Síða 1 af 1

jeppabransinn og viðhald á jeppum

Posted: 29.jún 2010, 17:50
frá Andri M.
núna er eg frekar nýr í jeppabransanum, en einsog staðan er í dag er eg mjög heitur fyrir 38" hilux 92 árg
en hvað felst í því að eiga jeppa s.s. viðhald og annað, hvað þarf að huga að t.d. fyrir og eftir jeppaferðir, hvað eru algengir slithlutir í breyttum bílum, eg veit að hjólalegur eru ansi algengar, hvað er gott að skipta oft um þær, ?? o.s.frv

öll ráð vel þegin

Re: jeppabransinn og viðhald á jeppum

Posted: 29.jún 2010, 19:12
frá gambri4x4
Forðaðu þér á meðan þú getur :)

Re: jeppabransinn og viðhald á jeppum

Posted: 29.jún 2010, 19:40
frá Stebbi
Andri M. wrote:í dag er eg mjög heitur fyrir 38" hilux 92 árg



Ég myndi gera mig kláran í að skíta út puttana aðeins ef þú ætlar í 18 ára gamlan hilux. Eða þú getur gert eins og ég þegar ég var hættur að ná skítnum af puttunum, keyra drusluna bara þangað til hún stoppar. Á hilux er það frekar langur tími.

Hvað þurfa menn að punga út fyrir svoleiðis bíl í dag?

Re: jeppabransinn og viðhald á jeppum

Posted: 29.jún 2010, 22:28
frá Andri M.
eg lit á þetta sem eilífðar verkefni, og lausn svo eg þurfi örugglega ekki að láta mer leiðast um helgar, þannig að ja eg er tilbúinn til að skítna út, og þessir bílar eru að seljast á einhversstaðar í kringum 500 þús, það er svona algengasta verðið sem maður hefur séð, sumir eru ódýrari aðrir dýrari

Re: jeppabransinn og viðhald á jeppum

Posted: 29.jún 2010, 22:46
frá frikki
fáðu þer bara patrol og þá ertu laus allra mála :))

Re: jeppabransinn og viðhald á jeppum

Posted: 30.jún 2010, 23:24
frá birgthor
ég á Izusu crew cap á 35" handa þér 2000 árg færð hann á 700000kr hann er ekin 275000km með gamla góða 3,1 túrbó

Re: jeppabransinn og viðhald á jeppum

Posted: 02.júl 2010, 15:20
frá Stebbi
Ég á handa þér 38" breyttan jeppa á sanngjörnu verði, þú sendir bara á mig ES ef að þú hefur áhuga.