Síða 1 af 1
Vígaleg Súkka.
Posted: 25.des 2012, 21:39
frá MattiH
Sá þetta apparat áðan. Helvíti verklegur.
Er eitthver hér á spjallinu sem á hann ?

Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 25.des 2012, 21:45
frá kjellin
Eg er einmitt buin ad sja tennan er forvitinn um kramið i honum
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 25.des 2012, 22:18
frá Elmar Þór
Hann heitir palli sem á þennan bíl og býr í keflavík, undir honum eru toyota hásingar og það var verið að setja í hann isuzu disel vél.
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 25.des 2012, 22:22
frá Sævar Örn
Maður fer að sjá það verulega hvað þessir bílar eru litlir þegar þetta er komið á alvöru túttur

Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 25.des 2012, 22:25
frá -Hjalti-
Sævar Örn wrote:Maður fer að sjá það verulega hvað þessir bílar eru litlir þegar þetta er komið á alvöru túttur

hlakka til að sjá þinn á 44 tommum
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 25.des 2012, 23:46
frá lecter
ja cool hugmynd ,, 44" hvað má svona sukka vera þung i breytingar skoðun hvernig eru regglurnar i dag ég set þetta fram til að menn detti ekki i hug ad leggja vinnu i bil sem ekki er hægt að nota ,,, eg hef lent í þvi
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 26.des 2012, 00:28
frá -Hjalti-
lecter wrote:ja cool hugmynd ,, 44" hvað má svona sukka vera þung i breytingar skoðun hvernig eru regglurnar i dag ég set þetta fram til að menn detti ekki i hug ad leggja vinnu i bil sem ekki er hægt að nota ,,, eg hef lent í þvi
þetta er ekki fyrsta súkkan sem fer á 44"+ á Íslandi
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 26.des 2012, 01:35
frá reyktour
þetta er góð spurning. veit að 46 patrol er helvíti tæpur þegar það er kominn alvöru rokkur í þá
fínt að hafa svona á hreinu.
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 26.des 2012, 13:28
frá joisnaer
þetta er líklegast verklegasta súkka sem ég veit um!
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 26.des 2012, 14:06
frá Sævar Örn
Það er verið að selja hilux skráningu hérna á spjallinu td.
Eftir símtal mitt við umsjónarmann skráninga ökutækja hjá Umferðarstofu í sumar skylst mér að ekkert sé að því að skrá bíla sem annað en þeir eru, svo lengi sem bílnúmer, grindarnúmer og kvalbaksnúmer fylgist að.
Þetta þarf ég t.d. að gera á mínum bíl við tækifæri og fór því að kanna þetta
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 26.des 2012, 19:26
frá arniph
joisnaer wrote:þetta er líklegast verklegasta súkka sem ég veit um!
Verð að vera ósammála þar, ég myndi segja að rauði foxinn á patrolhásingunum með small blockinn er verklegust. :D
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 26.des 2012, 19:49
frá jeepson
arniph wrote:joisnaer wrote:þetta er líklegast verklegasta súkka sem ég veit um!
Verð að vera ósammála þar, ég myndi segja að rauði foxinn á patrolhásingunum með small blockinn er verklegust. :D
Já og ofurfoxinn sem Guðni sveins á sigló smíðaði. Eina súkkan að mér vitandi sem hefur verið á 46"
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 26.des 2012, 22:33
frá Valdi B
arniph wrote:joisnaer wrote:þetta er líklegast verklegasta súkka sem ég veit um!
Verð að vera ósammála þar, ég myndi segja að rauði foxinn á patrolhásingunum með small blockinn er verklegust. :D
hvaða bíll er það ? áttu myndir ?
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 26.des 2012, 22:44
frá arniph
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 26.des 2012, 22:47
frá AgnarBen
valdibenz wrote:arniph wrote:joisnaer wrote:þetta er líklegast verklegasta súkka sem ég veit um!
Verð að vera ósammála þar, ég myndi segja að rauði foxinn á patrolhásingunum með small blockinn er verklegust. :D
hvaða bíll er það ? áttu myndir ?
Myndir frá smíðinni
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.2096172727649.2102071.1345266656&type=3
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 26.des 2012, 22:51
frá -Hjalti-
Þessi rauði er töluvert verklegri en Sigló súkkan þó svo að hún sé flott
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 26.des 2012, 23:10
frá Valdi B
já þesssi rauði er vígalegur.. en hvernig er han í akstri þegar skástífurnar halla í sitthvora áttina? mér hefur alltaf verið sagt það að það sé big nono
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 26.des 2012, 23:19
frá Kiddi
Áttu við að skástífan að framan halli öfugt við að aftan?
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 26.des 2012, 23:21
frá Gísli Þór
EEEEE NEI það er einmitt það eina rétta skástífur eiga að krossa hvor aðra. Skoðaðu undirvagn allra jeppa með gormafjöðrun frá framleiðanda og þú munt sjá að allir nota sömu formulu við þessa uppsetningu á fjöðrun EN kannski þú vitir betur og þá væri gaman að heyra þína útskýringu.
Gísli
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 27.des 2012, 00:22
frá Freyr
x2 á það sem Gísli skrifaði. Ef þær halla báðar eins verður bíllinn svagari og hliðarvindur t.d. hefur meiri áhrif á hann.
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 27.des 2012, 10:22
frá Heiðar Brodda
Súkkan hans Bjarnþórs er helvíti flott sem er á Egilsstöðum en vitiði hvað þessi rauða er skráð ekki er þetta enn suzuki fox langur
kv Heiðar
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 27.des 2012, 11:40
frá tnt
eflaust skráður Patrol-og þetta er að mínu mati lang öflugasti Susuki landsins,og ekki hreynlega hægt að líkja honum v Guðna bíl þó eflaust ágætur sé ,hef séð þennan í aksjon og jú hann virkar .Menn geta séð video af honum á youtupe ef einhver er með hlekkin.
kv TT
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 27.des 2012, 12:45
frá Startarinn
Gísli Þór wrote:EEEEE NEI það er einmitt það eina rétta skástífur eiga að krossa hvor aðra. Skoðaðu undirvagn allra jeppa með gormafjöðrun frá framleiðanda og þú munt sjá að allir nota sömu formulu við þessa uppsetningu á fjöðrun EN kannski þú vitir betur og þá væri gaman að heyra þína útskýringu.
Gísli
Freyr wrote:x2 á það sem Gísli skrifaði. Ef þær halla báðar eins verður bíllinn svagari og hliðarvindur t.d. hefur meiri áhrif á hann.
Mér var ráðlagt af félaga mínum, sem var nýbúinn að breyta eins bíl, að láta stífurnar tengjast sömu megin í grind.
Honum fannst óþolandi hvað grind og boddý snerust ofan á hásingunum þegar bíllinn fjaðraði, ég fór eftir þessari ráðleggingu. Ég hef ekki orðið var við að bíllinn sé eitthvað svagari í hliðarvind eða öðru, en ég hef heldur aldrei pælt eitthvað sérstaklega í því, svo það er ekki útilokað að það sé tilfellið.
Stífan að aftan er lárétt og 4° halli á framstífunni ef ég man rétt
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 27.des 2012, 13:04
frá Bjarnþór
http://www.youtube.com/watch?v=N5raLOVOQKoHér er smá myndband sem súkkan mín kemur fyrir í en það er nú ekki hægt að segja að hún sé falleg greiið
enda hef ég ekki enþá klárað brettakanta og boddy vinnu.
í þessu myndbandi má einnig sjá hinn undurfagra hroll bregða fyrir
Kv.Bjarnþór
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 27.des 2012, 13:49
frá Kiddi
Startarinn wrote:Mér var ráðlagt af félaga mínum, sem var nýbúinn að breyta eins bíl, að láta stífurnar tengjast sömu megin í grind.
Honum fannst óþolandi hvað grind og boddý snerust ofan á hásingunum þegar bíllinn fjaðraði, ég fór eftir þessari ráðleggingu. Ég hef ekki orðið var við að bíllinn sé eitthvað svagari í hliðarvind eða öðru, en ég hef heldur aldrei pælt eitthvað sérstaklega í því, svo það er ekki útilokað að það sé tilfellið.
Stífan að aftan er lárétt og 4° halli á framstífunni ef ég man rétt
Viðhengið '08 063.jpg er ekki lengur til staðar
Það eru til margar skoðanir á þessu og líklega er ekki ein rétt. Mig langar svolítið til að sjá rökin fyrir því af hverju bílarnir verða svagari þegar stífurnar snúa eins, ég er alls ekki að segja að þetta sé rangt en það væri fróðlegt að vita af hverju. Það sem mér dettur í hug sem hugsanleg ástæða er að veltipunkturinn í fjöðruninni er þar sem miðja þverstífunnar sker (þyngdar)miðju bílsins og þegar þær halla í sömu áttina og bíllinn hallar líka, þá færist veltipunkturinn í sömu átt og verður þá til þess að hann halli meira. Ef þær eru á móti hvor annari þá ætti þetta að verða til þess að veltipunkturinn færist í sitt hvora áttina.
Mig minnir að ég hafi helst heyrt þetta tengt Econoline en þeir eru líka flestir vel háir og með þyngdina hátt og þar af leiðandi hefur þetta meiri áhrif?
Ef stífurnar snúa eins þá verður öll hliðarhreyfingin í sömu áttina, ef þær snúa á móti hvor annari þá fara hásingarnar í sitt hvora áttina.
A-stífu fjöðrun fer alveg lóðrétt upp og niður og þess vegna gengur ekki upp að nota svoleiðis með venjulegum stýrisgang því þá beygir bíllinn þegar hann fjaðrar.
Það sem ég held samt að sé mikilvægast af öllu í þessu (ef menn vilja skemmtilegar hreyfingar) sé að gera sér grein fyrir því af hverju það er slæmt að þverstífan sé stutt og halli mikið þannig að ég henti saman smá teikningu hérna. Þetta eru semsagt tvær þverstífur, önnur 1000 mm löng og hin 700 mm löng. Vinstra megin þá hallar stífan ekkert í aksturstöðu og síðan sést hver hliðarfærslan er við 150 mm fjöðrun í hvora átt. Hægra megin síðan hallar stífan um 10 gráður í akstusstöðu og þá sést hvað hliðarfærslan verður mikið meiri við sömu fjöðrunarvegalengd. Þarna sést að með réttri uppsetningu er hægt að minnka heildar hliðarhreyfingu úr 54 mm í 23 mm bara með því að hafa stífuna lengri og lágréttari.
Þetta er ástæðan fyrir því að maður vill helst að stífur séu lágréttar hvort sem það eru hliðarstífur eða langstífur. Ef maður horfir á hringferilinn þá sést líka af hverju maður vill helst ekki að framstífur halli uppá við frá hásingu, því þá þurfa þær að ganga fram til þess að fjaðra upp og það getur ekki verið þægilegt þegar maður t.d. keyrir í barð. Þetta er nú orðið efni í annan þráð en mér finnst þetta skemmtilegar pælingar.
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 28.des 2012, 04:07
frá Valdi B
Kiddi wrote:Áttu við að skástífan að framan halli öfugt við að aftan?
já átti við það.
Re: Vígaleg Súkka.
Posted: 28.des 2012, 06:41
frá -Hjalti-
Bjarnþór wrote:http://www.youtube.com/watch?v=N5raLOVOQKo
Hér er smá myndband sem súkkan mín kemur fyrir í en það er nú ekki hægt að segja að hún sé falleg greiið
enda hef ég ekki enþá klárað brettakanta og boddy vinnu.
í þessu myndbandi má einnig sjá hinn undurfagra hroll bregða fyrir
Kv.Bjarnþór
hún er helvíti gæjaleg þessi Súkka hjá þér.