Síða 1 af 2

frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 24.des 2012, 13:28
frá lecter
Gledileg jól

hér nádi ég i myndir af Kaiser ,,, sem ég fekk í pörtum ,,2009 ,,og bidur eftir tima til ad klára en 40 tonna flutninga trukkur ók á hann á brú ,,,fyrir nordan ,,

takid eftir fram öxlinum sem er bogin eftir ad 60 hásingin brotnadi og nafid brotnar af ,,,

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 24.des 2012, 13:30
frá lecter
fleiri myndir

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 24.des 2012, 13:32
frá lecter
kaiser 016.jpg
myndir

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 24.des 2012, 13:36
frá lecter
stór gaman ad fá gamlar myndir af jeppum sem madur er ad geyma eda ad gera upp .. þad hafa margir átt þennan bil og margar vélar hafa verid i huddinu bedford ,, 475 eda 500cc cadilac ,,,bens 352 og bens 352 turbo

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 24.des 2012, 13:41
frá lecter
nýa vélin bens 352 turbo intercooler 220hp en hann er nú med 2 millikössum

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 24.des 2012, 14:11
frá jeepson
Djöfull verð ég að ná þessum kaiser og vél af þér hahaha. Vonandi fáum við að dást af honum á komandi árum. Jóla kveðja að austan :)

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 24.des 2012, 16:11
frá BjarniThor
Þetta er með því merkilegra sem ratað hefur inn á þennan vef.
Vinsamlegast setja inn fleiri myndir hér okkur öllum til andlegrar upplyftingar.

Kveðja,
Bjarni

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 24.des 2012, 20:55
frá lecter
já takk fyrir það ...svona hvattning breytir kanski forgangs röð hjá mér med þennan bil

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 24.des 2012, 21:30
frá joisnaer
þessi er flottur!

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 24.des 2012, 22:55
frá birgthor
Virkilega flottur trukkur

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 24.des 2012, 23:56
frá MattiH
Vígalegur...!

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 25.des 2012, 00:22
frá Stebbi
Það væri frábært að þú tækir hann og gerðir hann nothæfan og færir á fjöll á honum, nógu mörgum dögum og mánuðum eyddi Þorgeir í að horfa á hann og hlusta á Willy Nelson og Los Lobos í botni við mikla hamingju úr hinum endanum á skemmuni.

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 25.des 2012, 01:56
frá Stóri
Þetta er alveg gríðarlega fallegur bíll, að mér finnst...

gaman að þessu og endilega setja inn fleiri myndir. hvernig millikassa ertu með aftan á þessu ?

Kristófer

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 25.des 2012, 02:18
frá Freyr
Ef minnið svíkur mig ekki þá stóð þessi um tíma í Dugguvogi, ekki langt frá Rafstillingu. Þetta var þegar ég var bara stráklingur og ekki kominn með bílpróf. Ég hafði þá ekkert vit á þessu en þótti hann hrikalega flottur og oftar en 1x hjólaði ég þangað úr vesturbænum í rvk bara því mig langaði til að skoða hann. Gaman að sjá að hann er í höndunum á manni sem kann og ætlar sér að laga hann.

Kveðja, Freyr

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 25.des 2012, 03:55
frá lecter
já millikassar eru 2 st 205 annar sem milligir hinn sem millikassi en á myndum er upprunalegi kassin aftan á bens kassanum en bens kassinn er með 9:1 i 1 gir svona chevy trukka box eda scout er med um 7:1 svo hann er mun lægri ,,, og er 5 gira

já merkilegur trukkur med fullt af sögu

ástædan fyrir ad hann stód i dugguvoginum var ad jeppa verkstæðið Breytir var þar og unnum vid þar ,, og þróuðum 1 breytingar á nissan og izuzu jeppum ,,, en vid breyttum öllu lika fyrir fjallasport

sidan tek ég kartöflu geymsluna á leigu ja heila skemmu og leigdi út aftur þar var kaiser lagaður en ekki kláradur og endadi i gám svo kaupi ég gáminn af þorgeir ,,2009 ...búið er ad gera allt bara eftir að rada saman en allt er mert i kössum enda þorgeir fagmaður einn af okkar bestu jeppa breyti mönnum ,,,
auka hásingar eru med jeppanum svo ekki þarf ad nota þessa sem brotnaði loft lás er að framan en no,spin ad aftan

en litur hvaða litur á ad vera á honum eg var med hugm Racing green metalic kónga blár ,,, eins og blái nissan 350Z sem ég átti eda svartur

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 25.des 2012, 12:26
frá BjarniThor
Litur: Millitary green

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 25.des 2012, 12:54
frá Lada
Þessi er ferlega vígalegur!!
Persónulega held ég að hann beri ekki "nútíma" liti eins og metallic liti. Held að hann væri flottari í þessum gula lit eða einhverjum herlitum eins og Bjarni Þór bendir á. En það er bara mín skoðun.
Verður bara gaman að sjá hann fullbúinn. Og miðað við áhugann á bílnum hér á síðunni held ég að þú verðir að vera með sérstaka frumsýningu á honum fyrir spjallara :)

Kv.
Ásgeir

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 25.des 2012, 13:29
frá lecter
ja þad verdur gert hann verður full kláradur hér á vefnum ,,,,

svartur litur ,,,,, eda dökkur fer þeim ágætlega

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 25.des 2012, 18:30
frá elfar94
úff, þetta hefur verið gott högg, verður fróðlegt og gaman að fylgjast með uppgerð á þessum

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 25.des 2012, 19:37
frá lecter
ja þungt var það,,, trukkurinn sendi jeppan út af veiginum en aksturs skifan sýndi 120km á truknum fulllestudum 40 ton rétt áður ,, jeppinn nádi ad aka út af brúni sem var 40m laung ,,áður en þeir skullu saman svo kaiserinn var lángt á undan yfir brúna ,,en var dæmdur i óretti ,, svo Þorgeir fekk ekkert út úr þessu tjóni þetta var i botni hrútafjarðar og er búið að færa veiginn i dag og losna vid þessar laungu ein breydu brú

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 25.des 2012, 20:03
frá juddi
Olive drab er eini liturinn á þennan bíl ég hef lent tvisvar í árekstri á mínum og aldrey séð á honum en ekki fer sömu sögum af hinum druslunum, er búið að breyta NP200 kassanum hann er orginal sjálfstæður ?

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 25.des 2012, 20:10
frá elfar94
vá, en miðað við myndirnar þá virðist grindin hafa sloppið þokkalega með skrekkin

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 25.des 2012, 20:20
frá -Hjalti-
lecter wrote:ja þungt var það,,, trukkurinn sendi jeppan út af veiginum en aksturs skifan sýndi 120km á truknum fulllestudum 40 ton rétt áður ,, jeppinn nádi ad aka út af brúni sem var 40m laung ,,áður en þeir skullu saman svo kaiserinn var lángt á undan yfir brúna ,,en var dæmdur i óretti ,, svo Þorgeir fekk ekkert út úr þessu tjóni þetta var i botni hrútafjarðar og er búið að færa veiginn i dag og losna vid þessar laungu ein breydu brú


Gerðist þetta 2001 ?

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 26.des 2012, 01:39
frá Freyr
Þessi Þorgeir sem þú kaupir hann af, er það Þorgeir Þorgeirsson? Sonur Þorgeirs sem kallaður er "Deidei" meðal ferðafélaga hans. Gamall jaxl í Hveragerði sem átt hefur urmull jeppa og trukka, m.a. yfirbyggða "nallann" á mynd nr. 3 (er þetta ekki annars International sem nú er á ystafelli?).

Varðandi litavalið tek ég undir að hann sómir sér sennilega best í einföldum "her-litum" á borð "army-green" eða "desert-tan" eða þá bara guli liturinn áfram sögunnar vegna. Held hann yrði síðri í einhverjum nútíma glans lit.....

Kveðja, Freyr

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 26.des 2012, 01:49
frá kjartanbj
já Sammála, eintóna litur væri bestur, guli liturinn væri fínn svoa sögulega séð

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 26.des 2012, 13:16
frá lecter
jú sá gamli á nallanum er pabbi hans
þetta er sá þorgeir þorgeirsson flottir feðgar ,,,, ja hann gaf nallann á yrstafell en hann stendur bara úti þar,,, þarna vantar 1000 fermetra hus

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 26.des 2012, 16:22
frá Offari
Þessi bíll var steingrár áður en guli liturinn fór á hann. mér fannst guli liturinn fara honum vel.

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 26.des 2012, 16:34
frá lecter
ja eg man first eftir þessum bil svona gráum og fanst hann flottur og held með bedford diesel um 30 ár siðan

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 26.des 2012, 16:46
frá Offari
Jú það var Bedford rella í honum, Óðinn henti henni úr og setti Cadillac 472 og sjálfskiptingu. mig minnir að það hafi verið sjálfstæður millikassi í honum.

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 26.des 2012, 18:31
frá Haffi
Þessi gæti orðið flottur aftur!

En er hægt að fá varahluti í þetta? Eða stefnir þetta í massífa blikksmíði? ;)

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 26.des 2012, 20:57
frá juddi

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 26.des 2012, 23:57
frá lecter
Nei Nei þorgeir var buinn að smiða allt body er tilbúið klárt sandblásið tilbúið til að mála ... grindin lika hun er tilbúin og máluð bara raða saman og mála alla hluti en þessi vantar 49" 46" dekk held ég

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 27.des 2012, 00:25
frá Freyr
Veistu hvað hann verður þungur? Hann er skráður rétt rúm 3 tonn en maður veit svosem ekkert með hvaða vél það er o.s.frv...?

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 27.des 2012, 01:33
frá lecter
nei ég hef ekki hugmynd um það en bara velin sem er þarna er 500kg og girkassinn er 70kg svo millikassarnir eru 2x40kg

ja 3 ton á 49" er fint

Eg þakka fyrir áhugan á þessu dæmi eg kaupi hann og gáminn 2009 þá var hann i geymslusvæðinu ,, ég fór ekki að skoða hann svo for eg til noreigs að vinna og fekk gaminn bara um daginn og for að skoða hvað var i pakkanum ,,, eg vissi ekki hvað hann var búinn að forvinna mikið og body sem er extra cap úr cherokee og med hanco afturparti bætt við snildar vinna á þessu og ekki hægt að sjá annað en þetta se svona framleitt ,,, það verður semsagt extra cap 40cm leingri body á honum með hliðar rúðu ..en ástæðan var að ekki var hægt að halla sætinu og það var i vinkil rosalega þreitandi

en það vantar 2 goðar hurðir ur 2 dyra cherokee en þá ef eithver veit umparta eða bil

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 27.des 2012, 09:55
frá powerram
Þetta er flottur trukkur og verður enn flottari á 46 eða 49". Finnst yfirbyggingin sem er á pallinum hinns vegar ekki fara honum of vel :)

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 27.des 2012, 11:35
frá jeepcj7
Millikassarnir eru það ekki np 205 eða svipað allavega 70 kg + stykkið?
Alveg svaklega töff trukkur man eftir þegar hann var í Súðarvoginum og hjá Óðni.
Held að herlitirnir séu pottþéttir á svona vagn en hann ber marga aðra vel að sjálfsögðu td. er þessi svarti algóður.

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 27.des 2012, 14:16
frá lecter
ja millikassarnir eru kanski 60-70kg hver ég hef ekki viktað nákvæmlega en hann ber þá örkuklega og 20 á siðan ég lyfti svona kassa

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 27.des 2012, 17:59
frá jongud
Gírkassinn í Kaiser er T98, 80 kg flykki og skotheldur
Millikassinn er NP200 (ekki 205) og er ekki boltaður við gírkassann heldur sjálfstæður (divorced) en hann er álíka sterkur og NP205 en á það til að ofhitna. Sumir segja að það sé líklega bara vegna lítillar notkunar í lága-drifinu.
Framhásingin fær hinsvegar falleinkun, Dana 60 með lokuðum liðhúsum og bara 30 rillu öxlum.

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 28.des 2012, 02:39
frá lecter
já þessi er ekki með upprunalega kassan hann er med 2 205 með framhásinguna hún er sterkari og þó að hún sé með 30 rillu öxlum hafa þeir ekki brotnað ,,Öxlarnir eru sverir bara með grófari rillum , en liðhúsið er sterkara ..fall einkuninn er að hún er með skálabremsum ,,eða hefur þú seð þessa öxla brotna ,,,eg þekki ekki mikið akkurat þessa hásingu

og finst skritið að sjá öxulinn svona boginn og ó brotinn eftir svona samstuð

Re: frettir úr skúrnum kaiser 67

Posted: 19.jan 2013, 22:34
frá elfar94
http://sphotos-c.ak.fbcdn.net/hphotos-a ... 7792_n.jpg rakst á þessa mynd af honum, engin smásmíði og helvíti laglegur