Síða 1 af 1

Hvar fæ ég ódýrustu kúplingarnar?

Posted: 12.júl 2010, 18:01
frá Haukur litli
Hvar fæ ég ódýrustu kúplingarnar? Ég var að klára að setja "nýja" snattarann saman eftir að hafa tekið vélina úr honum og kúplingin snuðar svona fallega. Þetta er tvítugur bíll og þar af leiðandi er ég sáttur með ódýrustu kúplingu sem fæst.

Ég gekk frá öllum verkfærunum og ætlaði að fara að hringja í varahlutaverslanir, en klukkan var þá orðin 17:55!

Það eina sem að ég veit er að Stilling er með komplett sett á 47 þús og svipað hjá Toyota.

Þetta er Toyota Touring 90 með 4A-F blöndungsmótor.

P.s. Ég gæti mögulega farið og kveikt í bílnum á eftir ef blóðþrýstingurinn lækkar ekki fljótlega!

Re: Hvar fæ ég ódýrustu kúplingarnar?

Posted: 12.júl 2010, 18:05
frá Rúnarinn
ertu búinn að chekka á N1 og AB varahlutum??

Re: Hvar fæ ég ódýrustu kúplingarnar?

Posted: 12.júl 2010, 18:08
frá Haukur litli
Hafði ekki tíma til að hringja í fleiri staði. Fattaði þetta rétt fyrir sex og var ekki kominn í inn í hús fyrr en 17:55 þannig að ég náði bara í Stillingu og Toyota.

Re: Hvar fæ ég ódýrustu kúplingarnar?

Posted: 12.júl 2010, 18:11
frá Rúnarinn
prufaðu að athuga með ABvarahluti, gæti trúað því að þeir væru ódýrari

Re: Hvar fæ ég ódýrustu kúplingarnar?

Posted: 12.júl 2010, 18:19
frá Haukur litli
Ætla á morgun að hringja í AB, N1, Straumrás, Poulsen, varahlutir.is og Fálkann. Er ég að gleyma einhverjum sem er með kúplingar?

Re: Hvar fæ ég ódýrustu kúplingarnar?

Posted: 13.júl 2010, 12:05
frá Haukur litli
Ég er búinn að vera að hringja í verslanir og þetta eru þau verð sem ég hef fengið.

Verslun:______Verð:________F4x4 verð:____Gerð:

N1_____________44.452_______37.784_______NIPPARTS
N1_____________32.510_______29.259_______NIPPARTS (298 J2002030)
AB_____________42.995_______38.695_______National
Fálkinn_________ 45.651_______41.085_______Sachs
Stilling_________ 47.000_______ ??.???________Ekki viss hvaða merki.
Poulsen_________00.000_______00.000_______Eiga ekkert í Touring.
Straumrás_______??.???_______ ??.???________Athuga fyrir sunnan fyrir mig, heyri í þeim eftir hádegi.
Varahlutir.is_____ 00.000_______00.000_______Eru ekki með kúplingar.
Kistufell________ 00.000_______00.000_______Eru ekki með kúplingar, einungis mótorparta.

Ætla að hringja í partasölur eftir hádegi, er samt ekki vongóður með þær.

Re: Hvar fæ ég ódýrustu kúplingarnar?

Posted: 13.júl 2010, 20:27
frá juddi
Gs varahlutir eru með Asian kúplingar sama og kemur orginal í Toyota

Re: Hvar fæ ég ódýrustu kúplingarnar?

Posted: 13.júl 2010, 20:45
frá Haukur litli
Meinarðu ekki Aisin, flestar þessar kúplingar eru asian/asískar?

Re: Hvar fæ ég ódýrustu kúplingarnar?

Posted: 14.júl 2010, 08:43
frá juddi
smá stafa rugl

Re: Hvar fæ ég ódýrustu kúplingarnar?

Posted: 14.júl 2010, 19:59
frá Fordinn
Djöfulsins rugl verð á kúpplingu i eldgamla toyotu....... það er ekki orðið verslandi herna á þessu skita skeri lengur.

Re: Hvar fæ ég ódýrustu kúplingarnar?

Posted: 14.júl 2010, 20:49
frá Haukur litli
Ég endaði á að kaupa kúplingssett hjá N1. Þetta sett sem var á 29 þús var fyrir FWD rollu og passar ekki, það er sverara skaft í 4WD. Ég fékk sett á 40 þús frá N1 flogið til Akureyrar að sunnan. Reif mótorinn úr áðan og kippti honum frá kassanum og tók gömlu kúplinguna af. Fer svo í fyrramálið kl 8 og fer að setja saman.

Ég fór í Toyota og spurði um sunduliðað verð á kúplingssetti, en þeir selja allt stakt. Diskur ca 30 þús, pressa ca 24 þús og lega ca 6 þús. 60 þús kr fyrir kúplingu í 1600 Corollu sem er tvítug, ekki amalegt það!

Á svo eftir að skipta um olíur á kössunum og afturdrifi, setja vökva á stýrið og lofttæma, setja á hann ferskt bensín og blöndungshreinsi, skipta um fóðringu í þverstýfu og stilla blöndunginn. Og fara svo í ferðalag á föstudag, vonandi klikkar ekkert!

Re: Hvar fæ ég ódýrustu kúplingarnar?

Posted: 14.júl 2010, 22:05
frá ellisnorra
Ég setti nú bara 350 í gamla tercelinn minn og sjálfbíttara :)
Image

Re: Hvar fæ ég ódýrustu kúplingarnar?

Posted: 14.júl 2010, 22:22
frá Haukur litli
Haha snilld. En okkar á að vera áreiðanlegur dagsdaglegt-snattari sem er ódýrari í rekstri en Cruiser. Hann er ryðlaus fyrir utan ryðgaðar dældir á h. síls og h. aftur hurð, en það verður lagað.

Hann verður fínn, er á 205/45R16 sem ég átti til, og með Thule toppboga sem lágu bara í geymslu. Ég á allar hliðarrúður úr partabílnum svo að ég kaupi mér filmur og dunda mér við það og set þær í við tækifæri. Á svo þrjá loftlúðra og eitthvað af kösturum sem ég á eftir að skoða, hver veit nema gamla rykfallna neonið rati undir mælaborðið og hátalararnir úr gamla Hilux komi að gagni.

Maður verður sautján ára aftur við að eignast svona "druslu".

Re: Hvar fæ ég ódýrustu kúplingarnar?

Posted: 14.júl 2010, 23:32
frá ellisnorra
Já þetta er skemmtilegur bransi, og sá lang lang ódýrasti ferðamáti sem hugsast getur ef maður getur gert eitthvað við sjálfur. Ég hef aldrei keypt bíl á láni (og fokkíng þakklátur fyrir það í dag) og mun sennilega seint fara í þann pakka, bara að græja ódýra bíla :) Líst vel á þetta hjá þér :)