Síða 1 af 1

Ójafnar bremsur

Posted: 04.des 2012, 18:14
frá Leifi
Þekkir einhver vandamál við ójafnar bremsur að framan í Landcrúiser 90 árg. 2001

Getur einhver sagt mér hvað vandamálið er?

Ný búið að endurnýja alla klossa og dælustimpla, allt virðist liðugt og fínt

Einhver ?

Re: Ójafnar bremsur

Posted: 04.des 2012, 19:27
frá höddi82
bíllin hjá mér lét svona og þá var allt í steik að framan hjá mér , fastar dælur og ónýt gúmí

Re: Ójafnar bremsur

Posted: 04.des 2012, 19:36
frá Startarinn
Var kerfið örugglega lofttæmt nógu vel eftir viðgerð?
Ég hef lent í þessu á öðrum bíl, það snarskánaði þegar ég komst í græjur sem sjúga úr bremsudælunum til að lofttæma