Síða 1 af 1
Spindilhalli.
Posted: 06.nóv 2012, 22:59
frá Gunnar
Hvaða spindilhalli er að koma vel út á jeppum, er með wrangler sem verður á 38 til 44 tommu?
Re: Spindilhalli.
Posted: 06.nóv 2012, 23:28
frá jeepson
Guðni sveins frá sigló er með spindilhallan 13° á ofur súkkuni sinni ef að ég man rétt.
Re: Spindilhalli.
Posted: 06.nóv 2012, 23:57
frá Gunnar
er 13 ekki svona í meira lagi, veistu hvort það hafi komið vel út hjá honum?
Re: Spindilhalli.
Posted: 07.nóv 2012, 00:01
frá Kiddi
Er með að mig minnir 7-8 gráður undir Wrangler og fannst það fínt á 44", þó ég hafi ekki ekið nema nokkur hundruð kílómetra með þetta svona. Myndi hiklaust fara aftur í sömu tölu. Er með stýristjakk og á 44" DC. Tek það fram að þetta er ekki eini jeppinn sem ég hef reynslu af þó þetta sé sá eini sem ég hef smíðað sjálfur.
Of mikill spindilhalli (allt umfram 10 gráður) opnar fyrir önnur vandamál svosem það að dekkin fara að halla meira en góðu hófi gegnir í beygju og þá getur orðið erfitt að rétta bílinn af (þyngdin leggst á hjólið og þá þarf að lyfta henni af því til að beygja til baka) og meira álag á stýrisgang.
Það er ekki alveg hægt að horfa á Benz með sjálfstæða fjöðrun og mikinn spindilhalla og færa það yfir á hásingu undir jeppa.
Re: Spindilhalli.
Posted: 07.nóv 2012, 11:07
frá sukkaturbo
Sælir strákar ég var með jeppaveiki og byrjaði á að skipta um spindillegur og fór með spindilhallan í 12 gráður. En var enn með jeppaveiki svo það skipti ekki máli í þetta skipti. Orsökin þá var hliðarstífan og gúmi úr Mussó sem voru ný en of mjúk. Lét renna nilon og þá varð allt gott og er enn eftir 2 ára notkun að vísu ekki mikkla. Ég verð ekki var við nein óþægindi vegna 12 gráðu spindilhallans en bíllinn hjá mér er á frekar litlum dekkum eða 46". _Benz er með þennan spindilhalla hef ég heyrt. Veit um menn sem hafa sett 44" Patrol í þennan halla og hætti hann þá að elta rásir og varð stöðugri í akstri á 44 Dic Cepek hafði áður verið leiðinlegur rásandi og pirrandi í akstri en hætti því eftir svona aðgerð.Ég veit að jeppaveikin svo kallaða lagast ekki með auknum spindilhalla eingöngu. kveðja guðni
Re: Spindilhalli.
Posted: 07.nóv 2012, 11:50
frá gislisveri
sukkaturbo wrote: Ég verð ekki var við nein óþægindi vegna 12 gráðu spindilhallans en bíllinn hjá mér er á frekar litlum dekkum eða 46".i
Það er skömm að þessu, þú verður að fara að redda þér stærri dekkjum.
Súkkukveðja,
Gísli.
Re: Spindilhalli.
Posted: 07.nóv 2012, 15:41
frá gislisveri
Það má segja að baninn velti þegar hjólinu er beygt, þannig að það er rétt skilið.
Re: Spindilhalli.
Posted: 07.nóv 2012, 19:48
frá Gunnar
Til þess að pinionhallinn hjá mér sé góður þá endar spindilhallinn í c,a 20 gráðum þannig að það er klárlega nono. þá langar mig að spyrja, er stórmál að snúa liðhúsunum og hvar hafa menn verið að fá svona gráðumæla? og þýðir nokkuð að vera að stelast eitthvað með pinionhallann langt frá því hvernig úrtakið á millikassanum er, endar það ekki bara með vibring og almennum leiðindum við að rétta þetta af seinna?
Re: Spindilhalli.
Posted: 07.nóv 2012, 20:17
frá olei
Man ekki eftir að hafa séð jeppa með meira en 8 gráðu spindilhalla, en sú tala er ágæt.
Persónulega mundi ég aldrei nenna að smíða festingar og græja rör sem ég vissi að væri ekki með réttum halla. Það er ekki sú vinna að snúa liðhúsum.
Það hljómar sérkennilega ef þú ert lentur í of miklum spindilhalla með einhverja hásingu undir Wrangler 38/44". Vanalega þarf að vísa pinion upp á við á móti hækkun millikassans sem eyðir út spindilhallanum og gerir hann jafnvel neikvæðan.
Re: Spindilhalli.
Posted: 07.nóv 2012, 20:27
frá Gunnar
það væri svoleiðis ef ég væri með tvöfaldan lið uppvið millikassann en ég er með einfalda því ég hef ekki pláss fyrir tvöfaldann, þar af leiðandi á hallinn á pinion að vera í samræmi við hallann á úrtaki úr millikassa, semsagt ef millikassinn vísar tvær gráður niður. á pinion að vísa 2 gráður upp og svo framvegis, eða þannig skil ég þetta að minnsta kosti til að fá ekki víbring, megið endilega leiðrétta mig ef ég fer með fleipur því ekki langar mig neitt sérstaklega að snúa liðhúsunum ef ég þarf þess ekki
Re: Spindilhalli.
Posted: 07.nóv 2012, 22:14
frá grimur
Það þarf yfirleitt að snúa liðhúsum við alvöru breytingar, annað er alger grís.
Þeir sem tala niður mikinn spindilhalla hafa yfirleitt ekki reynslu af honum sjálfir, sem er svolítill galli.
Ég fór með Xtra cabinn minn í 12° þegar ég setti hásingu að framan. Með 38".
Bara vegna þess að mig langaði að prófa og trúði ekki að það væri alslæmt að fara yfir 10°.
Helsti gallinn við þá framkvæmd var að mér varð meira svefnsamt undir stýri heldur en áður, þar sem bíllinn tók upp á því að vilja fara beint og hætti að elta rásir í malbiki...
kv
Grímur
Re: Spindilhalli.
Posted: 08.nóv 2012, 01:41
frá olei
Gunnar wrote:það væri svoleiðis ef ég væri með tvöfaldan lið uppvið millikassann en ég er með einfalda því ég hef ekki pláss fyrir tvöfaldann, þar af leiðandi á hallinn á pinion að vera í samræmi við hallann á úrtaki úr millikassa, semsagt ef millikassinn vísar tvær gráður niður. á pinion að vísa 2 gráður upp og svo framvegis, eða þannig skil ég þetta að minnsta kosti til að fá ekki víbring, megið endilega leiðrétta mig ef ég fer með fleipur því ekki langar mig neitt sérstaklega að snúa liðhúsunum ef ég þarf þess ekki
Sýnist þú vera með þetta rétt í huga. En til gamans; brotið á hjöruliðunum á að vera það sama bæði uppi og niðri, eða því sem næst. En brotið niðri getur -eftir aðstæðum - verið í sitthvora áttina. Í dæminu sem þú tiltekur; ef millikassinn vísar 2 gráður niður þá getur pinion vísað 2 gráður niður eða 2 gráður upp.
Ég fann þessa mynd sem lýsir þessu með nose up og nose down.

Fyrir framdrifskaft í dæmigerðum breyttum jeppa skilar nose up minna broti á hjöruliðina og minni spindilhalla en nose down (sem er algengast).
Ég fann þetta skemmtilega videó sem sýnir mishröðunina á drifskafti í fúnksjón og hvernig tveir liðir með sama brot spila saman. Þarna sést í raun skaft sem er annarsvegar nose down og hinsvegar nose up. Hollt og gott fyrir svefninn;
[youtube]NNcIlgRuHTc[/youtube]
Re: Spindilhalli.
Posted: 08.nóv 2012, 02:17
frá Gunnar
já mér sýnist það vera rétt, ég vissi ekki að brotið mætti vera í báðar áttir, hafði heyrt að það myndi aldrei ganga en samkvæmt þessu myndbandi núlla þeir sig út svoleiðis líka, þá er aðeins meira fyrir mig að hugsa á morgunn það er flott;)
Re: Spindilhalli.
Posted: 08.nóv 2012, 04:12
frá olei
Ef brotið á liðunum er það sama þá er mishröðunin í þeim í takt í sama hvora áttina brotið er á þeim.
Uppstilling á hjöruliðum er samt háð aðstæðum og mismunandi sjónarmið sem eru í gangi. Við snúningsvægi á hásingu þá snýst hún til og brotið á liðina breytist. Kvartmílumenn stilla því liðina þannig að þeir séu skakkir álagslausir en undir fullu álagi snúist hásingin í þá stöðu að þeir séu í réttu broti. Afturdrifin spyrnugræja með nose up leitast t.d. við að auka brotið á liðunum við álag og það er e.t.v ekki það heppilegasta.
Framdrif í breyttum jeppa sér líklega mesta notkun undir fremur litlu álagi - akstri í hálku t.d - og þá gilda aðrar pælingar við uppsetninguna. Þannig að ýmislegt sem maður les á netinu um þessa hluti er ekki algilt um alla bíla.
Re: Spindilhalli.
Posted: 08.nóv 2012, 12:19
frá Gunnar
er einhversstaðar hægt að fá svona praktískann hallamæli til að nota í þessar æfingar?
Re: Spindilhalli.
Posted: 08.nóv 2012, 12:26
frá oggi
Re: Spindilhalli.
Posted: 08.nóv 2012, 12:35
frá Gunnar
að sjálfsögðu ekki til hjá þeim, lágmark vika í það!
Re: Spindilhalli.
Posted: 09.nóv 2012, 19:48
frá grimur
Android taeki eru oft med hallamaeli. Var ad profa i simanum minum og hann er otrulega rettur....
Re: Spindilhalli.
Posted: 09.nóv 2012, 19:58
frá jeepcj7
Gráðubogi og lóð í spotta er alveg 100% mæling þó það sé ekki eins fínt og digital og kosti lítið sem ekkert.
Re: Spindilhalli.
Posted: 09.nóv 2012, 20:47
frá grimur
Alveg rett. Thad er stundum erfitt ad koma graduboga vid og lodinu um leid. Eg hef lika notad malband, hallamal(venjulegt) og reiknivel til ad finna akkurat halla. Allt virkar thetta.
Re: Spindilhalli.
Posted: 09.nóv 2012, 22:06
frá nobrks
Verfærasalan og eða verkfæralagerinn eiga þetta til, frekar ódýrt verkfæri og erfitt að lesa af undir bílnum.
Myndi frekar fjárfesta í hallamáli með gráðumæli.
Re: Spindilhalli.
Posted: 09.nóv 2012, 22:35
frá Gunnar
já þetta virkar allt, bara svo mun auðveldara að eiga eitthvað þægilegt til að lesa gráðurnar út þegar maður þarf að nota þetta oft og á marga hluti. hallamál með gráðumæli já, það væri mjög hentugt í þetta, veistu hvar ég fæ það, er það til í verkfæralagernum kannski?
Re: Spindilhalli.
Posted: 11.nóv 2012, 06:56
frá Kiddi
Svona venjulegt hallamál með gráðuboga eru ekkert sérstaklega nákvæm verkfæri... oft er skekkjan upp á +- 5 gráður. Þá er nú betra að nota gráðubogann og spottann því spindilhallinn skiptir engu máli ef hann er ekki sá sami báðu megin!
Re: Spindilhalli.
Posted: 11.nóv 2012, 12:35
frá Gunnar
hafa menn einhverja reynslu af þessu hérna?, maður skyldi nú ætla að þetta væri nokkuð nákvæmt, kostar um 9 þús hjá þeim
Re: Spindilhalli.
Posted: 11.nóv 2012, 13:43
frá juddi
Þetta hallamál frá logey er skylda í verkfærakassan hjá þeym sem eru að breyta jeppa algjör snild
Re: Spindilhalli.
Posted: 12.nóv 2012, 01:11
frá Gunnar
já ég skelli mér á eitt svoleiðis þegar þau koma aftur hjá þeim
Re: Spindilhalli.
Posted: 12.nóv 2012, 15:05
frá Dodge
Ég notaði stórann vinkil og skíðmál (þríhyrningareikning til að finna hornið)