Síða 1 af 1
hvaða skoðun hafa menn á þessu? utanvagakstur?
Posted: 17.des 2012, 19:45
frá birgir björn
mér sýnist þetta vera að murka lífið úr nátturunni á nokkrum stöðum hvað fyst ykkur? nú veit eg ekkert með staðsettningar enn þetta er á íslandi
http://www.topgear.com/uk/photos/range- ... 2012-12-17
Re: hvaða skoðun hafa menn á þessu? utanvagakstur?
Posted: 17.des 2012, 19:49
frá Startarinn
Mér finnst ekkert að akstri utanvega á ógrónu landi, en veit jafnframt að það yrði allt vitlaust ef við yrðum uppvísir að þessu
Re: hvaða skoðun hafa menn á þessu? utanvagakstur?
Posted: 17.des 2012, 19:51
frá Haffi
Er þetta ekki mestmegnis í fjöru? Sjórinn jarðar þetta á sólarhring..
Re: hvaða skoðun hafa menn á þessu? utanvagakstur?
Posted: 18.des 2012, 02:22
frá birgir björn
það yrði allt vitlaust
Re: hvaða skoðun hafa menn á þessu? utanvagakstur?
Posted: 18.des 2012, 03:16
frá Kiddi
Haffi wrote:Er þetta ekki mestmegnis í fjöru? Sjórinn jarðar þetta á sólarhring..
Já... en hvort sem þetta er í fjöru eða ekki.
Segjum sem svo að einhver dúddí majones í englandi sjái þetta og finnist alveg svona líka tilvalið að senda Land Rover-inn sinn með dallinum til Íslands og komast nú loksins í alvöru off-road hasar.
Ætli hann átti sig á muninum á því að spóla í fjörunni eða að spóla í hringi á Sprengisandi?
Re: hvaða skoðun hafa menn á þessu? utanvagakstur?
Posted: 18.des 2012, 08:08
frá Tómas Þröstur
Flottar myndir
Re: hvaða skoðun hafa menn á þessu? utanvagakstur?
Posted: 18.des 2012, 10:18
frá bjornod
svopni wrote:Já... en hvort sem þetta er í fjöru eða ekki.
Segjum sem svo að einhver dúddí majones í englandi sjái þetta og finnist alveg svona líka tilvalið að senda Land Rover-inn sinn með dallinum til Íslands og komast nú loksins í alvöru off-road hasar.
Ætli hann átti sig á muninum á því að spóla í fjörunni eða að spóla í hringi á Sprengisandi?
Vonum að það fari ekki einhverjir meistarar að fræsa á langjökul á Porche 911![/quote]
Hvers vegna ekki?
http://www.youtube.com/watch?v=_-tL4a5JkC0
Re: hvaða skoðun hafa menn á þessu? utanvagakstur?
Posted: 19.des 2012, 11:54
frá JóiE
Er þetta nú ekki allt tekið á söndunum við Landeyjar og síðan þar sem "Lónið" var, á leiðinni í Þórsmörk. Þeir mega nú alveg spóla á söndunum... og helst að festa sig þar líka...
Er ekki Landsbjörg komin með björgunarkostnað, sem fólk þarf að borga þeim ef það þarf að toga í þá?
Re: hvaða skoðun hafa menn á þessu? utanvagakstur?
Posted: 20.des 2012, 05:54
frá birgir björn
jú eg held það þekki einn sem festi sig og þurti að borga dráttin og kæru fyrir utanvegaakstur
Re: hvaða skoðun hafa menn á þessu? utanvagakstur?
Posted: 20.des 2012, 07:34
frá lecter
þetta video fer nu ekkeret sérstaklega fyrir brjóstid á mér ,,,
en átrodningur utlendinga verdur ekki vanda mál vegna þessa videos ,, og sára litil óhöpp ega sér stad þó er mikil aukning um allt hálendid og miklu fleiri leigja sér jeppa her heima ,,og útlendingar fara nú frekar eftir regglum heldur en islendingar ,,,
Re: hvaða skoðun hafa menn á þessu? utanvagakstur?
Posted: 20.des 2012, 10:17
frá birgir björn
eg held að fávitar séu international
Re: hvaða skoðun hafa menn á þessu? utanvagakstur?
Posted: 20.des 2012, 21:18
frá Lada
Sælir/ar.
JóiE wrote:og síðan þar sem "Lónið" var, á leiðinni í Þórsmörk.
Eftir eldgosahamaganginn virðist hafa sprottið upp einhver misskilningur um að það megi keyra þar sem Lónið var. Í mínum huga er það alveg kristaltært að þeir sem keyra á Lónsbotninum eru að stunda utanvega akstur.
Kv.
Ásgeir
Re: hvaða skoðun hafa menn á þessu? utanvagakstur?
Posted: 20.des 2012, 21:40
frá Stebbi
Voru ekki ferðaþjónustuaðilar búnir að fá leyfi til að keyra upp að restinni af jöklinum? Litla deildin fór allavegna langleiðina þarna uppeftir í haust.
Re: hvaða skoðun hafa menn á þessu? utanvagakstur?
Posted: 20.des 2012, 21:43
frá -Hjalti-
Stebbi wrote:Voru ekki ferðaþjónustuaðilar búnir að fá leyfi til að keyra upp að restinni af jöklinum? Litla deildin fór allavegna langleiðina þarna uppeftir í haust.
Og ýmsir Vísindamenn , Íslenskir og erlendir voru upphafsmenn á þessum slóða sem er kominn þarna.