Síða 1 af 1
					
				Snillingar ?
				Posted: 15.des 2012, 22:13
				frá Aparass
				Bara rússunum dettur i hug að segja fjórar hásingar með beygjum undir freðmýrartröll !
Alltaf gaman að sjá hvað þeim dettur í hug þarna :P
https://www.youtube.com/watch?NR=1&feat ... vXQdlsRvzohttps://www.youtube.com/watch?NR=1&feature=endscreen&v=ovXQdlsRvzo 
			 
			
					
				Re: Snillingar ?
				Posted: 15.des 2012, 23:09
				frá Sævar Örn
				flottur, sýnist hann vera á sjálfstæðri fjöðrun hringinn
			 
			
					
				Re: Snillingar ?
				Posted: 15.des 2012, 23:51
				frá -Hjalti-
				Sævar Örn wrote:flottur, sýnist hann vera á sjálfstæðri fjöðrun hringinn
Þvílíkt viðhald á þessu dóti
 
			 
			
					
				Re: Snillingar ?
				Posted: 16.des 2012, 00:12
				frá Hfsd037
				-Hjalti- wrote:Sævar Örn wrote:flottur, sýnist hann vera á sjálfstæðri fjöðrun hringinn
Þvílíkt viðhald á þessu dóti
 
Afhverju?
 
			 
			
					
				Re: Snillingar ?
				Posted: 16.des 2012, 00:25
				frá Sævar Örn
				Ef þetta er virkilega rússnesk smíði þá þori ég að veðja að fjöðrunarbúnaðurinn er ekki smíðaður úr einnota gúmmifoðringum, frekar myndi ég trúa þeim fyrir að hafa lokaðar kúlulegur og smurkoppa í alla slitfleti.
Rússarnir hafa alltaf verið skrefi á undan í öllu svona löguðu en þeir eru bara ekkert að monta sig af því :)
þá auðvitað koma þægindi, hljóðlátleiki og aksturseiginleikar málinu lítið við, þeim er yfirleitt alveg skítsama um það...
			 
			
					
				Re: Snillingar ?
				Posted: 16.des 2012, 00:47
				frá hrappatappi
				Flottasta tæki,sem að ég hef séð á ævinni....
			 
			
					
				Re: Snillingar ?
				Posted: 16.des 2012, 01:00
				frá jeepson
				Rússarnir eru snillingar að mörgu leiti.
			 
			
					
				Re: Snillingar ?
				Posted: 16.des 2012, 01:02
				frá Magni
				-Hjalti- wrote:Sævar Örn wrote:flottur, sýnist hann vera á sjálfstæðri fjöðrun hringinn
Þvílíkt viðhald á þessu dóti
 
Af hverju að setja út á? Af hverju ekki bara segja flott hjá þeim. Allir hafa sína hentisemi.
 
			 
			
					
				Re: Snillingar ?
				Posted: 16.des 2012, 02:47
				frá Hfsd037
				Magni81 wrote:-Hjalti- wrote:Sævar Örn wrote:flottur, sýnist hann vera á sjálfstæðri fjöðrun hringinn
Þvílíkt viðhald á þessu dóti
 
Af hverju að setja út á? Af hverju ekki bara segja flott hjá þeim. Allir hafa sína hentisemi.
 
Af því að þetta er bara Hjalti haha
 
			 
			
					
				Re: Snillingar ?
				Posted: 16.des 2012, 06:39
				frá -Hjalti-
				Hfsd037 wrote:Magni81 wrote:-Hjalti- wrote:
Þvílíkt viðhald á þessu dóti
Af hverju að setja út á? Af hverju ekki bara segja flott hjá þeim. Allir hafa sína hentisemi.
 
Af því að þetta er bara Hjalti haha
 
Virkar eflaust fínt , en ætlið  þið að halda því framm að 8 hjól undir einum bíl þarfnist ekki hellings viðhalds ??
Lifið þið í eitthverjum öðrum heimi en aðrir ??
 
			 
			
					
				Re: Snillingar ?
				Posted: 16.des 2012, 07:31
				frá Magni
				Þessi linkur var settur inn til gamans, ef þú hefur ekkert annað að segja en að setja út á, þá frekar sleppa því að kommenta..
			 
			
					
				Re: Snillingar ?
				Posted: 16.des 2012, 08:35
				frá Aparass
				Það þarf nú ekkert endilega að vera mikið viðhald á þessu. Yfirleitt smíðar rússinn svona tæki þannig að þau lifi af nauðlendingu í of lítilli fallhlíf á næstu plánetu. Ef við skoðum t.d. trukka eins og Ural skrímslin sem vigta eins og meðal flugmóðuskip þá held ég að það sé ekki einusinni vitað hvernig lítur út inn í drifum, vélum og kössum á þeim því menn hafi bara aldrei þurft að opna þetta. Mín skoðun að rússinn viti alveg hvað hann er að gera en hann smíðar bara hlutina aðeins öðruvísi en aðrir og er ekkert að spara járnið og eins og einhver sagði hérna áður að þá væru öruglega ekki einfaldar fóðringar í þessu heldur stórar legur með smurkoppum og eflaust þolir þetta að fara á 400 metra dýpi án þess að fá vatn inn í legur.
Annað líka sem mætti taka til fyrirmyndar frá rússanum er að hann treystir ekki svo mikið á rafmagnið. Það virðist vera hægt að snúa í gang með stórri sveif jafnvel stæðstu trukkana þeirra og þú sérð aldrei illa varða og aumingjalega rafmagnslæsingu sem neðsta punkt á hásingu með pínulitlum matcbox mótor, það skulu alltaf vera barkar eða stangir fyrir allt svona sem á að virka þegar menn þurfa það. Mér hefur sýnst sem við gerum þetta líka, alltaf þegar menn hérna eru búnir að steikja læsingarmótora í toyotum ofl bílum þá endar þetta alltaf með barka eða loft tjakk sem virkar. Þetta er bara eitthvað sem rússar gengu í gegnum fyrir 50 árum síðan og hafa eftir það hannað alla sína bíla með þetta í huga.
			 
			
					
				Re: Snillingar ?
				Posted: 16.des 2012, 11:05
				frá Stebbi
				Aparass wrote:Þetta er bara eitthvað sem rússar gengu í gegnum fyrir 50 árum síðan og hafa eftir það hannað alla sína bíla með þetta í huga.
Eftir að hafa átt 3 Lödur þá verð ég bara að vera ósammála þér.  Rússneskir bílar eru ekki hannaðir þeir eru bara smíðaðir og oftast í þynnkukasti á mánudögum.
 
			 
			
					
				Re: Snillingar ?
				Posted: 16.des 2012, 11:22
				frá stebbiþ
				Tékkið á þessum. Svolítið undarlegt myndband, en flottur úrhleypibúnaður. 
Manni finnst íslenskir 44-46" jeppar bara vera barnadót. Fyndið hvernig við frónbúar teljum okkur alltaf vera fremst í öllu, eins og t.d. jeppafræðunum. Ég held ekki.
https://www.youtube.com/watch?feature=e ... HDtwk&NR=1 
			 
			
					
				Re: Snillingar ?
				Posted: 16.des 2012, 12:43
				frá Hfsd037
				stebbiþ wrote:Tékkið á þessum. Svolítið undarlegt myndband, en flottur úrhleypibúnaður. 
Manni finnst íslenskir 44-46" jeppar bara vera barnadót. Fyndið hvernig við frónbúar teljum okkur alltaf vera fremst í öllu, eins og t.d. jeppafræðunum. Ég held ekki.
https://www.youtube.com/watch?feature=e ... HDtwk&NR=1 
Þetta er örugglega snyrtilegasti úrhleypibúnaðurinn sem ég hef séð á myndum.
En hvernig er loftið útfært í þessum felgum, svipað system og í BMW sem gluðar froðu í sprungið dekk?
Rússarnir eru ekkert að flækja þetta neitt frekar 
[youtube]mFnCwtTVpao[/youtube]
 
			 
			
					
				Re: Snillingar ?
				Posted: 16.des 2012, 13:08
				frá Stebbi
				Trabant er ekki rússneskur, þetta var stolt Austur-þýsku þjóðarinnar.
			 
			
					
				Re: Snillingar ?
				Posted: 16.des 2012, 13:18
				frá jeepson
				Við eigum að taka rússana til fyrirmyndar. Það má ekki gleyma að þeir eru oft að glýma við þurrann snjó og algjört púður færi. Á meðan að færið er blautara hjá okkur. Við gætum lært margt af þeim varðandi breytingar. En eins og brandarinn hljómaði. Nasa eyddi 30árum í að hanna penna sem gæti skrifað í geymnum. Rússinn notaði bara blýant :D
			 
			
					
				Re: Snillingar ?
				Posted: 16.des 2012, 13:18
				frá Hfsd037
				Stebbi wrote:Trabant er ekki rússneskur, þetta var stolt Austur-þýsku þjóðarinnar.
Ahh ég tengdi þessar dollur alltaf við rússa, en trefjaplastið sem þeir eru smíðaðir úr kemur allavega frá Rússlandi he he
 
			 
			
					
				Re: Snillingar ?
				Posted: 16.des 2012, 13:29
				frá Aparass
				Minnir mig á brandarann um olíufurstann sem átti rosalegt bílasafn og flesta fágætustu bíla heims og einn dag er hann í einhverju austantjaldslandi í viðskiptaferð og sér þá traband keyra hjá. 
Hann verður alveg heillaður af þessari mökkreykjandi dollu og verður að eignast svona. 
Um leið og hann er kominn heim til sín hringir hann í verksmiðjurnar og pantar sér einn traband en fær þá að vita að það sé tveggja ára biðlisti eftir þessu. 
Hann verður svakalega leiður yfir því en ákveður að láta skrifa sig á biðlistann hjá þeim. 
Um leið og pöntunin hanns fer inn í kerfið hjá traband taka menn þar eftir að kaupandinn sé þessi rosalega ríki olíufursti svo það er strax tekinn einn trabant af færibandinu og manninum sendur bíllinn hið snarasta því ekki var hægt að láta svona ríkann og valdamikinn mann bíða eftir bílnum.
Strax dagin eftir hringir olíufurstinn í besta vin sinn sem einnig var bílasafnari og fer að segja honum frá þessu furðulega tæki sem hann hafi fundið og lætur hann vita að hann hafi pantað svoleiðis en það sé tveggja ára biðlisti eftir þeim en það sé allt í lagi því þeir sendi manni plastmódel á meðan.
			 
			
					
				Re: Snillingar ?
				Posted: 16.des 2012, 20:50
				frá Aparass
				Það virðist líka hafa gleimst að segja þessum að hann sé ekki að vinna  á kafbát.....
https://www.youtube.com/watch?v=QOyY8f05tFI 
			 
			
					
				Re: Snillingar ?
				Posted: 16.maí 2013, 13:39
				frá andrig
				[youtube]http://youtu.be/1ehafS-99VQ[/youtube]
GoogleTranslate wrote:All terrain vehicle SB X-5 8x8 - wheel drive vehicle type 8x8 terrain, is designed to transport passengers and cargo to 500 kg., In all climates, on any ground surfaces, wetlands, quicksands, virgin snow, tundra - no damage vegetable pokrova.Hodovaya part consists of front and rear frames are connected to each other device "spider." The drive wheels are external roller. Balance-wheel suspension pairs. Relative movement of the two sections is ensured by 2 cylinders terrain vehicle SB-5 X 8x8 comprises: