Síða 1 af 1

Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 06.des 2012, 21:43
frá kjartanbj
Ég var að velta fyrir mér hvort það sé einhver hér sem er með svona útbúnað, þark ekki endilega að vera 80krúser, bara að það sé buið að breyta raflásnum í loftlás, hvernig það hefur verið gengið frá loftinu, hvernig semsagt virknin er á þessu og hvað þarf að græja eftir að maður lætur smíða svona tjakk

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 06.des 2012, 22:56
frá Polarbear
renniverkstæði kristjáns í borgarnesi er með tilbúna tjakka, bara kaupa. það sem þú þarft auka er loftdæla, þrýstistilli (80-110 psi) til að stýra þrýstinginum og lítinn kút og svo loft-relay (eða hvað þetta heitir) til að skjóta lofti á tjakkinn til að setja lásinn inn og takka fyrir það inní bíl. gormur tekur hann svo af.

þú getur líka bara keypt ARB dælu með innbyggðum kút og þrýstistilli og eitt ARB tengi-kitt fyrir loftlás. þá færðu allt sem þú þarft til að tengja þetta.

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 06.des 2012, 23:07
frá kjartanbj
ok spurning, er nátturulega með loftkerfi með dælur en það fer upp í 145psi hjá mér þrýstingurinn á því kerfi í kútnum
spurning hvort það sé of mikið , en þá þarf maður að versla sér bara ARB tengikit til að græja þetta

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 06.des 2012, 23:13
frá Þorsteinn
seyr bara þrýstiminnkara á loftkerfið í bílnum þar sem þú tekur loftið fyrir lásinn svo er það bara einn segulloki.

efnið kostar kannski 15 þús.
takki
þrýstiminnkari
segulloki
tengi, kaplar fyrir rofann og loftlögn.
svo náttúrlega + lofttjakkurinn.

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 06.des 2012, 23:13
frá Magni
Lallir ert þú búinn að græja svona? hvað endaði kostnaðurinn í ?

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 06.des 2012, 23:17
frá ellisnorra
Þetta er meira að segja ekki dýrt hjá karlinum, mig minnir að hann hafi sagt 21þús + vsk þegar ég athugaði þetta í sumar.

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 06.des 2012, 23:22
frá kjartanbj
Verð bara að fara græja lásin í lag að aftan og þetta virðist vera besti kosturin, nýr mótor kostar 100þúsund..

ætla heyra í þeim í borgarnesi á morgun og sjá hvað þetta kostar

hvar ætli sé best að kaupa það sem vantar uppá semsagt þrýstiminnkara og það sem vantar

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 07.des 2012, 00:03
frá Þorsteinn
færð segullokan, þrýstiminnkarann og loftlagnaefnið í barka eða landvélum

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 07.des 2012, 00:42
frá villi58
Ekki gleyma vinnuni sem fer í þetta, taka öxulinn úr og bora og snitta, á verkstæði getur þetta verið nokkuð margir þúsundkallar á verkstæðistaxta.

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 07.des 2012, 00:53
frá kjartanbj
Hvaða öxul þarf að taka úr og bora og snitta segirðu

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 07.des 2012, 01:55
frá StefánDal
Er það rétt skilið hjá mér að Patrol sé með vacuum lás? Hvernig er sá búnaður í samanburði við loft?

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 07.des 2012, 07:25
frá sukkaturbo
Sælir strákar ég var með lofttjakk í staðinn fyrir rafmótor í ofur foxinum og var ég búinn að vera með þetta síðan 1996 virkar flott loft þrýstingur á og gormur af notaði Arb loftdælu er hægt að komast af með mikið minni þrýsting. Gert í Borgarnesi á sínum tíma hjá Kristjáni þetta hefur aldrei bilað. Svo er hægt að taka rafmótorinn í burtu og nota skrújárn læsa að hausti og taka úr lás að vori. eða mixa handbremsubarka.kveðja guðni

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 07.des 2012, 07:37
frá Magni
sukkaturbo wrote:Sælir strákar ég var með lofttjakk í staðinn fyrir rafmótor í ofur foxinum og var ég búinn að vera með þetta síðan 1996 virkar flott loft þrýstingur á og gormur af notaði Arb loftdælu er hægt að komast af með mikið minni þrýsting. Gert í Borgarnesi á sínum tíma hjá Kristjáni þetta hefur aldrei bilað. Svo er hægt að taka rafmótorinn í burtu og nota skrújárn læsa að hausti og taka úr lás að vori. eða mixa handbremsubarka.kveðja guðni


ég er búinn að vera með rafmagsmótor síðan 1994 og aldrei klikkað fyrr en í síðasta mánuði :) mér finnst 18ár fín ending þannig að ég lét gera bara við hann. Og er hann eins og nýr núna. Kostaði örugglega minna að gera við hann heldur enn að græja svona loft.

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 07.des 2012, 08:40
frá isak2488
Magni81 wrote:
sukkaturbo wrote:Sælir strákar ég var með lofttjakk í staðinn fyrir rafmótor í ofur foxinum og var ég búinn að vera með þetta síðan 1996 virkar flott loft þrýstingur á og gormur af notaði Arb loftdælu er hægt að komast af með mikið minni þrýsting. Gert í Borgarnesi á sínum tíma hjá Kristjáni þetta hefur aldrei bilað. Svo er hægt að taka rafmótorinn í burtu og nota skrújárn læsa að hausti og taka úr lás að vori. eða mixa handbremsubarka.kveðja guðni


ég er búinn að vera með rafmagsmótor síðan 1994 og aldrei klikkað fyrr en í síðasta mánuði :) mér finnst 18ár fín ending þannig að ég lét gera bara við hann. Og er hann eins og nýr núna. Kostaði örugglega minna að gera við hann heldur enn að græja svona loft.


hvert fórstu með mótorinn í viðgerð?

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 07.des 2012, 08:42
frá s.f
ásco á akureyri hafa gert við svona mótor fyrir mig kostaði um 10þ

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 07.des 2012, 09:11
frá Magni
isak2488 wrote:
Magni81 wrote:
sukkaturbo wrote:Sælir strákar ég var með lofttjakk í staðinn fyrir rafmótor í ofur foxinum og var ég búinn að vera með þetta síðan 1996 virkar flott loft þrýstingur á og gormur af notaði Arb loftdælu er hægt að komast af með mikið minni þrýsting. Gert í Borgarnesi á sínum tíma hjá Kristjáni þetta hefur aldrei bilað. Svo er hægt að taka rafmótorinn í burtu og nota skrújárn læsa að hausti og taka úr lás að vori. eða mixa handbremsubarka.kveðja guðni


ég er búinn að vera með rafmagsmótor síðan 1994 og aldrei klikkað fyrr en í síðasta mánuði :) mér finnst 18ár fín ending þannig að ég lét gera bara við hann. Og er hann eins og nýr núna. Kostaði örugglega minna að gera við hann heldur enn að græja svona loft.


hvert fórstu með mótorinn í viðgerð?


Tæknivélar ehf.

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 07.des 2012, 22:19
frá kjartanbj
Búin að panta mér Lofttjakk í þetta, 23800kr
fæ hann sendan eftir helgi og græja þetta í þá

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 07.des 2012, 23:39
frá villi58
Hvað kostar svo að tengja lofttjakkinn ?

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 07.des 2012, 23:51
frá kjartanbj
skrúfa hann á og tengja loftlagnir við loftkerfið hjá mér.. kaupa rafstýrðan segulloka til að setja hann á og af.. ætti ekki að vera stór kostnaður
geri þetta sjálfur bara

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 12.des 2012, 19:38
frá kjartanbj
Jæja búin að græja þetta hjá mér , var ekki stórmál á eftir að ganga frá loftlögnunum betur , kaupa segulloka til að geta haft þetta á takka inn í bíl

en þetta er basicly bara

Skrúfa hlífina af og aftengja rafmagnsplugin
skrúfa bracketið af þar sem skynjarin er á fyrir lásin, þar á bakvið er skrúfa sem þarf að skrúfa úr sem festir öxulin í rafmagnsmótornum við læsinguna, síðan eru losaðir 4 boltar sem halda rafmótornum á og mótorinn losaður úr

síðan þarf að hreinsa þetta allt upp og setja svo lofttjakkinn í og skrúfa skrúfuna sem festir öxulin á tjakknum við læsinguna aftur í
ég þurfti að setja smá skinnur á milli til að geta fullhert tjakkinn á svo hann myndi ekki herðast skakkt á og festast , smá trial and error bara en virkar flott núna , eftir það lokaði ég fyrir þar sem skynjarinn er og tengdi hann aftur

núna er þetta bara bráðabirgða tengt með krönum, einn sem hleypir lofti á og annar tli að hleypa loftinu úr, en mun græja á þetta segulloka tengdan við rofa inn í bíl við tækifæri

heildar kostnaður við þetta er ca 30þ kr í staðin 100þ kr fyrir nýjan rafmótor og þetta er víst að endast mun betur

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 12.des 2012, 19:44
frá s.f
varstu að setja loft tjakk á aðra hásinguna eða báðar og hvar verslaðir þú tjakkinn

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 12.des 2012, 20:04
frá kjartanbj
Setti í afturhásinguna, framlásin virkaði hjá mér en afturlásin var bilaður, breyti þessu svona fyrir framlásin þegar hann hættir að virka

keypti hjá Renniverkstæði Kristjáns í borgarnesi, kostar 23.800kr hann smíðar tilbúna svona tjakka sem passa beint á í staðin fyrir rafmagnsmótorinn

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 12.des 2012, 20:51
frá ellisnorra
Frábær lausn. Áttu nokkuð myndir af ferlinu? Ég er á báðum áttum hvort ég á að kaupa mér svona lofttjakk og setja á rafmagnsköggul sem ég á eða gamlan 4 bolta arb lás sem ég á líka.... :) Ekki spurning að þessi dráttarvélalás er sterkari heldur en 4 bolta arb en ég þarf ekki svakalegan styrk með 35 tommu dekk og grútmáttlausan nissan olíuhák :)

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 12.des 2012, 21:01
frá kjartanbj
ég klikkaði á því að taka myndir en þetta er dead easy, bara losa hlífina og rafmagnstengin, bolta rafmagnsmótorin af og bolta tjakkinn á í staðin, svo bara smá vinna við að herða tjakkinn rétt á svo hann skekkist ekki , þurfti að nota örþunnar skinnur hjá mér svo ég gæti fullhert tjakkinn á þannig hann væri alveg beinn og læsti og aflæstist auðveldlega, svo bara ganga frá þessu og tengja loftið og svona

núna er bara krani undir stigbrettinu hjá mér til þess að hleypa lofti á tjakkinn og annar til að hleypa þrýstingnum af, en í framtíðinni set ég segulloka sem stýrir þessu

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 12.des 2012, 21:08
frá kjartanbj
þetta eru mjög sterkir lásar þegar þeir eru í lagi, eiginlega sama kerfi og lokur í framöxlum :)

http://www.youtube.com/watch?v=xoniaipOCdU

Re: Lofttjakkur í stað raflásar LC80

Posted: 12.des 2012, 21:50
frá kjartanbj
Image