Síða 1 af 1
þekkir einver hvaða tölvukubbur er sniðugur í 120 cruser?
Posted: 09.des 2012, 20:59
frá grettir
langar að athuga hvort einhver þekkir hvaða tölvukubb er sniðugt að nota í land cruser,? ég er með 120 bíl, árg 2005 á 38" dekkjum, langar að bæta aðeins við hann, væri líka gaman að heyra hvort menn telji betra að svera pústið?
Re: þekkir einver hvaða tölvukubbur er sniðugur í 120 cruser?
Posted: 09.des 2012, 21:57
frá vallikr
Samrás út á Eiðistorgi , hann heitir Guli sem er að búa þá til , þetta er kubbur sem var gerður fyrir 90 Cruiser en búið að aðlaga að 120 bílnum , Hann getur forritað hann þannig að þú ákveður hvað hann gefur mikla oliu.
Toyota er líka með kubb frá Toyotu , hann kostaði 200 þús þegar eg ath þetta 2009.
Það verður að setja afgashitamæli til að fylgjast með hitanum á túrbínunni ,
Hann græjaði kubb fyrir mig en við vorum í vandræðum með afgashitann því hann var að gefa mikla oliu ( fullt af krafti),
þá græjaði hann líka viðnám á einhvern vír sem er í túrbínuna sem gerði það að verkum að hun blés meira sem kældi afgashitann.
Þetta munaði þvi að eg fékk inn einn gír til viðbótar , mikið meira tog og fullt af krafti.
Þetta að opna pústið ...veit ekki hvort það þurfi þegar það er kominn kubbur ,
ég setti 3 " púst hjá mér en sá alltaf eftir þvi því að hávaðinn eykst mikið og það er þreytandi til lengdar .
Valli
Re: þekkir einver hvaða tölvukubbur er sniðugur í 120 cruser?
Posted: 09.des 2012, 22:18
frá grettir
takk fyrir þetta, hvaða árg af bíl settirðu þetta í og var hann breyttur? hvað með eiðslu?
Re: þekkir einver hvaða tölvukubbur er sniðugur í 120 cruser?
Posted: 09.des 2012, 22:41
frá vallikr
2007 bíll, 46" og 41" ,
hann gat farið með 25 l þegar sleðakerran var aftan í og látinn vinna á 46" ,
en hann gat líka verið í 12 l ef hann var á 80 á 1600 snúningum í langkeyrslu á 46 " ,
fór hringinn á 41" þá var hann með 12 L eyðslu, yfirleitt var hann í 13-16 L innanbæjar .
Hann minkaði eyðsluna við að fá kubbinn , þvi hann vann léttar og var fyrr að fara í overdrive og á lágann snúning.
Best væri að tala við Einar Sig eða Andra á Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur , þeir settu hann í og kunna þetta alla leið.
Þegar Einar setti viðnámið (frá Samrás) á túrbínu leiðsluna þá gátum við stillt hvenar túrbínan var að koma inn, hvort hún kæmi fyrr inn og þá var minni kraftur á miklum snúning, eða kæmi aðeins seinna ( eins og hann væri latur af stað )
og þá var meiri vinnsla á hærri snúning.
Re: þekkir einver hvaða tölvukubbur er sniðugur í 120 cruser?
Posted: 10.des 2012, 10:05
frá grettir
ok ég tala við Einar Sig, takk fyrir þetta