Síða 1 af 1
					
				80 Cruser/ballansstöng/brottnám
				Posted: 02.des 2012, 17:44
				frá sukkaturbo
				Sælir nú er Ofur Foxinn farinn og karlinn kominn á 80 Cruser 1993 vx sjálfskiptan með læsingum og 38" breittan en hann er á 35". Er ekki í lagi að henda ballansstönginni úr þessum bílum að framan og kanski aftan líka. Númerið á bílnum er OT-950 væri gaman að heyra frá þeim sem breitti bílnum því það er vel gert. Þarf að fara í ýmsa smáhluti svo virðist sem forðabúrið fyrir vökvastýrið sé lekt því það var allt löðrandi í olíu ofan á stýrissnekkjunni og olíverkinu sé engan leka aftir að ég háþrýsti þvoði vélarúmið. Hjólalegur voru lausar og smá jeppaveiki er í honum. En aðal spurningin er ballasstangirnar mér leiðast ballansstangir. kveðja Guðni
			 
			
					
				Re: 80 Cruser
				Posted: 02.des 2012, 18:31
				frá villi58
				Til hamingju Guðni! nú hefur þú pláss fyrir matarkystuna.
			 
			
					
				Re: 80 Cruser
				Posted: 02.des 2012, 19:24
				frá sukkaturbo
				Sæll Villi og takk fyrir það
			 
			
					
				Re: 80 Cruser/ballansstöng/brottnám
				Posted: 02.des 2012, 20:58
				frá Adam
				taktu bara og losaðu endana og farðu út að prófa. ætti allavega að misfjaðra mun betur.
			 
			
					
				Re: 80 Cruser/ballansstöng/brottnám
				Posted: 02.des 2012, 21:10
				frá Polarbear
				ég á 93 módel af svona bíl og það eru engar balance stangir í honum. hann er ekkert svagur finnst mér.
			 
			
					
				Re: 80 Cruser/ballansstöng/brottnám
				Posted: 02.des 2012, 21:30
				frá lex
				Ég tók þetta undan mínum bíl eftir að hafa spurt sömu spuringar inná 4x4 síðunni
			 
			
					
				Re: 80 Cruser/ballansstöng/brottnám
				Posted: 02.des 2012, 21:32
				frá jeepson
				Ballansstagnir eiga ekki að vera í jeppum að mínu mati.
			 
			
					
				Re: 80 Cruser/ballansstöng/brottnám
				Posted: 02.des 2012, 22:31
				frá Svenni30
				jeepson wrote:Ballansstagnir eiga ekki að vera í jeppum að mínu mati.
X2
 
			
					
				Re: 80 Cruser/ballansstöng/brottnám
				Posted: 02.des 2012, 23:23
				frá sukkaturbo
				Sælir þá fara þær á morgun vantar einhverju svona járnstangir?
			 
			
					
				Re: 80 Cruser/ballansstöng/brottnám
				Posted: 03.des 2012, 19:12
				frá Dúddi
				ég henti henni úr mínum þegar ég breytti honum í upphafi en svo þegar ég skipti um framhásingu þá prófaði ég að sleppa henni að framan og ég setti hana í þar aftur. En það er ekkert við hana að gera að aftan.
			 
			
					
				Re: 80 Cruser/ballansstöng/brottnám
				Posted: 03.des 2012, 19:24
				frá sukkaturbo
				Þetta er arftaki Ofur Foxins en þessi cruser er 38" breittur. Gott pláss fyrir nestið. Byrjað þrífa vélarsalinn og fleira.
			 
			
					
				Re: 80 Cruser/ballansstöng/brottnám
				Posted: 03.des 2012, 20:12
				frá sukkaturbo
				Sæll er hættur í stóru dekkunum. Ég datt út úr Sukkunni á 46" .Ég var eitthvað að góna út í loftið þegar ég steig út og hélt að ég væri á 33"Patrol og féll flatur í götuna og undir jeppan. Fólk kom hlaupandi og spurði hvort ég hefði meitt mig. Ég var nú ekki á því og þóttist vera að gera við.En nú hef ég komist af því að ég er að verða 60 ára og 150kg að eigin þyngd og sérskoðaður sem 75% öryrki. Þannig að ég verða að fara niður í 38" og minna og helst að fá mér öryggisnet til að detta í og krana eða lítið stromolín til að komast upp í jeppan. kveðja guðni
			 
			
					
				Re: 80 Cruser/ballansstöng/brottnám
				Posted: 03.des 2012, 20:25
				frá cameldýr
				sukkaturbo wrote:Sæll er hættur í stóru dekkunum. Ég datt út úr Sukkunni á 46" .Ég var eitthvað að góna út í loftið þegar ég steig út og hélt að ég væri á 33"Patrol og féll flatur í götuna og undir jeppan. Fólk kom hlaupandi og spurði hvort ég hefði meitt mig. Ég var nú ekki á því og þóttist vera að gera við.En nú hef ég komist af því að ég er að verða 60 ára og 150kg að eigin þyngd og sérskoðaður sem 75% öryrki. Þannig að ég verða að fara niður í 38" og minna og helst að fá mér öryggisnet til að detta í og krana eða lítið stromolín til að komast upp í jeppan. kveðja guðni
Ekki betri en ég, buxnaskálmin lenti á stigbrettinu svo steig ég með hinn fótinn á buxnaskálmina og þar með rúllaði ég út úr tíkini eins og kartöflupoki :-)
 
			
					
				Re: 80 Cruser/ballansstöng/brottnám
				Posted: 03.des 2012, 21:36
				frá Benedikt Egilsson
				Sæll Guðni
þar sem ballansstangarnotkun fer algerlega eftir smíði á fjöðrun, hvernig hún er uppsett til dæmis.
ég er með stangir bæði aftan og framan í mínum 44" LC90 og vil alls ekki vera án þeirra.
ég smíðaði líka Hiluxinn hans Svenna30 og er alveg sammála honum, sá bíll hefur ekkert með stangir að gera
þess vegna er ég alveg til í að hirða þessar stangir hjá þér í næstu smíði ef þú þarft að losna við þær
Kveðja Benni á Sauðárkrók.
			 
			
					
				Re: 80 Cruser/ballansstöng/brottnám
				Posted: 03.des 2012, 22:01
				frá sukkaturbo
				Sæll Benni ég geymi stangirnar og prufa bílinn líttu við á verkstæðinu þegar þú kemur í bæinn kveðja guðni