Síða 1 af 1

Sonax (2) / 44" Hilux - hver þekkir þennan bíl?

Posted: 23.des 2012, 09:21
frá gunnarb
Sælir félagar.

Ég er víst orðinn eigandi þessa tækis. Mig langar mikið að safna saman eins miklum uppýsingum um þennan bíl og ég get, enda margir eigendur átt hann í gegnum tíðina. Það hafa margir átt bílinn, en gaman væri að vita hver breytti hverju, hvaða vandamál hafa helst komið upp, breytingar eða lagfæringar sem menn hafa gert - bara allt sem gaman eða gagnlegt getur verið að vita.

Hér er mynd af bílnum:
download/file.php?id=5909&mode=view

Kveðja,

Gunnar

Re: Sonax (2) / 44" Hilux - hver þekkir þennan bíl?

Posted: 23.des 2012, 09:30
frá karig
Til hamingju með að vera orðinn hælux eigandi að nýju, þetta verður botnlaus hamingja í a.m.k. 2 daga, he, he. kv, kári.
ps. 'Olafur Ragnar komst undir þak í gær, þurfti 2 bíla til að gefa honum start....

Re: Sonax (2) / 44" Hilux - hver þekkir þennan bíl?

Posted: 23.des 2012, 10:06
frá gunnarb
Takk fyrir það. Nú á bara eftir að koma í ljós hvort þetta sé eins og að eiga bát; tveir góðir dagar. Dagurinn sem þú eignast gripinn og dagurinn sem þú selur hann aftur :-)