Síða 1 af 1
freelander vantar upplisingar
Posted: 13.júl 2010, 18:30
frá glaxor
vorum að skipta um heddpakningu í freelander og erum ekki alveg viss hvað á að herða mikið.
er einhver sem veit það ?????
Re: freelander vantar upplisingar
Posted: 13.júl 2010, 18:37
frá Haukur litli
Hér er tafla sem sýnir herslu ýmissa bolta í Freelander.
http://www.myfreelander.co.uk/Engine/tenginetd4.htm
Re: freelander vantar upplisingar
Posted: 13.júl 2010, 20:18
frá glaxor
takk fyrir haukur.
Re: freelander vantar upplisingar
Posted: 13.júl 2010, 20:31
frá Jens Líndal
Hentu þessum heddboltum og settu pinnbolta í staðinn og og hertu eins og hægt er og heddvesen verður úr sögunni :) (þetta er víst gert á Ford og Chevy pallbílunum til að halda niðri heddunum :) )
Re: freelander vantar upplisingar
Posted: 13.júl 2010, 20:44
frá Haukur litli
Ég er sammála Jens. Þegar ég fer í heddskiptin hjá mér þá verða settir pinnar og orginal Toyota stálpakkning.
Re: freelander vantar upplisingar
Posted: 13.júl 2010, 22:30
frá jeepson
Svona að því að það er verið að tala um þessa freelandera. Foreldra mínir eiga svona bíl sem að yngsti bróðir minn tjónaði. En mér hefur altaf fundist hann þjappa ílla í startinu. Hann er frekar máttlaus. enda ekki nmea 1800 vél í þessu apparati. Þetta er 98 árgerð ekinn um 170þús minnir mig. Pabbi sagðist hafa heyrt að það væru bmw vélar í þessum bílum. Er eitthvað til í því?
Re: freelander vantar upplisingar
Posted: 14.júl 2010, 08:32
frá dabbigj
jeepson wrote:Svona að því að það er verið að tala um þessa freelandera. Foreldra mínir eiga svona bíl sem að yngsti bróðir minn tjónaði. En mér hefur altaf fundist hann þjappa ílla í startinu. Hann er frekar máttlaus. enda ekki nmea 1800 vél í þessu apparati. Þetta er 98 árgerð ekinn um 170þús minnir mig. Pabbi sagðist hafa heyrt að það væru bmw vélar í þessum bílum. Er eitthvað til í því?
það var til einhver bmw dísel rella í þessum bílum þarsem að rover samsteypan heyrði undir bmw á sínum tíma þangað til að þeir bútuðu það upp og seldu til ford.
núna er einhver peugot citroen mótor í þeim og svo er hann seldur í ameríku með 3.2 línusexu frá volvo
Re: freelander vantar upplisingar
Posted: 14.júl 2010, 08:40
frá juddi
Þessir mótorar eru svo miklir gallagripir að það er spes síða um þetta svo er mjög algengt að slífarnar koma upp með heddinu svaka fjör
http://www.freelanderheadgasket.co.uk/
Re: freelander vantar upplisingar
Posted: 14.júl 2010, 18:01
frá jeepson
Já Ég hef heyrt að þessir bílar séu algjörir galla gripir. Mömmu og pabba fanst voða gott að keyra þennan bíl. En mér fanst þetta algjör viðbjóður. altaf útum allan veg. alveg sama hversu oft þetta var hjólastilt.. Mér líkaði aldrei við þennan bíl og geri ekki en..