7 manna patrol eða hvað????

User avatar

Höfundur þráðar
Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

7 manna patrol eða hvað????

Postfrá Eiður » 15.nóv 2012, 19:21

jább eins og titillinn segir þá er mér spurn. minn 7 manna 2000árg af patrol virðist bara vera skráður fimm manna... er þetta bara villa eða er hann búinn að missa svona mikla burðargetu á 38"? hvað segið þið sérfræðingar?




olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá olei » 15.nóv 2012, 20:03

Hver er burðargetan samkvæmt skoðunarvottorði?
Grunar að það sé vandamálið.

Þegar Mási á Geysi smellti 35" undir Suburban skólabílinn hjá sér - sem var original með sætum fyrir 14 og ekkert vesen - þá þurfti náttúrulega að sérskoða hann og vikta upp á nýtt. Eftir það mátti Mási aka með eina miðlungsvæna 9 ára skólastúlku og ekkert annað í bílnum. Man ekki hvort að stúlkan mátti vera taka skólatöskuna með ..


hrappatappi
Innlegg: 123
Skráður: 11.feb 2010, 22:13
Fullt nafn: Hjalti Melsted

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá hrappatappi » 15.nóv 2012, 20:14

Eru samt ekki patrolarnir í túrista keyrslunni alltaf 7 manna? Þeir eru nú á 44-46"


stone
Innlegg: 79
Skráður: 08.okt 2011, 08:12
Fullt nafn: Þorsteinn Þorgeirsson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá stone » 15.nóv 2012, 20:20

mjög skemmtileg umræða liggur við að maður nái sér í popp og kók. Patrol á 44" eða 46 má ekki bera nein ósköp en vonandi eru patrol eigendur sem staðfesta þetta enda vel tölulæsir


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá kjartanbj » 15.nóv 2012, 20:35

þetta virðist vera algerlega random hvað burðargeta er skráð sem

prófaði að fletta upp 2stk patrolum, 38 patrol sem ég fletti upp mátti bera 460kg , eiginþyngd 2460
síðan fletti ég upp 44" skráðum patrol og hann var skráður 2360kg og má bera 620kg, báðir skráðir 7 manna




í vinnuni hjá mér erum við með 2 eins bíla , pantaðir nýir, nákvæmlega eins, nema með ca 6 mánaða millibili
þeir eru vigtaðir og munar einhverjum 100-200kg á þeim, þannig burðargeta og heildarþyngd er bara skráð þannig það sé samtals 3500kg
til þess að þeir séu minna prófs bílar
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá kjartanbj » 15.nóv 2012, 20:44

Krúserin hjá mér er með leyfða heildarþyngd 2960kg, semsagt má bera 380kg, vigtaði hann um daginn bara einn í bílnum með 3/4 tank
og ýmsum búnaði, svosem spili og drullutjakk og þessháttar, hann vigtaði 2880kg, þá má ég varla vera með einn farþega og engan farangur
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


stone
Innlegg: 79
Skráður: 08.okt 2011, 08:12
Fullt nafn: Þorsteinn Þorgeirsson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá stone » 15.nóv 2012, 22:11

ha ha ha ha ha kjartan patrol á 44" skráður 2360kg. Við vitum allir að þetta er ekki rétt og heitir hagræðing á tölum. þessir bílar eru talsvert þyngri og þar af leiðandi burðargeta talsvert minni. Held að flestir 44" bílarnir séu varla með burðargetu nema í það að vera með horaðan bílstjóra og því kolólöglegir á götunum skv. reglugerðum

User avatar

Höfundur þráðar
Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá Eiður » 16.nóv 2012, 00:44

hvar stendur maður þá lendi maður í slysi með sjö manns í bílnum?

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá -Hjalti- » 16.nóv 2012, 00:47

Eiður wrote:hvar stendur maður þá lendi maður í slysi með sjö manns í bílnum?


stendur í bölvuðu stappi.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Siggi_F
Innlegg: 65
Skráður: 18.jan 2012, 11:02
Fullt nafn: Sigurður Freysson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá Siggi_F » 16.nóv 2012, 10:28

Það eru orðin nokkur ár síðan ég vann hjá Umferðarstofu svo ég man ekki reikninginn alveg, en þegar skilað er inn vigtarvottorði vegna breytinga þá er það fastur liður (skilda skv. reglugerð) að reikna út burðargetu og leyfilegan farþegafjölda upp á nýtt.
Þetta er einfaldlega sett inn í formúlu, leyfileg heildarþyngd og ný eiginþyngd, hver farþegi er að mig minnir 70 kg, eitthvað hlutfall fyrir farangur (reglugerð) og út kemur leyfilegur farþegafjöldi.

Það var alltaf vandamál með Patrolinn að hann hafði varla burð fyrir sjö farþega óbreyttur og um leið og hann þyngdist vegna breytinga missti hann 1-2 farþega.
Það var hægt á tímabili (upp úr aldamótum) að hafa samband við Nissan sjálfan og fá frá honum nýtt vottorð með hærri leyfilegri heildarþyngd (sótt um fyrir hvern bíl fyrir sig).
Nissan gaf það út þar sem þessi sami bíll var seldur á öðrum mörkuðum(svo til eins) með hærri heildarþyngd.
Ég held að það sé ekki hægt að fá þessu breytt hjá Nissan lengur.

Eina leiðin til að Umferðarstofa geti/megi hækka leyfilega heildarþyngd er að skilað sé inn vottorði framleiðanda með nýrri þyngd.

Útreikningurinn á farþegafjölda er skv. evrópureglugerðarformúlu (sem er orðin að íslenskum lögum) sem Umferðarstofa hefur ekki vald til að breyta, verður bara að fylgja annað væri lögbrot.

Súrt, en svona er Ísland í dag:(


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá kjartanbj » 16.nóv 2012, 10:40

og svo vill fólk inn í þetta Evrópureglugerðarfargan, NEI TAKK
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá stebbiþ » 16.nóv 2012, 13:00

Fáið ykkur bara gamlan Suburban og málið er leyst. Þrír bekkir fyrir níu manns + pláss fyrir aftan aftasta bekkinn. Svo vikta þeir ekkert meira en breyttur Patrol. Minn gamli er um 2750 með fullan (stóran !) tank af bensíni. Heildarþyngd er skráð 3900 kg, þannig að hann má bera 1150 kg.
Eyðir kannski aðeins meira, en ber líka miklu meira.

Kv, Stebbi Þ.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá AgnarBen » 16.nóv 2012, 13:33

Þegar ég fékk breytingaskoðun fyrir 44" á mínum gamla Y61 þá þurfti ég að "fela" beltin fyrir sjö mann sætin á bak við innréttinguna þar sem hann hafði ekki lengur burðargetu fyrir 7 manns þannig að þetta getur vel staðist hjá þér að sjö manna bíll sé ekki lengur sjö manna "löglega".
Síðast breytt af AgnarBen þann 16.nóv 2012, 14:57, breytt 1 sinni samtals.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá Eiður » 16.nóv 2012, 13:56

Vá hvað skíturinn mun lenda í viftunni þegar að túristapatrol með sjö manns mun lenda í einhverju, svo má deila um það hvort þyngri hjólbarðar hafi áhrif á burðargetu þar sem bíllinn liggur á dekkjunum en ber þau ekki beint... en aftur á móti meira álag á legur og slíkt

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá AgnarBen » 16.nóv 2012, 15:26

Talandi um skít í viftu .......... það er líka til haugur af Patrol-um á götunni sem eru á 44" en bara breytingaskoðaðir fyrir 38".
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


stone
Innlegg: 79
Skráður: 08.okt 2011, 08:12
Fullt nafn: Þorsteinn Þorgeirsson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá stone » 16.nóv 2012, 22:57

hvað ætli einn björgunarsveitarpatrol sé þungur?

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá jeepson » 16.nóv 2012, 23:10

stone wrote:hvað ætli einn björgunarsveitarpatrol sé þungur?

Nú er pattinn minn Y60 fyrrverandi björgunarsveitarbíll. Hann er skráður 2290kg en vigtar slét 2200kg með hálfum tanki. hann er með 38" sérskoðun en skráður 5manna. Enda hef ég ekkert við það að gera að vera með 7manna skráningu. Tek það fram að hann er en skráður 4,2 diesel. En þar sem að bíllinn vigtar ekki nema 90kg minna en það sem að skráð vigt er hef ég grun um að skráð vigt sé heldur ekki rétt. Ég trúi því ekki að 4,2tdi með gírspili sé bara 90kg þyngri en 2,8 án gírspils.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


stone
Innlegg: 79
Skráður: 08.okt 2011, 08:12
Fullt nafn: Þorsteinn Þorgeirsson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá stone » 16.nóv 2012, 23:14

eru þeir ekki miklu léttari þessir gömlu
en þessir nýju ?


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá olei » 16.nóv 2012, 23:18

Þetta er dæmigert skriffinskurugl.

Megnið af þyngdaraukningu breyttra bíla er í þyngri dekkjum og felgum sem bera bílinn uppi, en hann ekki þau. Eins og flestir skilja orðið burðargeta breytist hún ekkert við þetta. Önnur algeng þyngdaraukning er síðan í sverari hásingum, sem eru þá yfirleitt burðarmeiri en þær sem fyrir voru og ættu að auka burðargetuna en ekki minnka hana.

Ef einhver skynsemi væri í þessu þá væri fókusinn settur á bremsurnar og hvað þær ráða við í stað þess að rugla með burðargetu.

User avatar

Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá Bskati » 16.nóv 2012, 23:31

stone wrote:hvað ætli einn björgunarsveitarpatrol sé þungur?


3200-3300 kg með staðalbúnaði og olíu. Þá vantar áhöfn og þeirra farangur.

Ég hef viktað 3 bíla sem voru svipað útbúnir.
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá stebbiþ » 17.nóv 2012, 00:00

Þeir hljóta þá að vera á einhverri undanþágu frá þessum reglum. Ef ekki, eru þeir þá ekki ólöglegir í almennri umferð ?

User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá smaris » 17.nóv 2012, 00:08

stone wrote:hvað ætli einn björgunarsveitarpatrol sé þungur?

Lét vigta björgunarsveitarbíl fyrir nokkrum árum. Patrol SE+ 2000 árgerð. 2,8.
Bíllinn var bara eins og hann stendur inn á gólfi hjá okkur með almennum búnaði og fulla tanka. Hann viktaði 3000kg.

Kv. Smári.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá kjartanbj » 17.nóv 2012, 00:13

ég prufaði að fletta upp 2stk 44" breyttum björgunarsveita patrolum

2006módel sem er með eiginþyngd 2840kg og má bera 270kg, hann er skráður bara 4 farþega og það þurfa þá að vera helvíti horaðir menn með engan farangur
2002 módel sem er með eiginþyngd 2580kg og má bera 400kg, sá er skráður 5manna öllu nærri sú tala


en hinsvegar er þetta ekkert bara Patrol , margar aðrar tegundir sem eru svona
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


stone
Innlegg: 79
Skráður: 08.okt 2011, 08:12
Fullt nafn: Þorsteinn Þorgeirsson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá stone » 17.nóv 2012, 13:14

Menn eiga bara að spá í landrover. 38" er með eiginþyngd 2200 en heildarþyngd 2950 minnir meira segja að þessi 2200 hafi verið með fullt af dóti í enda skipti það engu máli í þá daga.


Nóg pláss og nóg burðargeta.


Eiginþyngd án ökumanns 2200
Þurraþyngd Heildarþyngd 2950

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá Brjótur » 17.nóv 2012, 15:58

I öðrum evropulöndum eru bilarnir vigtaðir an dekkjanna en ekki her, og svo er þetta viðvarandi vandamal með alla jeppa i dag sem er breytt þ.e. vandamal með burð þekki það af eigin raun


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá stebbiþ » 17.nóv 2012, 17:11

Eru menn ekki að taka mikla áhættu að aka um á 44" Patrol, með kannski fullan bíl af fólki + farangur, ef illa skyldi fara. Heildarþyngdin er þá orðinn allt of mikil. Tala nú ekki um ef bíllinn er fullur af hamborgararössum á leið í Þórsmörk. Ekki myndi ég taka svona séns, maður gæti orðið öreigi vegna slysabóta.


kári þorleifss
Innlegg: 82
Skráður: 05.apr 2011, 14:12
Fullt nafn: Kári Þorleifsson
Bíltegund: JEEP
Staðsetning: Austurrísku ölpunum

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá kári þorleifss » 17.nóv 2012, 17:41

olei wrote:Þetta er dæmigert skriffinskurugl.

Megnið af þyngdaraukningu breyttra bíla er í þyngri dekkjum og felgum sem bera bílinn uppi, en hann ekki þau. Eins og flestir skilja orðið burðargeta breytist hún ekkert við þetta. Önnur algeng þyngdaraukning er síðan í sverari hásingum, sem eru þá yfirleitt burðarmeiri en þær sem fyrir voru og ættu að auka burðargetuna en ekki minnka hana.

Ef einhver skynsemi væri í þessu þá væri fókusinn settur á bremsurnar og hvað þær ráða við í stað þess að rugla með burðargetu.


Nákvæmlega! Alveg sammála.

Þetta er einhver mesta þvæla sem ég hef lesið um lengi..
Fjallareiðhjól og góðir gönguskór koma mér langleiðina þangað sem mig langar að komast


jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá jongunnar » 17.nóv 2012, 17:45

Nú er verið að auglýsa einn PAtrol hér á spjallinu til sölu og hann er jú breyttur og sagður með hópferðaleyfi.
Þurfa bílar ekki að fara í einhverja sérstaka skoðun til að fá svoleiðis????
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá stebbiþ » 17.nóv 2012, 18:08

Get alveg tekið undir það að þetta sé skriffinskurugl. Ég átti ´97 Cherokee sem var með burðargetu upp á tæp 700 kg, á sama tíma var ég að rífa einn ´87 Suburban í varahluti, en ég rak augun í það á skráningarskírteininu að hann var með burðargetu upp á 630 kg!! Þá er ég að meina heildarþyngd mínus eiginþyngd. Báðir þessir bílar voru óbreyttir.
Cherokeeinn var, og er með algjörar barnabremsur sem rétt duga honum óbreyttum með tvær manneskjur í bílnum. Ef bíllinn var fullhlaðinn, þ.e. tveir fullorðnir og þrjú börn + stór hundur og farangur, þá var varla hægt að reiða sig almennilega á bremsurnar. Í þessu tilfelli erum við kannski að tala um 300 kg (lítil börn!). Sem sagt, ég mætti hlaða 400 kg ofan á þetta. Ég hefði bara verið með hægjur, ekki bremsur.
Við skulum ekki tala um 38" Cherokee sem er enn með DANA 30 að framan, ég trúi ekki að hann geti bremsað, nema með góðum fyrirvara.

Kv, Stebbi Þ.


S.G.Sveinsson
Innlegg: 62
Skráður: 18.okt 2011, 20:57
Fullt nafn: Sveinn Guðberg Sveinsson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá S.G.Sveinsson » 17.nóv 2012, 20:59

Það eru nokur hugtök sem við verðum að fá á hreint.

Svona var mér gefinn skilnigur á þessu og ef hann er rangur má allveg leiðrétta það við mig.

Eiginþyngd: Hvað er bíllin þungur (þetta miðaðast við allur staðalbúnaður þ.e.a.s. allt sem er bolltað á bílinn en ekki td spil á prófíltengi,)

Heildar þyngd það er hversu þúngur bíllin má vera á göttuni þetta er það sem veldur mesta ruglinnu . Nú td má Land Rover 130 HiCap ver 3499 kg en venjulegur 130 ekki nema 3000 Kg minnir mig eina sem breitist milli þessara bíla eru sterkari gormar og demparar ástæðan fyrir þessum mun eru skaaareglur í hinnu ýmsustu löndum varðandi vegskat. Bíllar meigar vera niðurskráðir. það eru td til niðurskráðir vörubíla sem eru upphaflega smíðaðir til að vera meiga vera 8,5 ton en eru niðurskráðir í 7,5 ton þá minkar burðargettan um eitt ton því eigin þingdin breitist jú ekki.

Burðargetta er alltaf bara munurinn milli Leyfilegra heildarþyngdar og eyginþyngdar. Það skiptir eingu máli hvað dekkin þín eru stór hluti af þessari töllu því að er nánast á undantekkniga bremsurnar á bíllnum sem eru takmarkandi þátturinn en ekki hversu mikið gormarnir þýnir þola. Þveinsog margir af okkur hafa eflaust prófað er hæggt að lessta allveg fárálega mikili þýngd í flesta bíla áður en að þeir legjast á samsláttarpúðana og varðandi það að vikta bíla á dekja veit ég ekki til þess að það sé gert með nokkurnflok ökkutækja nokurstaðar í evrópu.
Það er í það minsta ekki hér, í Noregi eða Danmörku.

Það sem á að gera EF allt skal vera rétt þá þarf að fara með bíllinn fullbreytan í því ástandi sem hann skal notast í (öll sæti og annar aukabúnaður sem filgirbílnum td aukatankar og lowgírar) og vikta hann á þeim dekjum sem á að breitingar skoða hann fyrir (ef hann á að vera á 44 DC þá á ekki að vikta hann á gömlum mödder )
Svo á það að gefa eiginþyngd. Útt frá eiginþyngd og leyfilegri heildarþyngd má svo finna hversu mikil burðargettan er. Ef mönnum finst þessi burðar getta ekki vera nogu mikil er það eina sem er í stöðuni löglega að fá vöttun frá bílaframleiðenda til þess að auka leyfilega heildarþyngd. Einsog var hægt með Patról ef bílaframleiðandinn vil það ekki er hægt að fá bíllin samþyktan gegnum TUV í Austurríki en það er mega mál og önnur saga.
Mercedes Benz 230CE 1983 (farinn)
Land Rover 90 1987 fyrst dísel svo bensín V8 svo dísel aftur
Toyota Corolla XLI 1996
Land Rover Discovery 1997 fornaður á altari uppgerðar
Renault Megane 2003
Sími 8216406


stone
Innlegg: 79
Skráður: 08.okt 2011, 08:12
Fullt nafn: Þorsteinn Þorgeirsson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá stone » 17.nóv 2012, 21:58

mjög skilmerkilegt hjá þér en við þetta má svo bæta að ef bílinn fer yfir 3.500 kg í heildarþyngd ( með farþegum) þá þarf í dag meirapróf en sum af eldri skírteinum gilda samt.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá Freyr » 17.nóv 2012, 22:30

Eitt sem vantar inn í þessa umfjöllun:

Rétt er það að stærri dekk + felgur bæta ekki við þá þyngd sem hvílir á hásingunum. En krafturinn sem er til staðar í dekki+felgu sem vegur tugum kílóa meira en orginal og snýst á fullum hraða er mikið meiri svo þó svo bíllinn yrði léttur um sem nemur þyngdaraukningunni vegna dekkjanna myndi hemlunarvegalengdin samt sem áður aukast. Að vísu snýst dekkið hægar þar sem það er stærra en umhverfishraðinn á bananum er samt sá sami. Einnig er vogararmurinn (frá öxulmiðju að götu) lengri á stóru dekkjunum sem eykur einnig álagið á bremsurnar.

Ég kann því miður ekki að reikna kraftana sem eru til staðar í dekki+felgu á ferð en það væri gaman ef einhver sem getur það myndi tjá sig um þetta mál.

Nú er ég á 38" cherokee og svoleiðis jeppar eru á mörkunum að bremsa nóg að aftan með orginal bremsum. Ég er hinsvegar með subaru dælur og cherokee diska að aftan hjá mér sem fór í hann í upphaflegu breytingunni. Eftir breytingu fór hann á götuna á 38" dekkjum og hann bremsaði bara ágætlega, spáði svosem ekkert sérstaklega í það. Nokkrum mánuðum síðar fór hann á orginal dekkin í nokkra daga. Þegar ég ók út úr skúrnum og bremsaði í 1. skipti á litlu dekkjunum en með diskabremsurnar að aftan munaði litlu að ég skildi framtennurnar eftir á stýrinu, svo vel bremsaði hann...................

Kveðja Freyr


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá stebbiþ » 17.nóv 2012, 23:02

Haha, góður Freyr. Þú ert þá sammála mér um að 38" Cherokee með óbreyttum bremsum sé á mörkum þess að geta talist vera með bremsur. Hvað þá á 39,5" IROK!!
(Shitt, nú verður Aggi brjálaður!)

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá Freyr » 18.nóv 2012, 13:55

Veit ekki hvort ég get sagt að mér þyki 38" xj með org. bremsur eitthvað verri en margir aðrir breyttir jeppar en engu að síður ekki með nógu góðar fyrir mína parta. Hafði áhyggjur af því að hann myndi bremsa of mikið að aftan m.v. að framan eftir þetta en svo er ekki, hann læsir ekki að aftan á undan frambremsunum. Varðandi þessa bíla að aftan er samt til leið til að stórbæta bremsurnar með lítilli fyrirhöfn. Í stað org. bremsuborðadælana passa víst beint í þá aðrar dælur sem hafa meira stimpilþvermál og þ.a.l. meiri bremsukraft. Ég man ekki alveg úr hvaða bíl þessar dælur koma en minnir þó að það sé jafnvel að framan úr gömlum willys???????

Kv. Freyr


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá grimur » 18.nóv 2012, 14:37

En hvað svo þegar maður bætir einni hásingu undir að aftan?

Ef bremsurnar eru takmarkandi, þá er varla hægt að telja með aukna þyngd. Auka hásing hlýtur að teljast geta hemlað fyrir sjálfa sig...rétt eins og kerra með bremsum...
Kannski er hægt að fara inn í eftirvagns-heimildina með þannig breytingu, það getur ekki skipt máli hvort eftirvagninn er varanlega fastur á bílnum...?


Kárinn
Innlegg: 180
Skráður: 08.apr 2010, 10:13
Fullt nafn: Kári Rafn Þorbergsson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá Kárinn » 18.nóv 2012, 16:07

Þegar farið er með patrol Y61 44" breyttan í viktun þá er hann yfirleitt á orginal hjólbörðum, álfelgum, búið að taka 1-2 sætaraðir úr honum til þess að létta hann og þá viktar hann lítið og nær því að hafa 6 farþega + ökumann.

minnir að hver farþegi sé reiknaður 68 kg. og ökumaður 75 kg.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá AgnarBen » 18.nóv 2012, 18:08

stebbiþ wrote:Haha, góður Freyr. Þú ert þá sammála mér um að 38" Cherokee með óbreyttum bremsum sé á mörkum þess að geta talist vera með bremsur. Hvað þá á 39,5" IROK!!
(Shitt, nú verður Aggi brjálaður!)


Stebbi, þú ert bara of máttlaus í hægri fætinum til að eiga Cherokee ;-) Ég smellti Ford 8.8 hásingu með diskabremsum undir að aftan og nota alvöru klossa að framan sem bremsa almennilega. Þetta sleppur því hjá mér (kemst í gegnum skoðun) en ekkert mikið meira .... ég keyri nú hvort eð er eins og kerling hérna í bænum !
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


S.G.Sveinsson
Innlegg: 62
Skráður: 18.okt 2011, 20:57
Fullt nafn: Sveinn Guðberg Sveinsson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá S.G.Sveinsson » 18.nóv 2012, 19:05

grimur wrote:En hvað svo þegar maður bætir einni hásingu undir að aftan?

Ef bremsurnar eru takmarkandi, þá er varla hægt að telja með aukna þyngd. Auka hásing hlýtur að teljast geta hemlað fyrir sjálfa sig...rétt eins og kerra með bremsum...
Kannski er hægt að fara inn í eftirvagns-heimildina með þannig breytingu, það getur ekki skipt máli hvort eftirvagninn er varanlega fastur á bílnum...?


Þetta er mjög athilgisverð pæling það tíðkast í öðrum löndum evrópu að setja anna öxul undr til að auka leifilega heildarþýngd minni vinnu bíla td Landrover 6x6 sem kemur beint frá LR og svo veit ég um fyrirtæki í þýskalandi sem breitir sprinter palbílum í 4x6 eða 6x6 bíla en þetta þarf allt að fá votað og prófað ég er bara ekki með það á hreinu hvort að það sé hægt að fá hemlavottorð hérna heima fyrir svona æfingar.
Mercedes Benz 230CE 1983 (farinn)
Land Rover 90 1987 fyrst dísel svo bensín V8 svo dísel aftur
Toyota Corolla XLI 1996
Land Rover Discovery 1997 fornaður á altari uppgerðar
Renault Megane 2003
Sími 8216406


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá stebbiþ » 18.nóv 2012, 20:26

Gott að heyra Aggi. Ég er nú síðasti maðurinn til að gera lítið úr Cherokee jeppum, enda átti ég einn í fimm ár. Frábær bíll sem bilaði aldrei.
Til hamingju með nýja úrhleypibúnaðinn. Nú þarftu bara að setja í hann AX-15 fimm gíra kassa og þá er þetta orðinn draumajeppinn minn. Þá þarftu engar bremsur, lætur bara gírana vinna fyrir þig.

Kv, Stebbi Þ.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: 7 manna patrol eða hvað????

Postfrá kjartanbj » 18.nóv 2012, 22:07

Kárinn wrote:Þegar farið er með patrol Y61 44" breyttan í viktun þá er hann yfirleitt á orginal hjólbörðum, álfelgum, búið að taka 1-2 sætaraðir úr honum til þess að létta hann og þá viktar hann lítið og nær því að hafa 6 farþega + ökumann.

minnir að hver farþegi sé reiknaður 68 kg. og ökumaður 75 kg.



þeir eru samt skráðir þeir sem ég hef flett upp með sáralitla burðargetu sem engan vegin samsvarar 7 manns í bílnum, færi langt yfir leyfða heildarþyngd
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 22 gestir