Síða 1 af 1

Biluð Eberspacher olíumiðstöð

Posted: 05.des 2012, 22:53
frá villi
Kvöldið. Veit einhver hver gerir við Eberspacher Hydronic olíumiðstöðvar?

Kv Villi

Re: Biluð Eberspacher olíumiðstöð

Posted: 05.des 2012, 23:04
frá Stebbi
Stilling í skeifuni og það er sko ekki gefins.

Re: Biluð Eberspacher olíumiðstöð

Posted: 05.des 2012, 23:34
frá villi
Takk fyrir þetta. þá er kannski bara best að athuga hvort einhver hérna getur aðstoðað mig. Málið er að hún er bara með on/off rofa og reynir gangsetningu í ca 5-7 sek og drepur svo á sér.Olíudælan er innbyggð og hún gerir ekkert. Er einhver sem hefur lent í þessu

Kv Villi

Re: Biluð Eberspacher olíumiðstöð

Posted: 05.des 2012, 23:57
frá Eyjo
Ég er að taka eina í gegn hér í Noregi og verð að segja að þetta er mjög einfaldur búnaður.
Mín er 2002 Hydronic að ég held.

Vinnu hringurinn á minni er þannig að fyrst kveiknar á viftunni svo glóða kertinu og síðast olíudælunni.Eflaust eins hjá þér.
Ef viftan er föst þá gerist ekkert.
Ef glóða kertið er farið þá kviknar á viftunni og svo stoppar hún þegar hún skynjar að kertið sé farið. Olíudælan fer ekki í gang.

Það getur borgað sig að spað rífa þetta og fara í gegnum allt í rólegheitum. Mín er í Benz sprinter og aðeins hægt að fá varahluti í gegnum umboðið með góðu móti en það kostar algjöra steipu.
Viftu mótorinn var fastur hjá mér ,föst lega vegna notkunarleysis. Ég gat náð honum í sundur óg þá sá ég að kolin voru líka föst.
Það er fínt að testa þessa þrjá hluti Vifta ,Gloða kertið og svo olídæluna. Olíudælan er púlsdæla þannig að þú gefur henni bara 12v augnablik og þá á að koma eitt tikk í hana. Þær eru oft fastar en það getur dugað að banka aðeins í þær.

Vona að þetta hjálpi eitthvað
Kv. Eyjo
eyjolfur@autoparts.is

Re: Biluð Eberspacher olíumiðstöð

Posted: 06.des 2012, 00:02
frá villi
Sælir og takk fyrir þetta. Er búinn að prufa dæluna og hún dælir ef maður skellir straum á hana. Spæni kertið úr henn fljótlega og prufa það

Enn og aftur , takk fyrir

Kv Villi

Re: Biluð Eberspacher olíumiðstöð

Posted: 06.des 2012, 00:06
frá Polarbear
þekki einn sem hefur verið að taka þessar stöðvar að sér í frítímanum. hugsanlega er brunninn yfir-hitaneminn eða eitthvað svoleiðis þótt kertið sé líklegt líka. þetta er frekar einfaldur búnaður og auðvelt að laga ef maður kannþað... ég á líka einhversstaðar viðgerðarmanualinn fyrir þessar stöðvar (Er með eina svona sjálfur) og var kominn með contact í bretlandi sem gat útvegað varahluti.

þú ert alltaf að leita langt yfir skammt villi :)

Re: Biluð Eberspacher olíumiðstöð

Posted: 06.des 2012, 00:12
frá villi
Þetta er reyndar ekki miðstöð frá mér, þessi er í björgunarsveitabílnum okkar hérna á patró og hefur aldrei virkað síðan hún var sett í hann. En þú mátt endilega ath hvort þessi "eini" vilji ekki endilega taka að sér svona verkefni :) hún kæmi þá bara til þín í sama kassa og talstöðvarnar haha

Re: Biluð Eberspacher olíumiðstöð

Posted: 06.des 2012, 08:35
frá loftpreza
VélRás í Hafnarfyrði hafa verið að gera við þessar miðstöðvar veit ég,ég fór með mína til þeirra og þeir redduðu þessu fyrir mig.

Re: Biluð Eberspacher olíumiðstöð

Posted: 06.des 2012, 10:33
frá Johnboblem
Ég er einmitt með svona miðstöð og fékk mann í Stillingu til að kíkja á hana. Hún keykti á sér í svona 5 mín og drap svo á sér.

Hann fékk miðstöðina og gerði við hana fyrir 25.248 og hún hefur ekki lagast.

Hann skipti um eldskynjara í brunahólfi og er verðið á honum 21.748 + vinna.

Hann sagði að ég þyrfti að endurtenga alla rafmangsvíra til að þetta myndi virka. Ég hef ennþá ekki farið í það svo hún er ennþá óvirk hjá mér.

Re: Biluð Eberspacher olíumiðstöð

Posted: 06.des 2012, 19:36
frá Eyjo
Johnboblem wrote:Ég er einmitt með svona miðstöð og fékk mann í Stillingu til að kíkja á hana. Hún keykti á sér í svona 5 mín og drap svo á sér.

Hann fékk miðstöðina og gerði við hana fyrir 25.248 og hún hefur ekki lagast.

Hann skipti um eldskynjara í brunahólfi og er verðið á honum 21.748 + vinna.

Hann sagði að ég þyrfti að endurtenga alla rafmangsvíra til að þetta myndi virka. Ég hef ennþá ekki farið í það svo hún er ennþá óvirk hjá mér.


Mín gerði þetta líka í dag þegar ég var að testa hana eftir viðgerðina. Hún gerði þetta vegna þess að það voru loftbólur í olíulögninni.
Einn sagði mér að hann hefði þurft að starta miðstöðinni fimm sinnum áður en hún fór að ganga stöðugt.
Hér eru linkar.
http://sprinter-source.com/forum/attach ... 1290057875
http://www.esparofmichigan.com/cmsAdmin ... manual.pdf

Re: Biluð Eberspacher olíumiðstöð

Posted: 12.des 2012, 22:26
frá villi
Takk fyrir góð svör. Nú er ég er búinn að prufa kertið , viftuna og olíudæluna og allt virkar fínt, svona með utanað komandi straumi, en virkar svo ekki þegar kveikt er venjulega á græjunni, fyrir utan þessar 5 sek sem vatnsdælan fer í gang. Endilega skjótið á mig fleiri ráðleggingum

Kv Villi

Re: Biluð Eberspacher olíumiðstöð

Posted: 13.des 2012, 05:49
frá haffij
http://www.eberspacher.com/support-and- ... ments.html

Þarna finnur þú hugsanlega viðgerðarhandbókina fyrir miðstöðina. Kannski hjálpar það þér eitthvað.

í brunahólfinu á þessum græjum er yfirleitt "flame sensor" og utan á því "overheating sensor". Ertu nokkuð búinn að mæla hvort að yfirhitaöryggið sé nokkuð slegið út?

Svo er eðlilegt við hald á þessum græjum, sérstaklega ef þær eru mikið notaðar eða ef hætta er á að í þær hafi komist vatn eða raki að skipta um kveik inni í þeim. Kveikurinn dreifir olíunni rétt inni í brunahólfinu og stuðlar þannig að sem bestum bruna. Ef að hann er orðinn eitthvað skemmdur getur bruninn inni í henni orðið ójafn og hugsanlega skemmt "flame sensorinn".

Re: Biluð Eberspacher olíumiðstöð

Posted: 15.des 2012, 20:38
frá villi
Er einhver leið til að mæla "flame sensorinn" eða er kannski bara best að splæsa í nýjan

Re: Biluð Eberspacher olíumiðstöð

Posted: 16.des 2012, 16:47
frá haffij
Á blaðsíðu 34 í þessum viðgerðarmanual er tafla um mæligildi á flame sensornum.

http://www.espar.com/tech_manuals/Hydro ... 1%20EN.pdf