Síða 1 af 1

Loft á kút ?.

Posted: 14.nóv 2012, 00:58
frá snæuglan
Getur einhver aðstoðað mig með hvar er besta að fara til að láta fylla lofti á kút eins og er í gosvélum.

Re: Loft á kút ?.

Posted: 14.nóv 2012, 12:31
frá snæuglan
Er bara að fara nota kútinn til að pumpa í dekk

Re: Loft á kút ?.

Posted: 14.nóv 2012, 17:52
frá dabbigj
Ef þú ert með kolsýrukút að þá er ekki beint hagkvæmast í heimi að hlaða hann með kolsýru, myndi prófa að tala við t.d. einhverja sem eru tengdir köfun t.d. köfunarþjónustuna uppá að hlaða kútinn fyrir þig til að þú fáir einhvern almennilegan þrýsting á þetta.

Ef að þú ætlar að láta hlaða kolsýru að þá getur slökkvitækjaþjónustan í kópavogi eða eldklár í hafnarfirði gert það, og grunar líkaað öryggismiðstöðin geri það líka.

Re: Loft á kút ?.

Posted: 14.nóv 2012, 23:35
frá grimur
Thad er ekki snidugt ad setja loft ad einhverju radi a kolsyrukut. Kolsyran verdur vokvi vid um 100 bar a medan loft bara eykur thrystinginn eftir magni.
Kofunarhylki er malid fyrir loft,enda eru thau alveg i lagi upp i 300Bar minnir mig (sett upp i 250) og mig minnir lika ad test thrystingur se naerri 400 a theim.
Kolsyrukutur er longu farinn i frumeindir vid thannig medferd....

Re: Loft á kút ?.

Posted: 15.nóv 2012, 18:04
frá snæuglan
Er þá málið þar sem ég er með kút sem var notaður við gosvél , Að eg reyni þá að fá áfyllt með kolsýru. ?

Nú er ég ekkert sérstaklega fróðari em þessi mál en breytir einhverju uppá dekkin að gera hvort það sé kolsýra eða loft ?

Re: Loft á kút ?.

Posted: 15.nóv 2012, 19:56
frá olei
Þetta er kolsýrukútur. Sem þú hleður þá með kolsýru - t.d hjá slökkvitækjaþjónustunni. Það hefur verið gert um áratugaskeið að dæla kolsýru í dekk og virkar ágætlega. Man ekki eftir staðfestum fregnum af því að kolsýra spilli dekkjum.

Jafnstór kútur hlaðinn af þrýstilofti pumpar ekki baun á móti kolsýrukút því að kolsýran er fljótandi í þeim - innihaldið í gasformi er margfalt á við loft.