Óhljóð í miðstöðvarmótor - Pajero 1998
Posted: 10.des 2012, 13:19
Sælir/ar
Þannig er að nú er allt í einu farin að heyrast óhljóð úr miðstöðinni í Pajeronum mínum. Þetta lýsir sér þannig að þegar miðstöðin er á lágri stillingu þá heyrist eins og spaðinn sem blæs loftinu sláist í eitthvað. Þegar svo er sett á fullan blástur hættir hljóðið. Eins þegar slökkt er á miðstöðinni má heyra þetta tik-tik hljóð í 1 til 2 sekúndur meðan spaðinn er að stöðvast.
Nú er spurningin, hvernig kemst ég að viftunni í þessum bíl? Þetta er Pajero 1998 v6 (bensín) langur. Finnst eins og viftan sé einhverstaðar farþegameginn. Er mikið mál að komast að þessu vopnaður stjörnuskrúfjárni?
kv. Muggur
Þannig er að nú er allt í einu farin að heyrast óhljóð úr miðstöðinni í Pajeronum mínum. Þetta lýsir sér þannig að þegar miðstöðin er á lágri stillingu þá heyrist eins og spaðinn sem blæs loftinu sláist í eitthvað. Þegar svo er sett á fullan blástur hættir hljóðið. Eins þegar slökkt er á miðstöðinni má heyra þetta tik-tik hljóð í 1 til 2 sekúndur meðan spaðinn er að stöðvast.
Nú er spurningin, hvernig kemst ég að viftunni í þessum bíl? Þetta er Pajero 1998 v6 (bensín) langur. Finnst eins og viftan sé einhverstaðar farþegameginn. Er mikið mál að komast að þessu vopnaður stjörnuskrúfjárni?
kv. Muggur