Síða 1 af 1
Hleðsluvesen
Posted: 10.des 2012, 21:45
frá Haffi
Sælir
Nú er babb í bátnum. Ég er með 70 cruiser sem er með frekar nýlegan alternator. Bíllinn hætti allt í einu að hlaða, og ég neita að trúa að alternatorinn sé dauður strax.
Er eitthvað í bílnum sjálfum sem getur orsakað það að torinn hlaði ekki? Btw ef ég gef inná einn af þremur vírum sem fara í torinn í gegnum prufulampa, þá klikkar í cutoutinu, svo ég myndi halda að það væri í lagi.
Any ideas?
Re: Hleðsluvesen
Posted: 10.des 2012, 21:55
frá Stebbi
Ertu búin að mæla hleðsluna, gæti verið að ljósið sé að svíkja. Ég lennti í þessi einusinni að ljósið fór að loga en samt full hleðsla, þá var farin eitthvað spliff sem stýrði ljósinu.
Re: Hleðsluvesen
Posted: 10.des 2012, 21:58
frá -Hjalti-
Er ekki öryggið fyrir hleðsluna farið ? á að vera í hoodinu
Re: Hleðsluvesen
Posted: 10.des 2012, 21:59
frá Aparass
Er þetta ekki bara alternator frá rafstillingu ?
Þá er hann öruglega brunninn yfir og þeir segja að það sé rafgeyminum þínum að kenna því hann láti alternatorinn hlaða of mikið.
Færð samt nýjann á góðu verði.....
Re: Hleðsluvesen
Posted: 10.des 2012, 22:13
frá Haffi
Neibb, hann var pantaður í gegnum Toyota skilst mér
Það er charge öryggi í töflunni, það er í lagi
Ljósið í mælaborðinu logar ekki, ég varð rafmagnslaus og mældi svo hleðsluna og hún er aldrei yfir 12V (bara geymaspennan semsagt)
Btw það eru 2 glænýir rafgeymar, svo alternatorinn ætti ekki að steikjast.
Re: Hleðsluvesen
Posted: 10.des 2012, 22:39
frá ellisnorra
Það er möguleiki á að ég eigi cutout handa þér. Ég skal reyna að muna að skoða lagerinn hjá mér á morgun.
Re: Hleðsluvesen
Posted: 10.des 2012, 23:13
frá StefánDal
Prufaðu að skifta um peruna í mælaborðinu
Re: Hleðsluvesen
Posted: 11.des 2012, 08:55
frá karig
Ég var að skipta um altanator í Hilux, það lýsti sér þannig fyrir utan að hann hlóð ekki, að hann sýndi ekki hleðsluljósið. Um leið og ég aftengdi 3pólatengið á altanatornum, sýndi hann hleðsluljósið í mælaboðinu þegar svissað var á.
Virkar þetta ekki þannig að það er tekinn straumur í gegnum peruna í mælaborðinu til að,,gangsetja" altanatorinn, ef sá straumur fer í jörð í altanatornum (útleiðsla), sýnir hann ekki ljósið??? Kv, kári.
ps. klikkið í köttátinu passaði við ónýta altanatorinn.
Re: Hleðsluvesen
Posted: 11.des 2012, 11:17
frá Grímur Gísla
Ég hef lennt í því á gömlum Skoda að altanitorinn hætti að hlaða því að hann oxaðist í festingunum og missti sambandið við vélina. Það dugði að losa upp á strekkingunni og hreyfa hann fram og og til baka og svo strekkja.