Síða 1 af 1

cherrybomb

Posted: 09.des 2012, 00:00
frá kristó
er einhver að selja cherrybomb kúta á íslandi

Re: cherrybomb

Posted: 09.des 2012, 01:26
frá Bóndinn
Bílabúð Benna.
Kondu bara og við tökum vel á móti þér.

Kv Geiri

Re: cherrybomb

Posted: 09.des 2012, 03:34
frá Freyr
Passaðu bara að notast ekki við þá ódýrustu. Prófaði það og kúturinn entist ekki eina ferð, rörin losnuðu úr báðum endum hans í miðri ferð (tek fram að það var í miklum hamagangi samt). Tók hann úr og setti cherrybomb vertex, sá er ekki völsuð blikkdós heldur samansoðnar plötur. Hann gefur mun flottara hljóð og er "rock solid". BJB er með þessa kúta á lager en ef Benni selur þá einnig mæli ég frekar með viðskiptum við Benna, þeir hafa reynst mér vel þar en sömu sögu hef ég ekki að segja um BJB....

Re: cherrybomb

Posted: 09.des 2012, 14:46
frá ragnarbj
Hvað vinnst með því að hafa þessa Cherrybomb kúta?

Re: cherrybomb

Posted: 09.des 2012, 16:09
frá Freyr
Þeir framleiða kúta sem eru opnir og hefta því flæðið lítið = einhver aflaukning. Cherrybomb er bara einn af fjölmörgum framleiðendum slíkra kúta, græðir ekkert á cherrybomb umfram t.d. borla, flowmaster o.s.frv.....

Re: cherrybomb

Posted: 09.des 2012, 17:05
frá Gunnar
ein spurning þar sem ég er að leita mér að kútum, ef þeir eru opnir dugar þá nokkuð að vera bara með svoleiðis uppá hljóðdeyfingu fyrir skoðun? vantar eitthvað sniðugt aftan á litla v8

Re: cherrybomb

Posted: 09.des 2012, 17:17
frá AgnarBen
Ég tók Cherrybomb kút og opna túbu til að minnka hljóðið. Finnst þetta fínt svona fyrir jeppa sem er notaður daglega. Ég er með 4 lítra línu sexu.

Re: cherrybomb

Posted: 09.des 2012, 17:33
frá HaffiTopp
AgnarBen, sá ég ekki Cherokeeinn þinn á Laugarveginum rétt hjá Shell á föstudaginn síðasta klukkan rétt rúmlega 17? (kjánaleg spurning, I know :P)
Fannst þetta allavega lýta út eins og þinn miðað við myndirnar sem maður hefur séð af honum. Hljóðið í þeim bíl var allavega ruddalegt og mjög hátt og hljómfagurt ;)

Re: cherrybomb

Posted: 09.des 2012, 21:17
frá ellisnorra
Hvað kosta þessir kútar, það er að segja nothæfa gerðin (ekki þessi ódýrari)

Re: cherrybomb

Posted: 10.des 2012, 01:21
frá streykir
Er með Cherrybomb vortex kút undir silverado, minnir að hann hafi kostað 23 þús ca. hjá benna.

Re: cherrybomb

Posted: 10.des 2012, 02:27
frá Freyr
borgaði um 25 fyrir minn vertex (soðnar stálplötur) hjá BJB fyrir 2,5 árum síðan

Re: cherrybomb

Posted: 10.des 2012, 09:30
frá AgnarBen
Man ekkert hvað ég borgaði fyrir minn en ég keypti bæði Cherrybomb Vortex kútinn og túbuna hjá BBenna - Best að hringja bara í Geira (Bóndann) og spyrja :)

Re: cherrybomb

Posted: 10.des 2012, 09:33
frá AgnarBen
HaffiTopp wrote:AgnarBen, sá ég ekki Cherokeeinn þinn á Laugarveginum rétt hjá Shell á föstudaginn síðasta klukkan rétt rúmlega 17? (kjánaleg spurning, I know :P)
Fannst þetta allavega lýta út eins og þinn miðað við myndirnar sem maður hefur séð af honum. Hljóðið í þeim bíl var allavega ruddalegt og mjög hátt og hljómfagurt ;)


Jú það getur alveg passað ef ég hef verið á leiðinni upp Kringlumýrarbrautina .... Það heyrist ágætlega í honum undir átaki en á lullinu í 1500 snúningum þá er hann bara stilltur ;)