Síða 1 af 1
Bestu 38" dekkin ?
Posted: 13.nóv 2012, 16:55
frá streykir
Sælir! Nú er ég að spá í að fara endurnýja 38" ganginn undir Land Rover Defender hjá mér.
Var með jeppann á Super swamper, komu bara nokkuð vel út það litla sem ég fór á honum uppá fjöll, en voru orðin frekar fúin.
Leitaði frekar mikið í þráðum hér og fann voða lítið.
Með hverju mæla menn undir Defender af 38" dekkjum.
Mér stendur til boða 38" parnelli jones lítið slitinn, hvernig hafa þau dekk komið út ?
Endilega deila ykkar skoðun á þessu.
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 13.nóv 2012, 17:07
frá joisnaer
ég hef heyrt slæma hluti um parnelli jones, er víst alveg mjög dugleg við að rifna.
ég er nýkominn á 38" artic trucks AT405 dekk og mér finnst þau alveg bara algjör snilld,
mæli alveg eindregið með þeim.
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 13.nóv 2012, 18:21
frá reyktour
At eru bölvað rusl.
Fín keyrslu dekk en hundleiðinleg snjódekk.
mæli með super svamper eða ef þú finnur Dick cepek gang.
Super svamperinn er á góðu verði hjá N1
Þar sem veghljóð er eitthvað sem skiftir engu máli í Defender. :)
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 13.nóv 2012, 18:25
frá jeepson
Ef þú finnur lítið slitin Ground Hawg þá eru þau drullu góð líka. Ég er mjög ánægður með dekkin mín. En þau eru orðin slitin og mig dauð langar í önnur ground hawg dekk. En því miður virðast þau ekki fást ný lengur.
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 13.nóv 2012, 18:34
frá Hagalín
reyktour wrote:At eru bölvað rusl.
Fín keyrslu dekk en hundleiðinleg snjódekk.
mæli með super svamper eða ef þú finnur Dick cepek gang.
Super svamperinn er á góðu verði hjá N1
Þar sem veghljóð er eitthvað sem skiftir engu máli í Defender. :)
Gæti varla verið meira ósammála þessu.
Pabbi er búinn að keyra AT gang undir 2004 Patrol 90þ km og við erum rosa sáttur
með þessi dekk. Frábær akstursdekk og ótrúlegt hvað hann er duglegur í þungum snjó.
Verð að segja að ég myndi fá mér þessi dekk ef ég væri að versla 38" í dag. En þau kosta sitt að vísu.
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 13.nóv 2012, 18:37
frá eythor6
Allt nema super swamper , alltof stórir kubbar á þeim fyrir snjóin og fer ekki rassgat á þeim, fínt í leðjuna
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 13.nóv 2012, 18:41
frá joisnaer
mér finnst einmitt þessi AT dekk alveg bara mjög góð í snjó, skemmtilegt grip og mjúk
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 13.nóv 2012, 19:38
frá Heiðar Brodda
allt í lagi með super svamper þarf bara að skera þau til er mjög sáttur með GH dekkin en reyndar ekki hægt að fá þau ný kv Heiðar
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 13.nóv 2012, 19:59
frá AgnarBen
streykir wrote:Mér stendur til boða 38" parnelli jones lítið slitinn, hvernig hafa þau dekk komið út ?
Félagi minn var með nýleg 38" PJ undir Patrol fyrir 10 árum síðan og voru þau notuð til úrhleypinga í snjó. Þeim var snarlega skilað aftur til Gúmmívinnustofunnar eftir að eitt dekkið hvellsprakk á 90 km hraða á fullpumpuðu með tjaldvagninn aftan í. Bíllinn endaði utanvega og það var bara heppni að hann var staddur á Sólheimasandi og því nóg lendingarsvæði utan við veg ;-) Ég held að margir kunni svona sögur af PJ dekkjunum eftir að hafa notað þau til úrhleypinga en þau voru fljótlega tekin úr sölu ásamt 38" Trexus dekkjunum.
Er nokkuð annað nýtt í boði í 38" fyrir 15" felgu í dag nema Super Swamper, AT og kannski Pitbull ?
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 13.nóv 2012, 20:04
frá jeepson
AgnarBen wrote:streykir wrote:Mér stendur til boða 38" parnelli jones lítið slitinn, hvernig hafa þau dekk komið út ?
Félagi minn var með nýleg 38" PJ undir Patrol fyrir 10 árum síðan og voru þau notuð til úrhleypinga í snjó. Þeim var snarlega skilað aftur til Gúmmívinnustofunnar eftir að eitt dekkið hvellsprakk á 90 km hraða á fullpumpuðu með tjaldvagninn aftan í. Bíllinn endaði utanvega og það var bara heppni að hann var staddur á Sólheimasandi og því nóg lendingarsvæði utan við veg ;-) Ég held að margir kunni svona sögur af PJ dekkjunum eftir að hafa notað þau til úrhleypinga en þau voru fljótlega tekin úr sölu ásamt 38" Trexus dekkjunum.
Er nokkuð annað nýtt í boði í 38" fyrir 15" felgu í dag nema Super Swamper, AT og kannski Pitbull ?
jú er ekki hægt að fá mickey tompson líka fyrir 15" felgur?
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 13.nóv 2012, 21:13
frá AgnarBen
jeepson wrote:AgnarBen wrote:streykir wrote:Mér stendur til boða 38" parnelli jones lítið slitinn, hvernig hafa þau dekk komið út ?
Félagi minn var með nýleg 38" PJ undir Patrol fyrir 10 árum síðan og voru þau notuð til úrhleypinga í snjó. Þeim var snarlega skilað aftur til Gúmmívinnustofunnar eftir að eitt dekkið hvellsprakk á 90 km hraða á fullpumpuðu með tjaldvagninn aftan í. Bíllinn endaði utanvega og það var bara heppni að hann var staddur á Sólheimasandi og því nóg lendingarsvæði utan við veg ;-) Ég held að margir kunni svona sögur af PJ dekkjunum eftir að hafa notað þau til úrhleypinga en þau voru fljótlega tekin úr sölu ásamt 38" Trexus dekkjunum.
Er nokkuð annað nýtt í boði í 38" fyrir 15" felgu í dag nema Super Swamper, AT og kannski Pitbull ?
jú er ekki hægt að fá mickey tompson líka fyrir 15" felgur?
Nei, hætt í framleiðslu fyrir 15" háar felgur
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 13.nóv 2012, 21:52
frá Nóri 2
mudder eru náturlega bestu dekkin, hef heldur ekki keyrt á öðru að neinu viti, en það er nú bara mismunandi við hvern þú tala hvað eru bestu dekin, en gerðu sjálfum þér greyða að kaupa ekki trexus er paneli jons. kann líka 1 svona sögu og bíllinn endað ónýtur í henni.
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 13.nóv 2012, 22:40
frá jeepson
Nóri 2 wrote:mudder eru náturlega bestu dekkin, hef heldur ekki keyrt á öðru að neinu viti, en það er nú bara mismunandi við hvern þú tala hvað eru bestu dekin, en gerðu sjálfum þér greyða að kaupa ekki trexus er paneli jons. kann líka 1 svona sögu og bíllinn endað ónýtur í henni.
Er ekki innflutningur á parnelli jones og trexus löngu dauður? Mér var sagt að forðast þessi dekk eins og heitan eldinn.
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 13.nóv 2012, 22:54
frá nobrks
Voru það ekki bara Trexus 38" radial sem voru að springa?? og 39,5" og 44" í lagi?
Ég er búinn að heyra sprengi sögur af Pitbull og horfa á 42" gang klárast á einu sumri undir þungum bíl.
Parnelly jones voru rosa vinsæl á tímabili og góð akstursdekk og miðað við vinsældirnar gæti verið að sprengivandamálið sé tengt meðferðinni, en þau voru líka talsvert þyngri en normal 38" dekk og dekkjaskurður ekki jafn algengur og í dag.
Það er fátt um góða kosti m.v. það sem áður var.
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 13.nóv 2012, 23:15
frá Hjörvar Orri
Félagi minn var með haugslitinn"38 GH undir 4runernum sínum. Þetta virkaði fínt í þungu púðurfæri. En svo lét hann slag standa og verslaði sér AT gang og virkuðu þau dekk svipað og gamli slitni GH gangurinn. Ég hef ferðast með tveimur sem voru á "38 SS, og get ég ekki sagt annað að mér fannst þau virka vel undir bílunum, patrol og blazer s-10
Eins og þú sérð að þá eru virkilega skiptar skoðanir á þessum málum.
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 13.nóv 2012, 23:20
frá Freyr
Valið er erfitt er ég tæki sennilega super swamperinn og skæri kubbana töluvert til að mýjka dekkin
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 13.nóv 2012, 23:46
frá Sveinn.r.þ
Var að fá mér 37" toyo.hrikalega gott að keyra liggur vél,en kemur hvernig þau reynast ì snjò,
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 14.nóv 2012, 00:33
frá Stebbi
Ef þú kaupir AT405 þá held ég að þú verðir að skrúfa upp í Defender því það þarf að taka hlutina svolítið meira á ferðinni á þeim dekkjum en þessum grófari, svona svipað og að vera á 38" Fun Country.
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 14.nóv 2012, 00:35
frá hrappatappi
Ég hef verið með trooper á GH og SS ssr og SS virkaði miiiiklu betur í snjó. Að vísu jókst hávaðinn töluvert við að setja hann á SS. Vinur minn var með 44" patrol á DC og eru þau nú þekkt fyrir annað en endingu en þau voru samt töluvert skárri en pitbullinn sem hann setti undir eftir það.. Þau gjörsamlega hurfu. Pitbullinn var samt alveg fáránlega seigur í snjó og það hlýtur bara að vera vegna myktarinnar.
Ef ég væri að versla mér dekk í dag myndi ég sennilega fara í SS iroc þar sem að kubbarnir í hliðunum eru ekki eins grófir og á ssr. Þau eru líka meira kúlulaga heldur enn flest dekk sem gera þau hentugri til úrhleypinga og það á víst ekki að vera einhver crazy hávaði í þeim.
En eins og menn segja.. Þetta er allt spurning um hvað þú ert að fara að gera á bílnum.
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 14.nóv 2012, 01:12
frá streykir
Já það eru mismunandi skoðanir á AT dekkjunum. Mér finnst alveg skiptast til helminga hvort fólki líkar þau eða ekki.
Á nefnilega til Super swamper 38" sem fylgdi með bílnum þegar ég keypti hann en bíllinn var búinn að standa lengi á dekkjunum og þau orðin fúin. Svo eftir fyrstu alvöru ferðina í snjó, fór niður í 2 pund, sprakk á öðru afturdekkinu svo það er úr leik.
Ég á hin 3 eftir en treysti þeim varla í einhverja alvöru action. Þau eru sjálfsagt fín til að keyra á malbiki og þess háttar, lítið slitin, þannig séð.
Ætla ekki að leggja í það að versla AT405 dekk fyrir ca. hálfa milljón ef þau koma svo illa út.
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 14.nóv 2012, 08:42
frá jongud
Það er AFAR mikið mismunandi hvað mönnum finnstu m dekk undir jeppum og aksturslag og vani skiptir örugglega miklu.
Ég man eftir gamalli sögu af Snorra Ingimarssyni og Guðna bróður hans. Þeir voru báðir á Willys-jeppum en annar var á hálfslitnum mudderum en hinn var á Armstrong dekkjum (minnir mig) Þeir ákváðu einu sinni að skiptast á dekkjum fyrir ferð og báðum fannst bíllinn drífa betur!
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 14.nóv 2012, 08:58
frá Tómas Þröstur
Á 38" mudder og þar áður á 36" GH Ágætis dekk báðar gerðir en fannst samt GH drífa hlutfallslega betur og líka léttari og skemmtilegri bíll með þeim. Sé dálítið eftir þeim en þau virðast ekki fást lengur. Það sem ég hef séð til AT dekkja þá sýnist mér þau hafa gott flot, betra en Mudder. Ef ég væri að kaupa 38" dekk í dag þá myndi ég kaupa AT dekk. Ætli þau séu ekki líka sæmilega líkleg að vera fáanleg á næstu árum ef dekk eyðileggst. Það skiftir miklu máli að dekkin undir bílnum séu fáanleg ný eða notuð.
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 14.nóv 2012, 09:55
frá Dodge
Einhver var að tala um að mudderinn væri kominn aftur í framleiðslu, veit einhver eitthvað um það?
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 14.nóv 2012, 18:45
frá jeepson
Eftir að hafa talað við nokkra menn hérna fyrir austan þá sýnir mér að AT dekkin séu bara hellvíti góð. En ég hef svo líka heyrt menn segja að þetta séu bestu keyrslu dekk sem hægt er að fá en alveg hand ónýtt í jeppaferðum. Held að málið sé bara að prufa og sjá svo hvað manni fynst. Það sem að einum þykir gott getur næsta manni fundist alveg ónothæft.
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 14.nóv 2012, 19:00
frá firebird400
Fórum á tvem Land Roverum um helgina, annar á AT405 og minn á MT MTZ og ég verð bara að segja að AT dekkin gerðu ekkert til að heilla mig. Ég mundi allavegana skoða aðra kosti áður en ég færi í þau.
En það eru eflaust bestu dekkin fyrir sófa jeppa kalla. þ.a.s. þá sem aka bara á malbiki hehe
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 14.nóv 2012, 19:08
frá hobo
Þetta er svipað og með eyðslutölurnar, ólíkar sögur.
Best væri ef nokkrir alveg eins bílar með eins þyngdardreifingu myndu fara á fjöll, en engin með eins dekk. Ennþá betra væri ef sami maðurinn myndi gera þetta og skipta um dekk, ja eða bíl, og prófa drifgetuna á sama svæði á sama degi.
Hvernig geta menn sagt að sum dekk drífi betur en önnur? ..nema að framkvæma þetta svona. Færið breytist dag frá degi.
Sumir segja að sum dekk spænist upp, gæti þá ekki verið að þeir keyri eins og skrattinn sé á hælum þeirra og keyra allt í botni á malbikinu(maður hefur nú séð annað eins á stórum bílum).
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 14.nóv 2012, 19:52
frá ellisnorra
jeepson wrote: Það sem að einum þykir gott getur næsta manni fundist alveg ónothæft.
Þessvegna eru sumir meira að segja á landrover.
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 14.nóv 2012, 20:32
frá MixMaster2000
Hvaða reynslu hafa menn af malbikskeyrslu á 38" DC fun cauntry radial?
Eru þetta nothæf sumar dekk?
kv Heiðar Þ
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 14.nóv 2012, 20:54
frá joisnaer
firebird400 wrote:Fórum á tvem Land Roverum um helgina, annar á AT405 og minn á MT MTZ og ég verð bara að segja að AT dekkin gerðu ekkert til að heilla mig. Ég mundi allavegana skoða aðra kosti áður en ég færi í þau.
En það eru eflaust bestu dekkin fyrir sófa jeppa kalla. þ.a.s. þá sem aka bara á malbiki hehe
fer þetta ekki oftast líka eftir ökumönnum?
held að dekkin skipta ekki alltaf aðalmálinu, fer bara eftir því hvað menn þora að hleypa úr, hvort menn séu duglegir á olíu/bensíngjöfinni og þannig lagað.
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 14.nóv 2012, 21:03
frá Nóri 2
satt hjá þér jói, eins og þú seigir þá held ég að það sé voða eftitt að láta seigja sér hvaða dekk eru besst, þetta er voða einstklingsbundið og menn þurfa bara að prófa sig það sem manni sjálfum líst vel á
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 14.nóv 2012, 21:26
frá reyktour
Þessvegna eru sumir meira að segja á landrover.[/quote]
:)
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 14.nóv 2012, 21:41
frá Stebbi
Menn gleyma því líka að það þarf að aðlaga kallinn í stýrishúsinu að mismunadi dekkjum, mest af þessum dekkjum sem eru í sölu eru bara helvíti góð jeppadekk bara spurning hvernig þú beitir bílnum á þeim. Menn gátu ferðast svo árum skipti á 38" Fun Country og drifu bara fínnt þó að gripið væri ekkert, bara aðlaga aksturslagið að dekkjunum.
AT405 eru sjálfsagt fínustu snjódekk ef þú keyrir soldið grimmt og ert ákveðinn, en ef menn eru í einhverjum rólegheitagír þá er eins gott að hafa spottann klárann. Ég hef aðeins ferðast í og með bílum á AT405 og þetta eru án efa einhver bestu 38" keyrsludekk sem eru framleidd og verða framleidd en þau eru ekki að standa undir mínum væntingum í snjó.
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 14.nóv 2012, 22:58
frá jeepson
elliofur wrote:jeepson wrote: Það sem að einum þykir gott getur næsta manni fundist alveg ónothæft.
Þessvegna eru sumir meira að segja á landrover.
HAHAHA Þetta voru þín orð ekki mín :D
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 14.nóv 2012, 23:09
frá ellisnorra
jeepson wrote:elliofur wrote:jeepson wrote: Það sem að einum þykir gott getur næsta manni fundist alveg ónothæft.
Þessvegna eru sumir meira að segja á landrover.
HAHAHA Þetta voru þín orð ekki mín :D
Já sorry með algjöran útúrsnúning og algjört offtopic, ég bara stóðst ekki mátið :)
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 14.nóv 2012, 23:34
frá DABBI SIG
Þetta var frábær lína hjá þér Elli :D
En aftur að máli þráðarins.
Það er alveg hægt að taka undir það að dekkin eru sennilega jafn misjöfn í skoðunum eins og menn eru margir.
Einn nefndi hér að ofan hvort DC fun country væru góð sumardekk.
Ég hef prufað bæði 38" DC FC II (sömu dekk og MT en annað munstur) Ég var með rúmlega hálfslitin svona dekk og þau eru fjandi góð keyrsludekk á malbiki og léttum malarvegum; þau eru hljóðlát, sæmilega mjúk að kalla en eru auðvitað með stífari hliðar en t.d. Mudder eða GH og þ.a.l. aðeins þyngri og þarf að hleypa meira úr til að láta þau belgjast eitthvað.
Ég prufaði þau líka í snjó og það var vægast sagt vonbrigði. REYNDAR má geta þess að þau voru vel slitin og EKKI míkróskorin né skorin þannig það var ekki við miklu að búast. Annar félagi minn var á sömu dekkjum, nánast óslitnum, nýrri og míkróskornum og gekk mun betur. Það var mjög lélegt grip í snjó, gátu ekki einu sinni spólað bílinn fastann þó maður reyndi :D
Sömuleiðis voru þau á álfelgum hjá mér og við of mikla úrhleypingu (til að fá meira grip) affelguðust þau auðveldlega og það þarf sennilega valsaðar felgur með þessum. Við mikla úrhleypingu fann ég mikla mótstöðu í dekkinu þannig að við að fara í 1 pund voru þau farin að vinna á móti bílnum í drifgetu uppí móti.
Hef líka prufað 36" DC FC (gömlu gerðina) og þau eru fín keyrsludekk á malbiki líka. Hljóðlát og rúlla vel og fín á malarvegum en léleg í snjó, aðallega griplaus og bældust ekki skemmtilega.
Hef líka prufað GH slitin og lítið slitin ásamt mudder hálfslitnum og lítið slitnum en þetta eru auðvitað dekk sem flestir þekkja og þau virka bara mjög vel og lítið meira um það að segja. Eru þó ekki mjög hljóðlát á malbiki ef þau eru lítið slitin og sérstaklega ef negld. Er núna á góðum mudder, míkróskornum og negldum og hann virkar flott í snjó. Einstaka sinnum sem maður saknar þess kannski að hafa meira af svona þéttara mynstri, míkróskornu eins og AT.
Hef prufað AT hálfslitin, og þau voru góð í keyrslu og sæmileg í snjó en voru auðvitað hálfslitin eða meira svo það var ekkert gífurlegt grip en bældust þokkaleg og ekki mjög þungt að snúa þeim, jafnvel svolítið vel úrhleypt.
Þetta eru athyglisverð dekk og þó að nokkrir hérna hafi drullað yfir þau í snjókeyrslu get ég ekkert fullyrt nema um þessi hálfslitnu mín. Hinsvegar hef ég ferðast með nokkrum á AT og þeir stóðu sig bara vel, reyndar voru þeir á 14" eða breiðari felgu, það hefur kannski eitthvað að segja.
Hef líka prufað SS ssr en ekkert af viti í snjó, bara að sumri á malarvegi úrhleypt í 12-15 og það var kannski aðeins þyngra að snúa þeim heldur en mudder eða GH. Lenti í þungu snjófæri með Land Rover á svoleiðis dekkjum og hann stóð sig vel m.v. mig á mudder en veit ekkert hvort var þungt að snúa þeim þar.
Ath. öll þessi dekk voru undir sama bílnum þannig það er marktækt að því leiti en auðvitað er ég bara með huglægar skoðanir.
Hef svo prufað ýmsa aðra bíla og ferðast með fleiri og þetta er allt mjög misjafnt hvað mönnum finnst um dekkjaval.
Er samt mjög spenntur að heyra frá mönnum sem hafa farið úr 38" mudder eða GH og í 39,5 Irok hvernig þau hafa reynst? Þungt að snúa? Flot? og affelganir?
Re: Bestu 38" dekkin ?
Posted: 15.nóv 2012, 01:28
frá AgnarBen
Þegar ég breytti mínum bíl fyrir tæpum tveimur árum var maður farinn að sjá í hvað stefndi með 38" dekkin, úrvalið fyrir 15" háar felgur var farið að snarminnka, lang bestu dekkin, 38" MT Baja Claw og MTZ hætt í framleiðslu fyrir 15" háar felgur og mér leyst ekkert sérstaklega vel á AT405. Mér finnst vera lítil framtíð í 38" fyrir þessa felgustærð (nema menn vilji vera á AT405) og lítið annað að gera en að fara bara í stærri dekk fyrir 16-17" háar felgur er það ekki !
Ég ákvað að breyta mínum bíl fyrir 39,5" Irok en þau eru ennþá framleidd fyrir 15" háar felgur og eiga þá líka inni fyrir því að geta farið í dekk fyrir 16" felgu þegar fram í sækir. Svo langaði mig líka bara til að gera eitthvað öðurvísi. Reyndar held ég núna að ég myndi frekar fara í 41 radial dekk eða 42 bias ef Irok-inn myndi fara úr framleiðslu fyrir 15".
Ég er bara mjög ánægður með 39,5" Irok-inn, flott keyrsludekk undir mínum litla og létta bíl, mjó en spora langt og eru með mikið grip. Mér finnst ekkert sérstaklega þungt að snúa þeim, var með slitinn Mudder undir bílnum fyrsta veturinn og fann satt að segja engan gríðarlegan mun við það að skipta. Irok-inn eru bara svo allt öðurvísi en slitinn Mudder, maður var einhvern veginn alltaf spænandi og spólandi á Muddernum en Irok-inn er allt öðurvísi, miklu meira grip og maður er mun fljótari að spóla sig niður. Þau voru keyrð ca 8 þús.km þegar ég fékk þau og ég byrjaði á því að skera vel úr hliðarkubbunum og úr munstrinu og þau leggjast bara nokkuð vel hjá mér. Ég er síðan með þau microskorinn í miðjunni og límd á völsuðum felgum. Þau hreyfðust ekki á felgunum fyrsta veturinn þrátt fyrir talsverðar misþyrmingar. Þau eru líka ótrúlega stabíl í hálku og þakka ég microskurðinum það. Það er hægt að hleypa endalaust úr þeim og alltaf batnar drifgetan en gallinn við þau er að þau eru fljót að hitna í hliðunum ef keyrt er á of úrhleyptu á miklu harðfenni eða á möl. Ég held að menn hafi verið að eyðileggja þessi dekk undir þungum bílum með því að keyra á þeim á of litlu lofti á malarvegum eða harðfenni. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þeim á litlu lofti í snjóakstri.
Ég get mælt með 39,5" Irok, amk undir svona léttum bíl, en þó með þeim fyrirvara að menn skeri vel úr þeim, noti valsaðar eða Beatlock felgur og hugsi vel um að keyra ekki á þeim með of litlu lofti á malarvegum.