Síða 1 af 1

Varðandi umskráningu eftir sölu á bíl? -Komið í gegn-

Posted: 30.nóv 2012, 10:25
frá aggibeip
Já sælir meistarar, þannig er mál með vexti að ég keypti mér hilux um daginn sem er ekki á númerum. það er kominn rúmlega mánuður síðan ég keypti kvikindið en ég er ekki enn búinn að fá eigendaskirteni.

Bíllinn er ekki kominn á númer ennþá.

Er þetta eðlilegt? Fæ ég kanski ekkert eigendaskirteni fyrr en ég set hann á númer?

Þegar ég hringi í US og spyr út í eigendaskráninguna á bílnum þá er hann ennþá skráður á fyrri eiganda en ekki mig...

Þegar ég hringi í fyrri eiganda er slökkt á símanum hans og hann svarar ekki póstinum hér á spjallinu..

er í í klípu? eða er þetta bara alveg eðlilegt ?

Re: Varðandi umskráningu eftir sölu á bíl ?

Posted: 30.nóv 2012, 10:27
frá kjartanbj
hvað er nr á bílnum?

Re: Varðandi umskráningu eftir sölu á bíl ?

Posted: 30.nóv 2012, 10:32
frá AgnarBen
Ef að bíllinn er ennþá skráður á fyrri eiganda þá hefur hann ekki ennþá sent inn eigendaskiptaskráningu, það er bara svo einfalt.

Re: Varðandi umskráningu eftir sölu á bíl ?

Posted: 30.nóv 2012, 10:38
frá Polarbear
mér finnst langbest þegar ég kaupi eða sel farartæki að gera upp svoleiðis hluti bara á skoðunarstöð. Þá er hægt að ganga frá öllum formsatriðum í einu, t.d. eigendaskiptum og fá á hreint að ekki séu nein veðbönd eða skuldir á farartækinu o.s.frv. þú þarft ekkert að vera á bílnum þar, bara hittast á skoðunarstöð og ganga frá pappírshlutanum.

það hljómar ekki vel ef þú nærð ekki í þann sem "seldi" þér bílinn. fylltuð þið út afsal í tvíriti og undirrituðuð báðir á bæði eintökin? ef ekki þá er svosem ekkert í höndunum á þér um að þú eigir hann.

Re: Varðandi umskráningu eftir sölu á bíl ?

Posted: 30.nóv 2012, 11:24
frá bennzor
Ég lenti í svipuðu atviki þegar ég keypti gamla bílinn minn af lánafyrirtæki, fór sjálfur með eigandaskiptaplaggið á skoðunarstöð, eins og oft áður. En eftir nokkrar vikur þegar eingendaskírtenið var ekki búið að skila sér fór ég að gramsa, sama saga hjá US bíllinn ennþá skráður á lánafyrirtækið en hún var nú samt mjög almennileg konan sem ég talaði við og ætlaði að leita hjá sér til að vera alveg viss, hringdi daginn eftir með sömu niðurstöðu, fór síðan með þessar upplýsingar á skoðunarstöðina sjálfa og þar var gerð dauðaleit, kom síðan í ljós að plaggið hafði einfaldlega runnið úr skúffunni og endað í felum á bakvið allar skúffurnar...

En hvernig sem þetta fer hjá þér þá vona ég að það sé einhver einföld skýring á þessu og að þetta reddist allt saman

Re: Varðandi umskráningu eftir sölu á bíl ?

Posted: 30.nóv 2012, 14:38
frá jongud
Tékkaðu á hvort bílnum hafi verið stolið...

Re: Varðandi umskráningu eftir sölu á bíl ?

Posted: 30.nóv 2012, 18:15
frá jeepson
Ég treysti fólki svo ílla að ég sé um að græja umskráningar sjálfur þegar að ég kaupi bíl. Þó svo að það sé vissulega seljandninn sem að á að ganga frá því.

Re: Varðandi umskráningu eftir sölu á bíl ?

Posted: 01.des 2012, 22:35
frá aggibeip
jongud wrote:Tékkaðu á hvort bílnum hafi verið stolið...


Hvernig get ég tékkað á því.. Ég reikna með því að ef hann er stolinn að þá hefur sá sem seldi mér hann ekki gefið mér upp rétt bílnúmer..

Re: Varðandi umskráningu eftir sölu á bíl ?

Posted: 01.des 2012, 22:36
frá Kiddi

Re: Varðandi umskráningu eftir sölu á bíl ?

Posted: 01.des 2012, 22:45
frá halli7
aggibeip wrote:
jongud wrote:Tékkaðu á hvort bílnum hafi verið stolið...


Hvernig get ég tékkað á því.. Ég reikna með því að ef hann er stolinn að þá hefur sá sem seldi mér hann ekki gefið mér upp rétt bílnúmer..

Hvað kemur upp ef þú flettir upp númerinu inna http://www.us.is ?

Re: Varðandi umskráningu eftir sölu á bíl ?

Posted: 02.des 2012, 00:49
frá Ingójp
Þegar ég kaupi bíla þá græja ég alltaf tvo pappíra svo ef viðkomandi klikkar þá fer ég með þetta sjálfur

Re: Varðandi umskráningu eftir sölu á bíl ?

Posted: 02.des 2012, 09:09
frá HaffiTopp
Voru ekki tveit vottar sem skrifuðu undir á pappírana með ykkur?

Re: Varðandi umskráningu eftir sölu á bíl ?

Posted: 10.jan 2013, 21:09
frá aggibeip
aggibeip wrote:Já sælir meistarar, þannig er mál með vexti að ég keypti mér hilux um daginn sem er ekki á númerum. það er kominn rúmlega mánuður síðan ég keypti kvikindið en ég er ekki enn búinn að fá eigendaskirteni.

Bíllinn er ekki kominn á númer ennþá.

Er þetta eðlilegt? Fæ ég kanski ekkert eigendaskirteni fyrr en ég set hann á númer?

Þegar ég hringi í US og spyr út í eigendaskráninguna á bílnum þá er hann ennþá skráður á fyrri eiganda en ekki mig...

Þegar ég hringi í fyrri eiganda er slökkt á símanum hans og hann svarar ekki póstinum hér á spjallinu..

er í í klípu? eða er þetta bara alveg eðlilegt ?



Það voru jú tveir vottar sem skrifuðu undir.

Ég er ekki enn búinn að fá neitt um eigendaskipti á bílnum.

Gæti það verið vegna þess að bíllinn er ekki á númerum ?

Númerið á bílnum er: UD-793.
http://www.us.is/upplysingar_um_bil?vehinumber=ud793

Re: Varðandi umskráningu eftir sölu á bíl ?

Posted: 10.jan 2013, 22:22
frá RunarG
Sigurður Þór Emilsson er skráður fyrir þessari Toyotu :)

Re: Varðandi umskráningu eftir sölu á bíl ?

Posted: 10.jan 2013, 23:16
frá elfar94
´ég keypti mér bíl um miðjan nóvember og fékk eigendaskírteinið rétt fyrir jól, fyrri eigandi sagðist hafa farið með eigendaskiptin dagin eftir en samt var alveg mánuður í viðbót sem hann var skráður á bílin.
svo að kanski er ekki öll von úti enn

Re: Varðandi umskráningu eftir sölu á bíl ?

Posted: 15.jan 2013, 20:15
frá aggibeip
Ég heyrði í þeim sem seldi mér bílinn áðan og það er búið að fara með alla pappíra.

Eigendaskráningin kemur sennilega bara þegar ég set bílinn á númer.

Re: Varðandi umskráningu eftir sölu á bíl ?

Posted: 15.jan 2013, 20:20
frá solider
á að taka hámark 3 daga hvert sem að bíllin sé á númerum eða ekki

Re: Varðandi umskráningu eftir sölu á bíl ?

Posted: 16.jan 2013, 11:52
frá aggibeip
Hmm... Ég talaði allavega við hann í gær og hann var alveg ákveðinn í því að hann hafi farið með eigendaskiptin, reyndar 2vikum of seint en það ætti þá samt að vera löngu komið.. Ég hef í raun enga ástæðu til að vantreysta honum svo ég ætla að ganga út frá því að þetta sé byggt á mistökum þeirra sem tóku við pappírunum og ætla því að hringja í þá snöggvast.

Re: Varðandi umskráningu eftir sölu á bíl ?

Posted: 16.jan 2013, 12:35
frá Hansi
Eigandaskráning á að fara í gegn hvort sem bíllinn er á númerum eða ekki.
Fáðu að vita hvert hann fór með tilkynningunna, hvaða dag, og hringdu bara þangað og athugaðu málið SJÁLFUR... ef það eru einhver mistök á tilkynningunni þá fer hún ekki í gegn.

Re: Varðandi umskráningu eftir sölu á bíl ?

Posted: 16.jan 2013, 13:11
frá íbbi
bíllinn er ennþá á hans nafni. eigendaskiptin renna jafnt í gegn hvort sem að um ræðir bíl á númerum eða án þeirra

Re: Varðandi umskráningu eftir sölu á bíl ?

Posted: 16.jan 2013, 13:38
frá bjornod
aggibeip wrote:Hmm... Ég talaði allavega við hann í gær og hann var alveg ákveðinn í því að hann hafi farið með eigendaskiptin, reyndar 2vikum of seint en það ætti þá samt að vera löngu komið.. Ég hef í raun enga ástæðu til að vantreysta honum svo ég ætla að ganga út frá því að þetta sé byggt á mistökum þeirra sem tóku við pappírunum og ætla því að hringja í þá snöggvast.


Eyðublöðin eru einungis gild í 7 daga. Þið þurfið að fylla út ný blöð. Annars er þetta ekkert óhagstætt fyrir þig þar sem bifreiðagjöldin og úrvinnslugjaldið fellur á hinn aðilann ;)

Allt um það hér:

http://us.is/files/Eigendaskipti_US_140.pdf

Re: Varðandi umskráningu eftir sölu á bíl ?

Posted: 22.jan 2013, 14:21
frá aggibeip
Fékk skráningarskirtenið sent í pósti í dag !!
Ég er loksins orðinn skráður eigandi á bílnum :)
Takk fyrir mig !