Síða 1 af 1

LC80 með 50mm spacer spurning!!!!!!

Posted: 03.des 2012, 10:41
frá Sveinn.r.þ
hæ .hvað finnst ykkur um að ég noti 50mm spacer á LC80.var með hann á 15" breiðum felgum 37" dekkjum,kellu fannst hann leiðinlegur í stýri,setti hann svo á 10" breiðar og hún er sátt,en til að fylla uppí kanntana þarf ég þessa,já ók legumál ,er búinn að eiga hann á þriðja ár og skipt einu sinni um legur allann hringinn og fylgist með þeim en ekkert vesen á þeim,
kv
Sveinn.

Re: LC80 með 50mm spacer spurning!!!!!!

Posted: 03.des 2012, 12:19
frá HaffiTopp
Það eru nokkrir möguleikar í stöðunni
1. Banna konunni að keyra jeppann ;)
2. Mjórri felgur en 15" kannski 12-14" og sjá hvað það gerir í samanburði við 15" (og 10")
3. Ef þú setur hann á breyðari felgur en þessar 10" þá væri sterkur leikur að láta hjólastilla bílinn
4. Held að 1" spacer sé nánast hámarkið í svona aðgerðum. Gætir sloppið með 1,5" þykkann spacer en það er algjört hámark

Re: LC80 með 50mm spacer spurning!!!!!!

Posted: 03.des 2012, 12:29
frá Freyr
Ef þú setur 50 mm spacer ertu kominn í hring, hjólmiðjan verður á nær sama stað og á breiðu felgunum svo þú hefðir þá alveg eins getað haft hann bara áfram á breiðu felgunum, hann verður jafn leiðinlegur í stýri og áður. Þar fyrir utan þá er mér persónulega mjög illa við spacera og 50 mm er í mínu huga allt of þykkur spacer...