Síða 1 af 1
spurning????
Posted: 30.des 2012, 20:11
frá Trooperinn81
Sælir. Ég er á Trooper 199 árgerð og í dag var ég að keyra og þá byrjaði hann allt í einu að hökta aðeins gangurinn í honum og svo misst hann bara mátt og að lokum stöðvaðist hann bara. ég kom honum aðeins í gang aftur með því að botngefa honum en svo var einsog hann kafnaði bara aftur. Getur þetta verið stífluð hráolíusía eða getur þetta verið eitthvað annað? Og ef svo er vitiði hvar hráolíusían er staðsett í bílnum?
Re: spurning????
Posted: 30.des 2012, 20:33
frá Elís H
hún er oná innrabretti v.m. fr. með hand dælu. prufaðu að láta einhvern pumpa meðan þú startar. eða losaðu aftari slönguna af og pumpaðu,slangan liggur að dælunni litlu sem fæðir uppí hedd, þar getur þú losað uppá boltanum með 17 lykli og ath. hvort blotni meðfram. þ.e. heddið verður að fyllast af hráolíu. ýmislegt annað getur verið að. en byrjaðu á þessu.
Re: spurning????
Posted: 30.des 2012, 21:06
frá Trooperinn81
takk fyrir þetta. En ef að þettta er ekki sína hvað kemur þá til greina?
Re: spurning????
Posted: 30.des 2012, 23:43
frá reynirh
Eg lenti í þessu í miklum skafrenning fyrir tveimur árum og þá var loftsíuboxið orðið fullt af snjó.
Hreinsaði og allt í besta eftir það.
Re: spurning????
Posted: 31.des 2012, 08:54
frá villi58
Það er nú þannig að yfirleitt er byrjað að skipta um síuna og sjá til hvað gerist, hef það að reglu að skipta á haustin til að vera öruggari um að þurfa ekki að standa í vitlausu veðri og skipta um síu. Vísu þá veit maður aldrei hversu hrein olían er hrein þegar dælt er á bílinn. Yfirleitt sleppur ein sía á ári.