Síða 1 af 1

Hvítur reykur???

Posted: 27.nóv 2012, 17:34
frá Mongó888
Sælir, er með hilux 2,4 td og þegar ég er búin að vera að keyra hann og stoppa á ljósum kemur stundum hvítur reykur?? er túrbínan að gefa sig eða??

Re: Hvítur reykur???

Posted: 27.nóv 2012, 17:47
frá Magni
Þýðir hvitur reykur ekki að það sé vatn í brunahólfinu?? heddpakning farin?

Re: Hvítur reykur???

Posted: 27.nóv 2012, 20:40
frá Polarbear
sammála magna. ef hann er hvítur en ekki ljósblár og ef það er mjög sterk sæt eða beisk lykt af honum.... þá gæti þetta verið kælivatn.... og þar af leiðandi heddpakning líkleg skýring. er hann að tapa af sér vatni?

Re: Hvítur reykur???

Posted: 27.nóv 2012, 20:44
frá villi58
Mongó888 wrote:Sælir, er með hilux 2,4 td og þegar ég er búin að vera að keyra hann og stoppa á ljósum kemur stundum hvítur reykur?? er túrbínan að gefa sig eða??

Kemur ekki hvítur reykur þegar búið er að velja páfa ?