Gas fyrir suðu


Höfundur þráðar
toni guggu
Innlegg: 124
Skráður: 08.maí 2011, 11:44
Fullt nafn: Anton Guðmundsson

Gas fyrir suðu

Postfrá toni guggu » 27.nóv 2012, 15:14

Sælir félagar mig vantar gas fyrir mig suðuna og vantar upplýsingar hvar það fæst á skikkanlegu verði




olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Gas fyrir suðu

Postfrá olei » 27.nóv 2012, 15:46

Leiðin sem ég fór var að taka gamalt - en gott - kolsýruslökkvitæki og fékk slökkvitækjaþjónustuna til að skipta um krana á því og hlaða það fyrir mig. Þetta kostaði eitthvað um 15 þús kall, hleðslan að mig minnir um 5 þús. Þá á ég kútinn og borga enga leigu. Kolsýran er rosalega drjúg í suðu og svona kútur dugir árum saman í skúr. En þetta er náttúrulega hrein kolsýra sem virkar eingöngu á járn, sumir vilja fremur blandgas.

Þeir selja líka hlaðna kúta fyrir litlu meira en ég borgaði.


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: Gas fyrir suðu

Postfrá dabbigj » 27.nóv 2012, 16:52

Gastec selja líka kúta til að eiga


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Gas fyrir suðu

Postfrá olei » 27.nóv 2012, 17:06

dabbigj wrote:Gastec selja líka kúta til að eiga

Alveg rétt, ég kannaði þetta hjá þeim, en fannst verðið ansi bratt. Minnir að lítill kútur frá þeim hafi verið yfir 30 þús. En þeir bjóða líklega fleiri gastegundir en bara kolsýru.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Gas fyrir suðu

Postfrá Polarbear » 27.nóv 2012, 17:20

Gastech hefur verið að selja einnota hylki líka með mison18 minnir mig.

svo er líka hægt að taka kúta á dagleigu, en þá þarftu alltaf að sækja þetta helvíti og skila því aftur.

mér finnst ekki koma jafn skemmtileg suða með kolsýruni og blandgasinu. en það er kanski bara af því að ég er klaufi :)


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Gas fyrir suðu

Postfrá stebbiþ » 29.nóv 2012, 08:58

Hef verið með flösku á leigu núna í nokkur ár. Fékk hana upphaflega hjá Strandmöllen, en nú er Ísaga búin að eignast flöskuna og að sjálfsögðu snarhækkuðu þeir ársleiguna fyrir flöskuna, enda einokunarfyrirtæki. Ársleigan var upphaflega 10-11 þúsund, en hækkaði í 15 þúsund við að komast í eigu Ísaga.
Nú ætla ég að skila flöskunni inn og prufa að sjóða með kolsýru. Hafa einhverjir fleiri reynslu af því á svart járn ?

Kv, Stebbi Þ.


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Gas fyrir suðu

Postfrá ivar » 29.nóv 2012, 09:13

Ég hef mikið verið að velta fyrir mér svona málum.

Ég vona að enginn hneikslist á mér en sú leið sem ég hef farið til að fá blandgas inná kút í minni eign er að taka hylki á dagleigu, tengja á milli kútanna og opna báða. Þá lekur frá þeim fulla yfir á þann tóma. Að því gefnu að þú sért með jafn stóra kúta ertu núna með tvo hálffulla.
Borgaðir vissulega slatta fyrir gasið en enga leigu nema í einn eða tvo daga.

Með þessu móti getur þú valið þér hvaða gas þú vilt fá og ég hef verið að nota blandgas, mison18 eða fogon20.
Núna langar mig hinsvegar í Argon kút til að sjóða ál og þá þarf ég að fara að endurtaka leikinn en gæti hugsað mér aðrar aðferðir. Sú sem mér hefur dottið í hug er að nota loftpressu sem er notuð til að hlaða köfunarkúta og tengja eh veginn inntakið á loftpressunni við Argon kút. Þannig væri hægt að nýta allt gasið sem er á kútnum og ekkert færi til spillis. Hægt væri að vera nokkrir í svona aðgerð og færa úr einum 50L kút (Argon eða Mison) yfir á mörg slökkvutækishylki. Ef við sleppum kostnaðnum við dælinguna þá ætti hver kútur núna að vera orðin mjög ódýr.

Látið vita ef einhver vill halda áfram með þessa hugmynd.

Kv. Ívar


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Gas fyrir suðu

Postfrá villi58 » 29.nóv 2012, 09:33

stebbiþ wrote:Hef verið með flösku á leigu núna í nokkur ár. Fékk hana upphaflega hjá Strandmöllen, en nú er Ísaga búin að eignast flöskuna og að sjálfsögðu snarhækkuðu þeir ársleiguna fyrir flöskuna, enda einokunarfyrirtæki. Ársleigan var upphaflega 10-11 þúsund, en hækkaði í 15 þúsund við að komast í eigu Ísaga.
Nú ætla ég að skila flöskunni inn og prufa að sjóða með kolsýru. Hafa einhverjir fleiri reynslu af því á svart járn ?

Kv, Stebbi Þ.

Búinn að vera með kolsýru yfir 30 ár í skúrnum og líkar vel, kolsýra var einu sinni talin betri í boddývinnu en margar blöndur komnar á síðustu áratugum. Var búinn að nota í vinnunni nokkrar tegundir og sá ekki að kolsýra væri neitt verri.
Þetta sníst um hvaða efni þú ert að vinna með hvaða gas hentar best.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Gas fyrir suðu

Postfrá Startarinn » 29.nóv 2012, 10:00

stebbiþ wrote:Nú ætla ég að skila flöskunni inn og prufa að sjóða með kolsýru. Hafa einhverjir fleiri reynslu af því á svart járn ?

Kv, Stebbi Þ.


Ég er búinn að nota kolsýru slökkvitæki við suðuna mína í nokkur ár (skipti ekki einusinni um krana), eini munurinn sem ég finn er að suðan frussar ívið meira. Ég prófaði Mison 2 á suðuna sem ég er með í vinnunni þar sem til stóð að setja ryðfrían vír í hana, þar virðist suðan kaldari en hún var með mison 18
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Gas fyrir suðu

Postfrá Freyr » 29.nóv 2012, 10:20

Ég var með kolsýru um tíma og gafst upp á því, kaldari suður og meira fruss. Slapp svosem til í grófri vinnu en gafst upp þegar ég fór að sjóða í boddýstál. Skipti í mison 18 og það var allt annað líf...


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Gas fyrir suðu

Postfrá stebbiþ » 29.nóv 2012, 12:29

Já, greinilega skiptar skoðanir á ágæti kolsýrunnar. Ég nota mest MIG-vélina í boddýstál og þynnra efni, annars notar maður bara gömlu pinnavélina. Ég væri ekkert að velta þessu fyrir mér ef leigan væri ekki svona há. Helvítis okur og ekkert annað!


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Gas fyrir suðu

Postfrá olei » 29.nóv 2012, 13:34

Blandgasið gefur áferðarfallegri suður við vissar kringumstæður. Ef maður væri mikið að sjóða í boddý eða fínsmíði þá mundi maður líklega vilja hafa það við hendina. Þráðsuður eru síðan æði misjafnar og ef illa gengur kennir maður stundum kolsýrunni um, bara til að komast að því að það var ekki raunin þegar maður kemst í betri suðvél.

Kolsýra er síðan viðurkennt gas við viðgerðir á ýmsum burðarvirkjum og vinnuvélum þannig að málið snýst ekki um að hún sé eitthvað undirmáls varðandi styrk. Þvert á móti raunar.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Gas fyrir suðu

Postfrá olei » 29.nóv 2012, 13:44

stebbiþ wrote:Já, greinilega skiptar skoðanir á ágæti kolsýrunnar. Ég nota mest MIG-vélina í boddýstál og þynnra efni, annars notar maður bara gömlu pinnavélina. Ég væri ekkert að velta þessu fyrir mér ef leigan væri ekki svona há. Helvítis okur og ekkert annað!

Með fullri virðingu fyrir vinum okkar í AGA þá eru einokunartilburðir þeirra vægast sagt þreytandi. Ég hef ekki geð í mér til að skipta við þá og þarf þess ekki sem betur fer.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Gas fyrir suðu

Postfrá Stebbi » 29.nóv 2012, 14:51

ivar wrote:Ég hef mikið verið að velta fyrir mér svona málum.

Ég vona að enginn hneikslist á mér en sú leið sem ég hef farið til að fá blandgas inná kút í minni eign er að taka hylki á dagleigu, tengja á milli kútanna og opna báða. Þá lekur frá þeim fulla yfir á þann tóma. Að því gefnu að þú sért með jafn stóra kúta ertu núna með tvo hálffulla.
Borgaðir vissulega slatta fyrir gasið en enga leigu nema í einn eða tvo daga.

Með þessu móti getur þú valið þér hvaða gas þú vilt fá og ég hef verið að nota blandgas, mison18 eða fogon20.
Núna langar mig hinsvegar í Argon kút til að sjóða ál og þá þarf ég að fara að endurtaka leikinn en gæti hugsað mér aðrar aðferðir. Sú sem mér hefur dottið í hug er að nota loftpressu sem er notuð til að hlaða köfunarkúta og tengja eh veginn inntakið á loftpressunni við Argon kút. Þannig væri hægt að nýta allt gasið sem er á kútnum og ekkert færi til spillis. Hægt væri að vera nokkrir í svona aðgerð og færa úr einum 50L kút (Argon eða Mison) yfir á mörg slökkvutækishylki. Ef við sleppum kostnaðnum við dælinguna þá ætti hver kútur núna að vera orðin mjög ódýr.

Látið vita ef einhver vill halda áfram með þessa hugmynd.

Kv. Ívar


Það gæti hugsanlega hjálpað að frysta tóma kútinn áður en þú færir á milli, gætir náð aðeins meira gasi þannig.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


birgir björn
Innlegg: 75
Skráður: 31.jan 2010, 15:55
Fullt nafn: Birgir Björn Birgirsson

Re: Gas fyrir suðu

Postfrá birgir björn » 16.jan 2013, 11:14

stebbi eg er hjartannlega sammála þér. eg var að borga 8 þúsund fyrir áfyllinguna hjá strandmöllen og fór núna í ísaga og þeir tala um 15 þúsund eg einfaldlega labbaði út þetta er rugl og eg mun ekki vesla við þá


cecar
Innlegg: 19
Skráður: 08.okt 2010, 21:33
Fullt nafn: Frank Höybye

Re: Gas fyrir suðu

Postfrá cecar » 20.feb 2013, 10:50

Ég hef verið að selja kolsýrukúta þegar að ég á þá til, stundum nýja og stundum notaða með 5-6 kg innihaldi.

Kveðja Frank
Slökkvitæki ehf
Helluhrauni 10, Hafnarfirði,
Austurveigi 52, Selfossi.
S: 565-4080

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Gas fyrir suðu

Postfrá Startarinn » 20.feb 2013, 10:57

cecar wrote:Ég hef verið að selja kolsýrukúta þegar að ég á þá til, stundum nýja og stundum notaða með 5-6 kg innihaldi.

Kveðja Frank
Slökkvitæki ehf
Helluhrauni 10, Hafnarfirði,
Austurveigi 52, Selfossi.
S: 565-4080


Gætir þú sett krana fyrir mig á kúta sem ég á til?
Annarsvegar hylki úr lífbát og hinsvegar gamalt kolsýruslökkvitæki
Hvað kostar svoleiðis ef framkvæmanlegt?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 32 gestir