Síða 1 af 1

hljóðkútar og pústefni

Posted: 10.des 2012, 19:39
frá Gunnar
jæja hvar er byrlegast að versla kúta og efni til að smíða púst, og hafa menn einhverja hugmynd hvað séu hentugustu kútarnir aftan á litla v8, má alveg heyrast í honum en þarf samt að komast í gegnum skoðun?

Re: hljóðkútar og pústefni

Posted: 10.des 2012, 20:55
frá sukkaturbo
ferguson kútar eða álika fást í Hofsós kveðja guðni

Re: hljóðkútar og pústefni

Posted: 11.des 2012, 01:55
frá Gunnar
er það búð eða ertu að meina kaupstaðinn?
en þagga þeir alveg nóg niður í þessu og er hægt að fá þá í öllum sverleikum?

Re: hljóðkútar og pústefni

Posted: 11.des 2012, 08:01
frá sukkaturbo
Sælir jú ég er orðin svo gamall en var í 8cyl. bílunum Mustang mac1 69 með 351 og Dodge GTS 340 Chevell 67 með 427 og ég setti Ferguson kúta í allt þetta dót það sándaði flott og var í tísku um 1975 þetta kostar lítið. Nú heitir þetta allt flottum nöfnum og er krómað og lakkað út í eitt og dugar veit ekki? kveðja guðni

Re: hljóðkútar og pústefni

Posted: 11.des 2012, 12:14
frá Freyr
Því miður get ég ekki mælt með stuðlaberg pústvörum. Hef sett svoleiðis í 2 bíla og þetta ryðgaði sundur á ljóshraða. Setti t.d. nýtt púst frá vél í gömlum legacy því hann fékk ekki skoðun, 2 árum seinna fékk hann aftur endurskoðun út á púst. Það tók ekki nema 2 ár að ryðga í gegn, og það m.a.s. á bíl á Akureyri þar sem götur eru ekki saltaðar ef ég man rétt heldur sandaðar. Þetta var hinsvegar hræódýrt og mætti segja að það er í lagi að kaupa þetta í gamla druslu til að bjarga gegnum skoðun ef stefnan er svo að henda bílnum eftir 1 - 2 ár.

Re: hljóðkútar og pústefni

Posted: 12.des 2012, 00:57
frá Gunnar
já ætli það borgi sig ekki að kaupa almennilegt efni svo þetta endist. hvar fást þessir soundkútar, er það bjb eða benni t.d?

Re: hljóðkútar og pústefni

Posted: 12.des 2012, 01:32
frá Freyr
Já, meðal annars. Ef þú vilt fá virkilega vandaðann kút, kauptu þá kút er úr stálplötum sem eru soðnar saman, ekki blikkdós sem er völsuð saman eins og allir ódýru kútarnir.

Svona:
Image

en ekki svona:
Image