Úrhleypibúnaður snúningshlutinn
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Úrhleypibúnaður snúningshlutinn
Sælir félagar. Hér á Sigló eins og víðar eru menn með utanáliggjandi úrhleypibúnað. Margar útfærslur eru á þessu hjá mönnum. Það sem hefur verið dýrt og enst illa eru snúnings hnéin sem koma í hjólið og kosta þau allt að 4000kr stikkið ef þetta eru alvöru hné. Við félagarnir fórum á fund með Snilla Bronco manni og báðum hann að leysa þetta í eitt skipti fyrir öll og smíða og hanna eitthvað sem entist. Snilli kom með útfærðahugmynd og er hún núna í prufu undir Bronconum hans og ofur foxinum mínum. Þetta lofar góðu og verður tekið á þessu fram að jólum. Einnig eru komnir flottir mælar með tveimur gluggum í algengri stærð sem falla í um 50mm gat og eru þeir mjög nákvæmir eða 0.01 pund og upp úr með ljósi. Joystik til að pumpa í og hleypa úr allt í sama stikkinu og álkubbur til að setja í krana og mælir til að geta valið dekk og fleira. kveðja guðni
Re: Úrhleypibúnaður snúningshlutinn
Áttu ekki nánari lýsingu/útfærslu á þessu nýja "snúningshné" ?
Var einmitt að klára að græja svona búnað í kerruna mína .....
Var einmitt að klára að græja svona búnað í kerruna mína .....
Re: Úrhleypibúnaður snúningshlutinn
Má ég gyska 2 pakkdósir á röri? :D
Pajero 2.8 44"
Ford Fiesta
Jónas Fr.
Ford Fiesta
Jónas Fr.
Re: Úrhleypibúnaður snúningshlutinn
Jamm Guðni ,þessar laustnir eru allar til -en kosta yfirleitt mun meira heldur en eitthvað hné þannig að menn hugsa oftast um stofnkostnað frekar en að fjárfesta í laustn sem endist.En það er líka í lagi ,stundum endast þessi hné stundum ekki þá er bara að eiga nokkur til vara.Ég er með ný hné m legubúri og kosta þau eins og 2,5-3 hinnseigin ca 10.000-kr án vsk
en það vilja auðvitað ekki allir kaupa svoleiðis,
Vonandi að Snilli finni fína laustn
kv TT
en það vilja auðvitað ekki allir kaupa svoleiðis,
Vonandi að Snilli finni fína laustn
kv TT
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Úrhleypibúnaður snúningshlutinn
Sælir ég kann ekki uppskriftina af þessu en þetta er að þræl virka hjá Snilla létt að snúa þessu og rörið vísar slöngunum vel frá dekkinu. kveðja guðni
Re: Úrhleypibúnaður snúningshlutinn
Tryggvi, værir þú til í að deila með okkur hvar þú kaupir hné með almennilegum legum?
Ég er búinn að leita internetið nánast til enda held ég, og finn lítið. Það skásta eru amerísk snúningstengi sem kosta yfir $100 stykkið.
Hef reyndar séð sniðug tengi á trailerum í Kanada, en finn þau ekki ennþá á netinu. Þarf sennilega að fara í trukkabúð í USA/Kanada til að finna svona.
Er reyndar búinn að hanna svona tengi sjálfur til að framleiða bara hérna á Íslandi, á eftir að koma í verk að fá nokkur smíðuð. Það verður samt alltaf dýrt líka.
Ég er búinn að leita internetið nánast til enda held ég, og finn lítið. Það skásta eru amerísk snúningstengi sem kosta yfir $100 stykkið.
Hef reyndar séð sniðug tengi á trailerum í Kanada, en finn þau ekki ennþá á netinu. Þarf sennilega að fara í trukkabúð í USA/Kanada til að finna svona.
Er reyndar búinn að hanna svona tengi sjálfur til að framleiða bara hérna á Íslandi, á eftir að koma í verk að fá nokkur smíðuð. Það verður samt alltaf dýrt líka.
Re: Úrhleypibúnaður snúningshlutinn
jam,ég er að prófa þessiu hné og skal láta vita hvernig reynist,og hvar þau fást.Það er alltaf best að prófa alla hluti fyrst áður en maður bendir á einhverja hluti sem reynast svo kannski ekki vel eftir allt og þá fær maður bara skít og skammir fyrir-)
En já svona hné eru dýr og ég tala ekki um snúningstengi með þéttum og legum(trukkatengi Ástralía).Annars er ég búin að vera með hné frá Landvélum og hafa þau reynst vel en þó misvel stundum endist hné einhv,ár en stundum 1 túr og ss ekkert mál að eiga einhver til skiftana,en ss læt vita um leið og ég veit meira.
En já svona hné eru dýr og ég tala ekki um snúningstengi með þéttum og legum(trukkatengi Ástralía).Annars er ég búin að vera með hné frá Landvélum og hafa þau reynst vel en þó misvel stundum endist hné einhv,ár en stundum 1 túr og ss ekkert mál að eiga einhver til skiftana,en ss læt vita um leið og ég veit meira.
Re: Úrhleypibúnaður snúningshlutinn
Ok, flott er.
Ég hef smurt aðeins í Landvélatengin til að þau snúist léttar og hitni ekki.
Sennilega albest að leggja þau í olíu yfir nótt, þurrka svo af og blása aðeins úr til að fá ekki slummu út í dekk :-)
Mér hefur fundist best að nota 10mm tengi og slöngur, er einhvern veginn ekki eins lufsulegt.
Vitið þið hvort Landvélar hafa tekið inn 45° "hálfhnén" aftur? Það eru stykki sem mér finnst alger snilld vegna þess að með þeim er hægt að hafa tengin innar í felgunni og láta slönguna liggja mikið betur meðfram dekkinu.
kv
Grímur
Ég hef smurt aðeins í Landvélatengin til að þau snúist léttar og hitni ekki.
Sennilega albest að leggja þau í olíu yfir nótt, þurrka svo af og blása aðeins úr til að fá ekki slummu út í dekk :-)
Mér hefur fundist best að nota 10mm tengi og slöngur, er einhvern veginn ekki eins lufsulegt.
Vitið þið hvort Landvélar hafa tekið inn 45° "hálfhnén" aftur? Það eru stykki sem mér finnst alger snilld vegna þess að með þeim er hægt að hafa tengin innar í felgunni og láta slönguna liggja mikið betur meðfram dekkinu.
kv
Grímur
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Úrhleypibúnaður snúningshlutinn
Án þess að hafa nokkurn tíman séð eða handleikið svona hné, þá myndi ég smyrja þau með olíu sem er ætluð á keðjur í mótorhjólum.
Re: Úrhleypibúnaður snúningshlutinn
Vissi ekki að Landvélar hefðu verið með 45° tengi, ætla að tékka á því eftir helgi. Ég er einmitt með mín hné aðeins fyrir innan felgubrúnina og lenti í því í prufutúrnum að krapi og þungur blautur snjór fylltu felguna, festu hnén og þeim tókst að snúa upp á mjúku slöngurnar úr Landvélum og fóru að snúast með dekkjunum. Ég er reyndar kominn með stífari 8mm slöngur úr Barka núna en væri alveg til í 45° gráðu hné ef þau eru til. Ég hef einmitt verið að hugsa um smyrja hnén upp með olíu, þau eru svo stíf, góð hugmynd að setja þau í olíubað. Spurning um hvernig olíu best er að nota ?
Re: Úrhleypibúnaður snúningshlutinn
Ég myndi bara nota mótorolíu. Kannski hita hana smá til að hún smjúgi vel inní.
Annars var ég að detta um flott hné sem eru held ég frá Festo. Þarf að finna partnúmerið á þeim, fékk nokkur gefins og ætla að prófa.
Ég set sennilega beygðan rörbút í þau til að fá þessa ca 45° beygju sem ég er svo hrifinn af.
Svo er ég að vinna í að finna góða 3-way loka fyrir stýringuna út í dekk.
kv
Grímur
Annars var ég að detta um flott hné sem eru held ég frá Festo. Þarf að finna partnúmerið á þeim, fékk nokkur gefins og ætla að prófa.
Ég set sennilega beygðan rörbút í þau til að fá þessa ca 45° beygju sem ég er svo hrifinn af.
Svo er ég að vinna í að finna góða 3-way loka fyrir stýringuna út í dekk.
kv
Grímur
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Úrhleypibúnaður snúningshlutinn
AgnarBen wrote:Vissi ekki að Landvélar hefðu verið með 45° tengi, ætla að tékka á því eftir helgi. Ég er einmitt með mín hné aðeins fyrir innan felgubrúnina og lenti í því í prufutúrnum að krapi og þungur blautur snjór fylltu felguna, festu hnén og þeim tókst að snúa upp á mjúku slöngurnar úr Landvélum og fóru að snúast með dekkjunum. Ég er reyndar kominn með stífari 8mm slöngur úr Barka núna en væri alveg til í 45° gráðu hné ef þau eru til. Ég hef einmitt verið að hugsa um smyrja hnén upp með olíu, þau eru svo stíf, góð hugmynd að setja þau í olíubað. Spurning um hvernig olíu best er að nota ?
Ég er búinn að komast að því að ef ég smyr ódýru hnén þá safnast frekar sandur og drulla í þau og stífna, fór í hné sem kostuðu um 3500.- og núna annar veturinn sem ég er með þau og eru létt í fínu standi.Það er munur á því hvort þau eru gerð fyrir snúning af og til eða snúning klukkutímum saman. En ef þessi hné eru smurð þá mundi ég prufa Militeck, svona smá hugmynd.
Re: Úrhleypibúnaður snúningshlutinn
villi58 wrote:AgnarBen wrote:Vissi ekki að Landvélar hefðu verið með 45° tengi, ætla að tékka á því eftir helgi. Ég er einmitt með mín hné aðeins fyrir innan felgubrúnina og lenti í því í prufutúrnum að krapi og þungur blautur snjór fylltu felguna, festu hnén og þeim tókst að snúa upp á mjúku slöngurnar úr Landvélum og fóru að snúast með dekkjunum. Ég er reyndar kominn með stífari 8mm slöngur úr Barka núna en væri alveg til í 45° gráðu hné ef þau eru til. Ég hef einmitt verið að hugsa um smyrja hnén upp með olíu, þau eru svo stíf, góð hugmynd að setja þau í olíubað. Spurning um hvernig olíu best er að nota ?
Ég er búinn að komast að því að ef ég smyr ódýru hnén þá safnast frekar sandur og drulla í þau og stífna, fór í hné sem kostuðu um 3500.- og núna annar veturinn sem ég er með þau og eru létt í fínu standi.Það er munur á því hvort þau eru gerð fyrir snúning af og til eða snúning klukkutímum saman. En ef þessi hné eru smurð þá mundi ég prufa Militeck, svona smá hugmynd.
Ég er með alvöru hné úr Landvélum með legu þannig að það ætti að vera til bóta að smyrja þau ! Ætla aðeins að forvitnast meira um þetta á morgun upp í Landvélum ...
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur