Síða 1 af 1

Klöppin brennur - enginn í hættu

Posted: 24.nóv 2012, 18:47
frá ellisnorra
Algjörlega ójeppatengt.

Í dag þurfti 35 ára gamalt hús að víkja fyrir nýju. Þetta var rúmlega 100 fm timburhús á einni hæð. Kveikt var í því í dag og að því tilefni hélt slökkviliðið reykköfunaræfingu. Þetta hús hét Klöpp og var á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal í Borgarfirði.

Ég tók nokkrar myndir af tilefninu, og langar að sýna ykkur þær hér og tilefnið er hversu virkilega hraðvirkt eyðileggingarafl eldsins er. Það tekur innan við klukkutíma frá því kveikt er í þangað til það hefur algjörlega jafnast við jörðu.

Myndirnar eru í opnu albúmi á facebook og undir þeim eru tímasetningar.

http://www.facebook.com/media/set/?set= ... 397&type=3

Njótið vel og höfum hugfast hversu mikið eyðileggingarafl eldurinn sem við leikum okkur stundum með getur verið.

Re: Klöppin brennur - enginn í hættu

Posted: 24.nóv 2012, 19:39
frá kolatogari
já sæll, maður hefði ekki tíma til að forða sér út úr þessu

Re: Klöppin brennur - enginn í hættu

Posted: 24.nóv 2012, 20:33
frá Stebbi
Kofinn var bara horfinn í bál á 10 mínútum.

Re: Klöppin brennur - enginn í hættu

Posted: 25.nóv 2012, 07:52
frá grimur
Virkilega góð áminning. Takk fyrir þetta innlegg.

Ég hef orðið vitni að eldsvoða sem var ekki planaður.
Húsið var alelda á 5 mínútum frá því að elds varð vart, hrunið á 45 mínútum.
Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hversu hratt þetta gerist og hvernig ástand verður við svona aðstæður nema upplifa það.

Gott að hafa í huga núna þegar jólaskreytingarnar með kertum og dóti fara að detta inn.

Ég vil ekki valda einhverri paranóju, en förum varlega með skreytingarnar og höfum eldvarnir í lagi.

kv
Grímur

Re: Klöppin brennur - enginn í hættu

Posted: 25.nóv 2012, 11:47
frá jongud
Stebbi wrote:Kofinn var bara horfinn í bál á 10 mínútum.


Þetta er svakalegt að sjá.
Bara smá spurningar;
Hvernig kveikuð þið í?
Létuð þið eldinn byrja í öllum herbergjum í einu?
Var mikill vindur?

Re: Klöppin brennur - enginn í hættu

Posted: 25.nóv 2012, 12:16
frá Haffi
jongud wrote:Hvernig kveikuð þið í?
Létuð þið eldinn byrja í öllum herbergjum í einu?
Var mikill vindur?


Ofur við fyrstu myndina í albúminu wrote:11:40 Nokkrum mínútum fyrr var kveikt í, ég veit ekki nákvæmlega hversu mörgum mín eða hvernig nákvæmlega var kveikt í.

Re: Klöppin brennur - enginn í hættu

Posted: 25.nóv 2012, 13:37
frá ellisnorra
jongud wrote:
Stebbi wrote:Kofinn var bara horfinn í bál á 10 mínútum.


Þetta er svakalegt að sjá.
Bara smá spurningar;
Hvernig kveikuð þið í?
Létuð þið eldinn byrja í öllum herbergjum í einu?
Var mikill vindur?


Ég veit ekki alveg hvernig kveikt var í, en sennilega hafa einhver eldhvetjandi efni verið notuð til að ná eldinum af stað, enda var ekkert inn í húsinu.
Mér sýnist að það hafi verið kveikt í í hjónaherberginu, þar sjást eldtungurnar fyrst koma út um gluggann.
Vindur var sáralítill og nánast alveg logn megnið af timanum, eins og sést vel á myndunum.