Síða 1 af 1

Hitavandamál

Posted: 19.nóv 2012, 02:14
frá -Hjalti-
Var að skipta um 2,8 nissan mótor í jeppanum hjá mér því að olíuverkið og turbínan voru orðinn svo slitinn í þeim gamla.
Ég verslaði annan 2.8 nissan mótor sem var auglýstur hérna á spjallinu til sölu og átti að vera í lagi og uppgerður og því auðveldara að swappa inn heilum góðum mótor í stað þess að gera við gamla.
Helgin fór í vélaskipti , vélinn virkar fínt og ekkert vesen fyrir utan að hann hitnar í keyrslu, (er fínn í hægagangi ) en um leið og keyrt er af stað þá stígur hitamælirinn upp í 3/4 og útá þjóðveg þá fer hann í botn.
Ég er 100% viss um að ég hafi lofttæmt allt kerfið , hann tapar heldur ekki vatni eða reykir með þessu og það bublar heldur ekki í vatnskassanum við inngjöf.

Er eitthvað sem ykkur dettur í hug annað en ónytt hedd / pakkning ??

Patrol brandarar vinsamlegst afþakkaðir :)

Re: Hitavandamál

Posted: 19.nóv 2012, 02:34
frá S.G.Sveinsson
ónýt vatsdæla er ódýrara en hedpakning (alavegana í 300 tdi ) svo er altaf möguleiki á að vatnslásinn sé ekki að oppna nóg

Re: Hitavandamál

Posted: 19.nóv 2012, 05:55
frá cameldýr
Ef hann tapar örugglega ekki dropa af vatni, þá dettur mér í hug að vatnslásinn opni ekki, stíflaður vatnskassi, eða að viftukúplingin sé hætt að virka.

Re: Hitavandamál

Posted: 19.nóv 2012, 06:46
frá jongunnar
Ef það fylgir þessu engin gufa eða vatnstap er þá nokkuð að sjóða á honum? þarf ekki bara að skipta um hitafölerinn? Ég spyr bara vegna þess að hann var ónýtur á mínum bíl.

Re: Hitavandamál

Posted: 19.nóv 2012, 11:41
frá Grímur Gísla
BYRJA Á AÐ VÍXLA HITAÞREIFARANUM ÚR GÖMLU VÉLINNI YFIR Í NÝJU, EÐA OHM MÆLA ÞÁ SJÁ HVORT ÞEIR ERU MEÐ SAMA VIÐNÁM.. SÍÐAN SKIFTA ÚT VATNSLÁSNUM, EÐA ÖFUGT EFTIR ÞVÍ HVORT ER AUÐVELDARA.

Re: Hitavandamál

Posted: 19.nóv 2012, 15:55
frá hrappatappi
Ég myndi bara byrja á því að taka vatnslásinn úr og keyra hann aðeins þannig og sjá hvað gerist. Ef að vandamálið lagast ekki þá gæti ég trúað að að viðhaldið á vélinni hafi ekki verið got hvað kælivatnið varðar og að vatnsgangarnir séu hreinlega fullir af skít og riði. Ég hef séð það gerast.

Re: Hitavandamál

Posted: 19.nóv 2012, 22:49
frá Izan
Sælir.

Mér var einhverntíma sagt að í Patrol væri allt fyrir aftan viftuspaðann ónýtt en ég hef meiri trú að viftuspaðinn sé oft vandamálið og eyðileggi það sem fyrir aftan hann er. Getur verið að viftan sé ekki að blása nógu miklu lofti í gegnum vatnskassann. Hún þarf að virka nokkuð vel, eiginlega bara ljómandi vel.

Hitnar hann í lausagangi eða bara í miklu átaki?

Kv Jón Garðar

Re: Hitavandamál

Posted: 19.nóv 2012, 23:06
frá Hfsd037
Izan wrote:Sælir.

Mér var einhverntíma sagt að í Patrol væri allt fyrir aftan viftuspaðann ónýtt en ég hef meiri trú að viftuspaðinn sé oft vandamálið og eyðileggi það sem fyrir aftan hann er. Getur verið að viftan sé ekki að blása nógu miklu lofti í gegnum vatnskassann. Hún þarf að virka nokkuð vel, eiginlega bara ljómandi vel.

Hitnar hann í lausagangi eða bara í miklu átaki?

Kv Jón Garðar



Hann er með full time rafmagnsviftu