Síða 1 af 1

Olia á aircon.

Posted: 28.des 2012, 15:12
frá TBerg
Hvaða oliu er best að nota til að smyrja inna aircondition dælu sem notuð er sem loftdæla?

Kv. Tberg

Re: Olia á aircon.

Posted: 28.des 2012, 18:06
frá Startarinn
Ég er með olíuskilju sem hleypir aftur inná inntak, ég er með loftpressu/túrbínu olíu á því Mobil rarus SHC1026

Annars geturu opnað dæluna og fundið þér góðan stað fyrir smurkopp og komið hnum fyrir þannig að hann dæli inná "sveifarhúsið" á milli stimplana, endless-air dælurnar eru þannig að mér skilst, ég er búinn að útbúa aircon dælu svona en það er ekki komin reynsla á það þar sem vélinn sem dælan er á er ekki kominn í bílinn

Re: Olia á aircon.

Posted: 28.des 2012, 20:13
frá jeepcj7
Mér líkar að hafa svona einfalt og hef gert eins og ég sá í four wheeler blaði fyrir mörgum árum síðan,þar var sett T á öndunina á vélinni og þeirri slöngu stungið inn á inntakið í dæluna þá er smá olíusmit á ferðinni sem virðist bara virka fínt.
Var með þetta svona í wilys jeppa hjá mér og var sáttur það var ekkert til að skilja olíuna enda virtist þess ekki þurfa.

Re: Olia á aircon.

Posted: 28.des 2012, 20:35
frá -Hjalti-
jeepcj7 wrote:Mér líkar að hafa svona einfalt og hef gert eins og ég sá í four wheeler blaði fyrir mörgum árum síðan,þar var sett T á öndunina á vélinni og þeirri slöngu stungið inn á inntakið í dæluna þá er smá olíusmit á ferðinni sem virðist bara virka fínt.
Var með þetta svona í wilys jeppa hjá mér og var sáttur það var ekkert til að skilja olíuna enda virtist þess ekki þurfa.


besta lausn hingaðtil ! :)

Re: Olia á aircon.

Posted: 28.des 2012, 20:39
frá ellisnorra
Helvíti er þetta einföld og góð lausn Hrólfur. Nú er spurning um að fara að breyta tengingum í húddinu :)