Vandræðalegt!

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2491
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Vandræðalegt!

Postfrá hobo » 01.júl 2010, 10:00

Hvað er það vandræðalegasta sem menn hafa lent í á sínum bílum?

Sjálfum tókst mér einu sinni að hvolfa subaru út í skurð á þjóðvegi 1 í Borgarfirði og þurfti að skríða út um skottið á meðan vitnin fylgdust með, gapandi af undrun eins og væri verið að sjá kálf fæðast í fyrsta sinn.




steinarxe
Innlegg: 195
Skráður: 09.mar 2010, 21:16
Fullt nafn: Steinar Amble Gíslason

Re: Vandræðalegt!

Postfrá steinarxe » 01.júl 2010, 11:30

hehe tók micruna frá systur minni og skellti utaní hornstaur og síðan útí skurð:)

User avatar

EBG
Innlegg: 53
Skráður: 26.apr 2010, 21:48
Fullt nafn: Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson
Staðsetning: Reykjanesbær

Re: Vandræðalegt!

Postfrá EBG » 01.júl 2010, 13:05

Ég fór á rúntinn á Saabinum hans afa án þess að hafa gert tékk á því hvernig handbremsan virkaði og ætlaði að taka svaka tilþrif í beygju og ríf í handbremsuna sem að sjálfsögðu er á framhjólunum á Saab og þrusaði á kantstein og braut undan hægra framhjólið og slasaði næstum farþegan frammí þar sem sætið brotnaði líka... Þetta gerðist jú auðvitað á miðjum gatnamótum seinnipart dags og maður var frekar mikið fyrir annari umferð!
Kv.
Eyjólfur


lukku.laki
Innlegg: 33
Skráður: 01.feb 2010, 01:37
Fullt nafn: Daði Rafn Brynjarsson
Staðsetning: hveragerði

Re: Vandræðalegt!

Postfrá lukku.laki » 02.júl 2010, 00:44

bakkaði á pickup-inn hjá stóra bróður mínum
toyota hilux 38'' 1990 (í uppgerð)
opel vectra 2.0 D 2000 (í notkun)


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Vandræðalegt!

Postfrá Izan » 02.júl 2010, 01:43

Úff það er svo markt.

Fyrir tæpu ári mátti ég koma bílnum út í vegkantinn og drífa mig út til að elta uppi afturdekk sem hafði tekið framúr mér til að forða því frá árekstri við bíl sem var að koma upp brekkuna. Ég mátti hlaupa eins og geðsjúklingur til að ná dekkinu og það tókst. En vandræðalegt var það.

Kv Jón Garðar


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Vandræðalegt!

Postfrá juddi » 02.júl 2010, 08:46

Ætlaði að slæda stóra Bronco í Beygjuni fyrir ofan Hlégarð en þar sem beygjan hallaði út og h/afturdekkið var ekki fullpumpað og náði því gripi velti ég kagganum
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Vandræðalegt!

Postfrá jeepson » 02.júl 2010, 12:25

Það er nú ansi mögt vitleysan sem að maður hefur gert. En ætli það sem standi nokkuð uppúr sé ekki þegar ég var að ferja camaro druslu sem að ég átti frá seyðisfirði til hornafjarðar. Félagi minn var með mér á öðrum bíl og þetta var í desember. Camaro druslan var á frekar lélegum dekkjum og við fengum lánuð dekk til að koma honum á áfangastað... Þegar við vorum komnir vel útfyrir fáskrúðsfjörð þá tek ég frammúr 2 flutningabílum og mæti lögguni í leiðnni á altof miklum hraða. fljótlega eftir það sé ég að það flýgur eitthvað krómað frammúr mér. Þá var það felguró sem flaug. um leið og hún flaug þá tók framdekkið frammúr mér líka. Félagi minn sagði að þetta hafi verið eins ó bíó mynd. Það stóðu neistarnir afturúr bílnum. bremsudiskurinn kláraðis nánast að hlutatil. og framstuðarinn var rétt að byrja að étast upp þegar bíllinn loksins stoppaði.. Ég husa að flutningabílstjórarnir hafi hlegið vel þegar þeir keyrðu svo frammúr mér. Framhjólið fanst útí sjó og varð ég að vaða á eftir því og beið svo með bílinn á hægagangi í 3 tíma á meðan var verið að finna framhjólið, redda róm og láta umfelga annað dekk á bílinn. Þegar svo loks var komið uppí lón og ekki nema kanski 30km eftir af ferðinni, ákvað bensíndælan að gefa upp öndina. bíllinn var sóttur næsta dag og dregin heim og þá sprakk afturdekk. Það má nú segja að þessi ferð hafi aldeilis verið vesen. Því ekki mátti drepa á drusluni því hann hlóð varla. Alt rafkerfið var í fokki. Bíllinn var eins og sannur gm bíll. alt bilað :p En ég get ekki ímyndað mér hvað flutningabílstjórarnir hafa hlegið mikið af mér þegar þeir fóru framhjá eftir að hjólið flaug undan. En druslan komst þó á áfangastað. Og alt endaði vel.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Magnús Þór
Innlegg: 121
Skráður: 24.apr 2010, 15:13
Fullt nafn: Magnús Þór Árnason

Re: Vandræðalegt!

Postfrá Magnús Þór » 05.júl 2010, 21:09

Þegar að við vorum að keyra með kerru í vinnunni og kerru dekkið ákvað að yfirgefa samkomuna og kom skoppandi frammúr okkur.


lillikr
Innlegg: 2
Skráður: 20.júl 2010, 00:59
Fullt nafn: Guðmundur kr Ragnarsson

Re: Vandræðalegt!

Postfrá lillikr » 20.júl 2010, 01:18

það vandræðanlegasta sem ég hef séð er að það var jeppi að draga kerru sem var með sæmilegri svona sóma trillu á og einhverrahlutavegna losnaði kerran úr bílnum og tók strax stefnuna á hina akgreinina og tók frammúr manninum sem var að draga þessa kerru hef ekki séð bæði vandræðanlegri og fyndin svip á manni fyrr og síðar


SverrirO
Innlegg: 74
Skráður: 01.feb 2010, 23:45
Fullt nafn: Sverrir Ormsson

Re: Vandræðalegt!

Postfrá SverrirO » 20.júl 2010, 13:21

Var í lúgu á Aktu-Taktu á eitthverri hraðferð, það var bíll á undan mér þannig ég ákvað að bakk hressilega leit í alla speigla á upphækkuðum hilux sá engan þannig það var bara gefið í endaði ég uppá húddinu á Hondu Civic....

Núbúinn að kaupa mér Camaro ss svakasáttur með fullan bíl af farþegum skelli bílnum í drift á eitthverjum gatnamótonum og dúndra uppá kannt og á grindverk ;P millimeter frá ljósastaur

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Vandræðalegt!

Postfrá Óskar - Einfari » 20.júl 2010, 14:09

Eitt sinn á leiðinni frá húsafelli á langjökul á gömlum 35" Hilux. Þegar við nálgumst jökulinn byrjar að bera á snjó í förunum og bíllin fer að eiga bágt með að komast áfram.... ég stekk út og hleypi úr... allt gengur vel upp að jökli. Það var harðfenni á jöklinum en ég þurfti samt að hleypa mikklu meira úr heldur en hinir til að komast áfram. Fórum upp á hábungu án nokkura vandræða. Snerum við þar í blindaþoku. Annars ágætu veðri. Héldum inn í kaldadal þar sem var aðeins dýpri snjór og enn þurfti ég að hleypa úr og gekk eitthvað illa þangað til að ég á endanum var alveg stopp og alveg hættur að skilja hvað var í gangi. Fer út að skoða, moka pínu og mæli loftið sem var komið niður í 2 psi... sé þá að önnur driflokan var ekki á.... ég hafði semsagt keyrt upp á langjökul og inn í kaldadal í afturdrifinu á ólæstum bíl..... ég setti í lokuna, henti skóflunni inn í bíl og keyrði af stað....
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2491
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Vandræðalegt!

Postfrá hobo » 20.júl 2010, 14:47

Haha þetta eru góðar sögur!


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: Vandræðalegt!

Postfrá dabbigj » 24.júl 2010, 14:03

lillikr wrote:það vandræðanlegasta sem ég hef séð er að það var jeppi að draga kerru sem var með sæmilegri svona sóma trillu á og einhverrahlutavegna losnaði kerran úr bílnum og tók strax stefnuna á hina akgreinina og tók frammúr manninum sem var að draga þessa kerru hef ekki séð bæði vandræðanlegri og fyndin svip á manni fyrr og síðar



Sá svipað í kópavogshöfn um daginn, tveir gamlir karlar voru að sjósetja trillu á á jeep cheeroke og mér finnst aftanívagninn vera svona í stærra lagi fyrir þennan bíl og fylgist með nema hvað allt gengur ágætlega þangað til að þeir koma í rampinn og vagninn hreinlega lyftir afturhjólunum á jeppanum upp og upphefst óttalegt fát í bílnum og kerran dregur bílinn niður rampinn þangað til að trillan lendir í sjónum.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Vandræðalegt!

Postfrá StefánDal » 24.júl 2010, 15:43

Fyrsti jeppinn var blæju Willys ´64 með 350 og á 36". Mér tókst að gera allskonar gloríur og klúðra öllu mögulegu en þetta er mér minnis stæðast. Það var semsagt þannig að skiptibrakketið bilaði og því var reddað með stál vír sem gekk niður í gegnum gat í gólfinu og í skiptinguna. Svo eins og gömlum Willys sæmir þurfti að setja hann í hlutlausann í gegnum beygjur og ef hann átti að vera í gangi alla leið í gegnum beygjuna, þurfti maður að gefa honum í frekar taktfast. Nema hvað að ég kem að beygju í möl og ætla að skipa í N og rek hann óvart í bakk og gef honum hressilega og það fer allt í spól afturbak á ca. 70-80km hraða. Mér dauðbrá og hélt að allt væri komið í steik en 400 skiptinginn kvartaði aldrei og hélt bara áfram.

Svo var það líka eitt skiptið sem ég var í ferð á honum (þá með æfingarakstur) með 38" patrol, 38" Hilux, 35" Pajero og fleiri slíkum bílum. Við vorum að keyra eftir langri snjó breiðu sem hækkaði í fell eftir 2-3km. Ég var búinn að leika mér að því að keyra í kringum þá og fram og aftur því ég náði að fleyta á meðan þeir þurftu að hjakka, það var semsagt frekar þungt færi. Svo bruna ég upp á fellið og sé að þeir eru allir að hjakka og vesenast aðeins neðar. Fer þá niður og stilli mér upp við hliðina á þeim ógeðslega montinn og gef allt í botn og ætla að röra upp þessa brekku. Þá fer Willysinn bara niður en ekki áfram og leggst alveg á kviðinn meðan grútarbrennararnir lulla upp.
Þarna var maður ungur og æstur og það versta var að þetta náðist allt á mynd...

Hér var allt voða gaman og eintóm gleði (bensín líterinn ný kominn í 100 kall)
Image
Hér var það svo sem ég gróf hann niður
Image
Og hér særðist stoltið all verulega...
Image

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Vandræðalegt!

Postfrá jeepcj7 » 25.júl 2010, 18:11

Bjarka hefur ekki leiðst þetta. :)
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Vandræðalegt!

Postfrá StefánDal » 26.júl 2010, 03:58

jeepcj7 wrote:Bjarka hefur ekki leiðst þetta. :)


Ó nei...

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2491
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Vandræðalegt!

Postfrá hobo » 23.mar 2013, 17:49

Jæja er ekki eitthvað vandræðalegt búið að gerast síðustu 3 ár?


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Vandræðalegt!

Postfrá Haukur litli » 23.mar 2013, 20:17

Það gerðist á bíladögum 2006 rétt eftir hádegi. Ég var að rúnta á rauða þriggja dyra '98 Golfinum mínum. Tónlistin í botni, hörku sólskin og allir í hörku fíling. Kúpla fyrir utan Café Amour, þar sem allt var fullt af fólki, til að hægja á mér útaf umferð.

Ætla aftur af stað og ekkert gerist. Bíllinn vildi ekki aftur af stað og kúplingspedalinn var á gólfinu. Ýtti bílnum úti í skot rétt hjá Amour, samt þannig staðsettur að allir sem rúntuðu keyrðu framhjá honum.

Ég kom svo eftir dyravörsluvaktina með félögum mínum til að draga hann heim á Hiluxinum. það var svoleiðis búið að æla og míga á Golfinn, og rassaför á húddinu.

Lenti líka í því á þessum Hilux að ég kom i beygju niðri í miðbæ og missi stjórn á bílnum í hálku á ónegldum en skornum dekkjum. Hafði sett hann í afturdrifið vegna þurrs malbiks á kafla og var að drífa mig. Kem í þessa beygju og hélt að ég væri í 4x4, missti rassgatið framúr mér og snerist 4 sinnum í átt að lögðum bílum. Hélt að ég myndi rústa nýlegum Legacy. For út og sá að dráttarkúlan hafði skafið snjó af húddinu á Legacyinum, en var sem betur fer 3 cm yfir húddinu sjálfu. Ég fékk næstum hjartaáfall og ekki hjálpaði að allir leigubílstjórarnir og bíógestirinir sáu þetta.

User avatar

ssjo
Innlegg: 56
Skráður: 05.apr 2010, 10:27
Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík

Re: Vandræðalegt!

Postfrá ssjo » 23.mar 2013, 21:38

Kann eina aulasögu af vini mínum sem átti stuttan starfsferil sem bílasali. Hann prufukeyrði Blaser eða álíka bíl og tók smá rúnt í átt að Breiðholtinu. Á móts við gamla Fáksheimilið, þar sem nú er Atlantsolíustöð og veitingastaður, ákvað hann að skella sér yfir eyjuna á milli akreinanna. Bleyta og drulla urðu þess valdandi að henn festi trukkinn á umferðareyjunni. Eftirleikurinn hefur ekkert mikið verið ræddur en þar komu við sögu lögregla og dráttarbíll.

User avatar

Morte
Innlegg: 129
Skráður: 03.jan 2011, 17:00
Fullt nafn: Hjalti Örn Jónsson

Re: Vandræðalegt!

Postfrá Morte » 24.mar 2013, 04:04

Fyrir nokkrum árum er ég var að koma heim úr vinnunni febrúarmorgun að þá kem ég frekar hratt inní innkeyrsluna heima haldið þá ekki að það er smá hálka í innkeyrslunni og ég klessi aftan á hinn bílinn minn sem rennur á 3. bílinn minn. ég var ekki í belti og loftpúðinn springur og ég rotast, Nágranninn minn sér þetta og hringir á lögregluna, löggan kemur, ég enn í bílnum hálf vankaður og setur mig í járn á meðan ég er látinn blása, ekkert mælist nátturlega og ég settur í blóðprufu. tjónið var upp á marga þúsara og stoltið sært. enn í dag er ég hitti þessar löggur gera þeir enn grín af mér og nágrannin hlær alltaf er hann sér mig.
pajero stuttur .35"
Sidekick 1995. 33" seldur
4Runner 1990. 38" seldur
Montero 2001. 31" seldur
Sidekick 1992 á 33" seldur
Grand vitara 1999 á 33"seldur
Cheeroke 1998 á 38" seldur
Trooper 1999 seldur

User avatar

bennzor
Innlegg: 36
Skráður: 30.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Benedikt Bj. Kristjánsson
Bíltegund: '91 Explorer
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Vandræðalegt!

Postfrá bennzor » 24.mar 2013, 21:12

Var á leið til vinnu einn laugardagsmorgun og þegar ég keyri upp ártúnsbrekkuna heyri ég allt í einu skruðningar og kjölfarið smá dynk, c.a. sekúndu seinna kom stærri dynkur og rassgatið á jeppanum hentist upp og út í kant, næsta sem ég sé þegar út í kantinn er komið er að afturdekkið er ennþá skoppandi og fer yfir allar akreinar og stoppar í brekkunni við húsgagnahöllina. Þakka enn í dag að þetta var fyrir kl.8 á laugardagsmorgun að það var nánast eingin umferð, einn sem kom á móti og sá greinilega hvað var í gangi.

Annars lenti ég í frekar vandræðalegu um daginn, fór með bílinn í skoðun eftir að hafa verið stopp í nokkra mánuði og mig langaði einna helst að skríða bara ofaní holu, ekki nóg með að það voru 11 krossar á plagginu þá þurfti kagginn að fá start inn í miðri stöð...


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Vandræðalegt!

Postfrá Dodge » 25.mar 2013, 12:35

Festi raminn minn og þurfti að fá land rover til að kippa mér upp... gerist varla vandræðalegra :D

User avatar

jongud
Innlegg: 2628
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Vandræðalegt!

Postfrá jongud » 25.mar 2013, 13:21

Ákvað að taka einn sunnudagsrúnt upp á Fljótsdalsheiði fyrir 15 árum síðan á mínum Hilux í lok febrúar. Fínt veður og allt það. Einn grjótharður skafl við Grenisöldu og annars enginn snjór á upphækkuðum veginum fyrr en inni við Laugarfell. Þar fór maður niður brekkuna (mistök nr1) og þar var leiðinda skel og sykur undir. Ákveðið að snúa við enda einbíla.
Miðaði vinstra megin við stiku neðst í brekkunni (mistök nr2) og Lúxinn sökk að framan.
Út með skófluna og byrjað að moka enda átti maður jú að vera á veginum. En eftir smá mokstur var driflokan við hliðina á mér í augnhæð. Vegurinn var sem sagt hægra megin við stikuna.
NMT síminn var þá gripinn og gengið upp á Laugarfellið og hringt í kunningja á Hallormsstað. Hann kemur, en er þá grútsyfjaður enda var hann á Þorrablóti um nóttina.
Hann var á öflugri Lúxa en þegar hann ætlaði að taka hring í kringum mig þá hætti hann við.
Svo þegar hann er búinn að kippa mér upp og ég búinn að paufast yfir Laugarfellið má mætum við FÓLKSBÍL við fjallsræturnar.
Verstu mistökin voru auðvitað að fara niður brekku án þess að vera alveg 100% viss um að maður kæmist aftur upp, önnur voru þau að tékka ekki hvoru megin við stikuna vegurinn var.
Sá sem dró mig upp minnist alltaf á þennan leiðangur þegar við hittumst.


Gunnar
Innlegg: 226
Skráður: 31.des 2010, 20:09
Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
Bíltegund: Wranger YJ 38"

Re: Vandræðalegt!

Postfrá Gunnar » 25.mar 2013, 13:40

Dodge wrote:Festi raminn minn og þurfti að fá land rover til að kippa mér upp... gerist varla vandræðalegra :D

hahaha

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Vandræðalegt!

Postfrá StefánDal » 25.mar 2013, 14:53

Einu sinni var ég að brasa í skellinöðruni minni sem unglingur. Ég var búinn að skifta um kerti, hreinsa blöndunginn, prufa annan kertaþráð og allann fjandann. Draslið ætlaði bara ekki í gang. Ég komst svo fljótlega að því að hún fékk ekkert bensín.
Pabbi kom svo inn í skúr stuttu seinna og horfði á mig eins og hann horfir stundum á mjög heimska hunda og sagði "Geriru þér grein fyrir því að þú ert að nota bensíntankinn sem koll?"
Ég semsagt gleymdi að setja bensíntankinn á hjólið aftur...

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Vandræðalegt!

Postfrá Sævar Örn » 25.mar 2013, 19:03

Það vandræðalegasta sem ég hef lent í hmmmmm margt kemur upp í hugann, á jeppanum mínum var það á annari viku sem ég átti hana þá fór ég 15km út fyrir bæinn að bláfjallavegi syðri og keyrði útaf við gatnamótin að krísuvíkurvegi og pikkfesti drusluna, einbíla seint um kvöld

Image

annað vandræðalegt atriði var auðvitað að láta sér detta í hug að hverjar eru líkurnar á að snjómokstursmaður skafi snjónnum uppyfir klett eða stærðarinnar stein?

Já kannski þónokkuð miklar líkur, eins og sést. HEHEHE

Image

þriðja vandræðalega atriði var að vera hópstjóri í súkkuferð og gleyma einum ferðalangi við jökuljaðarinn upp að eldgosinu við fimmvörðuháls
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Vandræðalegt!

Postfrá Hfsd037 » 25.mar 2013, 19:41

Var að keyra frá vestfjörðum á 38" Xtracap sem ég átti, eins og flestir vita þá eru vegirnir þar eintóm glæra yfir vetrartímann.
Ég var ný lagður af stað í framhjóladrifinu og var kominn á sirka 60 kmh þegar ég sé smá skafl sem teygir sig inn á veginn
ekki hár, frekar breiður með mjög hörðum snjó
Ég dúndra í hann á þessum hraða og skaflinn nær pungtaki á vinstra framdekkinu með þeim afleiðingum að jeppinn snýst á punktinum á þessum hraða
Ég var í nettu sjokki yfir þessu með djúpan skurð hægra megin við mig, hefði getað endað illa en samt pínu fyndið hvað maður átti ekki von á þessu :)

Þegar ég var pjakkur þá fórum við strákarnir oft á ruslahaugana í Hveragerði til þess að hirða druslurnar sem fólk henti
Þar leyndust oft mjög heillegir bílar sem ruku í gang í fyrsta starti og þá vorum við vanir að fara með druslurnar á kamla kambaveginn til þess að þjösnast á þeim, ég bjó við gömlu kambana og fékk líka að geyma nokkra bíla niður í sveit til þess að getað leikt mér á þeim þar líka þannig að þetta var bara paradís fyrir ungling með bíladellu má segja :)
En ég man einn daginn þá ákváðum við félagarnir að gerast kræfir og keyra smá spotta á götum Hveragerðis til þess að komast upp í dal svo við gætum leikið okkur þar, við plönuðum þetta kvöldinu áður og sömdum um að við myndum skiptast á að keyra á götum hverageðis til þess að komast í og úr dalnum
Við mættum upp í dal á Daihatsu charade með kýrauganu góða og við tókum einn félaga okkar með í ökukennslu þar sem hann var nýfluttur úr Reykjavík og kunni því ekkert að keyra.
Við þjösnuðumst eins og apar þarna um allt með pústkerfið lafandi undir eins og á að gera þetta og náðum að leika okkur í góða tíma áður en eitthvað klikkaði
Svo hlaut að koma að því að nýbúinn fengi nú að keyra, það endaði ekki lengi, það fyrsta sem hann gerði var að keyra útaf!
Við náðum bílnum aftur upp á veg með smá hamagangi, mig minnir að við hefðum týnt lyklinum af bílnum frekar auðveldlega þarna á staðnum þannig að ég tengdi framhjá en bíllinn var fastur í stýrislás
Þannig að ég og félagi minn tókum saman í stýrið til þess að reyna að brjóta lásinn en enduðum með að brjóta stýrið af í staðin :D
Þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að banka upp á næsta bæ til þess að fá verkfæri lánuð, mig minnir að við höfum fengið skrúfjarn og wisegrip töng lánað og notað grjót sem barefli
Við náðum að brjóta lásinn með grjót og skrúfjarni og nota wisegrip töngina sem stýri!!!
Þarna var lausnin komin, það var ekkert sem stoppaði okkur þarna því við vorum með þessa fínu töng til þess að stýra druslunni, og við vorum farnir að vera svoldið kræfir á bílnum með töngina sem stýri man ég haha
En dagurinn sem ég hætti að nota bílinn var þegar ég hugðist ætla að stökkva á bílnum, ég stefndi á einn sandhól og hitti ekki nógu vel á hann þannig að stýrið/töngin snérist á miklum hraða og beint á annað hnéð, hnéð varð tvöfalt og ég haltraði eins og gamall maður í skólanum 2-3 vikum eftir þetta hehe
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Vandræðalegt!

Postfrá Stebbi » 25.mar 2013, 20:15

Dodge wrote:Festi raminn minn og þurfti að fá land rover til að kippa mér upp... gerist varla vandræðalegra :D


Ég hefði frekar kveikt í Raminum eða beðið til vors.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Doror
Innlegg: 323
Skráður: 10.apr 2010, 23:02
Fullt nafn: Davíð Örn Svavarsson

Re: Vandræðalegt!

Postfrá Doror » 25.mar 2013, 20:45

Stebbi wrote:
Dodge wrote:Festi raminn minn og þurfti að fá land rover til að kippa mér upp... gerist varla vandræðalegra :D


Ég hefði frekar kveikt í Raminum eða beðið til vors.


Hahahahahahahha
Davíð Örn


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Vandræðalegt!

Postfrá Oskar K » 25.mar 2013, 23:29

Hfsd037 wrote:Var að keyra frá vestfjörðum á 38" Xtracap sem ég átti, eins og flestir vita þá eru vegirnir þar eintóm glæra yfir vetrartímann.
Ég var ný lagður af stað í framhjóladrifinu og var kominn á sirka 60 kmh þegar ég sé smá skafl sem teygir sig inn á veginn
ekki hár, frekar breiður með mjög hörðum snjó
Ég dúndra í hann á þessum hraða og skaflinn nær pungtaki á vinstra framdekkinu með þeim afleiðingum að jeppinn snýst á punktinum á þessum hraða
Ég var í nettu sjokki yfir þessu með djúpan skurð hægra megin við mig, hefði getað endað illa en samt pínu fyndið hvað maður átti ekki von á þessu :)

Þegar ég var pjakkur þá fórum við strákarnir oft á ruslahaugana í Hveragerði til þess að hirða druslurnar sem fólk henti
Þar leyndust oft mjög heillegir bílar sem ruku í gang í fyrsta starti og þá vorum við vanir að fara með druslurnar á kamla kambaveginn til þess að þjösnast á þeim, ég bjó við gömlu kambana og fékk líka að geyma nokkra bíla niður í sveit til þess að getað leikt mér á þeim þar líka þannig að þetta var bara paradís fyrir ungling með bíladellu má segja :)
En ég man einn daginn þá ákváðum við félagarnir að gerast kræfir og keyra smá spotta á götum Hveragerðis til þess að komast upp í dal svo við gætum leikið okkur þar, við plönuðum þetta kvöldinu áður og sömdum um að við myndum skiptast á að keyra á götum hverageðis til þess að komast í og úr dalnum
Við mættum upp í dal á Daihatsu charade með kýrauganu góða og við tókum einn félaga okkar með í ökukennslu þar sem hann var nýfluttur úr Reykjavík og kunni því ekkert að keyra.
Við þjösnuðumst eins og apar þarna um allt með pústkerfið lafandi undir eins og á að gera þetta og náðum að leika okkur í góða tíma áður en eitthvað klikkaði
Svo hlaut að koma að því að nýbúinn fengi nú að keyra, það endaði ekki lengi, það fyrsta sem hann gerði var að keyra útaf!
Við náðum bílnum aftur upp á veg með smá hamagangi, mig minnir að við hefðum týnt lyklinum af bílnum frekar auðveldlega þarna á staðnum þannig að ég tengdi framhjá en bíllinn var fastur í stýrislás
Þannig að ég og félagi minn tókum saman í stýrið til þess að reyna að brjóta lásinn en enduðum með að brjóta stýrið af í staðin :D
Þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að banka upp á næsta bæ til þess að fá verkfæri lánuð, mig minnir að við höfum fengið skrúfjarn og wisegrip töng lánað og notað grjót sem barefli
Við náðum að brjóta lásinn með grjót og skrúfjarni og nota wisegrip töngina sem stýri!!!
Þarna var lausnin komin, það var ekkert sem stoppaði okkur þarna því við vorum með þessa fínu töng til þess að stýra druslunni, og við vorum farnir að vera svoldið kræfir á bílnum með töngina sem stýri man ég haha
En dagurinn sem ég hætti að nota bílinn var þegar ég hugðist ætla að stökkva á bílnum, ég stefndi á einn sandhól og hitti ekki nógu vel á hann þannig að stýrið/töngin snérist á miklum hraða og beint á annað hnéð, hnéð varð tvöfalt og ég haltraði eins og gamall maður í skólanum 2-3 vikum eftir þetta hehe


maður á s.s. ekki að lána þér verkfæri ?
1992 MMC Pajero SWB

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Vandræðalegt!

Postfrá StefánDal » 25.mar 2013, 23:55

Hfsd037 wrote: það fyrsta sem hann gerði var að keyra útaf!
Við náðum bílnum aftur upp á veg með smá hamagangi, mig minnir að við hefðum týnt lyklinum af bílnum frekar auðveldlega þarna á staðnum þannig að ég tengdi framhjá en bíllinn var fastur í stýrislás
Þannig að ég og félagi minn tókum saman í stýrið til þess að reyna að brjóta lásinn en enduðum með að brjóta stýrið af í staðin :D
Þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að banka upp á næsta bæ til þess að fá verkfæri lánuð, mig minnir að við höfum fengið skrúfjarn og wisegrip töng lánað og notað grjót sem barefli
Við náðum að brjóta lásinn með grjót og skrúfjarni og nota wisegrip töngina sem stýri!!!


Haha þetta minnir óþægilega mikið á eitt atvik sem ég lenti í sem unglingur. Ég og félagi minn vorum að ganga frá Subaru Justy sem ég átti. Vorum búnir að stökkva nokkrum sinnum en svo gafst kúplingin upp. Þá var tekin ákvörðun um að draga bílinn heim á næsta bæ og koma honum þaðan á haugana. Félagi minn fer fótgangandi að sækja Hilux en á meðan reyndi ég að ná geislaspilaranum úr bílnum. Með bíllyklinum.... Það endaði auðvitað með því að ég braut lykilinn og bíllinn festist í stýrislás. Svo mætti félaginn á Hiluxnum og við reyndum að brjóta upp stýrislásinn með því að setja spotta úr Hiluxnum í stýrið á Justy. Stýrið fór eiginlega alveg úr bílnum en stýrislásinn haggaðist ekki. Þá var mannlaus Justy fastur í beygju festur aftan í Hilux og hann dreginn upp á veg. Það var vægast sagt skrautlegt. Þetta endaði með því að við fengum lánaða dráttarvél með rúllugreip og fluttum bílinn svoleiðis á haugana.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Vandræðalegt!

Postfrá olei » 26.mar 2013, 00:13

Vandræðalegt?

Látum okkur sjá; allar ótal aulafesturnar á ýmsum ökutækjum gegnum tíðina?
-Eða þegar Fiatinn fannst að morgni til, ekki upp við íbúðarhúsið heldur með rassgatið smurt á steinsteyptan hliðstaur niðri við veg. Það gleymdist víst að setja hann í gír og hann rann af sjálfsdáðum niður bæjarhólinn í skjóli nætur.

-Eða þegar ég var að flýta mér á Toyota Cressida á Flóaveginum og það var "ekki svo mikil hálka"; ekki fyrr en ég vippaði mér framúr bíl. Þá fór Toyotan að snúast og snerist í hálfhring á rétt ríflega löglegum hámarkshraða. Fyrir ótrúlega heppni náði ég stjórn á henni þegar hún settist aftur í örlítil hjólför sem voru á réttri akgrein. Bíllinn sneri að vísu öfugt og ég bakkaði þarna stoltur á um 100 km hraða og horfði í augun á manninum sem ég var nýbúinn að taka framúr - hann veitti mér semsé eftirför, já eða framför eftir því hvernig á það er litið.

Nú - ég var svo ánægður að vera enn á veginum að ég teygði mig í segulbandið og lækkaði í Bruce Springsteen, lokaði öskubakkanum og kíkti síðan sauðslakur í speglana til að átta mig á því hvenær hentaði að enda þessa bakkför og snúa bílnum aftur í rétta átt. Þegar ég lít í baksýnisspegilinn þá blasir við stórt og mikið varadekk sem virtist fylla út í afturrúðuna og nálgaðist óðfluga skottlokið hjá mér. Það var einmitt þá sem mér varð ljóst að ég var um það bil að bakka aftan á virðulegan skólabílstjóra úr Hraungerðishreppnum sem var að aka börnunum heim úr skólanum á sínum vanalega 70 km hraða.

Ég brást hart við og negldi á bremsurnar og það var náttúrulega eins og við mannin mælt að þá tók hálkan sig upp aftur og enn byrjaði græjan að snúast, í þetta sinn tók hún tvo hringi og endaði förina í digrum snjóskafli fyrir utan veg. Endahraðinn var sem betur fer lítill og lendingin mjúk. Ég hef ekki í annan tíma verið sáttari við að vera bara gikkfastur fyrir utan veg! Skólabílstjórinn tók ekki eftir neinu og ók sína leið. Maður á Land Cruiser koma að rétt í þessu og stoppaði hjá mér. Hann sagði ekki margt en horfði því meira á mig. Eftir að hafa mælt mig út drjúga stund var eins og hann tæki ákvörðun í huganum og hann bauð mér drátt - sem ég þáði að sjálfsögðu.

Að drættinum loknum sagði hann: Frúin mín bað mig að skila því til þín að þú ættir kannski að aka örlítið hægar næst! Nokkuð sem var líklega nærri sanni þó að ég hafi mjög fljótlega hunsað þá ágætu ráðleggingu ef ég man rétt, trúlega um það leiti sem hjartað fór aftur niður fyrir 200 slögin á heimleiðinni.

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Vandræðalegt!

Postfrá Hfsd037 » 26.mar 2013, 03:11

Oskar K wrote:maður á s.s. ekki að lána þér verkfæri ?


Að sjálfsögðu skilar maður verkfærum sem maður fær lánuð til baka :)
Maður átti töng heima sjáðu til
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Vandræðalegt!

Postfrá HaffiTopp » 26.mar 2013, 12:02

Vandræðalegt segiði ??!!!!

Var eitt sinn að þvælast eitthvað um á Corollu sem foreldrar mínir áttu og ég tók æfingaraksturinn á þeim bíl. Var að aka úr stóru fjöl"mennu" bílastæði staðsett á litlu bæjarfélagi fyrir norðan og bakkaði á gamla Pathfinder druslu. Sá ekki á jeppanum (enda lenti ég á númerablötunni), en braut hægra afturljósið og beyglaði eitthvað smá í kringum það. Var pantað nýtt ljós að sunnan og pabbi sá um að rétta og sparsla og lét svo sprauta. Allt voða fínt. Svo nokkru seinna sama sumar fór ég og kíkti á bílaruslahaugana og fékk nagla í afturdekk. Tók eftir því þegar heim var komið og ætlaði að bakka afturendanum inn í skúr þar sem ekki var meira pláss þar sökum gamalls Cherokee sem tók sitt pláss fremst við dyrnar. En bakkað skyldi inn og skipt um dekkið á öruggu undirlaginu á bílskúrsgólfinu, og ég náttúrulega bakkaði á dráttarkúluna á Jeep og braut HÆGRA afturljósið AFTUR!!! Hringt í Sérfræðinga Að Sunnann (aftur) og pantað nýtt ljós.

Nokkrum árum seinna var ég rammvilltur á ónefndum stað í Reykjavík, enda að norðan og hafði lítið ekið um í höfuðborginni áður:D Var á vinstri beygjuakrein á ljósum en ákvað að fara áfram þegar kæmi grænt. Leit ekki í spegilinn þegar ég fór yfir á næstu akrein og beygði inn í hliðina á bíl sem snar negldi niður og báðar hliðarhurðar löskuðust á honum. Stefnuljósið datt af hjá mér og smá beygla fremst á brettinu. Við keyrðum inn á næsta bílaplan og fylltum út í tjónaskýrslu.
Stuttu seinna var ég staddur heima, var nýbúinn að leggja bílnum úti á götu (þeim sama og ég villtist á í Reykjavík) og heyrði þegar nágranni okkar setti gamla Wagoneer-inn sinn í gang og heyrði ennþá betur þegar hann bakkaði all hressilega á vinstri framhurðina og brettið á mínum bíl. Sá ekki á krómstuðaranum hjá honum hins vegar. Kannski ekki vandræðalegt fyrir mig en miklu meira vandræðalegt fyrir hann.


Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: Vandræðalegt!

Postfrá Sævar Páll » 26.mar 2013, 20:31

Lenti eitt sinn í því að ég var að sækja econoline-inn minn heim til vinar daginn eftir gleðskap og var rétt lagður af stað heim á honum þegar ég tek eftir því að það eru einhverjir smá kippir í honum. Ég var svo rétt kominn inná þokkalega stórt og fjölmennt hringtorg þegar ég finn sem barið hafi verið með hamri undir bíilnn og hann hægir á sér. Ég kveiki rétt nógu fljótt á perunni til að ná að láta hann renna uppá kantstein í jaðri hringtorgsins. Hoppa úr og sé hvar afturskaftið liggur á jörðinni og hálfur krossinn liggur brotinn í greipinni. Þá er ekkert annað hægt að gera en vippa sér í vinnugallan, undir með allt of stórann skiptilykil, skaptið undan við kassa, uppí bíl, sett í forvílið, og tölt heim á einu hjóli ( kross í öðru framhjóli hafði þá einmitt gefið sig kvöldið áður). Veit ekki hversu margir bílar fóru framhjá mér í skítagallanum með lappirnar undan lænernum, en þeir skiptu amk tugum.
´

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2491
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Vandræðalegt!

Postfrá hobo » 26.mar 2013, 22:17

Þetta eru allt snilldar sögur. Skondið þegar maður pælir í því hvað flest svona gerðist hjá manni þegar maður var á aldrinum 17-20 ára.

User avatar

dazy crazy
Innlegg: 251
Skráður: 13.feb 2011, 15:12
Fullt nafn: Dagur Torfason
Bíltegund: Kangoo og Ferguson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Vandræðalegt!

Postfrá dazy crazy » 27.mar 2013, 10:26

Já, á föstudaginn var þá var ég á leið vestur í Skagafjörðinn frá Akureyri í páskafrí á svarta hiluxinum mínum. Raðaði öllu draslinu sem ég á í bílinn, borðtölva, þvottakarfa, taska og ýmislegt fleira í farþegasætinu frammí og talsvert meira pakkað afturí. Svo var líka rúm á pallinum sem ég hafði plastað inn og bundið á pallinn.

Þetta var um 10 leitið um kvöldið og allt gekk vel en þegar ég nálgast öxnadalsheiðina kemst ég að því að ég hafði gleymt að fylla á tankinn, sem er ótrúlegt af því að ég var búinn að sjá mælinn 6 sinnum eða meira þennan sama dag og hugsa: "já, ég verð að muna að fylla tankinn". Svo að ég fer að spá í það hvað ég eiginlega geti gert ef ég verð olíulaus á leiðinni, í hvern ég geti hringt, hvar ég eigi að koma bílnum fyrir og svona.

Það var alveg strekkingsumferð til Akureyrar og þegar ég er kominn að öxnadalsheiðinni er ég örugglega búinn að mæta 200 bílum og slatta af jeppamönnum og hugsa með mér að ég geti nú alveg keypt af þeim olíu ef þeir eru með á brúsa og held áfram. Það er skafrenningur uppi á heiði og Norðurakreinin er alveg gjörsamlega auð en mín akrein er með leiðinlegar snjódriftir svo ég keyri bara á 60km hraða enda vildi ég ekki valda slysi. Svo þegar ég mæti einum þá vík ég aðeins og snjórinn grípur í hægra framdekkið, bíllinn fer útí kantinn þar sem er svona metersskafl, stoppar í honum og snýst um húddið og svo velt ég á bílstjórahliðina stefnandi Norður en þó allan tímann á minni akrein, svo nú sný ég öfugt og á hlið með botninn á bílnum að miðlínu.

ALLT sem var í framsætinu liggur á mér og mér fannst ég vera fastur, næ samt að drepa á bílnum og setja hazardinn á, kemst úr beltinu og moka svo draslinu undir mig, því næst stend ég upp og opna farþegahurðina svona eins og hlera í "lost" þáttunum. Þá kemur maður hlaupandi og móður og spyr hvort það sé í lagi með mig, ég segi bara "jájá, ekki skráma, ertu nokkuð til í að draga mig á toppinn aftur"?

Hann segir 112 að það sé í lagi með mig en er ekki til í að draga mig á réttan kjöl sem er mjög skynsamlegt af honum af því að þarna var hellings umferð og ef það mistækist þá gæti bíllinn minn verið fyrir og svo gæti spilað inní að ég talaði af einhverjum ástæðum alltaf um að draga bílinn á toppinn. (Ég fékk að vísu tölvuna í höfuðið en var alveg með rænu en það gæti svosem hafa víxlað orðunum hjól og toppur). Svo við bíðum eftir lögreglunni og sjúkrabíl í bílnum hjá honum og ég spyr hann útí ferðalagið sitt og þá segist hann vera þingmaður, ég þekkti hann ekki neitt þrátt fyrir það og það er frekar vandræðalegt. Ég stóð Akureyrarmegin við bílinn til öryggis með viðvörunarþríhyrning sem ég fékk lánaðan þegar sjúkraflutningamennirnir koma. Þá fara þeir að spyrja af hverju ég standi úti í þessum kulda og ég sagði bara "ég er bara að passa að það keyri enginn á bílinn minn, það er nefnilega nýtt púst undir honum."

Eftir dálítið spjall þá segja þeir bara, eigum við ekki að draga hann á réttan kjöl, svo er bara bundið í grindina, bíllinn dregin á hjólin, olían látin renna niður, hreinsuð 20kíló af þéttpökkuðum snjó úr vélarsalnum og sett í gang. Bíllinn minn nánast óskemmdur fyrir utan brotinn spegil og beyglaða bílstjórahurð, rúmið alveg óskemmt og enn á pallinum. Í því kemur bíll að heiman til að taka drasl úr bílnum því ég gat ekki raðað því aftur þannig að ég kæmist inn.

Áhyggjur mínar af olíuleysi reyndust líka óþarfar þar sem ég komst í varmahlíð en ég hef aldrei áður sett 57 lítra á tankinn.

Sjúkraliðar og lögreglumenn stóðu sig með prýði og kann ég þeim þökk fyrir skemmtilega samveru og þessi þingmaður tók rétta ákvörðun að neita því að draga mig á hjólin aftur því það hefði auðveldlega getað skapað meiri hættu.

Niðurstaða þessarar sögu er sú að ég kýs sennilega framsóknarflokkinn. :D

Afsakið langa og pólitíska sögu og ég set kannski inn mynd af bílnum.

Image
Síðast breytt af dazy crazy þann 02.apr 2013, 23:41, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Vandræðalegt!

Postfrá Startarinn » 27.mar 2013, 13:33

Ég var einusinni á leið niður á bryggju á Skagaströnd um miðjan vetur í vetrarfæri á Toyotu Carinu 2 sem ég átti, það skóf í svona tæplega húdd hæð frá hægri frá mér séð svo skyggni var svosem ágætt, þó ég sæji veginn ekki alveg,

Ég sé lögregluna koma á móti mér og er sjálfur á um 40 km hraða, inn í bölvuðum skafrenningnum leynist skafl, það skipti engum togum að þegar ég lendi í skaflinum snýst bíllinn hjá mér 60-70° og ég stefni með afturbrettið beint framan á löggubílinn, þeir ná sem betur fer að bregðast skjótt við til að forðast árekstur.

Þeir snúa við á eftir mér og stoppa mig, ég ræddi við þann sem var farþegameginn sem var alveg sallarólegur (það vildi svo til að ég var að vinna með syni hans) og tilkynnti mér það að ég mætti ekki keyra um innanbæjar með þokukastarana á.
Ég bar við fávisku, sem var nú ekki alveg sannleikanum samkvæmt
Bílstjórinn átti alveg í vandræðum með sig nánast froðufellandi af reiði og jós yfir mig skömmunum, farþeginn bað mig bara að fara varlega og við það kvöddumst við.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


hjalz
Innlegg: 250
Skráður: 09.jan 2011, 15:10
Fullt nafn: Hjálmar Guðjónsson
Bíltegund: ford explorer

Re: Vandræðalegt!

Postfrá hjalz » 27.mar 2013, 14:52

ég átti einu sinni benz druslu, og tókst mér 2 sinnum að læsa lykklana inni í honum og bensinn að sjálfsögðu í gangi,bæði skiptin á frekar fjölförnum stað þannig að þetta var frekar vandræðalegt !

User avatar

Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: Vandræðalegt!

Postfrá Fetzer » 27.mar 2013, 22:48

ég og félagi minn vorum að sækja bíl sem stóð numerslaus uppá löggustöð hverfisgötu, vorum fremstir á ljósum á snorrabrautini, og félagi minn að draga mig á jeppa, áhvað fiflið að taka u-beyju og taka sæbrautina frekar, vorum með 10 metra öflugan kaðal, hann tekur U beyjuna, og hvað gerðist! jú auðvitað togaði kaðalinn bilinn hjá mér þversum og ég í gegnum girðingu og umferðavita! með lögguna fyrir aftan mig. þetta var ekki alveg að gera sig.
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 30 gestir