vantar 54mm topp til að herða hjólnafs-legu

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

vantar 54mm topp til að herða hjólnafs-legu

Postfrá Polarbear » 09.júl 2010, 13:20

Hvar fæ ég 54mm topp til að herða uppá hjólalegu í krúser? ég veit að það er ekkert mál að búa þetta til og margir nota bara skrúfjárn og hamar en mig langar að eiga svona topp ef það er "auðvelt" að kaupa hann.

ég er búinn að leita á nokkrum stöðum en finn þetta ekki... ég er búinn að tala við eftirfarandi og þeir eiga þetta ekki til:

ísól
arctic trucks
Toyota á íslandi
verkfæralagerinn
verkfærahúsið
N1 (bílanaust)
AB varahlutir
Stilling
Stál og Stansar
Wurth

er ég að gleyma einhverjum? hvar í fjandanum getur maður fengið þetta helvíti?

ef einhver nennir að lána mér svona topp í dag meðan ég klára að herða eina legu hjá mér þá væri ég óskaplega glaður...




gudnithor
Innlegg: 45
Skráður: 01.feb 2010, 12:07
Fullt nafn: Guðni Þór Björgvinsson

Re: vantar 54mm topp til að herða hjólnafs-legu

Postfrá gudnithor » 09.júl 2010, 13:38

Endilega settu hingað inn ef þú finnur þetta til sölu einhver staðar - þú ert sko ekki sá eini sem ert að leita að þessu :-)


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: vantar 54mm topp til að herða hjólnafs-legu

Postfrá Þorsteinn » 09.júl 2010, 14:24

ég held að svona toppur hafi verið seldur á ljónsstöðum á meðan ég var verið að afgreiða mig.

tékkaðu þar.

kv. Þorsteinn

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: vantar 54mm topp til að herða hjólnafs-legu

Postfrá Polarbear » 09.júl 2010, 14:57

ljónin eiga þetta ekki heldur. og enginn sem þeim datt í hug.....

jahérna hér. það væri auðveldara að grafa eftir gulli held ég en þessum ágæta topp!!!!

User avatar

Jónas
Innlegg: 111
Skráður: 10.apr 2010, 09:56
Fullt nafn: Jónas Hafsteinsson
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: vantar 54mm topp til að herða hjólnafs-legu

Postfrá Jónas » 09.júl 2010, 15:37

Fossberg, Landvélar.... Ebay

User avatar

Jónas
Innlegg: 111
Skráður: 10.apr 2010, 09:56
Fullt nafn: Jónas Hafsteinsson
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: vantar 54mm topp til að herða hjólnafs-legu

Postfrá Jónas » 09.júl 2010, 17:08


User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: vantar 54mm topp til að herða hjólnafs-legu

Postfrá Stebbi » 09.júl 2010, 17:24

Ég á svona topp, gæti lánað þér hann ef hann finnst í draslinu hjá mér.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: vantar 54mm topp til að herða hjólnafs-legu

Postfrá Járni » 09.júl 2010, 19:22

Ég fékk topp í Poulsen á dögunum á kjánalega lítinn pening, hann var í kringum þessa stærð. Gæti hafa verið 58mm þó.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: vantar 54mm topp til að herða hjólnafs-legu

Postfrá Polarbear » 09.júl 2010, 21:05

þar sem mig vantaði svona topp -núna- þá hreinlega ákvað ég að smíða eitt stykki þegar ég var búinn að gefast upp á að leita..

nú verður hann prófaður í kvöld... mig vantaði topp -í dag- svo ebay var ekki inní myndinni.


brunki
Innlegg: 136
Skráður: 27.des 2011, 02:39
Fullt nafn: Guðmundur A Reynisson

Re: vantar 54mm topp til að herða hjólnafs-legu

Postfrá brunki » 12.maí 2016, 14:51

sælir ef þessi heimasmiðaði toppur klikkar þú gætir prufað iðnaðarlausnir þeir voru uppá Höfða síðast er ég vissi

User avatar

dadikr
Innlegg: 158
Skráður: 05.feb 2010, 08:50
Fullt nafn: Daði Már Kristófersson
Bíltegund: Chevrolet K30

Re: vantar 54mm topp til að herða hjólnafs-legu

Postfrá dadikr » 12.maí 2016, 15:49

Þetta er til hjá Stáli og Stönsum og kostar um 9000.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: vantar 54mm topp til að herða hjólnafs-legu

Postfrá Sævar Örn » 12.maí 2016, 22:01

var í sömu stöðu og þú fyrir nokkrum árum, hitaði p´´uströrefni sem ég átti til utan um gamla 54mm leguró og lamdi með hamri þar til mótaði þétt fyrir rónni í púströrefninu, klemmdi svo hinn endann og sauð gamlan ónýtan topp með 1/2 tommu taki, þetta virkaði prýðis vel en er núna því miður týnt því sennilega hef ég lánað og ekki fengið til baka...

bara hugmynd ef þú nærð ekki að bjarga annars

423453_10150855783562907_1110437002_n.jpg
423453_10150855783562907_1110437002_n.jpg (11.35 KiB) Viewed 3131 time
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Raggi B.
Innlegg: 83
Skráður: 05.sep 2010, 20:48
Fullt nafn: Ragnar Ingi Bjarnason

Re: vantar 54mm topp til að herða hjólnafs-legu

Postfrá Raggi B. » 12.maí 2016, 23:35

Hann er vonandi löngu búinn að þessu því pósturinn er frá 2010.
LC 120, 2004

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: vantar 54mm topp til að herða hjólnafs-legu

Postfrá Sævar Örn » 14.maí 2016, 11:27

ha ha ha ha frábært :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: vantar 54mm topp til að herða hjólnafs-legu

Postfrá Járni » 14.maí 2016, 19:44

Draugur ársins!
Land Rover Defender 130 38"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 38 gestir