80 Cruser Þokuljós
Posted: 10.des 2012, 17:19
Sælir félagar nú vantar mig að finn út úr bilun á þokuljósum að aftan þessum tveimur rauðu þokuljósum í neðri hleranum perur heilar . Þetta er 1993 VX fæ ekki straum aftur í ljósastæðin. Er búinn að kveikja á aðalljósum og er ég ýti ljósatakkanum sem er lengst til vinstri í mælaborðinu inn kemur gaumljós gult að lit mynd af kastara í mælaborðið. Það kemur ekki ljós í takkan sjálfan. Spurning, er einhver þekkt bilun í þessum ferli takkinn gefur gaumljós í mælaborðið en kveikir ekki ljósin í hleranum allt heilt og fínt að sjá í hleranum og undir. Kerrutengill í lagi og öll önnur ljós á bílnum. kveðja guðni