Síða 1 af 2

Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn (niðurstaðan komin í hús)

Posted: 08.júl 2010, 09:51
frá hobo
Hvernig geta jeppamenn landsins sameinst um hvernig draumajeppinn liti út?

Það liggur í augum uppi að bíllinn þyrfti að vera nokkuð léttur með díselvél sem væri ekki of lítil né of stór, kannski 3 lítra, sem myndi henta léttum jeppa mjög vel. (þarf að skoða með tilliti með þyngd bíls og eyðslu)
Vélin þyrfti líklega að vera íslensk sérsmíði til að allir jeppaeigendur gætu sameinst um ágæti hennar.(það myndi ekkert þýða að setja patrol eða toyotuvél þarna ofan í)
Hvað segiði um dekkjastærð: 38-40" ? 40" plús?
Síðan þyrfti boddýið einnig að vera íslensk sérsmíði svo enginn færi í fýlu.
Hvað með drifrás?
Grind?
Hve mörg sæti?
Hvað stór tankur?

Þessar vangaveltur er vonandi bara upphafið af fjörugri og langri umræðu.

Svo kannski í lokin er hægt að teikna upp bílinn og byrja að setja hann saman...
Ef allir 789 meðlimir jeppaspjallsins myndu leggja til 5000 kr, yrði útkoman tæpar 4 milljónir, er það ekki gott til að byrja með??

Kv Hörður sem er í fæðingarorlofi og hefur ekkert annað að gera en að hanga í tölvunni

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 08.júl 2010, 09:58
frá Einar
Það eru nokkur atriði sem ég held að sé vonlaust að láta jeppamenn verða sammála um (fyrir utan tegundir)

Bensín vs. Diesel
Beinskipting vs. Sjálskipting
"Trukkur" vs. "Þeytispjald"

Og það er örugglega fleira.

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 08.júl 2010, 10:40
frá juddi
VW Toareg v6 3l diesel væri draumamótor í léttan fjallajeppa

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 08.júl 2010, 10:53
frá jeepson
Bara hafa þetta sem léttast. Með 8 cyl og helling af togi og hestöflum. ss. 38" dekk myndu duga ef að þetta væri léttur jeppi. Hann yrði að vera með willys look til að líta út fyrir að vera alvöru tæki. Ekki væri verra ef að grind og boddý væri úr áli. jafnvel að hafa megnið af boddýinu úr carbonfiber.

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 08.júl 2010, 11:18
frá SiggiHall
Diesel is the devils fuel

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 08.júl 2010, 11:26
frá hobo
Ok við erum þá semsagt að tala um metanbíl.

edit: Nei það gengur ekki, metan er bara aukabúnaður utan á vél.
Rafmagn? nei þá myndi maður nú ekki komast einu sinni á Úlfarsfell áður en geymarnir yrðu tómir plús að bíllin myndi sennilega vega 10 tonn..
Kjarnorka??

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 08.júl 2010, 13:29
frá Einar
Er til eitthvert annað eldsneyti heldur en bensín og aðrir mótorar heldur en USA V8 ??? Ég man ekki eftir neinu öðru sem virkar.
SiggiHall wrote:Diesel is the devils fuel

Ég er ekki viss um að sá gamli með hornin aki sjálfur um á diesel en hann lætur öruggleg gestina hjá sér aka á svoleiðis dóti.

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 08.júl 2010, 13:51
frá hobo
Ef við tökum eyðslu inn í dæmið þá hlýtur svarið að vera dísel.
Svo er annað mál hvernig jeppamenn líta á sportið, "praktík og stuð" eða "kraftur og stuð".

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 08.júl 2010, 15:45
frá hobo
Jæja ég vona að niðurstaða verði komin i málið eftir helgi þegar ég verð kominn heim úr ferðalagi.. ;)
Áfangastaður er leyndó svo myndagetraunirnar geti haldið áfram.

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 08.júl 2010, 15:57
frá jeepson
Draumajeppinn þarf ekkert endilega að vera sparneydin. Hafa bara 8 gata ford eða dogde í þessu sem er búið að tjúnna þannig að hún vinnur helling fra svona 1500sn og uppúr. Togið og snerpan verður að vera eins mikið og hægt er að hafa. allavega togið. snerpan verður jú auðvitað að vera nokkuð mikil.

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 08.júl 2010, 16:15
frá Kiddi
Chevy LS9 vél (638 hestöfl með blásara, ekkert Ford eða Mopar ruglumbull!), álboddý í Willys lúkki, léttar hásingar, 44" dekk og málið er steeeindautt!

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 08.júl 2010, 16:53
frá jeepson
Kiddi wrote:Chevy LS9 vél (638 hestöfl með blásara, ekkert Ford eða Mopar ruglumbull!), álboddý í Willys lúkki, léttar hásingar, 44" dekk og málið er steeeindautt!

Don´t need no chevy shit. Only real power :)

Ég held nú samt að allir jeppamenn landsins muni seint geta komið sér saman um hvernig jeppa ætti að smíða.. Það eru bara altof margar skoðanir á þessu. Held frekar að einhverjir 2-3 ættu að koma sér saman um svona jeppa.. En það væri nú samt gaman að sjá hvernig útkoman yrði ef að við þessir tæpu 800 meðlimir hérna á spjallinu myndu smíða saman einn fjallatrukk.

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 08.júl 2010, 18:01
frá Jens Líndal
Ég hugsa að það sé ekki séns að smíða 1 jeppa sem allir eru sáttir við. Væri sennilegra sniðugra að hafa amk 2 gerðir af jeppum, fyrri gæti verið eitthvað lítið létt og öflugt leiktæki eins og til dæmis wyllis sem er varla ekið meira en 3000 kílómetra því þessi "litlu" leiktæki eru mest biluð inní skúr eða menn eiga ekki bensín á klósettin:) og svo þennan jeppa sem hægt er að taka fjölskylduna og hundinn með í almennilegar ferðir án þess að fara á hausinn og svo notann þess á milli í vinnuna eins og til dæmis Patrol eða Pajero :)
Annars myndi ég vilja hafa í mínum jeppa skemmtilega díselvél sem hefði afl í að snúa sjálfskiftingu, eins og til dæmis Touareg vélina, Patrol hásingar því þær eru assgoti hraustar, opna skúffugrind sem ryðgar ekki innanfrá og ég hugsa að Patrol Y60 boddy myndi alveg duga ofaná allt saman :)

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 08.júl 2010, 18:51
frá jeepson
Willys bilar aldrei. Það er ekkert í honum sem getur bilað :)

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 10.júl 2010, 02:42
frá StefánDal
jeepson wrote:Willys bilar aldrei. Það er ekkert í honum sem getur bilað :)

Hefurðu átt Willys félagi? Þar bilar allt sem getur bilað og meira til. Reglan virðist vera sú að um leið og maður gerir við einn hlut þá bilar aðrir tveir.

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 10.júl 2010, 08:44
frá juddi
Það er greinilegt að flestir hérna hafa ekki hugmynd hvernig v6 3.0 tdi Vw skilar sínu mjög lítil eyðsla létt 219kg fullt af togi og hestöflum 195 kilowatts (265 PS; 261 bhp) @ 4,200 rpm (65.7kW/l, 89.3PS/l); 550 newton metres (406 ft·lbf) @ 2,000 rpm)Toareg er nú ekki léttasti bíllinn er í flokki með 100 krúser hvað þyngd varðar, en innan bæjar er eyðsla með mjög þungan fót um 14l. ég veit að þetta er grútarbrennari og brýtur öll lögmál og reglur um létt og kraftmikið leiktæki en samt

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 10.júl 2010, 12:03
frá jeepson
stedal wrote:
jeepson wrote:Willys bilar aldrei. Það er ekkert í honum sem getur bilað :)

Hefurðu átt Willys félagi? Þar bilar allt sem getur bilað og meira til. Reglan virðist vera sú að um leið og maður gerir við einn hlut þá bilar aðrir tveir.


já ég hef átt willys og þekki nokkra willys eigendur sem kvarta bara yfir því að patrol, cruiser og hilux geti aldrei farið með þar sem að þeir bila í hverri ferð og komast ekki helming af því sem willys kemst. En jæja við skulum ekki rífast um það hér.

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 10.júl 2010, 12:13
frá Stebbi
Kiddi wrote:Chevy LS9 vél (638 hestöfl með blásara, ekkert Ford eða Mopar ruglumbull!), álboddý í Willys lúkki, léttar hásingar, 44" dekk og málið er steeeindautt!


638hö, léttar hásingar og 44"dekk. Hvernig í ósköpunum á að fara að því?

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 10.júl 2010, 12:33
frá gambri4x4
stedal wrote:
jeepson wrote:Willys bilar aldrei. Það er ekkert í honum sem getur bilað :)

Hefurðu átt Willys félagi? Þar bilar allt sem getur bilað og meira til. Reglan virðist vera sú að um leið og maður gerir við einn hlut þá bilar aðrir tveir.



Held nú að þetta segi meira bara um það hvernig Willys þú hefur átt hehe

ég er buin að eiga willys og ekki bara einn og þeir bila auðvitað eins og aðrir bílar en ekkei að þeir séu stanslaust bilaðir

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 10.júl 2010, 13:32
frá juddi
þetta er nú nálægt uppskriftinni hans Sæma http://icejeep.com/album/thumbnails.php?album=38&page=2

Stebbi wrote:
Kiddi wrote:Chevy LS9 vél (638 hestöfl með blásara, ekkert Ford eða Mopar ruglumbull!), álboddý í Willys lúkki, léttar hásingar, 44" dekk og málið er steeeindautt!


638hö, léttar hásingar og 44"dekk. Hvernig í ósköpunum á að fara að því?

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 10.júl 2010, 16:00
frá Stebbi
juddi wrote:þetta er nú nálægt uppskriftinni hans Sæma http://icejeep.com/album/thumbnails.php?album=38&page=2

Stebbi wrote:
Kiddi wrote:Chevy LS9 vél (638 hestöfl með blásara, ekkert Ford eða Mopar ruglumbull!), álboddý í Willys lúkki, léttar hásingar, 44" dekk og málið er steeeindautt!


638hö, léttar hásingar og 44"dekk. Hvernig í ósköpunum á að fara að því?



Þetta er nú ekki nema helmingurinn af því sem Sæmi ætlar sér. Þar verða rúmlega 1200 hross á lágu boosti, alvöru custom smíðaðar hásingar og ég hef heyrt því fleygt að það verði bara 38" undir honum.

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 10.júl 2010, 21:13
frá Kiddi
Stebbi wrote:
juddi wrote:þetta er nú nálægt uppskriftinni hans Sæma http://icejeep.com/album/thumbnails.php?album=38&page=2

Stebbi wrote:
638hö, léttar hásingar og 44"dekk. Hvernig í ósköpunum á að fara að því?



Þetta er nú ekki nema helmingurinn af því sem Sæmi ætlar sér. Þar verða rúmlega 1200 hross á lágu boosti, alvöru custom smíðaðar hásingar og ég hef heyrt því fleygt að það verði bara 38" undir honum.


Það súrasta við Willysinn hans Sæma er að hann verður sennilega aldrei notaður nema ef til vill einu sinni.

En til að svara spurningunni með léttar hásingar þá hefði ég í huga t.d. Ford 9" álköggul í léttri hásingu smíðaðri úr plötustáli... ætti alveg að vera nógu sterkt undir léttum bíl í snjó!

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 10.júl 2010, 21:18
frá Kiddi
gambri4x4 wrote:
stedal wrote:
jeepson wrote:Willys bilar aldrei. Það er ekkert í honum sem getur bilað :)

Hefurðu átt Willys félagi? Þar bilar allt sem getur bilað og meira til. Reglan virðist vera sú að um leið og maður gerir við einn hlut þá bilar aðrir tveir.



Held nú að þetta segi meira bara um það hvernig Willys þú hefur átt hehe

ég er buin að eiga willys og ekki bara einn og þeir bila auðvitað eins og aðrir bílar en ekkei að þeir séu stanslaust bilaðir


Já ég vil meina að þetta fari mjög mikið eftir því með hvaða hugarfari jeppinn hefur verið smíðaður og viðhaldið...... "þetta er bara gamall Willys" er eitthvað sem maður heyrir við og við í þessu samhengi

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 10.júl 2010, 22:09
frá pardusinn
Ég ek um á hinum íslenska draumajeppa en í hann þarf einungis hluti frá USA. Svo raða þeir í Ljónstöðum öllu saman.

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 10.júl 2010, 22:54
frá jeepson
pardusinn wrote:Ég ek um á hinum íslenska draumajeppa en í hann þarf einungis hluti frá USA. Svo raða þeir í Ljónstöðum öllu saman.


Góður :)

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 11.júl 2010, 09:50
frá Stebbi
Kiddi wrote:Það súrasta við Willysinn hans Sæma er að hann verður sennilega aldrei notaður nema ef til vill einu sinni.


Djöfull ætla ég samt að vera á staðnum þegar þessi eina ferð verður farin. Það er ekki oft á ævini sem menn fá að sjá 666cid botngefna í snjó.

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 12.júl 2010, 01:58
frá StefánDal
jeepson wrote:
stedal wrote:
jeepson wrote:Willys bilar aldrei. Það er ekkert í honum sem getur bilað :)

Hefurðu átt Willys félagi? Þar bilar allt sem getur bilað og meira til. Reglan virðist vera sú að um leið og maður gerir við einn hlut þá bilar aðrir tveir.


já ég hef átt willys og þekki nokkra willys eigendur sem kvarta bara yfir því að patrol, cruiser og hilux geti aldrei farið með þar sem að þeir bila í hverri ferð og komast ekki helming af því sem willys kemst. En jæja við skulum ekki rífast um það hér.


Ég er að sjálfsögðu að grínast og vissulega hafa mínir garmar ekki alltaf verið í besta ástandinu. En hvaða Willys áttir þú?

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 12.júl 2010, 14:29
frá hobo
Jæja, sonur minn teiknaði jeppa fyrir mig og mér sýnist þetta vera niðurstaðan hjá okkur.
Þessi kaggi er með nýja gerð af vél undir húddinu, fjöleldsneytisvél sem er íslensk hönnun en hún gengur jafnt á bensíni og dísel. Skilar hún yfir 700 hestöflum með endalausu togi við 2000 snúninga og er eyðslan á bilinu 2-3 lítrar á 100 km.
Bíllinn er gerður úr áli og koltrefjum eingöngu, nema vél og drifrás en það er úr sérstakri títaníumblöndu.
Allur bíllinn er 100% viðhaldsfrír, t.d. eru engar smurolíur né gírolíur og dekkjablöðrurnar eyðast aldrei.
Innréttingin er auðvitað úr íslensku nautaleðri úr Borgarfirði.
Fjöðrunarkerfið er hannað og smíðað af himnum ofan og að aka bílnum er eins og að svífa á skýi.
Allt þetta vegur um 750 kg með ökumanni.

Image

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn

Posted: 12.júl 2010, 19:08
frá jeepson
hobo wrote:Jæja, sonur minn teiknaði jeppa fyrir mig og mér sýnist þetta vera niðurstaðan hjá okkur.
Þessi kaggi er með nýja gerð af vél undir húddinu, fjöleldsneytisvél sem er íslensk hönnun en hún gengur jafnt á bensíni og dísel. Skilar hún yfir 700 hestöflum með endalausu togi við 2000 snúninga og er eyðslan á bilinu 2-3 lítrar á 100 km.
Bíllinn er gerður úr áli og koltrefjum eingöngu, nema vél og drifrás en það er úr sérstakri títaníumblöndu.
Allur bíllinn er 100% viðhaldsfrír, t.d. eru engar smurolíur né gírolíur og dekkjablöðrurnar eyðast aldrei.
Innréttingin er auðvitað úr íslensku nautaleðri úr Borgarfirði.
Fjöðrunarkerfið er hannað og smíðað af himnum ofan og að aka bílnum er eins og að svífa á skýi.
Allt þetta vegur um 750 kg með ökumanni.

Image


Þetta er sannkallaður drauma jeppi. Hvenær á að fara að koma þessum í framkvæmd???? Þetta er alveg skuggalegt boddý hahaha :D

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn (niðurstaðan komin í hús)

Posted: 13.júl 2010, 20:04
frá birgthor
.

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn (niðurstaðan komin í hús)

Posted: 13.júl 2010, 20:29
frá Jens Líndal
Hehe alltaf þurfa Willys kallar að vera viðkvæmir þegar þessir blæjubílar eru ræddir. Original Willys er að ég held bara ágætis bíll hvort sem hann er framleiddur 1945 eða 2005. Og þegar talað er um létt og skemmtilegt leiktæki þá hugsa menn oftast um Willys. En ekki myndi ég vilja fara fjallaferð á gömlum Wyllis nema að það sé orðið Wrangler eða eitthvað svoleiðis. Og ég man ekki eftir neinum Willys sem hefur verið ekið 10-20.000 km á ári í nokkur ár í röð nema þá kannski Renegate og Wrangler á 35-38 tommu og með upprunalegu krami. Alltaf er verið að betrumbæta, gera upp eða breyta þessum Willysum meira og meira og eru að því er mér sýnist þessir jeppar vera meira svona stöðutákn/bílskúrstákn heldur en jeppi eða bíll.
Einn ágætur vinur minn er til dæmis rígmontinn Willyseigandi, en Willysinn er Grind á hásingum (sem þarf að skifta út) á fjöðrum(sem þarf að skifta út) og svo er 258 6 cyl vél á grindinni (sem þarf að skifta út) ásamt einhverjum kössum sem sömuleiðis á að skifta út. Boddýið er hér og þar, uppi á lofti hjá ma og pa, skúffan og húdd í hlöðu og restin útum allt :) en hann á Willys jeppa og er alveg rígmontinn þó að það sé bara grind og skúffa sem á að nota, og svona eru flestir Willar, á að fara gera upp, á að fara skifta út vél eða hásingum eða eitthverju öðru, og svo segja sömu menn að patrol og Land Rover sé ónýt drasl þó þær tegundir séu brúkaðar dagsdaglega án nokkurra vankvæða.
En hvernig væri að halda áfram með þráðinn??????? :) :) :)

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn (niðurstaðan komin í hús)

Posted: 13.júl 2010, 22:09
frá StefánDal
Hey Jenni! Nú er ég næstum því sár ;) Eina sem þarf að skipta út er 258 rellan og þá er hægt að raða saman. Heil grind og ofsalega fínar fjaðrir (ég á nýrnabelti). Boddýið er smám saman að finnast og virðist vera búið að fjölga sér miðað við magn af drasli sem ég er að finna. En mig vantar ennþá blæju og skráningu. Jú og dekk og mælaborð og veltiboga og og og og....

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn (niðurstaðan komin í hús)

Posted: 13.júl 2010, 22:25
frá Jens Líndal
Hahaha ekki vera sár kallinn minn, þetta var ekki illa meint en þetta er bara sannleikur um willyseigendur, a.m.k 90% af þeim hehe, og já það þarf að skifta ansi mörgu út, og svo þegar þú ert búinn að koma apparatinu í skoðun,,,,,,,,,,,,,,, þá er stefnan oftast beint heim í skúr til að breyta meira hehe

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn (niðurstaðan komin í hús)

Posted: 14.júl 2010, 00:23
frá StefánDal
Það er hluti af skemmtuninni;) Fyrsti Willysinn minn var td. bara hluti af skúffuni og mælaborð sem var orginal.
Og já ég fell stoltur undir 90 prósentin!

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn (niðurstaðan komin í hús)

Posted: 14.júl 2010, 15:43
frá joias
Ég er allavega að smíða minn draumajeppa sem verður vonandi tilbúinn fyrir næsta vetur.

Það er Toyota hilux 4 dyra double cap, lengdur með því að setja á hann extra cap skúffuna 383 chevy í húddinu 450hp rúmlega 600nm tog 5 gíra kassi frá advance adapters með extra lágum 1. gír dana 300 millikassi dana 60 hásingar læstur framan og aftan á 46" dekkjum verður svartur á litinn með ryðfríum póleruðum stuðurum og sílsatönkum og röragrind á pallinum. Kastarar leitarljós þokuljós vhf stöð Alpine dvd spilari hátalarar og bassabox. Örugglega fleira gotterí sem ég er að gleyma :)

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn (niðurstaðan komin í hús)

Posted: 14.júl 2010, 19:35
frá Magnús Þór
joias wrote:Ég er allavega að smíða minn draumajeppa sem verður vonandi tilbúinn fyrir næsta vetur.

Það er Toyota hilux 4 dyra double cap, lengdur með því að setja á hann extra cap skúffuna 383 chevy í húddinu 450hp rúmlega 600nm tog 5 gíra kassi frá advance adapters með extra lágum 1. gír dana 300 millikassi dana 60 hásingar læstur framan og aftan á 46" dekkjum verður svartur á litinn með ryðfríum póleruðum stuðurum og sílsatönkum og röragrind á pallinum. Kastarar leitarljós þokuljós vhf stöð Alpine dvd spilari hátalarar og bassabox. Örugglega fleira gotterí sem ég er að gleyma :)


og þú munt auðvitað halda uppi þræði hér á spjallinu með smíði þessa bíls er það ekki ...

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn (niðurstaðan komin í hús)

Posted: 15.júl 2010, 01:03
frá joias
Jú ég er búinn að vera að taka myndir og ætla að skella þeim inn við tækifæri, ég sé líka að ég hef gleymt að nefna 4link með loftpúðum framan og aftan og samlsáttatjakka (bumpstopper) frá Poulsen algjör snilld. Það er stefnan tekin á að koma honum í hjólin í lok ágúst og klára svo boddíið upp frá því

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn (niðurstaðan komin í hús)

Posted: 15.júl 2010, 01:34
frá Hlynurh
mikil líst mér vel á þessi plön hjá þér með draumajeppa allra íslendinga(Hiluxinn)

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn (niðurstaðan komin í hús)

Posted: 15.júl 2010, 20:14
frá jeepson
Hlynurh wrote:mikil líst mér vel á þessi plön hjá þér með draumajeppa allra íslendinga(Hiluxinn)


Ekki allra. Hilux er ekki draumajeppinn minn :p en Áttu myndir af þessu bumperstop dæmi. Lýst vel á plönin með Hiluxinn hjá þér :)

Re: Íslenski sérsmíðaði draumajeppinn (niðurstaðan komin í hús)

Posted: 17.júl 2010, 18:49
frá joias
Hér er linkur mep mynd af bump stop:

http://www.bilsteinus.com/offroad_9100bump.php