Síða 1 af 1

Re: Ljós í mælaborði á pajero.

Posted: 28.nóv 2012, 22:39
frá HaffiTopp
AT-ljósið í bland við hleðsluljósið segir að alternatorinn sé farinn að slappast, eða þá rafgeymirinn hættur að taka við hleðslu. Vatn í hráolíusíunni segir að það sé vatn í hráolíusíunni og olíukannan segir að það vanti olíu á vélina. :D
Allavega gætirðu gefið startaranum séns og athugað með að setja snarpari geymi, eða mæla hleðsluna á þeim geymi sem er í bílnum bæði með bílinn gangandi og dauðann.

Re: Ljós í mælaborði á pajero.

Posted: 28.nóv 2012, 23:01
frá HaffiTopp
Jah,,,
Prófaðu að taka tengið við hráolíusíuna úr sambandi og gáðu svo hvað gerist. Mældu svo olíuna á bílnum. Man reyndar ekki hvort ég hafi fengið smurljósið (könnuna eða "potturinn sem lekur") á mínum 2,5 Pajero þegar alternatorinn var orðinn slappur, en það gæti alveg verið að svo hafi verið þegar maður ryfjar það upp.

Re: Ljós í mælaborði á pajero.

Posted: 29.nóv 2012, 08:06
frá Stebbi
Sakar ekki að prufa að henda startkapli frá - pól á geymi yfir í góðan leiðandi stað á vélinni. Öll þessi ljós vinna á jarðsambandi nema hleðsluljósið minnir mig.