Síða 1 af 1

Olíusmit úr olíuverki á 80 cruser

Posted: 04.des 2012, 11:44
frá sukkaturbo
Sælir nú er ég að glíma við hráolíuleka á olíuverkinu á Landcruser 80 1993. Virðist koma úr hliðinni á því sem snýr að brettinu bílstjóramegin þetta er einskonar pungur festur með sexkant skrúfum samt ekki gott að sjá þetta.Þetta er verkið fann ekki neitt númer á því á einhver númer á svona verki þarf það til að panta varahluti td að utan eða frá Framtak Blossa.kveðja Guðni

Re: Olíusmit úr olíuverki á 80 cruser

Posted: 04.des 2012, 12:38
frá Polarbear
sæll

þetta heitir ACSD eða Automatic Cold Start Device. þetta eykur aðeins við snúninginn á verkinu og flýtir innsprautun (held ég) þegar verkið er kalt. margir taka þetta helvíti bara úr og loka gatinu með járnplötu og tengja slöngu bara milli kælivatnsstútanna. hægt er að panta plötuna á netinu ef þú nennir ekki að búa hana til sjálfur. hérna er ágætis þráður um þetta á Mud: http://forum.ih8mud.com/diesel-tech-24- ... umber.html

Leguna ættir þú að fá í Fálkanum bara ef þú ferð með hana þangað. þetta er víst bara einföld kúlulega með þekkt innra og ytra mál. hef séð menn skipta bara um leguna. Sumir opna þurrar legur ef þær eru ekki alveg handónýtar og pakka feiti í þær uppá nýtt til að kreista nokkra kílómetra í viðbót útúr þeim.

kveðja,

Lalli, 80 krúser sjúklingur :)

Re: Olíusmit úr olíuverki á 80 cruser

Posted: 04.des 2012, 13:00
frá sukkaturbo
Sæll þetta er almennilegt þessi ventill kostar 60.000 svo takk fyrir þetta Lalli og þið hinir kveðja guðni

Re: Olíusmit úr olíuverki á 80 cruser

Posted: 04.des 2012, 17:54
frá Björgvin M
Lenti í þessu sama. Það er mögulegt að skipta um o-hringi á öxlinum. Þeir fást líklega hjá Blossa Frammtak sem er með umboðið fyrir þetta olíuverk. Athugaðu hvað það kostar þar. Varðandi að fjarlæja vaxrofann, mæli ekki með því, eiðslan eykst vegna þess að rofinn sér um að slá af olíuverkinu eftir því sem kælivatnið hitnar. Hjá mér varð bíllin líka máttlausari.
Minnir að það séu 2. hringir um öxulinn og 1. til þéttingar á olíuverkið.

Re: Olíusmit úr olíuverki á 80 cruser

Posted: 04.des 2012, 18:39
frá tnt
ath Guðni hvað Vaxventillin kostar hjá Framtak/Blossa -held að það sé nú ekki 60 kall,mæli ekki með að fjarlægja hann ,bara mín skoðun ég hef skift um rofan og bíllinn var miklu skemtlegri,eikur við gjöf í kulda (eins og innsog).kv TT

Re: Olíusmit úr olíuverki á 80 cruser

Posted: 04.des 2012, 19:24
frá sukkaturbo
Sælir félagar um skoða þetta þeir hjá framtak blossa vilja númerið á olíuverkinu.kveðja guðni

Re: Olíusmit úr olíuverki á 80 cruser

Posted: 04.des 2012, 19:42
frá Polarbear
held að þú finnir það á málmplötuni sem er við hliðina á þessum ágæta ACSD pungi. sést á myndinni í linknum sem ég sendi þér.

Re: Olíusmit úr olíuverki á 80 cruser

Posted: 04.des 2012, 20:56
frá sukkaturbo
Sæll Lalli og takk fyrir þetta. Það er ansi þröngt þarna niðri fyrir ístruvaxinn mann eins og mig. Ætli ég taki ekki vélina bara úr til að skoða númerið.kveðja guðni

Re: Olíusmit úr olíuverki á 80 cruser

Posted: 04.des 2012, 23:16
frá Polarbear
haha. mér finnst það nú kanski dáldið drastísk leið til að skoða þessa litlu plötu.... nappaðu frekar litlum hand-spegli frá konuni....

svo er bara að troða speglinum þarna niður og þá ættirðu að geta speglað númerið upp. jafnvel reynt að taka mynd af plötuni með hjálp spegilsins.

Re: Olíusmit úr olíuverki á 80 cruser

Posted: 05.des 2012, 09:32
frá Björgvin M
Farðu með litla myndavél þarna á milli og smelltu nokktum myndum af númerinu. Frábær leið til að sjá fyrir horn.

Re: Olíusmit úr olíuverki á 80 cruser

Posted: 05.des 2012, 16:46
frá sukkaturbo
Sælir auðvitað svona fer þegar maður hugsar með maganum og handleggjunum.kveðja guðni

Re: Olíusmit úr olíuverki á 80 cruser

Posted: 05.des 2012, 18:45
frá jeepson
Það er líka smurning um að finna bara lítinn og nettann japana og troða honum þarna ofan í húddið. Svo geymir þú hann bara þarna og hendir hrósgrjónum í hann reglulega. Það eru ekki allir sem aka um með lítnn vélstjóra í húddinu.

Re: Olíusmit úr olíuverki á 80 cruser

Posted: 05.des 2012, 19:26
frá sukkaturbo
Sæll Gísli það má skoða það.he he

Re: Olíusmit úr olíuverki á 80 cruser

Posted: 06.des 2012, 16:35
frá sukkaturbo
Setti inn myndir af klósettinu og vantar nú númer á þetta dót finn hvergi númer svona í hvelli var kominn með þrjá menn í vinnu við að finna númerið. Að vísu enga japani þeir eru ekki til hérna svona norðarlega. kveðja guðni