Síða 1 af 1
eldsneiti ?
Posted: 03.des 2012, 17:39
frá stjani39
Sælir Spjallverjar
ég rakst á þetta á netinu og fanst þetta verulega fyndið stundum finst manni það flott hvernig aðrir reina að hafa aðra að ösnum.
Er þetta kanski hægt?
Ég vil fá umræðu um þennan línk
http://taynee.net/hho/
Re: eldsneiti ?
Posted: 03.des 2012, 18:33
frá StefánDal
Það er búið að ræða þetta fram og aftur. Minnir að ég hafi síðast séð póst frá einhverjum gæjum úr Háskólanum um þetta í fyrra. Þeir ætluðu aldeilis að sýna hvað þetta væri sniðugt og fara með bílinn í allskyns mælingar. Hef svo ekkert heyrt né séð frá þeim aftur.
Til þess að kljúfa vatn í vetni og súrefni þá vantar rafmagn,
það leggur álag á alternatorinn sem krefur vélina meira.
Þetta þýðir X orku vöntun, vetnið þarf þá að uppfylla þá X orku vöntun annars verður þetta bara álag og tap. Ef það er gróði, þá ertu kominn með eilífðar vél. Og það er ekki til. Þannig að rafmagn verður að vera utan að komandi.
Þetta hérna er álíka gáfuleg hugmynd :)

Re: eldsneiti ?
Posted: 03.des 2012, 19:14
frá Þorri
Þetta er notað og virkar ágætlega á einfaldar vélar sérstaklega diesel vélar. Vélar með miklum tölvustýringum virðast ekki gúddera þetta. Þetta kemur EKKI í staðinn fyrir dieselolíuna eða bensínið það virðast svo margir halda að það sé keyrt á þessu eingöngu sem er EKKI gert heldur er þetta notað sem hvati á brunann. Alveg eins og ef þú settir nitró á bílinn hjá þér þá keyriru ekki á því eingöngu gasið gerir bruna eldsneitissins öflugri sem þýðir að ef þú ert með nitro innspítingu á bílnum þá geturu brennt mun bera elsneiti í hverri sprengingu. Nitroið er mun súrefnisríkara en loftið sem vélin tekur inná sig. Þetta byggir á svipaðri hugmynd þ.e. að geta brennt meira af því eldsneiti sem fer inná vélina á nákvæmlega sama hátt og propan gas er notað á dieselvélar og það svínvirkar.
Re: eldsneiti ?
Posted: 03.des 2012, 20:06
frá gislisveri
Bensínvél sem brennir ekki öllu bensíninu sem rennur í gegnum hana við venjulegar aðstæður er biluð. Einfalt mál.
Mest allt tap sem verður í vélinni er hitatap. Það verður meira tap við framleiðslu á aukarafmagni til þess að rafgreina vatnið heldur en ávinningurinn á því að brenna það.
Það þýðir ekkert að bera þetta saman við nitrokerfi, því að þar notarðu ekki bensínið á tanknum til að framleiða eldsneyti, heldur kaupir það á flösku.
Besta leiðin til að spara eldsneyti er að létta bensínfótinn, mig grunar að það sé nú það sem gerist hjá ánægðum vetnisbúnaðar/hiclone/segulgaldratóla-kaupendum, hvort sem það er meðvitað eða ekki.
Kv.
Gísli.
Re: eldsneiti ?
Posted: 03.des 2012, 21:09
frá StefánDal
gislisveri wrote:Bensínvél sem brennir ekki öllu bensíninu sem rennur í gegnum hana við venjulegar aðstæður er biluð. Einfalt mál.
Mest allt tap sem verður í vélinni er hitatap. Það verður meira tap við framleiðslu á aukarafmagni til þess að rafgreina vatnið heldur en ávinningurinn á því að brenna það.
Það þýðir ekkert að bera þetta saman við nitrokerfi, því að þar notarðu ekki bensínið á tanknum til að framleiða eldsneyti, heldur kaupir það á flösku.
Besta leiðin til að spara eldsneyti er að létta bensínfótinn, mig grunar að það sé nú það sem gerist hjá ánægðum vetnisbúnaðar/hiclone/segulgaldratóla-kaupendum, hvort sem það er meðvitað eða ekki.
Kv.
Gísli.
Þarna hittir þú naglann á höfuðið. Alveg eins og með langflestar eyðslu mælingar hjá jeppamönnum þá snýst þetta allt um sjálfsblekkingu.
Re: eldsneiti ?
Posted: 03.des 2012, 21:19
frá Þorri
Það þýðir ekkert að bera þetta saman við nitrokerfi, því að þar notarðu ekki bensínið á tanknum til að framleiða eldsneyti, heldur kaupir það á flösku
Nitrogas er ekki eldsneyti það er lofttegund sem gerir þér kleyft að brenna meira eldsneyti af tanknum hjá þér.
Re: eldsneiti ?
Posted: 03.des 2012, 21:58
frá Stebbi
Til að þetta geti verið nothæft þá þarftu svo orkufrek rafskaut í stærðarinnar vatnsfötu að alternatorinn er á fullu við að búa til gas. Bílvélar og þá sérstaklega díselvélar gúffa svo miklu lofti í gegnum sig á mínútu að svona líters krukka með pínulitlum rafskautum hefur ekkert í það að gera.
Nítro og Propani er dælt inná soggrein með talsverðum þrýstingi, þess vegna virkar það. Hlutfallið á gasi og súrefni verður jafnara.
Re: eldsneiti ?
Posted: 03.des 2012, 23:07
frá dazy crazy
Það væri í rauninni sniðugra að nota litla dælu til að sprauta pínulitlu vatni inná vélina í staðinn, það gerir það sama og þetta fuel boost dæmi sem fólk kaupir dýrum dómum og svo er svipað efni þekkt í vörubílaheiminum og á stærri nýjum traktorum sem AdBlue sem er minnir mig að 1/3 vatn og 1/3 einhver þvagefni þó ég sé ekki alveg viss.
Það virkar mjög vel til þess að minnka losun skaðlegra lofttegunda úr útblæstrinum en ég hef mínar efasemdir um hæfileika þess til þess að spara eldsneyti eða lengja líftíma vélarinnar og auka afl.
Þó gæti verið að þett auki afl vegna þess að þegar það eimast þá þenst það 1000 falt og það tekur til sín hitaorku í brunahólfinu til þess að gufa upp en á móti þá þenst loftið ekki jafnmikið út í staðinn vegna þess að þegar vatnið tekur til sín varmaorkuna úr því þá dregst það saman.
Þetta er allt voðalega fancy en ég hef samt mínar efasemdir fyrir utan þetta með minni mengun.
en þetta vetnisdæmi er bara scam þó að mér finnist þetta "þarf orku til að búa til-færð ekki orkuna til baka" leiðinlega einfölduð mynd af því af hverju það virkar ekki. Það er svo margt sem hefur áhrif, vetni t.d. brennur ca. 10 sinnum hraðar en bensín og því gæti það virkað til þess að kveikja í bensíninu jafnt en það er hæpin saga en ekki útilokuð.
StefánDal wrote:Það er búið að ræða þetta fram og aftur. Minnir að ég hafi síðast séð póst frá einhverjum gæjum úr Háskólanum um þetta í fyrra. Þeir ætluðu aldeilis að sýna hvað þetta væri sniðugt og fara með bílinn í allskyns mælingar. Hef svo ekkert heyrt né séð frá þeim aftur.
Til þess að kljúfa vatn í vetni og súrefni þá vantar rafmagn,
það leggur álag á alternatorinn sem krefur vélina meira.
Þetta þýðir X orku vöntun, vetnið þarf þá að uppfylla þá X orku vöntun annars verður þetta bara álag og tap. Ef það er gróði, þá ertu kominn með eilífðar vél. Og það er ekki til. Þannig að rafmagn verður að vera utan að komandi.
Það er ekki hægt að tala um að þú búir til eilífðarvél þó að þessi útbúnaður skili meira afli en hann tekur vegna þess að eldsneytið sem við notum á bílinn er ekki að skila öllu sínu afli út í hjól heldur fer mest af því í hita. Þú gætir alveg eins komið með þetta sama statement um túrbínur.
Til að snúa túrbínu þarf loftþrýstingsfall
það leggur álag á vélina vegna þess að hún þarf að ýta loftinu út úr sér.
Þetta þýðir x orku vöntun, túrbínan þarf þá að uppfylla x orku vöntun annars verður þetta bara álag og tap. Ef það er gróði, þá ertu kominn með eilífðarvél. Og það er ekki til. Þannig að loftþrýstingurinn verður að vera utanaðkomandi.... hóhó guess what, túrbína er bara myth, þið lifið í blekkingum ;)
1 lítri af bensíni inniheldur = 41MJ sem í eina klukkustund yrði 11.4kWh
hefur einhver tekið hvað bíllinn sinn er að eyða undir fullu álagi á þeim snúning sem vélin skilar mestum hestöflum?
ég veit allavega það að vw boran mín 2ja lítra var að eyða um 30 lítrum á klukkustund í 5000 snúningum upp bólstaðahlíðabrekkuna miðað við eyðslutölvuna.
Það gefur 30*11,4 = 342KW=458hö
hún var gefin upp 115 og ég get svo svarið það að þetta virkaði ekki sem nein 458 hestöfl, hvað varð um 343? þau fara í það að láta vélina ganga en mest af því fer út sem hiti, í gegnum kælivatnið og afgasið. Þó að ég notaði vetnisbúnað eða hiclone eða hvað þetta drasl allt saman heitir og gæti notað 2 hö og fengið út 5 þá væri það samt ekki eilífðarvél, ég væri bara að nýta 3 hestöflum meira úr þessum 458 hestöflum sem eldsneytið inniheldur.
Vona að þetta skiljist og fólk hafi þolinmæði fyrir vitleysunni í mér.
Dagur
Re: eldsneiti ?
Posted: 03.des 2012, 23:30
frá Stebbi
Svo er annað að þetta er ekki hreint vetni sem er búið til með þessu heldur vetnistvíyldi, HHO.
Re: eldsneiti ?
Posted: 03.des 2012, 23:44
frá stjani39
Skemtilegar pælingar
Kveðja Stjáni
Re: eldsneiti ?
Posted: 03.des 2012, 23:49
frá dazy crazy
Stebbi wrote:Svo er annað að þetta er ekki hreint vetni sem er búið til með þessu heldur vetnistvíyldi, HHO.
Fer það þannig inná vélina, er ekki súrefninu hent frá? hvernig koma menn í veg fyrir það að það verði hreinlega að vatni aftur á leiðinni í vélina?
Re: eldsneiti ?
Posted: 03.des 2012, 23:58
frá Freyr
Ad blue fer ekki gegnum vélina. Því er dælt í pústið og veldur einhverjum hvörfum þar sem draga úr mengun...
Re: eldsneiti ?
Posted: 04.des 2012, 00:04
frá Stebbi
dazy crazy wrote:Stebbi wrote:Svo er annað að þetta er ekki hreint vetni sem er búið til með þessu heldur vetnistvíyldi, HHO.
Fer það þannig inná vélina, er ekki súrefninu hent frá? hvernig koma menn í veg fyrir það að það verði hreinlega að vatni aftur á leiðinni í vélina?
Það er ekki hægt, þessu er blandað við loftið við soggrein. Svo þegar að galdurinn gerist þéttist þetta aftur og verður að vatnsgufu.
Re: eldsneiti ?
Posted: 04.des 2012, 00:10
frá dazy crazy
Freyr wrote:Ad blue fer ekki gegnum vélina. Því er dælt í pústið og veldur einhverjum hvörfum þar sem draga úr mengun...
Já okei, var heldur ekki alveg viss um þetta er að rugla því saman við þetta
http://cleantech.cnss.no/wp-content/upl ... ngines.pdf
Re: eldsneiti ?
Posted: 04.des 2012, 08:07
frá gislisveri
Ekki gleyma því að tapið í alternatornum sjálfum er líka mikið, góður alternator framleiðir 60% af orkunni sem þarf til að snúa honum.
Re: eldsneiti ?
Posted: 04.des 2012, 08:13
frá gislisveri
Þorri wrote:Það þýðir ekkert að bera þetta saman við nitrokerfi, því að þar notarðu ekki bensínið á tanknum til að framleiða eldsneyti, heldur kaupir það á flösku
Nitrogas er ekki eldsneyti það er lofttegund sem gerir þér kleyft að brenna meira eldsneyti af tanknum hjá þér.
Laukrétt, illa orðað hjá mér. Nitrous oxide er í raun beri fyrir súrefni (oxidizer hvað sem það heitir á íslensku) og hefur fleiri súrefnisatóm í rúmmáli sínu heldur en andrúmsloft, sem gerir vélinni kleift að sprengja meira bensín í sama rúmtaki og viðhalda réttu blönduhlutfalli. Nitróið eitt og sér gerir ekki neitt, það þarf meira bensín með því, sem þýðir meiri eyðsla. Ég fatta þess vegna ekki alveg hvers vegna vetniskerfi eru borin saman við það.
Re: eldsneiti ?
Posted: 04.des 2012, 12:25
frá Startarinn
Stebbi wrote:dazy crazy wrote:Stebbi wrote:Svo er annað að þetta er ekki hreint vetni sem er búið til með þessu heldur vetnistvíyldi, HHO.
Fer það þannig inná vélina, er ekki súrefninu hent frá? hvernig koma menn í veg fyrir það að það verði hreinlega að vatni aftur á leiðinni í vélina?
Það er ekki hægt, þessu er blandað við loftið við soggrein. Svo þegar að galdurinn gerist þéttist þetta aftur og verður að vatnsgufu.
Ekki alveg, þó gasið sem kemur frá þessu sé vissulega vetni og súefni þá erum við að tala um sitthvorar sameindirnar, úr 2 stk af H20 færðu 2stk H2 og 1 stk O2, þetta gengur svo saman aftur í brunanum í vélinni og verður aftur að 2 stk H2O. Það verður semsagt til orka þegar þessar sameindir renna saman aftur við bruna.
Eins og ég skil þetta þá á bruninn á vetninu að auka brunahraðan í eldsneytisblöndunni, það eru hvataáhrifin sem allir tala um, þenslan á brennda gasinu verður því hraðari og skilar sér þá væntanlega í hærri nýtni á eldsneytinu. En svo má endalaust deila um hversu mikil sú aukna nýtni er.
Ég hugsa að þetta geri meira fyrir eldri vélar þar sem hönnun á heddum er skemmra á veg kominn, nýrri hedd er mörg hver hönnuð með það í huga að fá sem mesta hvirfilmyndun í loftinu inní strokknum til að hraða brunanum.
Í því sambandi má t.d. benda á þessa síðu:
http://somender-singh.com/component/option,com_frontpage/Itemid,1/En kenningar þessa gamla indverja hafa víst reynst mörgum volvoáhugamanninum inná
http://turbobricks.com/ vel, en þar sem þeirra prófanir treysta aðallega á "seat of the pants dyno" er engin leið að sannprófa þetta. En þeir sem ég hef talað við um þetta segjast geta seinkað kveikjunni og eyða þannig kveikjubanki án þess að minnka kraft, auk þess sem sverta í smurolíunni minnkar til muna
Ég gerði þessar rákir í heddið á volvo vélinni sem á að fara í hiluxinn og er bara spenntur að sjá hvernig það kemur út þar sem ég er með frekar háa þjöppu fyrir turbo mótor og ætla að blása um 12 pundum inná hana
Re: eldsneiti ?
Posted: 04.des 2012, 20:09
frá Stebbi
En það sem gleymist alltaf í þessu er það að þessi vetnis-kitt eru svo lítil og aumingjaleg að þau skaffa meðal bílvél bara örlítið brot af því vetni sem hún gæti nýtt, þetta er bara dropi í hafið og þessvegna finna 99% engan mun á bílnum sínum og ekki hægt að sýna fram á þetta í dyno eða með eyðslu prófun.
Ef að við værum með fullan kút af HHO undir talsverðum þrýstingi eins og td. própan eða nitro er þá gætum við gefið vélini nóg af þessu til að það skilaði þeim árangri sem menn auglýsa.
Re: eldsneiti ?
Posted: 04.des 2012, 20:24
frá olei
Það var skrifuð mikil grein um þetta í Popular Mechanics - niðurstaðan var að það var alveg sama hversu fullkomnar mæligræjur þeir notuðu, árangurinn af þessu var enginn. Sem er í takti við það sem búast mátti við.
Þetta vetnisdolluæði byrjaði líklega á þeim forsendum að Vetni er þekktur brunahvati. Það brennur miklu hraðar en bensín/diesel. Mælingar frá NASA eða einhverju viðlíka batteríi sýndu fram á lítilsháttar bætta orkunýtni með því að nota vetni saman við hefðbundið jarðefnaeldsneyti, einmitt vegna meiri brunahraða blöndunnar.
Gallinn er sá að við þǽr tilraunir var notað hreint vetni og slurkur af því. Mig minnir að það sé svona 100 sinnum stærri skammtur en praktískt er að framleiða undir húddinu á bíl með rafgreiningu frá alternator. Og þar sem vetnið, eða öllu heldur HHO gasið, sem framleitt er í húdd-dollum er framleitt með bruna á eldsneyti með lélega nýtni ->alternator með la la nýtni og loks í dollu með la la nýtni þá .... !
Það væri meira spennandi að verða sér úti um vetniskút sem maður fengi hlaðinn og puðra smá af honum inna á vél, reyna við að kannski 10% af heildareldsneytinu væri þá vetni framleitt með íslensku vatnsafli og í bónus gæti maður fengið örlítið betri nýtni á bensíni/diesel ef vel tekst til. En það er ekki eftir miklu að slægjast m.v vesenið sem þessu fylgir.
Re: eldsneiti ?
Posted: 05.des 2012, 10:35
frá JHG
Mér fannst það gott svar sem kom frá konu í Háskólanum þegar var verið að ræða um svona búnað sem kostaði um 100 þúsund. Hún sagði að ef þetta virkaði (sem hún hafði enga trú á m.a. vegna forsendra sem búið er að nefna) þá ættu þeir sem gera þennan búnað að fá nóbelsverðlaun en ekki hundrað þúsund :)
Re: eldsneiti ?
Posted: 05.des 2012, 16:16
frá lecter
sælir eda sælar eru eingar konur ad skrifa her strakar ,, ,,,
mer finst alltaf gaman ad svona hlutum sem eiga ad minka eldsneitis edsluna i bilnum þinum ,, sumir hlutir allt ad 10% jafn vel 20% svo kaupir þu fult af þessu og heldur ad vid hvern hlut minki edslan þu er jafn vel kominn i 120% sem er þa -20 ,, nu sidast var turbo stikki sem sett var i loft intakid eda KN sia og nyr loft stutur allt rosalega fint ,,, eg hef prufad svona og se eingan mun eg var med ram 96 sem var ad eida 16-17 a lang geirslu eg kaupi þessa hluti allt atti ad verda 20% minni eidsla en raminn eiddi sama ,,eg taldi mer bara tru um ad hann eiddi minna til ad retlæta 60,000 kr sem þetta kostadi eda eina goda ferd i bensini .diesel edir altaf svipad ,,