari olían sem fer helmingi oftar af og á bílinn þegar uppi er staðið.
juddi wrote:vegna þess að þú smurðir bílin þinn samhvæmt einhverjum tilmælum sem ekki ganga upp miðað við aðsæður hérlendis
Þetta er einmitt sú olía (staðall og seigja) sem tæknimenn Heklu hafa fundið út í samráði við VW að henti aðstæðum hér á Íslandi. Notast er við þynnri olíur sums staðar í Evrópu. Meðal annars 0W30.
Svo láta bílarnir mann vita þegar kominn er tími á olíusipti. Eitthvað sem vinur Svenna30 hefur væntanlega ekki tekið eftir ;) En sé þetta 2000 árg. er hægt að finna olíu með staðal sem dekkar eldri svona bíla, en það er bara svo mikið til að flækja hlutina og því hefur talist einfaldast að halda sig við nýjustu staðlana frá VW.
Re: Olíuskipti Smá pæling
Posted: 05.jan 2013, 00:18
frá Grímur Gísla
Ég er með 2004 VW turan 1,9 diesel sjálfskiptann, gamall leigubíll kominn í 320 þusund, ég er búinn að keyra hann um 130,000 á 5,5 árum, Hann brennir 1 l á 12,000 km, og alltaf hefur verið skipt um olíu á 30,000 km fresti.
Ég ákvað að halda áfram að keyra 30, þúsund milli olíu skipta og athuga hvað vélin endist.
Kostar um 20 þúsund olúskiptin á verkstæði sem er um 200 þúsund í allt. ef það væri skipt á 5 þúsund km skipti og kostaði um 14 þúsund skiptið væri það um 9ooþúsund.
Re: Olíuskipti Smá pæling
Posted: 05.jan 2013, 00:25
frá HaffiTopp
Nákvæmlega, ekki mikil brennsla öllu jafna í þessum bílum. En hvað er gert við bílinn hjá þér við þessi olíuskipti? Þetta er soldið bratt finnst mér.
Re: Olíuskipti Smá pæling
Posted: 05.jan 2013, 00:34
frá StefánDal
Einu sinni gleymdi ég að smyrja frúarbílinn í svo mörg ár að olíusían ryðgaði í sundur.
Ekki að það komi þessum þræði nokkuð við, finnst þetta bara svo fyndin saga...
Re: Olíuskipti Smá pæling
Posted: 05.jan 2013, 01:19
frá Fordinn
Var ad vinna a smurstod og þar var skodi og wv a langtima oliu i 15000km eda 1 ar. Og myndi eg segja ad tad væri nokkud orugg smurning. 2 eda 3 ar er ordid riski bisness. I noregi erum vid latnir smyrja voffann a 25 þus eda 1 sinni a ari, tar er hinsvegar edlilegt ad keyra meira enn halftima eda lengur til vinnu....
Re: Olíuskipti Smá pæling
Posted: 05.jan 2013, 02:37
frá lecter
strákar Hvað með oliu siuna þó að olian sé skipt á 30,000 þarf smursian að skipta út oftar ég tek hana úr i 5000km en oliuna i 30,000
Re: Olíuskipti Smá pæling
Posted: 05.jan 2013, 08:53
frá Startarinn
fannarp wrote:Startarinn wrote:Benzinn minn (E320 4matic árg 2000) lætur vita sjálfur, þegar ég er nýbúinn að skipta um olíu og núlla tölvuna koma upp 15.000 km í næstu skipti, hann metur olíuna svo sjálfur og yfirleitt er það í kringum 24.000km sem hann biður um skipti, það er um eða yfir ár hjá mér.
Ég hef verið á mobil 1 hingað til og passar að kaupa 3x4ltr, það fara um 9 ltr í olíuskiptin og svo 2x rúmlega líter í ábót á milli skipta, mér finnst líter á 10.000km í brennslu á 6 cyl vél ekki mikið
Bíllinn þinn metur ekkert olíuna sjálfur, hann kallar á olíuskifti eftir x marga kilómetra eða x marga daga frá síðustu olíuskiftum
Viltu þá útskýra fyrir mér hvað tölvan notar til auka kílómetratöluna milli olíuskipta þegar ég bæti olíu á bílinn
Og afhverju sumir bílar hafa farið uppí 90.000km milli olíuskipta
Þetta er klárlega eitthvað meira en dagsetningar og kílómetrastaða, annars væru þær tölur sem ég hef heyrt ekki svona mismunandi. Það eina sem mér dettur í hug ef það er ekki einhver skynjari sem metur gegnsæi olíunnar t.d. er að olíuskiptin hjá benz fari eftir vinnustundateljara sem er þá bara í tölvunni.
Re: Olíuskipti Smá pæling
Posted: 05.jan 2013, 09:26
frá Aparass
Startarinn wrote:fannarp wrote:Startarinn wrote:Benzinn minn (E320 4matic árg 2000) lætur vita sjálfur, þegar ég er nýbúinn að skipta um olíu og núlla tölvuna koma upp 15.000 km í næstu skipti, hann metur olíuna svo sjálfur og yfirleitt er það í kringum 24.000km sem hann biður um skipti, það er um eða yfir ár hjá mér.
Ég hef verið á mobil 1 hingað til og passar að kaupa 3x4ltr, það fara um 9 ltr í olíuskiptin og svo 2x rúmlega líter í ábót á milli skipta, mér finnst líter á 10.000km í brennslu á 6 cyl vél ekki mikið
Bíllinn þinn metur ekkert olíuna sjálfur, hann kallar á olíuskifti eftir x marga kilómetra eða x marga daga frá síðustu olíuskiftum
Viltu þá útskýra fyrir mér hvað tölvan notar til auka kílómetratöluna milli olíuskipta þegar ég bæti olíu á bílinn
Og afhverju sumir bílar hafa farið uppí 90.000km milli olíuskipta
Þetta er klárlega eitthvað meira en dagsetningar og kílómetrastaða, annars væru þær tölur sem ég hef heyrt ekki svona mismunandi. Það eina sem mér dettur í hug ef það er ekki einhver skynjari sem metur gegnsæi olíunnar t.d. er að olíuskiptin hjá benz fari eftir vinnustundateljara sem er þá bara í tölvunni.
Hann mælir hvað olían er súr, semsagt PH gildið.
Re: Olíuskipti Smá pæling
Posted: 05.jan 2013, 12:47
frá Startarinn
Aparass wrote:Hann mælir hvað olían er súr, semsagt PH gildið.
Það hlaut að vera, takk fyrir það
En fyrir forvitni, hvaðan hefur þú þær upplýsingar?
Re: Olíuskipti Smá pæling
Posted: 05.jan 2013, 14:08
frá Izan
Sælir
Ég hef mjög ákveðnar skoðanir á þessu. Það að olía endist í tugi þúsunda kílómetra passar ákaflega illa inn í það módel.
Það er mjög mikill munur á notkun leigubíls og heimilisbíls þannig að leigubíllinn á í öllu falli að endast þrefalt til fjórfalt lengur en heimilisbíll, sérstaklega ef sami ökumaður er alltaf á leigubílnum. Nákvæmlega eins er með rúturnar sem var verið að nöldra um í sjónvarpsfréttum í gær.
Við búum við það sem heitir rysjótt veður þ.e. frystir og hlánar mjög ört og akkúrat þessi hitastigsmunur veldur rakamyndun eða það þéttist rakinn í andrúmsloftinu oft hérna og það gerist eins inn í vélarblokkum, drifhúsum og víðar. Þetta veldur því að við rafvirkjar eigum til að bora gat á rafmagnsbúnað til að gera hann vatnsheldann. S.s. við vitum að það kemst vatn eða raki í búnaðinn og þurfum að losna við hann. Hin leiðin, sem er mikið notuð líka, er að halda hita á hlutnum t.d. hafa meira og minna kveikt á ljósum eða setja töfluhitara.
Þetta útskýrir muninn á leigubílnum og heimilisbílnum s.s. leigubílsmótorinn er gegnum daginn ca 80°heitur en heimilisbíllinn er frosinn að morgni og hitnar af og til yfir daginn og keyrður 50 km á þessum nokkru kaldræsingum.
Það að skipta sjaldan um oliu gæti verið í lagi meðan ´mótorinn er nýr. Þegar hann byrjar að slitna eykst sótmyndun í honum eða olían þarf að hreinsa meira sót. Þegar sótið blandast olíunni breytist sýrustigið í olíunni og hún missir hægt og rólega hreinsieiginleikana og sótið safnast fyrir.
Í stærri skipum er olían sett í skilvindur til að hreinsa sótið úr henni og alla að jöfnu kemur olían tandurhrein úr vindunni en þá eru bætiefnum bætt í hana til að auka basainnihald olíunnar til að halda gæðunum. Samt er sú olía að eyðileggjast á einhverjum tíma en sú olía er send í rannsókn og sú rannsókn segir til um hvort hún sé nothæf eða hvort eitthvað sé að gerast í mótornum t.d. ef finnst óeðlilegt magn af hvítmálmum í olíunni eru væntanlega eitthvað að slitna óeðlilega.
Kv Jón Garðar
Re: Olíuskipti Smá pæling
Posted: 05.jan 2013, 14:39
frá jeepson
Það er maður fyrir vestan sem er með rútu fyritæki. Hann er með allavega einn transporter sem er ekinn yfir 500þús km og það hefur alla tíð verið skipt um á 30þús km fresti á honum eins og framleiðandinn segir. Bíllinn brennir smá olíu eins og vw og skoda virðast gera frá þeim degi sem að þeir koma úr verksmiðjuni og hef ég heyrt að þeir eigi að brenna smá olíu. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. En þar sem að þessi transporter er kominn nokkuð yfir 500þús þá hefur eigandinn verið að pæla í að fara að nota ódýrari olíu og skipta um á 10þus km fresti. En það hefur ekkert verið farið í vélina á þessum bíl ef að ég man rétt. Þetta er 2,5 turbo mótorinn frekar en 2,4 non turbo.
Re: Olíuskipti Smá pæling
Posted: 05.jan 2013, 17:06
frá Fordinn
Svo finnst mer spila inni tetta oliumagnid sem fer a motorinn, sumir bilar td bens geta tekid i kringum 10 litra, typical voffi er ad taka 4 litra... Fordinn hja mer tekur 14 litra og hef eg latid nægja ad skipta um 1 sinni a ari enda þarf hann reglulega ábót
Re: Olíuskipti Smá pæling
Posted: 05.jan 2013, 19:06
frá StefánDal
jeepson wrote:Það er maður fyrir vestan sem er með rútu fyritæki. Hann er með allavega einn transporter sem er ekinn yfir 500þús km og það hefur alla tíð verið skipt um á 30þús km fresti á honum eins og framleiðandinn segir. Bíllinn brennir smá olíu eins og vw og skoda virðast gera frá þeim degi sem að þeir koma úr verksmiðjuni og hef ég heyrt að þeir eigi að brenna smá olíu. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. En þar sem að þessi transporter er kominn nokkuð yfir 500þús þá hefur eigandinn verið að pæla í að fara að nota ódýrari olíu og skipta um á 10þus km fresti. En það hefur ekkert verið farið í vélina á þessum bíl ef að ég man rétt. Þetta er 2,5 turbo mótorinn frekar en 2,4 non turbo.
Hvar í fjandanum kaupir þú alla þessa vitleysu Gísli?
Re: Olíuskipti Smá pæling
Posted: 05.jan 2013, 21:50
frá fannarp
Startarinn wrote:fannarp wrote:Startarinn wrote:Benzinn minn (E320 4matic árg 2000) lætur vita sjálfur, þegar ég er nýbúinn að skipta um olíu og núlla tölvuna koma upp 15.000 km í næstu skipti, hann metur olíuna svo sjálfur og yfirleitt er það í kringum 24.000km sem hann biður um skipti, það er um eða yfir ár hjá mér.
Ég hef verið á mobil 1 hingað til og passar að kaupa 3x4ltr, það fara um 9 ltr í olíuskiptin og svo 2x rúmlega líter í ábót á milli skipta, mér finnst líter á 10.000km í brennslu á 6 cyl vél ekki mikið
Bíllinn þinn metur ekkert olíuna sjálfur, hann kallar á olíuskifti eftir x marga kilómetra eða x marga daga frá síðustu olíuskiftum
Viltu þá útskýra fyrir mér hvað tölvan notar til auka kílómetratöluna milli olíuskipta þegar ég bæti olíu á bílinn
Og afhverju sumir bílar hafa farið uppí 90.000km milli olíuskipta
Þetta er klárlega eitthvað meira en dagsetningar og kílómetrastaða, annars væru þær tölur sem ég hef heyrt ekki svona mismunandi. Það eina sem mér dettur í hug ef það er ekki einhver skynjari sem metur gegnsæi olíunnar t.d. er að olíuskiptin hjá benz fari eftir vinnustundateljara sem er þá bara í tölvunni.
Næst þegar þú ferð með hann í olíuskifti prufaðu þá að "reseta" ekki OIL service tölvuna og sjáðu hvað skeður, bíllin mun byðja um oil service þó að ný olía og sía séu í bílnum.
Re: Olíuskipti Smá pæling
Posted: 06.jan 2013, 18:38
frá Svenni30
Skemmtilegar pælingar hjá ykkur strákar. Takk fyrir þetta, Það verður skipt um olíu hjá honum 15þús km fresti eða einu sinni á ári.
Ég er að skipta um ólíu hjá mér á 7500km fresti.
Re: Olíuskipti Smá pæling
Posted: 06.jan 2013, 18:42
frá jeepson
StefánDal wrote:jeepson wrote:Það er maður fyrir vestan sem er með rútu fyritæki. Hann er með allavega einn transporter sem er ekinn yfir 500þús km og það hefur alla tíð verið skipt um á 30þús km fresti á honum eins og framleiðandinn segir. Bíllinn brennir smá olíu eins og vw og skoda virðast gera frá þeim degi sem að þeir koma úr verksmiðjuni og hef ég heyrt að þeir eigi að brenna smá olíu. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. En þar sem að þessi transporter er kominn nokkuð yfir 500þús þá hefur eigandinn verið að pæla í að fara að nota ódýrari olíu og skipta um á 10þus km fresti. En það hefur ekkert verið farið í vélina á þessum bíl ef að ég man rétt. Þetta er 2,5 turbo mótorinn frekar en 2,4 non turbo.
Hvar í fjandanum kaupir þú alla þessa vitleysu Gísli?
Þessi svo kallaða vitleysa þín Stefán er bara stareynd. Ég er nú nokkuð viss um að bifvélavirki sem er búinn að þjónusta þennan bíl frá því að hann var nýr viti betur en þú hvað hann er að tala um.
Re: Olíuskipti Smá pæling
Posted: 06.jan 2013, 18:47
frá Hfsd037
Á jeppanum mínum skipti ég um olíu og allar síur á 10.000km fresti, og læt bætiefni í olíuna í hvert skipti líka.
Þegar ég átti BMW 540 og 545 þá hikaði ég ekki við að skipta um olíur á 10.000km fresti þótt að framleiðandinn héldi öðru fram.
Re: Olíuskipti Smá pæling
Posted: 06.jan 2013, 18:50
frá Hfsd037
jeepson wrote:StefánDal wrote:jeepson wrote:Það er maður fyrir vestan sem er með rútu fyritæki. Hann er með allavega einn transporter sem er ekinn yfir 500þús km og það hefur alla tíð verið skipt um á 30þús km fresti á honum eins og framleiðandinn segir. Bíllinn brennir smá olíu eins og vw og skoda virðast gera frá þeim degi sem að þeir koma úr verksmiðjuni og hef ég heyrt að þeir eigi að brenna smá olíu. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. En þar sem að þessi transporter er kominn nokkuð yfir 500þús þá hefur eigandinn verið að pæla í að fara að nota ódýrari olíu og skipta um á 10þus km fresti. En það hefur ekkert verið farið í vélina á þessum bíl ef að ég man rétt. Þetta er 2,5 turbo mótorinn frekar en 2,4 non turbo.
Hvar í fjandanum kaupir þú alla þessa vitleysu Gísli?
Þessi svo kallaða vitleysa þín Stefán er bara stareynd. Ég er nú nokkuð viss um að bifvélavirki sem er búinn að þjónusta þennan bíl frá því að hann var nýr viti betur en þú hvað hann er að tala um.
Það er alveg til að þýskir bílar brenni svoldið af olíu, td pre facelift E39 M5 brennur einum líter á mánuði :)