Síða 1 af 1
Mælingar á felgum
Posted: 12.des 2012, 22:35
frá Steini H
Sælir hvernig mælir maður breidd á felgum og þetta backspace.
ég spyr því ég ættla að selja 35" dekk sem eru á 15" felgum 6 gata eru undir Terrano 38 breyttum það sem ég veit að það eru 2 ventlar á þeim.
Það væri voða vont að auglýsa eitthvað en vita ekkert samt hvað maður væri í raun að selja.
kveðja
Steini H
Re: Mælingar á felgum
Posted: 12.des 2012, 22:36
frá Hfsd037
Steini H wrote:Sælir hvernig mælir maður breidd á felgum og þetta backspace.
ég spyr því ég ættla að selja 35" dekk sem eru á 15" felgum 6 gata eru undir Terrano 38 breyttum það sem ég veit að það eru 2 ventlar á þeim.
Það væri voða vont að auglýsa eitthvað en vita ekkert samt hvað maður væri í raun að selja.
kveðja
Steini H
Áttu myndir af þessum felgum?
Re: Mælingar á felgum
Posted: 12.des 2012, 22:59
frá ellisnorra

Það sem við viljum vita þegar við kaupum okkur felgur er rim width, wheel diameter, backspace og fjöldi ventla (og hvort þeir eru boraðir eða ekki er kostur en ekki nauðsyn)
Svolítið erfitt er að mæla breiddina á felgunum ef dekkin eru á, en þetta er yfirleitt gefið upp í tommum og þá hleypur það á tommum í mælingum (þó sumar felgur séu að auki hálfar tommur td 12.5 tommu breiðar)
Þetta er þræleinfalt þó það virðist vera pínu flókið í upphafi :)
Re: Mælingar á felgum
Posted: 12.des 2012, 23:12
frá Steini H
Takk fyrir þetta og það verður ekkert mál að mæla og gefa stærðir og taka mynd af þessu nú þegar ég veit hvað ég á að mæla.
Re: Mælingar á felgum
Posted: 14.des 2012, 17:12
frá Steini H
Sælir aftur nú er ég búnn að mæla felgurnar og eru þetta nokkurmveigin málin.
Backspace er 11 cm gæti munað 2mm og sé 10,8 hafði ekkert til að leggja slétt að til að hafa fullkomna mælingu.
overall rim width er 34 cm með kannski 1-2mm skekkju líka
Og ef mér tekst þá kemur mynd af ventlunum