Sæl öll
Mig vantar fræsara í bílskúrinn, hann þarf að vera rafmagns. Mælið þið með einhverjum sérstökum? Hann þarf að vera sæmilega öflugur, helst ekki of fyrirferðarmikill og þar sem þetta er lítið notað verkfæri ætla ég að reyna að sleppa sem ódýrast með því að versla ekki frá "alvöru" framleiðanda.
Einnig, varðandi heddportun: Hvers konar fræsarar henta vel í þannig verkefni? Sá í leiðbeiningum fyrir heddportun á netinu að ekki væri mælt með meiri snúningi en 10-12.000 rpm en mér sýnist flestir snúast mun hraðar...
Kveðja, Freyr
Fræsarar
-
- Innlegg: 60
- Skráður: 26.sep 2012, 19:13
- Fullt nafn: Sveinn Ingi Sveinbjörnsson
- Bíltegund: Ford F-150 1977
Re: Fræsarar
Margir þessir trjónurokkar/pinnfræsar eða hvað sem maður vill kalla þá eru með hraða stillingu.
Re: Fræsarar
Já, en málið er að einn sem eg skoðaði t.d. var með möguleika frá 10-35.000 og á 10.000 er hann það máttlaus að ég gat stoppað hann með að grípa um hausinn
-
- Innlegg: 60
- Skráður: 26.sep 2012, 19:13
- Fullt nafn: Sveinn Ingi Sveinbjörnsson
- Bíltegund: Ford F-150 1977
Re: Fræsarar
Hef unnið með Milwaukee rokka frá verkfærsölunni, þeir eru fínir. Nota þá karbít tennur til að gróf vinna og svo steina og sandpappírs hausa í fin vinnslu.
Re: Fræsarar
Þeir eru einmitt mjög flottir en verðmiðinn helst til hár. Held að milwaukee séu afbragðs verkfæri. Tengdapabbi er rafvirki og hann er með t.d. borvél frá þeim sem er eldgömul og hamast á henni jafnvel daglega. Hann hefur nokkrum sinnum skipt um kolin en annað virðist bara endast og endast..
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Fræsarar
sælir allir og gleðilegt ár
öll min verfæri eru Milwaukee og afhverju ég er búinn að prufa allt annað allt annað er drasl
min elstu Milwaukee vélar eru 1o ára
öll min verfæri eru Milwaukee og afhverju ég er búinn að prufa allt annað allt annað er drasl
min elstu Milwaukee vélar eru 1o ára
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur