Kastarar


Höfundur þráðar
lex
Innlegg: 33
Skráður: 10.jan 2012, 22:57
Fullt nafn: Kristinn Sigurþórsson
Bíltegund: Lc 80
Staðsetning: Reykjavík

Kastarar

Postfrá lex » 02.des 2012, 21:22

Daginn

Vinur minn gaf mér þessa kastara sem eru à þessum myndum, þetta eru gömul ljós sem hann keypti ný fyrir 10 eða 15 árum en eru nànast ónotuð. Kostuðu á sýnum tíma à annað hundruð þúsund krónur. Mig langar að spyrja ykkur áður en ég skrúfa þau à jeppan hvort þið hafið reynslu af þeim? Myndi borga sig fyrir mig að setja xenon í þá?
Viðhengi
image.jpg
image.jpg (30.26 KiB) Viewed 3629 times
image.jpg
image.jpg (23.47 KiB) Viewed 3629 times




Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Kastarar

Postfrá Oskar K » 03.des 2012, 01:25

piaa er bara gæðadót, myndi prufa þá með bara þokkalega sterkum perum fyrst áður en þú setur xenon í þá, bara vesen á þessu xenon dóti, endalaust að fara perur eða spennar í þessum kerfum og þetta má ekkert blotna og svo truflar þetta útvarp og talstöðvar í bílnum og fl.
1992 MMC Pajero SWB


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Kastarar

Postfrá kjartanbj » 03.des 2012, 11:20

ef það eru gul gler í þessu þá myndi ég ekkert vera setja xenon í þetta, og eins og óskar segir, endalaust spennavesen og rafmagnstruflanir
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Gormur
Innlegg: 64
Skráður: 20.jan 2012, 21:38
Fullt nafn: Gunnar Sigurfinnsson

Re: Kastarar

Postfrá Gormur » 03.des 2012, 15:09

Þetta eru þrumu fínir kastarar eins og þeir eru og virka bara fínt.
Annars hef ég ekki orðið fyrir neinum vandræðum með Xenon dótið sem ég setti í ökuljósin hjá mér, málið er að velja vandað merki og vanda til verka við frágang, t.d. jarðsamband.
Kosturinn við Xenonið er hvað þetta tekur lítinn straum og mikill ljósstyrkur.
En svo er ókostur að ljósin hitna ekki nóg til að bræða af sér í snjókomu/skafrenningi, svo myndi ég reyna að fara ekki uppfyrir 4.700 kelvin. í lit. Blá ljós virka ekki fyrir mig í snjó.
Lífið er of stutt fyrir vont kaffi


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Kastarar

Postfrá kjartanbj » 03.des 2012, 15:22

ég var með xenon í framljósum, reif þetta drasl úr og setti gular perur bara, en hinsvegar er ég með xenon í Hella kösturum og þau lýsa ekkert smá vel, en það truflar hjá mér aðeins útvarpið og stundum er leiðinlegt að kveikja á þeim til að fá báða kastarana til að virka í einu, svo er ég með tveggja geisla IPF sports gula og þeir eru fínir lika, maður prufar sig svo bara áfram með þá eftir hvernig færi og skyggni er
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Kastarar

Postfrá Stebbi » 03.des 2012, 15:31

Gormur wrote:En svo er ókostur að ljósin hitna ekki nóg til að bræða af sér í snjókomu/skafrenningi.


Glerið á HID peru getur náð allt að 750°hita þannig að það er ekki vöntun á hita í þessum perum, málið er að það er sáralítil geislahitun (infrarautt) frá þeim sem Halogen perur gefa nóg af.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Kastarar

Postfrá kjartanbj » 03.des 2012, 16:14

Svo er líka málið að það á ekki að nota þessi xenon ljós í halogen glerjum, gjörsamlega óþolandi að mæta þannig bílum
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Kastarar

Postfrá Stebbi » 03.des 2012, 16:43

kjartanbj wrote:Svo er líka málið að það á ekki að nota þessi xenon ljós í halogen glerjum, gjörsamlega óþolandi að mæta þannig bílum


Fyrir utan það að það er svo miklu meiri útfjólublá geislun frá Xenon perum en halogen og það grillar allt plast í klessu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Kastarar

Postfrá jeepson » 03.des 2012, 19:21

Það er rosalega gott að keyra með xenin ljós en auðvitað heilt hellvíti að mæta þeim eins og hefur komið fram. Annað sem að ég sé við þetta og hef annað hvort heyrt eða lesið hérna inná spjallinu er það að ef að menn eru með þetta í aðaljósunum og setja svo bara venjulega kastara á bílinn, þá er eins og þeir lýsi ekki neitt. Ég svosem ekki pælt í þessu og það væri gaman ef að einhver hér getur staðfest þetta bull í mér. Annað er svo að ég vil frekar eyða meiri peningum í góða kastara heldur að eyða aurnum í xenon sem að virðist svo altaf vera til vandræða.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

dazy crazy
Innlegg: 251
Skráður: 13.feb 2011, 15:12
Fullt nafn: Dagur Torfason
Bíltegund: Kangoo og Ferguson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Kastarar

Postfrá dazy crazy » 03.des 2012, 23:45

Af hverju eru menn ekki farnir að skoða led í meiri mæli?


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: Kastarar

Postfrá dabbigj » 04.des 2012, 11:35

dazy crazy wrote:Af hverju eru menn ekki farnir að skoða led í meiri mæli?

afþví að það bræðir ekki neinn snjó af sér


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 27 gestir