Síða 1 af 1
Rafgeymar
Posted: 20.nóv 2012, 07:46
frá lc80cruiser1
Sælir félagar,
þarf að kaupa nýja rafgeyma í bílinn hjá mér 100 Amp, hvert er bezt að snúa sér í þessu ?
Re: Rafgeymar
Posted: 20.nóv 2012, 07:57
frá Stebbi
Alla aðra staði en N1/Bílanaust
Re: Rafgeymar
Posted: 20.nóv 2012, 09:15
frá Magni
Fyrir nokkrum árum var ég að endurnýjar rafgeyma 2stk. í 60 cruiser og þá fékk ég ódýrustu geymana í Toyota(já það kom mér líka á óvart) úr 100 cruiser þeir voru 105amp minnir mig. Búinn að athuga hjá þeim.
Re: Rafgeymar
Posted: 20.nóv 2012, 11:19
frá HaffiTopp
Stilling.
Re: Rafgeymar
Posted: 20.nóv 2012, 12:47
frá lc80cruiser1
Toyota á bara 80 amp
Re: Rafgeymar
Posted: 20.nóv 2012, 12:47
frá Freyr
Stebbi wrote:Alla aðra staði en N1/Bílanaust
Má ég spyrja af hverju? Nú er ég með Banner 50 500 frá N1 í mínum jeep og hann er lítið eitt öflugri en geymar frá öðrum í sömu stærð og ég fæ hann á örlítið lægra verði en geyma hjá t.d. rafgeymasölunni og mun ódýrari en hjá skorra. Ég er með 3 ára gamlan banner 50 500 í jeppanum en nú vantar geymi í renault clio sem ég snattast á, var að spá í að kaupa bara nýjann geymi í jeppann og setja þann gamla úr honum í smábílinn og ætlaði mér bara að taka annan eins hjá N1, þarf ég að endurskoða það????
Kv. Freyr
Re: Rafgeymar
Posted: 20.nóv 2012, 13:06
frá s.f
Mekonomen
Re: Rafgeymar
Posted: 20.nóv 2012, 13:19
frá HaffiTopp
Freyr wrote:Stebbi wrote:Alla aðra staði en N1/Bílanaust
Má ég spyrja af hverju? Nú er ég með Banner 50 500 frá N1 í mínum jeep og hann er lítið eitt öflugri en geymar frá öðrum í sömu stærð og ég fæ hann á örlítið lægra verði en geyma hjá t.d. rafgeymasölunni og mun ódýrari en hjá skorra. Ég er með 3 ára gamlan banner 50 500 í jeppanum en nú vantar geymi í renault clio sem ég snattast á, var að spá í að kaupa bara nýjann geymi í jeppann og setja þann gamla úr honum í smábílinn og ætlaði mér bara að taka annan eins hjá N1, þarf ég að endurskoða það????
Kv. Freyr
Manni hefur sýnst að N1 hugsi ekkert um geymana hjá sér og þeir verða fljótt lélegir eða hreinlega ónýtir þegar fólk fer að nota þá. Á kannski ekki við um alla rafgeyma frá þeim. Þannig að fólk getur verið misheppið með geymana frá þeim.
Re: Rafgeymar
Posted: 20.nóv 2012, 13:21
frá bjornod
http://rafgeymar.is/Munur á rafgeymasölum og stórmörkuðum er sá að rafgeymar hjá rafgeymasölum eru þjónustaðir rétt fyrir sölu. Þ.e endingin er hámörkuð. Þú veist ekkert um það hversu lengi rafgeymar hafa setið í hillunni hjá stórmörkuðum.
Svo er oftast boðið upp á góða þjónustu hjá rafgeymasölum.
Re: Rafgeymar
Posted: 20.nóv 2012, 13:28
frá GísliG
Athugaðu með rafgeymana hjá Bauhaus, 95 amp geymar á ca 25 þ..
Kv - Gísli
Re: Rafgeymar
Posted: 20.nóv 2012, 15:21
frá Hjörturinn
Benni er líka með þokkaleg verð minnir mig.
Re: Rafgeymar
Posted: 20.nóv 2012, 17:51
frá Big Red
Automatic er með ódýra og góða rafgeyma
Og N1 smyr frekar mikið á rafgeyma getur fengið 50 500 banner mikið ódýrari allstaðar annarstaðar
http://automatic.is/
Re: Rafgeymar
Posted: 20.nóv 2012, 18:01
frá Startarinn
Freyr wrote:Stebbi wrote:Alla aðra staði en N1/Bílanaust
Má ég spyrja af hverju? Nú er ég með Banner 50 500 frá N1 í mínum jeep og hann er lítið eitt öflugri en geymar frá öðrum í sömu stærð og ég fæ hann á örlítið lægra verði en geyma hjá t.d. rafgeymasölunni og mun ódýrari en hjá skorra. Ég er með 3 ára gamlan banner 50 500 í jeppanum en nú vantar geymi í renault clio sem ég snattast á, var að spá í að kaupa bara nýjann geymi í jeppann og setja þann gamla úr honum í smábílinn og ætlaði mér bara að taka annan eins hjá N1, þarf ég að endurskoða það????
Kv. Freyr
Ég setti Banner geymi í mótorhjól sem ég smíðaði, hann entist í rétt rúmt ár, ég fékk geymi hjá Rafgeymasölunni síðast, það er ekki kominn reynsla á hann ennþá.
En báðir geymarnir eru 18 Ah, hjólið sem vélin kom úr var með 10 eða 12 Ah geymi, svo ég taldi mig góðan með yfirstærð
Re: Rafgeymar
Posted: 20.nóv 2012, 20:33
frá Stebbi
Freyr wrote:Stebbi wrote:Alla aðra staði en N1/Bílanaust
Má ég spyrja af hverju? Nú er ég með Banner 50 500 frá N1 í mínum jeep og hann er lítið eitt öflugri en geymar frá öðrum í sömu stærð og ég fæ hann á örlítið lægra verði en geyma hjá t.d. rafgeymasölunni og mun ódýrari en hjá skorra. Ég er með 3 ára gamlan banner 50 500 í jeppanum en nú vantar geymi í renault clio sem ég snattast á, var að spá í að kaupa bara nýjann geymi í jeppann og setja þann gamla úr honum í smábílinn og ætlaði mér bara að taka annan eins hjá N1, þarf ég að endurskoða það????
Kv. Freyr
Eftir að hafa keypt 3 rafgeyma þar í 2 bíla á 4 árum þá sá ég það að maður er með betri líkur á því að vinna í lottó með eina röð en að fá geymir í topp standi úr hillunum þarna. Búin að kaupa 2 Varta og 1 Banner og Bannerinn var með slappt start þegar hann fór í. Þorði ekki öðru en að láta bílinn hlaða hann í klukkutíma og setja svo tæki á hann yfir nóttina til að gefa honum alla þá hleðlsu sem hann þurfti.
Fyrri Varta geymirinn var ágætur í 2 ár en svo fór hann að verða slappur í frosti, sá seinni sem fór í sama bíl dugaði í 1 og hálft ár og fór þá að vera til vandrǽða og sýnir núna einhverja þá furðulegustu hegðun sem ég hef séð af rafgeymi.
Re: Rafgeymar
Posted: 20.nóv 2012, 20:38
frá Freyr
Þakka ykkur fyrir svörin, mun versla við rafgeymasöluna eða skorra. Eru annars fleiri sérhæfðir rafgeymasalar hérna á höfuðborgarsvæðinu?
Re: Rafgeymar
Posted: 20.nóv 2012, 21:33
frá lc80cruiser1
Vopni toppmaður mælir með Skorra, skoða þetta á morgun. Skipti ekki við Kristján Arason í N1.
Re: Rafgeymar
Posted: 22.nóv 2012, 19:20
frá ellisnorra
svopni wrote:Ætla að skrifa hérna inn fyrir hönd okkar Björgvins. Hann fór í Skorra þar sem nýjum geymum var smellt í Cruiserinn. Það vill ekki betur til en svo að bíllinn tekur ekkert start með nýju geymana. Allt virðist virka eðlilega nema að bíllinn startar ekki bofs. Hann fékk Vöku til að koma með bílinn uppí Toyota um hádegi í gær og keyrði burt á honum um hádegi í dag. Fyrst var skipt um snertur og kólf í startaranum en ekki dugði það til. (Gömlu snerturnar voru þó komnar á tíma). Þá var farið í að rekja og bilunin reyndist vera í fuseble link (grænn vír með boltaskóm á báðum endum) sem liggur frá geymi í startpung. Það sást ekkert á kápunni en vírinn var í sundur inní henni. Hefur verið orðinn tæpur og farið endanlega þegar hann fékk almennilegan straum frá nýju geymunum.
Eða að hann hafi farið í sundur þegar var verið að eiga við geymasamböndin.
Ég hef lent í að laga svona bilun í 80 krúser en þá hætti hann að hlaða og svona fusable link var meinið. Mikið fjandi var ég lengi að finna út úr því þar sem ég vissi ekki af þessu fáránlega öryggi :)
Re: Rafgeymar
Posted: 22.nóv 2012, 20:02
frá lc80cruiser1
Ég vil þakka Toyota fyrir frábæra þjónustu, bíllinn var tekinn strax inn á verkstæði og unnið að því að rekja bilunina.
Ég mæli eindregið með þessu frábæra umboði öll þjónusta og svör voru til hreinnar fyrirmyndar og fór Vopni þar fremstur í flokki.
Toyota tákn um gæði
Re: Rafgeymar
Posted: 23.nóv 2012, 00:20
frá Fordinn
Keypti 2 geyma i rafgeymasölunni í hfj, fyrir ca 5 árum.... þeir virka enn mjög vel og þetta er bíll sem þarf sitt rafmagn í startið, ford 7,3 powerstroke.....
Re: Rafgeymar
Posted: 23.nóv 2012, 01:00
frá DABBI SIG
Get tekið undir með þeim sem nefna Rafgeymasöluna og Skorra.
Það á klárlega að versla við þá sem sérhæfa sig í hlutunum og þetta á við um fleira en rafgeyma.
Ég gerði einu sinni þau mistök að versla geyma í N1(vegna þess að ég fékk hann á mjög góðu verði) og geri það ekki aftur.
Það virðist ekki skipta höfuðmáli hvað stendur utan á þessum geymum heldur aðallega meðferðina sem þetta fær og sérstaklega fyrir sölu.
Þeir hjá Rafgeymasölunni HFJ fara vel yfir þá geyma sem þeir selja og þú ert öruggur með að fá geyma í toppstandi frá þeim. Mögulega gæti verið að maður borgi einhverja þúsundkalla meira, en það er þess virði þegar þú deilir því niður á árafjöldann sem þeir endast. Sömuleiðis fær maður líka topp þjónustu þar!
Svo er það hinsvegar annar handleggur að fara vel með rafgeymana eftir að maður er búinn að versla þá. Það getur skipt máli að athuga með vatn á þeim ásamt því að reyna forðast í lengstu lög að láta spennu falla(eins og að gleyma ljósi yfir nótt) og þá sérstaklega í lengri tíma. Sömuleiðis að hafa í huga að í miklu frosti er rýmd geyma töluvert minni og þ.a.l. öll rafmagnsnotkun við og fyrir kaldstart ekki góð fyrir rafgeyma.
Re: Rafgeymar
Posted: 23.nóv 2012, 07:00
frá Gulli J
Ég versla alltaf við Rafgeymasöluna í Hafnarfirði, frábær þjónusta, ef það eru einhver vandamál þá mæla þeir geyma eða hleðslu frítt og líka ef geymirinn gal tæmist þá koma þeir honum í gang fyrir ekki neitt.
Það hvarlar ekki að mér að fara annað til að kaupa geymir þó svo ég gæti kannski sparað nokkrar krónur á því.
Re: Rafgeymar
Posted: 24.nóv 2012, 11:45
frá Eggert
Re: Rafgeymar
Posted: 24.nóv 2012, 18:23
frá JóiE
Ég hef nú ekki séð þá ódýrari en í Múrbúðinni.
Re: Rafgeymar
Posted: 26.nóv 2012, 16:50
frá íbbi
BANNER geymarnir frá N1 hafa reynst mér vægast sagt hörmulega, versla eingöngu í rafgeymaþjónustuni
Re: Rafgeymar
Posted: 26.nóv 2012, 20:14
frá lc80cruiser1
Selur Rúmfatalagerinn rafgeyma
Re: Rafgeymar
Posted: 26.nóv 2012, 22:58
frá HaffiTopp
lc80cruiser1 wrote:Selur Rúmfatalagerinn rafgeyma
Ef ekki má alltaf fá þá úr bílum starfsmanna :P
Re: Rafgeymar
Posted: 26.nóv 2012, 23:12
frá kolatogari
Ég hef alltaf keypt Turdor geima hjá Sólningu, man ekki hvað umboðið heitir, en það er uppá höfða, sömu götu og stilling. Þeir hafa allavega enst þessi 5 ár sem ég hef átt þá, veit ekki hvort þeir séu ennþá í bílnum, þar sem ég seldi hann. Mjög góðir geimar á þolanlegu verði þar á ferð.
Re: Rafgeymar
Posted: 27.nóv 2012, 00:06
frá Freyr
kolatogari wrote:Ég hef alltaf keypt Turdor geima hjá Sólningu, man ekki hvað umboðið heitir, en það er uppá höfða, sömu götu og stilling. Þeir hafa allavega enst þessi 5 ár sem ég hef átt þá, veit ekki hvort þeir séu ennþá í bílnum, þar sem ég seldi hann. Mjög góðir geimar á þolanlegu verði þar á ferð.
Það er Skorri.
Re: Rafgeymar
Posted: 22.jan 2013, 23:29
frá Bergthor93
svopni wrote:Ætla að skrifa hérna inn fyrir hönd okkar Björgvins. Hann fór í Skorra þar sem nýjum geymum var smellt í Cruiserinn. Það vill ekki betur til en svo að bíllinn tekur ekkert start með nýju geymana. Allt virðist virka eðlilega nema að bíllinn startar ekki bofs. Hann fékk Vöku til að koma með bílinn uppí Toyota um hádegi í gær og keyrði burt á honum um hádegi í dag. Fyrst var skipt um snertur og kólf í startaranum en ekki dugði það til. (Gömlu snerturnar voru þó komnar á tíma). Þá var farið í að rekja og bilunin reyndist vera í fuseble link (grænn vír með boltaskóm á báðum endum) sem liggur frá geymi í startpung. Það sást ekkert á kápunni en vírinn var í sundur inní henni. Hefur verið orðinn tæpur og farið endanlega þegar hann fékk almennilegan straum frá nýju geymunum.
BumpÞað er búið að vera vandamál með Hiluxinn hjá mér 2.8 dísel,Byrjaði á laugardaginn þegar ég var að koma úr vinnu.Ég starta bílnum og hann ríkur í gang eins og alltaf án vandræða en svo gleymi ég dóti inní vinnu og drep á bílnum og stekk inn að ná í það svo þegar ég starta bílnum þá fór hann ekki í gang.startarinn snérist ekki (lýsti sér eins og hann væri bara straumlaus) En ég reyndi að gefa honum start og það dugði ekki til.Þannig ég dró hann í gang og ætlaði bara kíkja á þetta á sunnudeginum.Ég reif startarann úr og athugaði snerturnar,Kólfinn og kolinn það var nóg eftir af þeim öllum en ég skipti um snerturnar og pússaði aðeins kólfinn.Setti startarann í og bíllin rauk í gang.Svo gerðist þetta bara aftur 15min seinna þegar ég var búinn að drepa á bílnum.Ég prufaði að starta 3-4x og þá kom steikingarlykt og fjör.ég athugaði tengingar og pússaði upp tenginn a startaranum en hann er alveg eins.kíkti svo á bílinn aftur í kvöld og hreinsaði pólana á geyminum og mældi geymana þá voru þeir 11volt og 3volt þegar ég starta.Það sem ég er að velta fyrir mér er hvað hefur verið að steikjast þegar hann vildi ekki fara í gang.Hvort það séu bara geymarnir sem eru ónýtir eða hvort það geti verið að fuseble kapallinn sé einhvað lélegur,Eins og Svopni talar um í póst hér fyrir ofan.
Er það ekki bara skorri og rafgeymasalan sem halda efstu sætunum í þessum rafgeymabransa.
Re: Rafgeymar
Posted: 23.jan 2013, 03:52
frá lecter
Eg kaupi ekki Banner rafgeyma allt annað ,,
reindar kaupi ég rafgeyma hja Automatic sem er i gamla virnets husinu neðst á smiðjuveginum
ég fæ geyma á finu verði þar
Re: Rafgeymar
Posted: 23.jan 2013, 07:42
frá Dúddi
Ég hef töluverða reynslu af Banner geymum, notaðir í 80 cruiser og þeir bílar ganga mjög mikið hægagang með mikið af ljósum, spilið er notað alla daga og í allt og einu geymarnir sem voru að endast voru Banner 60033 og 60032. Kaupi sjálfur ekki annað.
Re: Rafgeymar
Posted: 23.jan 2013, 10:25
frá Heiðar Brodda
Kaupi eingöngu banner virka mjög vel er með 4runner bensín og slatta af ljósum kv Heiðar Brodda