Síða 1 af 1
Skaddaður brettakantur
Posted: 03.jan 2013, 12:48
frá SHM
Sælt veri fólkið og gleðilegt nýtt ár.
Ég varð fyrir því óláni að skadda hjá mér brettakant að aftan á Patrol 2002. Mig vantar upplýsingar um hvort einhvers staðar sé hægt að fá nýjan eða notaðan kant í stað þess brotna. Eingöngu er um að ræða þann hluta, sem skrúfast á stuðarann. (Sjá mynd)
Mér er sagt að ekki borgi sig að reyna að gera við kantinn, en ef einhver veit um einhvern, sem treystir sér til að gera við þetta eru allar ábendingar vel þegnar.
Kv. Sigurbjörn. Sími 864-9405
Re: Skaddaður brettakantur
Posted: 03.jan 2013, 13:36
frá -Hjalti-
Þú átt skilaboð Sigurbjörn.
Re: Skaddaður brettakantur
Posted: 03.jan 2013, 14:19
frá Tómas Þröstur
Ég myndi kaupa mér P38 og P40 (treppi og spasl) og láta laga lit á brúsa í leiðinni og taka það fram við sölumann að grunnur/litur fari á plast . N1 t.d.
Re: Skaddaður brettakantur
Posted: 03.jan 2013, 15:36
frá íbbi
myndi nú klárlega reyna að laga þennann, en samt alveg sleppa því að vera sprauta hann með spreybrúsa.
Re: Skaddaður brettakantur
Posted: 04.jan 2013, 13:26
frá SHM
Sælir.
Ég þakka viðbrögðin og góðar ráðleggingar. Mér tókst hins vegar að hafa uppi á manninum, sem smíðaði þessa kanta á sínum tíma og hann ætlar að útvega mér nýtt stykki fyrir lítinn pening.
Kv. Sigurbjörn.
Re: Skaddaður brettakantur
Posted: 04.jan 2013, 18:19
frá lecter
Eg ætlaði að seigja þér ath með frá hverjum þessi kantur er 2 smiðuðu þetta á sinum tima samtak og Gunnar inngvi vagn höfða 16 efni til að laga kantinn kosta meira en kanturinn plús vinnan
Re: Skaddaður brettakantur
Posted: 04.jan 2013, 20:17
frá SHM
lecter wrote:Eg ætlaði að seigja þér ath með frá hverjum þessi kantur er 2 smiðuðu þetta á sinum tima samtak og Gunnar inngvi vagn höfða 16 efni til að laga kantinn kosta meira en kanturinn plús vinnan
Ég talaði einmitt við Gunnar Ingva hjá brettakantar.is og hann sagði mér að hann hefði ekki smíðað kantana á þennan bíl. Hann vísaði mér á Snorra Hauksson og hann kannaðist við þetta eftir að ég sendi honum myndina hér fyrir ofan. Hann sagðist eiga mótin af þessum köntum og bauðst til að smíða stykkið, sem mig vantar. Þar með var málið leyst. :-)
Kv. Sigurbjörn.
Re: Skaddaður brettakantur
Posted: 05.jan 2013, 02:47
frá lecter
snorri er hann já samtak i hafnarf,, eða var ég held að 2 aðilar hafi smiðað á patrolinn en Gunnar ingvi var með alla kantana á pajero 3 tipur eða lynslóðir ,,, ég hélt að' hann efðí lika verið með á patrolinn lika ég var i þessu 98 99 2000 2002
svo ég man ekki allt