Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

User avatar

Höfundur þráðar
Skubli
Innlegg: 47
Skráður: 19.maí 2012, 01:30
Fullt nafn: Patrekur Súni Jensson
Bíltegund: Jeep

Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá Skubli » 31.des 2012, 00:22

Góðan dagin/kvöldið
Ég var að kaupa STP petrol treatment til að bæta á jeep grand cherokee minn, meira svona forvitni hjá mér til að sjá hvort það breyti eitthverju. Hefur eitthver reynslu af svona bæiefnum ? Það er eitthvað sem segir mér að svona bætiefni gera ekkert gagn. Hver er ykkar reynsla og ef er hvað er að virka? Einnig er hægt að kaupa allan fjandan til að bæta á skiptinguna og úti vélina til að hreinsa vélina og gera skiptinguna betri eða auka endingu. Virkar þetta?


Jeppaspjall.is


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá Oskar K » 31.des 2012, 00:25

sumt virkar, annað ekki, H. Jónsson eiga fullt af vörum frá Lucas sem ég mæli virkilega vel með, eitt svona alhliðaefni sem alveg snarbreytti hjá mér gírkassa sem var orðinn leiðinlegur og annað sem þaggaði niður í vökvaundirlyftum sem voru farnar að tikka.

afturámóti eitthvað sem þú hellir í tankinn á bílnum hef ég litla trú á að geri eitthvað gagn
1992 MMC Pajero SWB

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá Freyr » 31.des 2012, 01:12

Varðandi efni í tank þá er ég alltaf svolítið "skeptískur". Þau gefa ekki árangur um leið heldur eiga að t.d. hreinsa spíssa og almennt óhreinindi í eldsneytiskerfum. Ég hef samt trú á að þau virki (a.m.k. sum þeirra) en það gerist væntanlega á löngum tíma svo áhrifin finnast ekki svo vel. Án þess s.s. að vita fyrir víst að þau gera gagn þá kaupi ég þau og set á tankinn.

Það efni sem ég hef séð gera ótrúlegustu hluti er "engine flush" (sama frá hvaða framleiðanda). Þetta er einhverskonar skol (lyktar eins og white spirit) sem er sett í mótorolíunna fyrir skipti. Vélin höfð vel heit, þessu bætt í olíunna og á umbúðum stendur hve lengi skal láta vélina ganga hægagang með efninu. Um leið og drepið er á er tappað af vél og sían tekin og þá frussast niður lapþunn olían. Við þetta skolast út mikil óhreinindi sem safnast hafa upp og hef ég 2x komið í veg fyrir vélarupptekt vegna fastra stimpilhringja með svona efnum. Mæli með því að gera þetta einstaka sinnum á öllum vélum, kanski 5 hver olíuskipti í mesta lagi. Munar mun meira um þetta á díselvélum en bensín vegna sótsins.

Efni á skiptingar hef ég aldrei þorað að nota. Skipti bara mjög oft um olíu (á jeppanum sem er notaður í snjóferðir). Ef ég hinsvegar væri með skiptingu sem væri með einhver leiðindi myndi ég athuga með að prófa bætiefni ef það skyldi t.d. hreinsa og losa um einhverja drullu í ventlum t.d.

Hef nokkrum sinnum notað froðu sem úðast í loftinntak með góðum árangri. Þetta er til frá ýmsum en einna best reyndist efni frá Mopar sem H.jónsson selur. Þetta úðast inn gegnum loftinntakið méð vélina á rúmlega 1.000 rpm og hreinsar m.a. ventla. Þetta myndi ég þó ekki nota nema eitthvað væri að, t.d. grunur um fastan eða óþéttan ventil.

Efni á gírkassa hef ég bara aldrei prófað svo ég hef ekkert um þau að segja, væri fróðlegt að fá reynslusögur.

Kveðja, Freyr

User avatar

Höfundur þráðar
Skubli
Innlegg: 47
Skráður: 19.maí 2012, 01:30
Fullt nafn: Patrekur Súni Jensson
Bíltegund: Jeep

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá Skubli » 31.des 2012, 02:10

Í sambandi við þessi bætiefni til að setja úti bensínið til að hreynsa eldsneytis kerfið eins og þetta sem ég var að kaupa STP petrol treatment er ekki alveg eins hægt að setja á hann V power í staðni annaslagið, á það ekki að hreynsa kerfið líka? Ég var með skiptingu sem var farinn að láta ílla, ég fékk brúsa af Prolong automatic og manual transmission treatment sem ég bætti á eftir að ég skipti um sjálfskiptivökva og síu um von að það myndi laga eitthvað, ég get ekki sagt að það hafi breytt miklu enda varð ég að skipta um skiptingu síðar. Mig dettur ekki í hug að setja eitthvað efni úti nýju (notuðu) skiptingu nema ég væri 100% á því að það myndi hjálpa. En ég fékk brúsa af Prolong vélameðferð og ég er ekki frá því að það hafi þakkað aðeins niður í vélini og gert hana þýðari. Ég hef reyndar bara heyrt góða hluti um Prolong vörurnar. En hvort þetta er raunverulega að virka veit ég ekki.
En Freyr varðandi þessi engine flush efni ertu þá að tala um efni eins og Redex?
Jeppaspjall.is

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá Freyr » 31.des 2012, 02:33

Þekki ekki hvort redex bjóði upp á flush. Hef notað svona frá ýmsum en í fljótu bragði man ég eftir þessu frá Golden Eagle (selt í N1) og Bell Add service rens 3 (selt í vélalandi)

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá jeepson » 31.des 2012, 08:08

Þetta vélar flush fæst meðal annars frá whynns. Það á víst að þræl virka. Ég mun prufa þetta á cherokeeinn sem að ég keypti handa frúnni. undirlyfturnar eru farnar að láta heyra pínu í sér á hægagangi og þetta gæti hjálpað var mér sagt.. En ATFM efnið frá prolong svínvirkar á vélar. Ég hef sjálfur prufað og gangurinn í pattanum varð þýðari og hann var léttari í gang lika. Ég ætla allavega að henda smá prolong á vélina á cherokee og vonast til þess að undirlyfturnar lagist. Nú ef ekki þá er lítið annað að gera en að skipta um þær.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá Aparass » 31.des 2012, 09:16

Þetta er nánast allt bara ofrukkuð steinolía.
Þið fáið sömu virkni með því að hella sama magni af steinolíu út í olíuna.
Einn félagi minn tók mig ekki trúanlegann í sumar og fór og verslaði svona, kom svo til mín og ætlaði að hella þessu tæplega tvöþúsund króna stöffi á vélina. Við opnuðum dósina og bárum þetta saman við steinolíu og það var sama lykt af þessu og nákvæmlega sama bragð og þyktin á þessu var nákvæmlega sú sama.
Upp úr 1990 var gríðalega mikill innflutningur á notuðum grand bílum til landsins og það voru bara nokkrir aðilar sem voru að flytja inn þessa bíla og þá aðalega 4.0 lítra bílana. Síðan fór að bera á því að einhver slatti af þessum bílum fóru á legum og einn innflutningsaðilinn sendi nokkra bíla til mín og bað mig um að redda þessu.
Ég tók ventlalok af bíl sem var í lagi og pönnu og þá sá ég bara þykkt lag af harðnaðri olíu og það þurfti nánast hamar og meitil til að brjóta þetta. Þetta var þá afraksturinn af því að kaninn skipti aldrei um olíu á þessum tíma heldur bætti bara við olíu og notaði öll þau olíubætiefni sem fundust í bókinni.
Þá var gamall maður sem kenndi mér trix sem ég hafði ekki heyrt af áður en hafði töluvert verið notað hérna á árum áður.
Þá tók ég alla olíuna af vélinni, sótti nokkrar olíusíur. Fyllti upp á "normal" á kvarðanum með steinolíu og skellti bílnum í gang.
Það fylgdi auðvitað sögunni að ekki mætti gefa bílnum neitt inn.
síðan fékk hann bara að malla þangað til vélin var orðin heit og helst lengur og alltaf fylgst með olíuþrýsting og drepið á ef hann fór að blikka ljósi.
Síðan var jukkið látið leka niður, sem það gerði nú ekki alltaf, yfirleitt þurfti maður að hjakkast í gatinu með skrúfjárn til að losa kögglana í gegn og stundum þurfti hreinlega að taka pönnuna undan. Skipta um olíusíu og síðan var þetta endurtekið þangað til það fór að koma nokkuð hreint úr honum og að endanum ný sía og gæðaolía.
Í leiðinni skoðaði maður alltaf legur þegar maður tók pönnuna undan og oft borgaði sig að skipta um legur því margir af þessum bílum höfðu verið keyrðir nokkur hundruð þúsund án þess að fá almennilega olíu og fannst manni stundum alveg magnað hvað þessar amc vélar þoldu slæma meðferð án þess að hrynja.
Ég hef síðan nokkrum sinnum þurft að nota þessa aðferð eftir þetta og alltaf virkað mjög vel en ég mæli samt ekki með því að menn séu að nota þetta nema allt sé að festast í hringjum, undirlyftur að festast eða þú hafir verið að eignast bíl sem hafi sannarlega ekki fengið neitt viðhald.
En ef þú ætlar bara að hreinsa vélina þá er frábært að hella eins og cirka kókflösku af steinolíu í olíuna og það gerir sama gagn og hreinsiefnin.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá jeepson » 31.des 2012, 10:04

Pabbi sagði mér að í gamladaga þegar að bætiefni voru ekki til eða mjög erfitt að fá þau í landinu þá notuðu menn sjálfskiptivökva á vélarnar til að hreinsa þær. Undilyftur losnuðu um leið og ekkert vesen eftir á. Hann talaði um að tappa allri olíu af. Setja nýja síu og fylla uppa með ssk vökva í hámarkið og keyra svo að mig minnir 100km tappa svo öllu af og skipta um síu og olíu. Kannast einhver af eldlri köllum hérna á spjallinu við þetta?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá Oskar K » 31.des 2012, 10:19

jeepson wrote:Pabbi sagði mér að í gamladaga þegar að bætiefni voru ekki til eða mjög erfitt að fá þau í landinu þá notuðu menn sjálfskiptivökva á vélarnar til að hreinsa þær. Undilyftur losnuðu um leið og ekkert vesen eftir á. Hann talaði um að tappa allri olíu af. Setja nýja síu og fylla uppa með ssk vökva í hámarkið og keyra svo að mig minnir 100km tappa svo öllu af og skipta um síu og olíu. Kannast einhver af eldlri köllum hérna á spjallinu við þetta?


pabbi kenndi mér þetta með alla þessa gömlu subaru-a sem ég hef átt, smá slurkur af ATF vökva og undirlyftur snarþagna, þetta virkar einnig vel á subaru gírkassa sem syncro eru farin að slitna í og orðnir stífir í gíra, að setja 3/4 gírolíu og 1/4 sjálfskiptivökva, fáááránlegur munur oft eftir nokkra kílómetra
1992 MMC Pajero SWB


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá Aparass » 31.des 2012, 10:31

Þetta er alveg satt. sjálfskiptivökvi virðist vera góður í flest nema áramótadrykkinn.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá jeepson » 31.des 2012, 10:42

Aparass wrote:Þetta er alveg satt. sjálfskiptivökvi virðist vera góður í flest nema áramótadrykkinn.


Þá er smurning um að prufa gír olíu í áramótadrykkinn :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá Freyr » 31.des 2012, 11:48

Tek undir það sem guðni skrifar um vélarskolun. Skrifaði hér að ofan að þetta lyktaði eins og white spirit en þorði ekki að ganga lengra og segja frá notkunn minni á steinolíu í þessum tilgangi. Sjálfsagt er það 100% meinlaust en maður er samt ragur við að ráðleggja hluti sem þessa þegar jafn dýr hlutur er í húfi og vél....

Varðandi undirlyfturnar í cherokee þá tek ég undir þetta með sjálfskiptiolíuna, setti 1 l af henni og rest mótotolía á gamlan xj sem ég átti og það hjálpaði. Einnig hjálpaði að setja þykkari olíu án þess að hafa ssk olíu með henni. Eflaust er samt fínt að byrja á að skola vélina að innan eða nota ssk olíuna til að losa um þær ef þær eru að festast en prófa í kjölfarið þykkari olíu ef þörf er á.

Kveðja, Freyr

User avatar

khs
Innlegg: 150
Skráður: 06.feb 2010, 22:37
Fullt nafn: Kristinn Helgi Sveinsson

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá khs » 31.des 2012, 12:24

Ég setti bætiefni í tankinn á Subarunum mínum. http://kemi.is/index.php/vorur/eldsneyt ... 200ml.html. Eyðslan fór niður um 1 líter, krafturinn jókst aðeins(fann það eftir að ég hætti að nota það) og vélarhljóðið við keyrslu minnkaði all nokkuð. Fann það sérstaklega þegar bíllinn var ræstur kaldur, það var alltaf þetta Subaru hljóð en þegar efnið var í notkun að þá var það mun minna og ég heyrði eiginlega ekkert í vélinni í keyrslu. En svo kom Check Engine ljós stundum þegar bíllinn var kaldur og að ná hita. Ég hætti að nota efnið og ljósið hefur ekki komið eftir það þó það sé tiltölulega stutt síðan ég hætti að nota efnið. Ég hef einnig notað rauða brúsann frá STP á Pajero 3,5 en fann engan mun þar.

User avatar

Höfundur þráðar
Skubli
Innlegg: 47
Skráður: 19.maí 2012, 01:30
Fullt nafn: Patrekur Súni Jensson
Bíltegund: Jeep

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá Skubli » 31.des 2012, 18:15

Ég hef verið að lesa víða á netinu og einnig séð nokkur youtube video þar sem menn vara við það að skola út vélanar. það sé í lagi að skola nýjar vélar sem eru hreinar, en gamlar vélar geta hreynlega skaðast við það að skola þær út.

http://www.youtube.com/watch?v=t7bfOffHFWw
Jeppaspjall.is

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá Stebbi » 31.des 2012, 18:30

Skubli wrote:Ég hef verið að lesa víða á netinu og einnig séð nokkur youtube video þar sem menn vara við það að skola út vélanar. það sé í lagi að skola nýjar vélar sem eru hreinar, en gamlar vélar geta hreynlega skaðast við það að skola þær út.

http://www.youtube.com/watch?v=t7bfOffHFWw


Ég ætla að leyfa mér að vera sammála þessu. Ég er nokkuð viss um að síðasti Hilux sem ég átti hafi stimplað sig út vegna þess aðeitthvað ógeð losnaði við svona hreinsunaraðgerðir og stíflað smurrás.
Ef að menn vilja tandurhreina vél að innan þá mæli ég með upptekningu með tilheyrandi vélaþvotti.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá lecter » 01.jan 2013, 03:07

má ég koma með innlegg hér ekkert af þessu virkar ekkert efni losar brunna oliu innan i velinni ekki einu sinni gufu þvottur með uppleysir þó að maður keyri þvottavelar i 1 tima með vélar hlutum ,,,eg hef tekið upp allar vélar og ekkert af þessu er gott allt efni sem er sett á vélar fer i smursiuna ef sian stiblast fer olian i gegnum baypas ventilinn ,og allt fer beint inn á velarnar ó siað ef vélin glamrar eða tikkar er bara kominn timi að laga vélina


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá s.f » 01.jan 2013, 11:53

lecter wrote:má ég koma með innlegg hér ekkert af þessu virkar ekkert efni losar brunna oliu innan i velinni ekki einu sinni gufu þvottur með uppleysir þó að maður keyri þvottavelar i 1 tima með vélar hlutum ,,,eg hef tekið upp allar vélar og ekkert af þessu er gott allt efni sem er sett á vélar fer i smursiuna ef sian stiblast fer olian i gegnum baypas ventilinn ,og allt fer beint inn á velarnar ó siað ef vélin glamrar eða tikkar er bara kominn timi að laga vélina


enn helduru að þetta sé eins með þessi efni sem eru sett í hráolíuna og eiga að hreinsa spísa og þessháttar
ég hef notað svona efni stundum á flesta bíla sem ég hef átt ekki vegna þess að það var eikvað að þeim heldur meira svona fyribiggjandi ættli þetta sé ekki að skila neinu??????


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá lecter » 01.jan 2013, 13:47

efni i diesel og bensin er til flest eru sprit eða alcahol til að vatn sem myndast i tankinum blandist saman en best er að tappa undan tankinum reglulega og fa ekki þetta saman ,,en eingin gerir það.... (vatnið er á botninum olian og benisin er lettara)

i bátum og skipum er til fin efni sem halda eldsneiti frá að fá svepp eða gróður það er lika hreinsi efni i þvi en allt stoppar i siunum svo skipta þarf um oft 2-3 ef maður notar slik efni

ef þú færð öreinindi i spissana hefur sloppið skítur framhjá siunum eða þú ert med of grofa siur ( þær eru mældar i mikro)

ég hef sjálfur prufað svona efni en bara haldið að það se gott ,,, en ekki fundið,,, en i kulda er gott að tappa af vatni af tankinum og nota isvara i og diesel steinoliu til að það frjósi ekki

min skoðun a sjálfskiptingum sem eru slappar skoða oliuna liturinn döknar þegar hún of hitnar skipta um oliu réttu gerðina ,,og siu ef að það virkar ekki er hún farin ,,, en hugsanlega er til bætiefni sem losar þetta fina rik sem festist i ventlunum með timanum en alveg eins gott að taka ventlaboxið úr þegar skipt er um siu og skoða en ég hef ekki en seð það að eithvað fari fram já siunum þar heldur ,,svo festist allt i seglinum sem er málmur eða malm rik

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá Freyr » 01.jan 2013, 15:45

Sæll Hannibal.

Er það s.s. bara hrein tilviljun að vélar sem voru nær hættar að fara í gang vegna þjöppuleysis löguðust við notkun á vélarskoli? Ég held ekki. Hef 2x verið með renault diesel vélar í höndunum í vinnunni þar sem þær voru óþéttar með stimpilhringjum og fóru eiginlega ekki í gang, þetta voru 1,5 lítra K9K í kangoo og 2,5 lítra G9U í master. Í báðum tilfellum voru þetta vélar sem gengu mikinn hægagang með tilheyrandi sótmyndunn.

Í tilfelli master vélarinnar dugði hefðbundinn meðhöndlun til að ná upp þjöppunni. Setja skolið út í olíuna á heitri vél og láta ganga í x margar mínútur skv. leiðbeiningum á brúsa og skipta svo um olíu og síu. Þetta var fyrir 1-2 árum síðan, ekki svo löngu eftir þetta kom bíllinn aftur til okkar vegna annarra vandamála en vélin stóð sig fínt, veit samt ekki hver staðan er í dag.

Í kangoo var þetta meiri vandi, þar dugði ekki hefðbundinn meðhöndlun. Þar gekk þetta að lokum með því að taka glóðarkertin úr og setja efnið beint inn a strokkana og láta það liggja í svolítinn tíma og snúa vélinni örlítið af og til með handafli. Síðan blés ég skolinu úr strokkunum og setti vel af mótorolíu í þá og snéri vélinni nokkra hringi með handafli til að strokkveggir væru ekki þurrir eftir skolið við gangsetningu. Að þessu loknu notaði ég skolið með hefðbundnum hætti til að hreinsa enn betur. Þetta var fyrir um 3 árum síðan og bíllinn gengur enn vandræðalaust.

Ég er alveg sammála þér með það að vélarupptekt er mun vandaðri og varanlegri leið en stundum er það ekki raunhæfur valmöguleiki. Ef t.d. um er að ræða gamla og ódýra bíla standa þeir ekki undir því að eyða haug af peningum í vélina og þá geta aðferðir sem þessar bjargað mikklu.

Varðandi það að tappa undann tönkunum þá er það einfaldlega nær aldrei í boði. Eldri bílar eru oft með botntappa en bílar kanski um 15 ára og yngri eru nær aldrei með botntappa. Það eru a.m.k. nokkur ár síðan ég var síðast með bíl í höndunum þar sem ég gat notað botntappa til að hleypa undan tank.

Kveðja, Freyr

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá jeepson » 01.jan 2013, 15:49

Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá jeepson » 01.jan 2013, 15:51

http://www.youtube.com/watch?feature=pl ... 4_E5GHJU00

Hérna eru ökutækin að keppa olíulaus í kappakstri. Og já ég geri mér full grein fyrir því að þegar að það er tappað af að þá situr altaf olía eftir í legum og sumum stöðum. En það breytir því ekki að þú eigir að geta keyrt svona bíl í lengri tíma olíulausan nema með einhverju svona töfra efni.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá jeepson » 01.jan 2013, 15:52

Hérna er annað þar sem að vél er látin hafa það og prolong notað á hana.

http://www.youtube.com/watch?feature=pl ... Q9-yx3NRV4
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá Stebbi » 01.jan 2013, 19:48

jeepson wrote:Hérna er annað þar sem að vél er látin hafa það og prolong notað á hana.

http://www.youtube.com/watch?feature=pl ... Q9-yx3NRV4


Ég gerði þetta við 1600 Lödu einusinni. Þá fór bremsuvökvi, möl og mold og allur andskotinn í hana með gjöfina bundna í botn. Svo endaði það bara á því að vélin festist. Þegar bíllinn var dregin út í Furu þá prufaði ég að draga hann í gang í bakkgír á 100km/h og viti menn Ladan byrjaði að reykspóla afturábak eins og enginn væri morgundagurinn.

Ekkert Prolong þar á ferð bara fíflagangur og þrjóska.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá jeepson » 01.jan 2013, 19:52

Stebbi wrote:
jeepson wrote:Hérna er annað þar sem að vél er látin hafa það og prolong notað á hana.

http://www.youtube.com/watch?feature=pl ... Q9-yx3NRV4


Ég gerði þetta við 1600 Lödu einusinni. Þá fór bremsuvökvi, möl og mold og allur andskotinn í hana með gjöfina bundna í botn. Svo endaði það bara á því að vélin festist. Þegar bíllinn var dregin út í Furu þá prufaði ég að draga hann í gang í bakkgír á 100km/h og viti menn Ladan byrjaði að reykspóla afturábak eins og enginn væri morgundagurinn.

Ekkert Prolong þar á ferð bara fíflagangur og þrjóska.


Hefur það ekki bara verið það að lödu mótorinn hefur verið farinn að þéttast? hehe. Þeir segja að ldan gangi best í mínus 30 þá er hún farinn að þéttast almennilega í frostinu.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá lecter » 02.jan 2013, 02:29

góð ráð til að skafa stimpil hringja raufina og ná harða sótinu úr er að láta stimpinn liggja i vatni yfir noótt en ekki má vatnið fara hærra en að smur hringinum þetta geri ég við allar vélar sem ég geri inspect á ca 10,000 stundir en ég er mest i cummins cat ,Rolls Royce og mitsubishi

Eg nefni nú bara að tappa undan tankinum já mönnum sem eru að smiða bilana sjálfir og bæta tanki við það er ekkert mál að setja krana með bolta eða tappa i og fint hjá heppum sem eru að fara upp i mikið frost

svo er fint að setja oliuna i gegnum spiral hitara sem er á vatns hosuni til að olian sé ekki köld þegar hún kemur inn á vélina

það eru til fult af góðum ráðum ... til að diesel stoppi ekki i -20-30 graðu kulda


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá Navigatoramadeus » 02.jan 2013, 12:41

jeepson wrote:Hérna er annað þar sem að vél er látin hafa það og prolong notað á hana.

http://www.youtube.com/watch?feature=pl ... Q9-yx3NRV4



gaman að svona "sýningum" sem gera í raun ekkert nema að hæpa upp eitthvað sem er spurning hvort sé peninganna virði.

alvöru test bera saman hluti, það getur meira en vel verið að vélin hafi verið komin að hruni eftir þessar 3 mínútur og ekki ástæða til að klappa fyrir neinu fyrren legur o.fl. er komið undir smásjá.

hvernig hefði vél með venjulegri olíu komið út miðað við þessa ?

hvernig hefði vél með bætiefni frá keppinaut komið út miðað við þessa ?

þá er myndbandið ekki nema nokkrar mínútur, vélin álagslaus sýndist mér, efri vatnskassahosan skilur eftir helling af vatni á vélinni eða ca upp að vatnsdælu.

almennt trúi ég að til séu betri efni en almennar smurolíur, hef séð borið saman í leguprófun venjulega olíu vs bætiefni og það var á hreinu að það virkaði en svona sýningar eru rusl amk að mínu mati !

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá StefánDal » 02.jan 2013, 17:46

Svona sýning segir manni nákvæmlega ekki neitt. Mythbusters gerðu einu sinni tilraun til þess að drepa svona ameríska átta gata rellu með því að setja sykur í bensíntankinn. Það virkaði að sjálfsögðu ekki þar sem þeir létu vélina ganga allann tímann (þetta eru agalegir vitleysingar að mínu mati). Þá fóru þeir í það að hella alskonar drasli á mótorinn, bæði í blöndungin og inn beint á hann. Sandur, smápeningar og allskonar dót. Mótorinn gekk alltaf. Mig minnir að það hafi verið klór sem fór síðast í stað mótorolíu og þá stoppaði garmurinn loksins.


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá Oskar K » 02.jan 2013, 19:24

StefánDal wrote: Mig minnir að það hafi verið klór sem fór síðast í stað mótorolíu og þá stoppaði garmurinn loksins.


og tók helvítis hellings tíma samt
1992 MMC Pajero SWB


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá lecter » 03.jan 2013, 02:17

ég vinn við að endur bygja cummins vélar i norge og á 2 ára fresti skipti ég út öllu sem framleiðandinn vill að skipt sé um ,,

við notum bara valvoline cummins oliur þetta eru vélar sem eru frá 3,4 ,5,9 sama og ram velin 8,5l,,og k16l k 50l, k60Litra
10,000 tima 20,000 tima service ,,,, og þetta er tandurhreint að innan ,, svo kaupi ég 98 transporter af fyrirtækinu sem ég vinn hjá hann var keiptur nýr þangað.. þetta var i sumar en timareimin slitnaði og motorinn fór ,, eg opnaði hann hann var eins og nýr ekinn 275,000km hann var brúna laus á sylindrum knast ásinn i malum ekkert var skemt eða slitið hann hefur notað þessa valvoline cummins oliu alla tið ,,, svo ég mæli frekar með að skipta um oliu og siur alla vega siur á tima,, td nú er boðið upp á oliur sem ma nota upp að 10 eða 15,000km ,,, og hvað ,,,, en þú þarft að skipta um siur á 5000 eins og áður það hefur ekkert breyst .... ég sé að nú halda margir að þá sé sami timinn lika á siunum en það er ekki rétt að minu mati ,,,
eða hvað finst ykkur .og ég skipti frekar um siur en oliu

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá Startarinn » 03.jan 2013, 10:13

Það hlýtur að fara mikið eftir ástandinu á vélinni, Ég er t.d. með 850kw mitsubishi ljósavél um borð hjá mér, samkæmt plani er skipt um olíu á 400 tíma fresti og síur á 800 tímum.

En ég hef líka lent í því á aðalvélinni hjá mér að síur sem yfirleitt er skipt um á 3000-6000 tímum stífluðust á innan við 300 tímum þegar ég fékk lakkhúð innan á strokkana þegar við skiptum um olíufélag og þarmeð um olíutegund á vélinni

Ég er annars á þeirri skoðun að frekar ör olíuskipti séu bara af hinu góða, en sé ekki ástæðu til að fara örar í þau en framleiðandi gefur upp, það er ekki gefins að skipta um olíu á bílum í dag eins og kröfurnar eru orðnar um full synthetic olíur

T.d. skipti ég bara um olíu á benzanum mínum eftir því sem tölvan í honum segir mér, það er yfirleitt í kringum 25 þús km fresti, og skipti þá um síu á sama tíma, en það mætti alveg skipt um síur örar, þegar ég fékk bílinn var sían nánast fallin saman, en ég hef ekki lent í því svo slæmu sjálfur
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá íbbi » 03.jan 2013, 16:03

maður hefur séð sjálfskiptivökva gera ótrúlegustu hluti í gegnum tíðina, þá sérstaklega á boxer mótorum frá subaru.

flest af þessu glundri hef ég aldrei svart á hvítu séð gera neitt, en þekki eins og flestir marga sem eyða fleyri þúsundum á regular basis í svona dót.

hvíta froðan sem freyr minnist á er hinsvegar raunverulegt undraefni, þá sérstaklega frá mopar. kölluðum þetta yfirleitt bifvélavirkja á brúsa, ég var búinn að vera lengi í gangtruflanaveseni á grand cherokee sem ég ætlaði ekki að komast yfir, kerti,þræðir.lok, aflestur og flr og flr, setti svo brúsa af mopar kvoðuni og fór eftir leiðbeiningum af því undanskyldu að ég tæmdi brúsan í einni atrennu og þá loksins gékk bíllinn
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
Skubli
Innlegg: 47
Skráður: 19.maí 2012, 01:30
Fullt nafn: Patrekur Súni Jensson
Bíltegund: Jeep

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá Skubli » 14.jan 2013, 00:04

Anskotans helv. Var búinn að skrifa langa sögu svo þegar ég ítti á senda þá var ég dottin út og allt sem ég skrifaði farið :( Og ekki er ég mikil penni.

Til að gera langa sögu stutta þá prufaði ég og félagi minn Lucas transmission fix á Jeep grand árg 1994 sem var (er) með skiptingu sem lætur ílla. Við komum suður frá Ísafirði fyrir helgi og komum við hjá H jónsson og fengum efnið þar, þar var okkur ráðlagt að setja þetta á og kreyra í nokkrar vikur svo skipta um vökva og síu, við skeltum þessari drullu á enda er þetta eins og þykkt sýrop. Á leið heim í dag stóð okkur ekki á sama, þvílik hita likt sem myndaðist þegar upp heiðar var farið, þegar við komum upp úr hvalfjarðargöngum þorðum við ekki annað en að stoppa í góða stund til að kjæla bílinn, vélin var ekki heit né var olía á pústgrein sem var að brenna enda ekki þannig likt, skiptingin var eins og hún væri að efriða eins og hún var áður nema núna mikið mikið verri. Hugsa að félagi minn tappi þessu fljótlrga undan.
Ég keyfti brúsa af STP engine flush sem ég ætla að prufa á minn Jeep en er samt ragur til vegna þess sem ég hef lesið á netinu, en ég hef líka lesið jákvæð hluti svo ég ætla að prufa enda með 1998 árgerð af jeep grand sem hefur ekki fengið neitt viðhalt af fyrri eigendum, hugsa að það hafi aldrei verið skipt um olíu fyrr en ég gerði það, enda kom dæld á huddið báðumegin þar sem laminar eru þegar ég opnaði það fyrst, ætlaði aldrei að koma huddinu upp, ég fékk hann nánast fyrir ekki neitt enda með ónýtri skiptinu og legur út við hjól farnar allan hringi. Skiptinginn sem ég fékk virkar vel en það er samt eitthvar stirðleiki, þegar ég hægi á mér þá skiptir hún sér upp og niður í smá stund þar til hún fynnur rétta gírin, ég hugsa eða vona að þetta sé smá stirðleiki í ventlanum sem mun jafna sig eftir smá keyrslu enda var skiptingin inní skúr í nokkur ár áður en ég fékk hana, gæti verið að ptolong transmission treatmen gæti hjálpað, ég hef góða reynslu af öðrum prolong vörum þannig ég treysti þeim vörum nokkuð vel.
Jeppaspjall.is


Victor
Innlegg: 91
Skráður: 20.sep 2010, 10:46
Fullt nafn: Victor Logi Einarsson
Bíltegund: Range Rover Classic
Staðsetning: Suðvesturlandshlutinn

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá Victor » 14.jan 2013, 08:43

íbbi wrote:maður hefur séð sjálfskiptivökva gera ótrúlegustu hluti í gegnum tíðina, þá sérstaklega á boxer mótorum frá subaru.

flest af þessu glundri hef ég aldrei svart á hvítu séð gera neitt, en þekki eins og flestir marga sem eyða fleyri þúsundum á regular basis í svona dót.

hvíta froðan sem freyr minnist á er hinsvegar raunverulegt undraefni, þá sérstaklega frá mopar. kölluðum þetta yfirleitt bifvélavirkja á brúsa, ég var búinn að vera lengi í gangtruflanaveseni á grand cherokee sem ég ætlaði ekki að komast yfir, kerti,þræðir.lok, aflestur og flr og flr, setti svo brúsa af mopar kvoðuni og fór eftir leiðbeiningum af því undanskyldu að ég tæmdi brúsan í einni atrennu og þá loksins gékk bíllinn


Hvar fékkstu þessa hvítu froðu ? er í samskonar vandræðum með bílinn minn
Range Rover Classic 1982 38" tdi300

User avatar

Höfundur þráðar
Skubli
Innlegg: 47
Skráður: 19.maí 2012, 01:30
Fullt nafn: Patrekur Súni Jensson
Bíltegund: Jeep

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá Skubli » 14.jan 2013, 19:31

Nokkuð viss um að þessi froða fáist hjá H Jónsson, þeir eru með mopar vörur
Jeppaspjall.is


JLS
Innlegg: 87
Skráður: 31.jan 2012, 21:15
Fullt nafn: Jens Líndal

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá JLS » 15.jan 2013, 21:15

Talandi um undra bætiefni fyrir eldsneyti, þetta kemur úr olíusíu á Land cruiser 120 bíl. Eigandinn hefur oft heyrt talað um svona efni og langaði að prufa hvort þetta verkaði eitthvað, síðan jeppaeigandinn byrjaði á þessu er búið að skifta um 2 hráolíusíur og tappa nokkrum sinnum af síunni því það kom ljós í mælaborðið fyrir vatni í síu.

Ég veit ekki hvort þetta er gallað efni eða hvort þetta er hreinlega skallameðal en þetta er amk ekki gefins spaug :)
Viðhengi
CIMG9684.JPG
Guli vökvinn er bætiefnið, glæri hráolía.


JLS
Innlegg: 87
Skráður: 31.jan 2012, 21:15
Fullt nafn: Jens Líndal

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá JLS » 15.jan 2013, 21:25

Hérna var ég nýbúinn að hrista flöskuna og svo er hin myndin tekin örstuttu síðar.
Viðhengi
CIMG9686.JPG
Ca 1.5 mín eftir að ég hristi, efnið skildi sig strax.
CIMG9685.JPG
Nýbúinn að hrista

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá Freyr » 15.jan 2013, 22:41

Jens, Hvaða efni er þetta sem hegðar sér svona? Þetta hef ég aldrei séð.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá Freyr » 15.jan 2013, 22:43

Froðan fékkst hjá H jónsson síðast þegar ég vissi, er merkt mopar.

Lítur svona út:
Image


JLS
Innlegg: 87
Skráður: 31.jan 2012, 21:15
Fullt nafn: Jens Líndal

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá JLS » 15.jan 2013, 23:06

Ég vil taka það fram að ég er ekki að setja þetta hér til að búa til einhver leiðindi,en ég trúi ekki á svona skallameðöl, ég veit ekkert um þetta efni annað en að það var sett á tankinn og safnaðist svo saman í síuni, ég held að þetta sé einhver galli, það getur bara ekki annað verið því það er nú lágmark að þetta blandist þó það virki ekkert :) en þetta er svona efni
http://uk.pdfueltec.com/index.php?cPath=1

Það verður sent svona sýni til föðurhúsanna svo ég fæ vonandi að vita hvort um galla sé að ræða eða hvort allt sé eðlilegt :)

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Bætiefni fyrir bensín "Virkar það?"

Postfrá Stebbi » 16.jan 2013, 00:25

pdfueltec.com wrote:
What are the benefits?

Increased fuel economy by up to 20%
Increased power 5%+
Reduction in harmful exhaust gas emissions by up to 50%
Reduction in smoke by up to 80%
Cost savings
Reduction in environmental impact
Reduced maintenance costs
Easy to use – 20ml per 40 litres of fuel
Less engine noise
Non hazardous and safe to use


Miðað við þessar tölur þá myndi ég halda að frændi Hiclone gaursins sé að framleiða þetta.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 11 gestir