Síða 1 af 1
Breyting á LC120 Lx
Posted: 30.nóv 2012, 06:11
frá tikkat3
Er með 35 tommu breittan crucer og lángar að setja hann á 38 tommu,mig vantar upplisingar hvar sé best að fá þetta gert og hvað menn halda að þetta myndi kosta,það sem ég er að pæla er:hlutföll-læsing að framan-kantar-og kannski eitthvað fleira
Re: Breiding á LC120 Lx
Posted: 30.nóv 2012, 09:01
frá lilli
Til að fara í hefðbundna 38" breytingu á þessum bílum er í raun ekkert í 35" breytingunni sem nýtist til að fara í 38". Framlásinn er á ca. 200.000 kall, dýrastur hjá AT en ódýrari hjá Breyti og Ljónssöðum. Hlutföllin eru á 75.000 kall stykkið hjá AT en heldur ódýrari á báðum hinum stöðunum, minnir 67.000 og 45.000 ca. hjá Breyti. Kanntarnir eru nálægt 200.000 kallinum, allavega kosta 44" kanntarnir 250.000+ vsk. Ef þú ætlar að fara í 38" dekk á 15" felgum þarftu líka að breyta bremsunum að framan, en þær leyfa ekki minni en 17" felgur orginal. Það sem þú þarft í það færðu í AT en það eru sérsmíðaðir bremsudiskar, bremsudælur af LC 100 og millilegg. Kostnaðurinn við þetta er ca. 200.000
Þarna ertu kominn væntanlega eitthvað yfir milljónina ef dekk og felgur eru teknar í dæmið, plús þetta hefðbundna eins og hjólastilling, vigtun, hraðamælavottun, sérskoðun, stigbretti, drullusokkar, sprautun á kannta, drullutjakksfestingar ofl.
Svo þarftu að fara í meiri hækkun, heppilegasta 38" hækkunin fyrir þessa bíla er að hækka á undirvagni og sleppa þá bara boddýlifti. Þá er klafastellið skorið frá og fært fram og niður, sama svo að aftan.
Fyrir vinnuna er um að gera að hringa bara á nokkra staði og biðja um tilboð, þ.e.a.s. ef þú hyggst ekki gera þetta sjálfur. Td. Breytir, Stál og Stansar, Ljónsstaðir, Arctic Trucks. Þú getur verið á góðu tímakaupi við að athuga nokkra staði! =)
Re: Breiding á LC120 Lx
Posted: 30.nóv 2012, 18:31
frá AgnarBen
Ég myndi spjalla við Árna Pál hjá Bifreiðaverkstæði Árna H. Árnasonar, Eldshöfða 5. Þekkir Toyotur út í gegn og hefur breytt þeim mörgum og er mjög sanngjarn.
Persónulega myndi ég selja 35" bílinn, kaupa mér óbreyttan, minna slitnari bíl og nota mismuninn upp í 38" breytinguna, eins og áður sagði þá nýtist ekkert úr 35" breytingunni.
Re: Breiding á LC120 Lx
Posted: 01.des 2012, 01:09
frá RofustöppuRobbi
í sambandi við bremsurnar að framan, notaði ég dælur, diska, platta úr 06 Hilux, það var mun ódýrara....
Re: Breiding á LC120 Lx
Posted: 01.des 2012, 12:47
frá RofustöppuRobbi
Sælir, Hiluxinn er með 4 stimpla dælum, bara ens og í 80 bílnum... Annars held ég að það sé ódýrast í dag að kaupa bíl sem er búið að breyta....
Re: Breyting á LC120 Lx
Posted: 01.des 2012, 15:18
frá olafur f johannsson
Ég myndi skipta 35" bíllnum uppí 38" bíll lang einfaldast og ódýrast