Síða 1 af 1

Bilun! Cherokee Dísel.

Posted: 30.des 2012, 23:30
frá Wrangler10
Sælir, veit einhver hvað gæti verið að þegar miðstöð hættir að virka og ekki hægt að drepa á nema svissa af og setja í bakkgír? Bíllinn er Jeep cherokee dísel 2,5.

Re: Bilun! Cherokee Dísel.

Posted: 31.des 2012, 00:38
frá AgnarBen
Ætli þetta tvennt sé nokkuð tengt !

Geri ráð fyrir að þú sért búinn að ath öryggi osfrv ..... Virkar miðstöðin bara á mesta krafti/hraða ? Ef svo er þá er mótstaðan farin, hún er staðsett undir hanskahólfinu, undir quarter panel við lappir farþega í framsæti í 4HO bílnum. Ef það er ekki málið þá er bara að leggjast í google-ið :)

Re: Bilun! Cherokee Dísel.

Posted: 31.des 2012, 01:22
frá Stebbi
Hvernig virkar ádreparinn í svona VM dísel, er það rafmagnsspóla eða vaccumloki.

Re: Bilun! Cherokee Dísel.

Posted: 31.des 2012, 02:16
frá Wrangler10
Miðstöð var á mesta blæstri þegar drepið var á honum með sviss. Núna virkar hvorugt.

Re: Bilun! Cherokee Dísel.

Posted: 31.des 2012, 11:35
frá Wrangler10
Upp

Re: Bilun! Cherokee Dísel.

Posted: 31.des 2012, 11:59
frá Stebbi
Athugaðu svissbotninn.

Re: Bilun! Cherokee Dísel.

Posted: 31.des 2012, 14:39
frá AgnarBen
Ertu búinn að skoða relay í húddinu, ignition relay td ? Ég held að hann drepi á sér ef þú tekur það úr !