Síða 1 af 1

Draumajeppinn?

Posted: 14.nóv 2012, 18:02
frá StefánDal
Rakst á þessa mynd á facebook um daginn.
Image
Hver hefur ekki lent í þessu? Sjálfur stend ég mig oft að því að liggja svona rétt fyrir svefninn í miklum pælingum um jeppa og tæki.

Datt í hug að gera smá leik úr þessu. Bæði til gamans og heyra hvað aðrir eru með í kollinum.
Hvað er ykkar drauma "jeppa project"? Segjum sem svo að þið séuð með fullkomna aðstöðu til smíða og öll verkfæri sem til þarf.
Budget-ið sé kannski 1.5 milljón?

Eins og staðan er í dag langar mig að smíða Cherokee XJ. Vél úr Isuzu. 4JG2 sem er 3.1TDI úr gamla Tropper. Orginal 130 hestöfl með intercooler og togar 260nm. Stáldhedd og tímagír. Myndi líklegast nota kassana sem fylgja henni. Hásingar væru 8" Toytota, 4.88 hlutföll og loftlásar. Fjöðrun væri orginal Cherokke 4link að framan og að aftan yrði smíðuð A stífu fjöðrun eins og Freyr hérna á spjallinu smíðaði undir sinn með tilheyrandi hásingar færslu. Upphækkun yrði höfð í lágmarki og ég myndi notast við 38" AT dekk.

Hvað segið þið?
Það kostar nefnilega ekkert að láta sig dreyma :)

Re: Draumajeppinn?

Posted: 14.nóv 2012, 18:18
frá hobo
Þetta gæti orðið langur þráður ef menn byrja að horfa raunsæjum augum á drauma annarra :)

Minn draumur er húsbíll á stærð við Hiace, á 44+ dekkjum, með 3 ltr+ japanska TDI vél.
Gasmiðstöð, borð og bekk sem hægt er að breyta í bedda.

Re: Draumajeppinn?

Posted: 14.nóv 2012, 18:41
frá jeepson
Hmm Ég sé bara fyrir mér 44" væðinguna og sprautun. Þá væri ég orðinn nokkuð ánægður.

Re: Draumajeppinn?

Posted: 14.nóv 2012, 18:41
frá íbbi
hmm, ég hugsa að ég færi í Y61 patrol

Re: Draumajeppinn?

Posted: 14.nóv 2012, 19:09
frá stone
Draumurinn er náttúrulega alveg sá sami og 1948 enda er það árið sem fyrsti Landroverinn rann af færibandinu. say no more

Re: Draumajeppinn?

Posted: 14.nóv 2012, 21:37
frá reyktour
Willys með stórri vél og 38"
Eitthvað svo super simpelt og als ekki leiðinlegt.
spurning að eyða afgagnginum hjá kirópraktor.

Re: Draumajeppinn?

Posted: 14.nóv 2012, 22:30
frá elfar94
ladan mín á 36" dekkjum, 3.1 isuzu eða gamli 2.5 mótorinn uppskrúfaður í húddinu, vökvastýri,loftdælu og allt sem alminnilegur fjallajeppi þarf :)

Re: Draumajeppinn?

Posted: 14.nóv 2012, 22:35
frá Sævar Örn
Mig dreymir bara um að nenna að leggja lokahönd á jeppan minn :)))

Re: Draumajeppinn?

Posted: 14.nóv 2012, 23:10
frá frikki
Er a draumajeppanum hann er orðinn fully loaded

Re: Draumajeppinn?

Posted: 14.nóv 2012, 23:12
frá S.G.Sveinsson
Ég gett lofað því að 1.5 myndu ekki duga mér fyrir drauma bílinn en þanig er það bara.
En úrþví að við erum að tala um drauma þá myndi ég allveg vilja 100 tomu defender pick upp með hús stækun uppá 5 tomur með riðfrýum hvalbak, toppi og hliðum á galvaniseraðri grinn með 10 cm droppi fyrir fjöðrun. Svo myndi ég vilja ananðhvort 3,0 VGT frá Iveco eða 4,4L TD V8 úr 2012 Rang Rover. Svo Væri hann með 6 gíra beinskiptum kassa og LT 230 með skerkara involsi og rover hásingar með 9 tommudrifi frá Ascroft. Svo myndi maður skela vökvadælu á mótorinn og PTOið og vera þa´kominn með stiglausan Low gír og ætli ég myndi ekki henda 12tona vökvaspili á pallin með recovery bómu......... og á 38 MT baja claw á 16x15 felgum með bedlocki.

Já veistu ég væri bara allveg til í þetta ég læt ykkur bara vita þegar að ég er búinn að vinna víkingalottóið.

Re: Draumajeppinn?

Posted: 15.nóv 2012, 01:38
frá Freyr
Miðað við þetta budget þá held ég að ég sé barasta á honum:http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=5&t=7311&p=45116&hilit=gormav%C3%A6%C3%B0ing#p45116 Ef maður á að halda sig innan marka hvað kostnaðinn varðar væri samt gaman að búa til 4,5 stroker vél í hann og skipta stigbrettunum út fyrir litla sílsatanka ásamt því að létta hann svolítið........

Annars ef ég væri ekki endilega að hugsa um mikla drifgetu í snjó væri ég til í gott eintak (ryðlausan og þéttan á allan hátt) af y60 patrol á 38". Átti þannig bíl, reyndar ekki neitt toppeintak. Sennilega óspennandi val í augum margra en mér þykir þeir einfaldlega frábærir ferðajeppar.

Eins væri gaman að búa til extra léttann cherokee: Notast við 3. dyra bíl, Dana 44 ál afturhásing, orginal framhásing, rover v8 4,6 álvél + ssk, 231 millikassi. Burt með alla innréttingu nema framsæti og mælaborð. Burt með ALLT sem er ekki nauðsynlegt til að keyra (hlutir á borð við hljómtæki, rúðuupphalara, belti afturí, öll hljóðeinangrun o.s.frv...), Plexi í stað glers í hliðar- og afturrúður. Hækka gólfið aftan við framsæti svo það komist tankar beggja vegna við drifskaft og burt með orginal rasstankinn. Skera sneið úr aftasta hluta bílsins aftan við afturhás. og sjóða rassgatið aftur á hann slatta mörgum cm framar (létta hann um óþarfa cm aftan við afturhjól). Hafa hækkun í lágmarki (0-5 cm) en klippa mikið og færa framhás fram um nokkra cm við að þurfa ekki að skera svo mikið úr hvalbak að það sé vont að keyra hann. Fjöðrun u.þ.b. orginal að framan og smíða 4 link að aftan (ekki hægt að hafa A-link eins og í mínum vegna tanka).

Re: Draumajeppinn?

Posted: 15.nóv 2012, 01:57
frá spámaður
38"willys...v8 ca 300 hö beinskiptur.nospin fr/aft. 14 tommu fjöðrun.
4.10 hlutföll.
9" aftan
dana 44 framan
búr og tvö sæti.
annað skiptir ekki máli:)

Re: Draumajeppinn?

Posted: 15.nóv 2012, 08:41
frá Heiðar Brodda
Toyota higlander hásingar undan 60 krúser barkalæstar cummings 4BT og sjálfskipting low gír 44''

Re: Draumajeppinn?

Posted: 15.nóv 2012, 10:46
frá joisnaer
Land rover discovery
44"dekk.
6.2 gm
lolo
úrhleypibúnaður
unimog hásingar.
og smíðaður þannig að hann er sem minnst hækkaður og frekar breikkaður. Skera meira úr, samt ekki
þannig að hann verði eins ýktur og Megas (4runner blái).

Re: Draumajeppinn?

Posted: 15.nóv 2012, 11:17
frá Tómas Þröstur
Kannast við dagdrauma um breytingar. Dreymir líka jeppa á nóttunni, síðast í nótt í vondum málum með bogin afturöxul ;-)
Fyrir 1,5 milljón væri smíði á heillegum DC 1996 35/38" (með heilli grind vel að merkja) ágætis hugmynd. Dísill með túrbínu og intercooler. Helst orginal hlutföll og milligír. ARB læsingar fr og aft. Stýristjakkur. Aðeins lengdur milli hjóla. Ekki of mikið hækkaður með stórum brettaköntum. Mætti mín vegna vera á blaðfjöðrum mixuðum úr einhverjum USA bíl.