Síða 1 af 1
Farga bíl og skrá ónýtan
Posted: 08.nóv 2012, 19:38
frá SvavarM
Sælir.
Ég er með bílhræ sem ég er að nota í varahluti. Ég vil ekki vera að borga þessar 800kr á tímabili fyrir að halda skráninguni.
get ég skilað inn plötuni með verksmiðjunúmerinu og fengið bílinn skráðan ónytan og þá fá úrvinslugjaldið fyrir hann eða þarf að skila inn hræinu ?
Re: Farga bíl og skrá ónýtan
Posted: 08.nóv 2012, 19:43
frá villi58
Það sem ég þekki til þá þarf að skila inn hræinu og þá fá borgað úrvinslugjaldið, en þú mátt hirða flest úr honum.
Re: Farga bíl og skrá ónýtan
Posted: 08.nóv 2012, 21:17
frá birgir björn
þeir eru að kaupa af þér hræið á 15 þusund þá þurfa þeir væntannlega að fá hræið
Re: Farga bíl og skrá ónýtan
Posted: 08.nóv 2012, 21:36
frá magnusv
ég fékk einusinni toyota avalon í skiptum fyrir vespu sem ég atti af vanvita sem á heima í grindavík og ég var búinn að dunda mér í honum og gera fínan svo þegar ég fer og ætla að ná í númerin á hann þá var búið að "henda" bílnum.. þannig það á að vera hægt að rotta sig í kringum þetta..
til að gera langa sögu stutta þá áttu að geta hringt og sagt að þú sért búinn að selja bílinn og vitir ekki hvar hann er og viljir bara losna við hann af nafninu þínu.. þá skrá þeir hann ónýtann og þú færð 15þúsund inná reikninginn þinn
Re: Farga bíl og skrá ónýtan
Posted: 08.nóv 2012, 22:01
frá Heiðar Brodda
nei það er ekki hægt vinn hjá Sorpu og við verðum að fá eitthvað um að það sé verið að henda-afskrá bílinn en það er hægt að vera liðlegur skillst mér ef þú kemur með skráningar plötuna og semur við viðkomandi fyrirtæki kv Heiðar p.s. það eru allnokkrir sem eru að greiða þennan 800 kall af því að það er löngu búið að grafa bílinn og ekkert vitað um ökutækið